Alþýðublaðið - 25.03.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.03.1973, Blaðsíða 3
N - KARL hjónaband þeirra gæti orðið hamingjusamt. Karlmaður fæddur i Bogmannsmerki og kona fædd i Bogmannsmérki, 23. nóvember-20. desem- ber. Þótt svo að liklegt megi teljast að þessar elskulegu, létt- lyndu og lifsglöðu manneskjur væru samvaldar til hjúskapar, er ekki með öllu tryggt að hjónaband þeirra yrði hamingjusamt. Þó að þau séu mörgum góðum eiginleikum búin, bæði tvö, þá hafa þau lika bæði sina galla, og þar sem um er að ræða mikið til sömu kosti og sömu galla hjá báðum, bæta þau ekki hvort annað upp. Þap geta lika verið svo lik um flest, að þau yrðu fljótlega þreytt hvort á öðru, og mundu þá leita tilbreytingar i kynnum við aðra. Ob bar sem fátt eitt gæti talizt áhugavert við makann frá báð- um séð, er liklegt að þau mundu velja sér ólik áhugamál, en sinna hvort öðru minna sem eiginmaður og eiginkona. Ættu þau hinsvegar nokkur sameiginleg áhugamál er þess meiri von að hjónabands- hamingjan entist — en hættara er þó við hinu, að áhugamálin yrðu ekki sameiginleg, en ólik viðfangsefni verða báðum svo umsvifamikil iðja, að sjálft hjónabandið yrði vanrækt. Þau mundi með öðrum orðum bera stöðugt fjær hvort öðru, ef að þvi kæmi, en hitt getur lika átt sér stað, ef bæði gera sér grein fyrir hættunni, að hjónabandið verði hið farsælasta. Karlmaður fæddur i Bogmannsmerki og kona fædd i Steingeitarmerki, 21. des.-19. janúar. Hætt er við að erfiðleikarnir yrðu ekki lengi að segja til sin, ef þau gengju i hjónaband, Bog- maðurinn og Steingeitin. Hún er honum ólik um flest. Oftast nær er hún hæglát og dul, hann kátur og opinskár og stöðugt á ferðinni. Ástriðuheit getur hún verið, en atlot hennar og sá þáttur ástarinnar sem þessu er tengdur, fyrst og fremst hold- legur en mundi skorta huglæga einlægni, sem hann þarfnast. Hún litur oft raunsæum og al- varlegum augum á lifið, og hneigð hans til glaðværðar og skemmtana mundi henni ef til vill þykja krakkaleg. Hún er og oftast nær mjög gætin i peninga- málum og ráðdeildarsöm, en það kynni honum að þykja nizka. Eflaust mundi hún reyna að leggja hömlur á frjálsræði hans og vilja að hann yrði meira heima á kvöldin i stað þess að skemmta sér með kunningjun- um. Drottnunargjörn er hún oft úr hófi, svo að jafnvel Bog- maðurinn kynni að reiðast og missa á sér alla stjórn. Hún vill hafa aga og stranga reglusemi á öllu heimafyrir, en hann er ekki mikið gefinn fyrir þessháttar. Þó er aldrei að vita nema glað- værð hans og ástriki mundi kalla fram hið bezta i henni og hjónabandið verða farsælt. Karlmaður fæddur i Bogmaunsmerki og kona fædd i Vatnsberamerki, 20. jan.-18. febrúar. Kona fædd i þessu merki er ein af þeim, sem völdust er til hjúskapar með Bogmanninum. Mundu þau sennilega litið þurfa fyrir þvi að hafa aðhjónaband þeirra yrði hið farsælasta. Bæði leggja hvað mest upp úr óskoruðu frjálsræði, og það er harla óliklegt að annað hvort þeirra mundi sýna hinu drottnunargirni eða ráðriki. Hjónabandið gæti orðið einkar ástrikt, samkvæmt eðli þeirra beggja. Bæði eru þau yfirleitt mjög vel geíin, og miklar likur til að þau ættu mörg áhugamál sameiginieg. Glaðværð hennar og vinnandi framkoma mundi afla henni vinsæida meðal kunningja hans og vina. Þó hún hafi mikinn áhuga málum utan heimilis, er ekki þar með sagt að hún sé ekki fær húsmóðir, og vist er um það að oftast nær kemst hún vel frá\þvi. Ef þau yrðu að einhverju leyti ósam- mála mundu þau ræða það af skynsemi og hreinskilnislega. örlát er hún oft, og mundi ef efni leyfðu verja fé sinu til að bæta neyð annarra. Þau eru bæði glaðvær og létt i lund og kjósa að heimilið sé fyrst og fremst friðsæll staður, og ætti að verða auðvelt fyrir þau að ná þvi marki. Karlmaður fæddur i Bogmannsmerki og kona fædd i Fiskamerki, 19. febrúar-20. marz. ' Sérstakir eiginleikar þeirrar konu gera hana ekki mjög heppilega eiginkonu Bogmanns, og er hætt við að ýmis vand- kvæði og örðugleikar mundu fljótt segja til sin ef þau gengju i hjónaband. Hún er oft mjög ástrik og umhyggjusöm, en um leið er hún manni sínum alger- lega háð, og mundi Bogmanni þykja meir en nóg um ósjálf- stæði hennar. hún mundi hjúfra sig stöðugt að honum, i óeigin- legri merkingu, likt og vafningsviður, og þó að hann kynni ástriki hennar og einlægni vel, en þegar frá liði er hætt við að honum gremdist hve hún teldi sig þurfa að leita til hans um alla hluti. Ef hann missti stjórn á skapsmunum sinum, mundi hún falla i grát, en yfir- leitt jafnar hún sig þó fljótt aftur, sé um smámuni að ræða. En svo viðkvæm er hún og veik- lunduð að eðlisfari að hann mundi stöðugt þurfa að gæta tungu sinnar, að hann særði ekki tilfinningar hennar; er eins vist að hann segði eitthvað i gamni, og mundi verða furðu lostinn er hún tæki það ekki einungis al- varlega, heldur og mjög nærri sér. Takist honum hins vegar að skilja hana, og sýna henni um- burðarlyndi samkvæmt þvi, gæti hjónaband þeirra orðið hið farsælasta. KONA í STEIN- GEITAR- MERKI HIOLHÝSI - MD SEM OKKIIR SKORTI SfZT f UMFERDINA Þá höfum við það. Það er búið að stofna félag hjólhýsaeigenda. Eflaust ekki i óþökk neins inn- flytjenda slikra húsa, öllu fremur að tilstuðlan einhvers þeirra. Og takmarkið hlýtur að vera jafn göfugt og annarra klúbba af sliku tagi: Hjólhýsi inn á hvert heimili, varla minna. Nú væri það svo sem góðra gjalda vert ef einhver innflytj- andinn tæki sig til og forðaði is- lenzku þjóðinni frá þvi að hjól- húsnæðisvandamál bættust ofan á öll okkar fyrri húsnæðis- vandamál — væri slikt vanda- mál á annað borð til i landinu. En svo er bara ekki. Bandarikin eru föðurland hjólhýsamenningarinnar, þar eru starfandi fjölmennir klúbb- ar eigenda slikra aftanivagna og þeir eru orðnir hluti af bandarisku þjóðlifi. Talið er að um sex milljónir Bandarikjamanna búi i slikum vögnum og hjólhýsamenning þar i landi hefur haft slik áhrif að þar er alls staðar gert ráð fyrir þeim i umferðinni, enda þjóðvegir allir viðir og breiðir, þannig að langar lestir bifreiða með gljáandi álvagnana i eftir- dragi hindra litið sem ekkert hina eðlilegu umferð bifreiða. Hjólhýsabúar þurfa ekki að fara þingmannaleið til að kom- ast á hjólhýsasvæði þar sem öll þjónusta er veitt, — fyrir vægt leigugjald komast ferðalang- arnir þannig á eins konar bíla- hótel, mótel, þar sem fjöl- skyldan hefur sitt heimili með sinum eigin innanstokksmunum allri þjónustu i þessu hjólhýsa- hverfi, en getur samt skipt um riki daglega. Milljónamæringurinn Wally Byam varð einmitt milljóna- mæringur á þvi að uppgötva möguleika hjólhýsanna og gera þá að almenningseign. Fleiri fylgdu svo i kjölfarið, nokkrir græddu milljónir og aðrir fóru á hausinn eins og gerist og gengur i öllu viðskiptalifi. En vegur aftanikerrunnar óx, og hún náði fótfestu i Evrópulöndum, þar sem einmitt Hitler og svo siðari tima ráðamenn hafa lagt áherzlu á greiðar og breiðar umferðaræðar, sem að fæstu leyti minna á þjóðvegi norður i Þingeyjarsýslu eða vestur á Barðaströnd. Það var svo ekki fyrr en á siðasta ári að verulega ,tók að bera á þessari tegund bilkerra á islenzkum þjóðvegum. Að visu hafði einn og einn góðborgarinn drattast með fjölskyldu sina i kerru aftan i Merkúrinum um þjóðvegina að sumri til, og fræg er sagan af hjónunum, sem fóru upp i Borgarfjörð i fyrra sumar með slikt tæki. Frúin var geymd ásamt pottum, pönnum og öðrum heimilisþægindum i kerrunni en bóndinn ók. 1 Hvalfirðinum þurfti bóndinn að pissa, — og er frúin tók eftir þvi ákvað hún að gera slikt hið sama, en að gam- alli og góðri islenzkri umferðar- venju pissaði hún hinu megin við farkostinn. Að visu láðist henni að æpa til bónda sins um að hún hefði farið út, svo hann sté strax að loknu verki upp i bilinn og ók af stað. Nú var úr vöndu að ráða, konan pissaði ein og fáklædd einhvers staðar i Hvalfirðinum á islenzkri sumarnóttu — og bóndinn á leið upp i Borgar- fjörð, jafnvel eitthvað enn norðar. Samkvæmt sögunni varð það frúnni til láns að unga menn bar að i bifreið fljótlega. Óku þeir konunni sem leið liggur á eftir bóndanum, en tóku einhvers staðar krók, og komust þannig fram fyrir hann, þvi það eykur ekki á hraðann að hafa hjólhýsi dinglandi aftan i heimilis- bilnum. Á heppilegum gatnamótum slepptu þeir konunni út þar sem hún beið bónda sins— og má nærri geta hve undrandi hann var að finna konu sina stand- andi eina á náttkjólnum á kross- götum uppi i Borgarfirði. En þetta var ef til vill útúrdúr. Aðalatriðið er það, að hér á tsl. búum við við svolitið annað vegakerfi en á meginlandinu, — og við verðum að miða okkar umferðarmáta og umferðar- menningu við það. Velmegunin er orðin þó það mikil hér á landi, að flestir geta leyft sér að njóta hins skamma sumars með þvi að bregða sér eitthvað út á land o}| i nánari snertingu við nátt- úruna (og vegarrykiðj um helgar. Alagið er hins vegar orðið það mikið á öllum helztu þjóðvegum, að það má ekkert verða til þess að draga niður eða tefja umferðina. Það eru sérstakir útvarps- þættir allt sumarið þar sem fólki er leiðbeint hvernig það getur bezt komizt leiðar sinnar án þess að verða öðrum til trafala eða umferðin lendi i hnút á hánnatimunum, og þrátt fyrir alla þessa viðleitni og mikið starf lögreglumanna við að greiða fyrir umferð, þá er rétt á mörkunum að vegakerfið þoli þetta álag. Það var þess vegna sizt af öllu að okkur skorti breiðar og þungar aftanikerrur, sem BJARNI SIGTRYGGSSON UM HELGINA hindra framúrakstur á þröngum og oft á tiðum hættu- legum vegum okkar, gera viðkomandi ökumanni auk þess allan akstur erfiðari. Það er nánast orðin spurning um öryggisatriöi af þvi tagi hvort ekki skuli banna með reglugerð umferð þessara vagna. Enda er mér spurn: Hver er ávinningurinn af þessum vögnum? 1 Bandarikjunum er viðast svo að það er hægt að aka dag eftir dag án þess að komast i skjólgóðan hvamm eins og þeir gerast beztir i Borgarfirðinum, vestur á fjörðum, austur á landi og þar fram eftir götunum. Við höfum hér þessa dásam- legu aðstöðu til að gista hjá sjálfri nátturunni, algerlega að kostnaðarlausu, — og það varla hægt að segja að fyrirhöfnin sé nokkur að reisa tjald — i fal- legum hvammi við niðandi læk. Það er sölumaðurinn. Hann vill vita hvort við séum að hugsa um að kaupa hjólhýsið. o Sunnudagur 25. marz. 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.