Alþýðublaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 3
A AD GERA VESTMANNAEYINGA AD FLÓTTAMÖNNUM I NÓÐFELAGINU? - og byggja yfir þá dreifðar flóttamannabúðir Á að gera Vestmannaey- inga að „Palestinu- Aröbum í islenzku þjóðfé- lagi" og byggja yfir þá dreifðar flótta- mannaíbúðir? Er ekki fyllilega tímabært áð viðurkenna staðreyndir og horfast í augu við þær? Þetta eru viðhorf fjölda Vestmannaeyinga í dag, og komu þau glöggt fram á borgaraf undinum, sem haldinn var fyrir troðfullu 1 húsi á Selfossi á sunnudag. Fundurinn gerði eftirfar- andi ályktanir: „Fjölmennur fundur Vest- mannaeyinga, haldinn i Selfoss- biói sunnudaginn 26. marz 1973, samþykkir að skora á ráðamenn , þjóöarinnar, að hefja nú þegar I raunhæfa könnun á staðsetningu nýrrar hafnar við suðurströnd landsins. Fundurinn telur, að tapist Vestmannaeyjahöfn, þá sé um nær 200 milna hafnlausa strandlengju að ræða, og að úti- lokað muni verða að stunda eðli- legar veiðar á þessum fengsælu fiskimiðum við slikar aðstæður.” „Fundurjnn lýsir samstöðu með ályktunumHúseigendafélags Vestmannaeyja um bótagreiðslur til Vestmannaeyinga.” Þessar ályktanir voru sam- þykktar einróma á fundinum, en þar voru miklar umræður um Vestmannaeyjamálin. Þótti fundarmönnum miður, að hvorki formaður Viðlagasjóðs, Helgi Bergs, né Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri, gátu sótt fundinn, Hins vegar voru þar mættir Eyjamenn i stjórn sjóðsins: alþingismennirnir Guðlaugur Gislason og Garðar Sigurösson, og Gisli Gislason, bæjarráðs- maður. Segja Eyjamenn mikið traust á þessa menn, sem þeir telja sina fulltrúa i Viðlagasjóði, en álita það hins vegar miður I farið, að þeir skuli ekki geta rætt ' opinskátt um það, sem er að gerast, vegna trúnaöar og þagnarskyldu. Við áttum i gær tal við Kristján Georgsson, sem er formaður Vestmannaeyjafélagsins, Hermann Einarsson, kennara, Jón Kjartansson, formann : Verkalýðsfélagsins, og fleiri. | Sögðu þeir, að mjög góður rómur hefði verið gerður að ræðum þeirra Jóns Hjaltasonar, hrl. og Sigmundar Andréssonar, bakara. Sigmundur sagði i sinni ræðu: „Ég held, að eftir atburði seinustu viku, séu allflestir búnir : að afskrifa sjálfar Eyjarnar um langa framtið, og verði langt i það, að aftur geti hafizt þar eðli- legt lif á ný”. „Eftir að búið er að tvistra skipunum út um allar trissur, viða við mjög erfiðar aðstæður, og að öllu leyti gjörólikar þeim, sem þeir (sjómenn) eru vanir, er Vestmannaeyja- börnin eru nú dreifð i skóla á Börn og unglingar úr Vest- mannaeyjum eru nú dreifð i 118 skóla viðsvegar um land. Þegar gosið hófst i Eyjum, var fjöldi nemenda i barnaskólum og Gagnfræðaskóla Vestmanna- eyja alls 1135. 871 voru við nám i barnaskólunum, en 264 i Gagn- fræðaskólanum. Börn úr barnaskólum Vest- mannaeyja, stunda nú nám við 91 skóla á 60 stöðum á landinu. Um helmingur þessara barna stundar nám i skólum á Reykja- vikursvæðinu. Mestur fjöldi er i Laugarnesskóla og Langholts- skóla og er þar um að ræða kjarna, sem eru undir stjórn og kennslu Vestmannaeyinga sjálfra. önnur börn úr Vest- mannaeyjum sem eru viö nám á Reykjavikursvæðinu, hafa farið inn i þær bekkjardeildir, sem fyrir voru i skólunum. Fyrri kennarar þessara barna fylgjast þó með námi þeirra. 118 landinu Þriðji aðalkjarninn á barna- skólastiginu um 100 börn er við nám i sundlaugarhúsinu I Hveragerði. Þar eru börn á aldrinum 7-13 ára. A Selfossi eru svo um 20 börn við nám. Unglingar úr Gagnfræða- skóla Vestmannaeyja eru við nám i 27 skólum á 26 stöðum á landinu. Rösklega 71% þessara unglinga stundar sitt nám við Laugarlækjarskólann. Þar fer kennsla fram á timabilinu 13-18, en aðstaða til heimanáms i skólanum er þar til kl. 19.30. 1 Keflavik eru 10 nemendur, á Selfossi 9, i Hveragerði 11 og i Skógarskóla 6. Aðrir skólar hafa 5 nemendur eða færri. Aðstööu til félagslifs hafa bæði barnaskólarnir og Gagn- fræðaskólinn fengið i Tónabæ. Fcr þar fram félagsstarf eftir þvi sem hægt er að koma viö. Umsón með þvi hefur verið á vegum Tónabæjar og Rauöa krossins. mikil hætta á þvi, að þessir menn hugleiði það i fullri alvöru að hætta að stunda sjó.” „Þetta samfélag, sem varð svo sérstakt, bæði i sorg og gleði, varð til sökum einangrunarinnar. Nú er það tvistrað. En ég held þó, að þeir séu flestir, sem vilja ekkert frekar en koma þessu samfélagi aftur á fæturna i ein- hverri þeirri mynd, sem bezt mundi henta okkur. Þess vegna er þaö okkur sérstök nauðsyn að koma okkur saman um það, hvaða stað hér á suðurströndinni við veljum, til þess að byggja aftur upp sameiginlega nokkurs konar nýjar Vestmannaeyjar.” Þessi staður yrði að vera ein- hvers staðar hérna megin við ölfusárósa og eitthvað austur. Ég tel ekki skipta öllu máli, hvaða staður verður valinn, heldur hitt, að hafizt hverði handa sem fyrst, svo að fólk geti aftur fengið sina bjartáyni og trú á lifið og fram- tiöina.” Júpiter og AAarz: Afkasta- mesta frystihús á landinu Eins og Alþýðublaðið hefur sagt frá, hafa nokkur fyrirtæki Vest- mannaeyinga hafið starfsemi hér á meginlandinu, og vitað er um fleiri, sem eru að leita eftir aðstöðu. Mesta athygli vakti frétt blaðsins um kaup Isfélagsins hf. á frystihúsi og fiskverkunarstöð Júpiter og Marz hf. Er hér um að ræða afkastamesta frystihús á landinu með miklum frysti- geymslum, auk saltfiskþurrkhúss, i aðstöðu til skreiðarverkunar og smiðju og þar með taldar allar vélar, svo sem flökunarvélar, færibönd, isvélar, frystivélar og bindivélar, svo nokkuð sé nefnt. Aðalhúsið er 85xl5m á 5 hæðum og var söluverð þess tæplega 200 milljónir króna. Vitað er að Eyjabúð Finnboga Friðfinnssonar er nú komin i verzlunarhúsnæði Verðanda i Roykjavik. Flutti Finnbogi vöru- birgðir sinar úr Vestmannaeyjum og keypti birgðir Verðanda og tók húsnæðið á leigu. Þá hefur Páll Þorbjörnsson opnað Eyjaverzlun i Grindavik, en Páll verzlaði með útgerðar- vörur i Vestmannaeyjum. Skóverzlun úr Eyjum verzlar i húsnæði i Árbæjarhverfinu og samningar standa yfir um verzlunina Donnu á Grensásvegi. Þriöjudagur 27. marz. T973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.