Alþýðublaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 11
í SKUGGA MARÐARINS
Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt
stoltur og fátækur og sá sjálfan
sig i anda sem óðalsherrann.
— Og svo?
— Það kastaðist i kekki. Hon-
um var sagt að fara og hann fór.
En hann kom aftur eftir móður
þinni. Þau ætluöu að strjúka sam-
an. Lizzie fór að hlæja. —- Hann
kom upp á stiga. Hún beið hans
reiðubúin. Fékk honum skart-
gripina sina. Sumir þeirra voru
mjög verðmætir. Hann lét þá i i
vasa sina og þá . . . þá ruddust
þeir inn i herbergið og gripu hann
... og það var i siðasta skipti sem
við sáum hann.
— Einhver hefur gert þeim við-
vart.
— Já, sagði Lizzie slóttug á
svip.
— Það varst þú, Lizzie var það
ekki?
Gretta kom á andlit hennar. —
Þú veizt það! hrópaði hún. — Móð-
ir þin vissi það. Ég sagði henni
það nóttina sem hún dó. Afallið
varð henni að bana. Hún hefði
aldrei fyrirgefið mér hefði hún
lifað. Hún las yfir mér. Hún sagði
að það væri mér að kenna að lif
sitt skyldi ekki hafa orðið allt
öðruvisi. Hún hefði farið á brott
með honum. Hann hefði aldrei
farið til Astraliu.
— En þangað fór hann og þar
strengdi hann heit, og vegna
þess, Lizzie, vegna þin . . .
Ég gekk út úr herberginu og
skildi hana eftir starandi fram
fyrir sig.
Ég var á báðum ,áttum, vissi
enn ekki hvað gera skyldi.
Ég gat ekki farið niður til há-
degisverðar vegna þess að mér
var ómögulegt að horfast i augu
við neinn. Lucie kom upp til min.
— Minta, hvað er að?
— Mér er illt, Lucie.
KRÍLIÐ
Z^/Vg-
ASKjf) SA/T) HL Fkoni VEFJlK öamu/n
d
5fí/AY KjftH u/n
I
Svftfi ftVi nrmR
SKMl l| e/NK s r TiTill 30RÐ ftR fóTjZ
/9/v2? l/TS hlut /fV/U
A K£VR! SKR/F^
Sm'ft TuHrtU iPÍRJR
EVDD UR
FÓR VjúPf KvEH DÝR
— Góða min, þú skelfur. Ég
ætla að ná i hitapoka.
— Nei, Lucie. Sittu bara hjá
mér og talaðu viö mig.
Hún settist og ég hóf mál mitt.
Hverjum gat ég trúað fyrir raun-
um minum ef ekki Lucie, sem
hafði i svo mörg ár staðið mér
nær en min eigin móðir? Ég sagði
henni hvers ég hefði oröið visari i
söngleikjasalnum.
— Þú skilur það Lucie, hann
elskar Noru. Hann kvæntist mér
vegna Whiteladies.
Lucie var hugsi um stundí svo
sagði hún. — Nora er nú á förum
til Astraliu. Þið Stirling munuð
finna ykkur lifsform. Það verður
málamiðlun, en þannig er hjóna-
bandið oft.
— Nei, sagði ég. — Hann elskar
hana og honum tekst ekki að
gleyma henni. Þau eru tengd
sterku bandi — það er bæði úr ást
og hatri, eða svo virtist mér, þvi
það var að heyra á Noru að hún
hataði hann og elskaði hann um
leið. Hún hatar hann vegna þess
að hann særði hana með þvi að
kvænast mér. Ég hef legið hérna
og verið að hugsa um hvað ég geti
gert.
— Minta min, elsku barn. það
bezta sem þú getur gert er að
gera ekki neitt. Svona lagað hefur
komið fyrir áður. Stirling er
kvæntur þér. Þú gengur með
barn hans. Nora fer til Astraliu.
Sannaðu til, eftir fáein ár verður
hann búinn að gleyma henni og þú
sömuleiðis.
— Hann lætur hana ekki fara,
þrætti ég. — Hann sagðist ekki
gera það.
— Það er bara fljótfærnistal.
Hann ræður engu um það og Nora
er skynsöm og veraldarvön kona.
Hún veit að héðan af verður ekk-
ert að gert. Hann getur orðið úr-
illur fyrst eftir að hún fer, en tim-
inn læknar öll sár. Hann sættir sig
við orðinn hlut. Þú hefur
margt til brunns að bera, Minta.
— Nei, nei. Ég hef verið að
reyna að hugsa mér hvað ég ætti
að gera. Ég var jafnvel að hugsa
um að fara i burtu.
— Hvert þá?
—• Ég veit ekki hvert.
— Ekki ertu nú hagsýn. Þú
verður hér og ég verð þér innan
handar og lit eftir þér.
— En ég var nú samt að hugsa
um að fara . . . eitthvað. Ég var
meira að segja byrjuð á bréfi til
hans.
Hún gekk að skrifborðinu minu
og tók þar upp pappirsörk.Á hana
hafði ég skrifað: — Elsku
Stirling. Ég var i söngsalnum
þegar þið Nora voruð að tala
saman svo ég veit að þú elskar
hana og mér virðist aðeins einn
vegur fær. Ég verð að vikja . . .
Ég hafði ekki komizt lengra, en
farið að velta þvi fyrir mér hvað
til bragðs skyædi taka. Lucie
fleygði blaðinu reiðilega i rusla-
körfuna. Svo kom hún aftur að
rúminu til min.
— Þú hefur ofreynt þig, sagði
hún. — Ég skal sjá um þig og ég
fullyrði að með timanum læturðu
þér þetta allt i léttu rúmi liggja.
Hann getur ekki hafa verið svo
mjög ástfanginn af Noru þvi þá
hefði hann ekki farið að kvænast
þér.
— Það er mikil huggun að hafa
þig, Lucie, en . . .
— Treystu mér. Nú verður þú i
rúminu það sem eftir er dagsins,
þá þarftu ekki að tala við neinn.
Ég ætla svo að bregða mér til
Hunters læknis og biðja hann að
koma og lita á þig. A ég ekki að
gera það?
— Hunter læknir getur litið
bætt úr þessu.
— Jú, það getur hann. Hann
getur gefið þér eitthvað sem þú
sofnar af, og það er i rauninni
það, sem þú þarfnast. Þú hefur
ekki verið með sjálfri þér eftir
fallið þarna i turninum.
Hrollur fór um mig. Ég gat ekki
einu sinni sagt Lucie frá hinum
hræðilega grun, sem hafði gripið
mig. En það eitt að tala við Lucie
gerði mér hughægra. Hún fór út
frá mér og ég lá kyrr, reyndi að
trúa þvi sem hún hafði sagt mér,
en mistókst það hrapallega.
Ég lá i rúminu það sem eftir
var dagsins. Lucie færði mér
kvöldmatinn á bakka, en ég hafði
hvorki lyst á steikta kjúklingnum
né ostinum og ávöxtunum. Hún
hafði farið til Hunters læknis, en
hann hafði verið i vitjun og af-
glapinn frú Devlin hafði virzt
drukkin. Lucie hafði hinsvegar
skilið eftir boð til læknisins um að
koma til min daginn eftir. Lucie
sagði að ég gæti tekið eina af töfl-
unum sem hann hafði gefið mér
eftir fallið. Hún skyldi senda mér
mjólk til að drekka með henni.
— Ætlarðu ekki að reyna að
borða eitthvað? spurði hún.
— Mér er það ómögulegt,
Lucie.
Um niuleytið sendi Lucie mér
heita mjólk og kexkökur. Lizzie
virtist eitthvað miður sin og það
stóð greinilega i sambandi við
hegðun hennar fyrr um daginn.
Ég gat- ekki borið sama hug til
Lizzie og áður. Gerðir hennar
höfðu haft svo gifurleg áhrif á lif
okkar allra. Ég horfði með ógleði
á mjólkina og sneri mér undan,
svo Lizzie lagði bakkann frá sér á
náttborðið hjá mér.
Ég lokaði augunum og hlýt að
hafa blundað, þvi þegar ég vakn-
aði fékk ég dynjandi hjartslátt við
að sjá einhvern standa við rúmið
hjá mér. Þetta var Stirling. Ég
gat ekki komið mér til að tala við
hann svo ég lézt sofa. Hann stóð
þarna og horfði á mig og ég braut
heilann um hvað hann hefði i
hyggju. Var hann að hugsa um að
þrýsta kodda yfir andlit mitt og
kæfa mig? Mér var sama þótt
hann gerði það. Hver hefði trúað
þvi að mögulegt væri aö elska
nokkurn, sem maður grunaði um
að ætla að drepa mann. Nora
elskaði hann og hataði i senn, og
ég elskaði hann þótt ég grunaði
hann um að vilja mig feiga.
Mannlegar tilfinningar eru
sannarlega margslungnar!
Eftir stundarkorn fór hann út
aftur. Ég lá kyrr og sömu hugsan-
irnar hringsnerust i huga mér og
skyndilega hrökk ég við að heyra
einhverja hreyfingu við glugg-
ann. Ég settist upp i rúminu, en
velti um leið bakkanum niður.
Kettlingurinn kom hlaupándi frá
glugganum með Bellu á hælun-
um. Mér varð ljóst að ég hafði
vaknað við leik þeirra með
gluggasnúruna. Kettlingurinn
uppgötvaði mjólkina og tók að
lepja i ákafa svo ég lét bakkann
niður á gólf og þau luku við hana I
sameiningu. Bella stökk malandi
upp i rúmið til min og ég strauk
henni. Innan tiðan hljóp hún niður
aftur og ég reyndi að sofna. Auð-
Utboð
Dalvikurhreppur óskar eftir tilboðum i að
gera heimavistarbyggingu á Dalvik fok-
helda og jarðvegsskipti á lóð.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Dal-
vikurhrepps frá og með miðvikudeginum
28/3 gegn 10.000.00 kr. skilatryggingu.
Sveitarstjórinn Dalvik.
Ljósmóðurstarf
Starf ljósmóður i Neskaupstað er laust til
umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 1. mai 1973.
Veitir frá 1. júni 1973.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Stefán Þorleifsson, forstöðumaður
Fjórðungssjúkrahússins i Neskaupstað,
simi (97) 7402.
Bæjarstjórinn i Neskaupstað.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar
Skipholti 25. Simar 19099 og 20988.
Frá
Velskola
Islands
Ef nægileg þátttaka fæst, verður haldið
námskeið fyrir vélstjóra við Vélskóla ís-
lands i Reykjavik frá 28. mai til 10. júni
1973.
Verkefni: 1. Stýristækni.
2. Rafeindatækni.
3. Rafmagnsfræði.
Námskeiðið er ætlað fyrir vélstjóra, er
lokið hafa prófi úr rafmagnsdeild skólans
eða 4. stigi. Þátttaka tilkynnist bréflega
fyrir 15. mai til:
VÉLSKÓLA ÍSLANDS
Sjómannaskólanum.
Pósthólf 5134, Reykjavik.
Miðstöðvarofnar
Reyndir með 12 kg/cm2 þrýstingi.
Leitið verðtilboða.
ÍSLEIFUR JÓNSSON HF.,
byggingavöruverzlun,
Bolholti 4, sími 36920 - 36921.
Þriðjudagur 27. marz. 1973
0