Alþýðublaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit-
stjóri Sighvatur B jörgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn
Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf.
EKKERT AÐ UNDRA
Þegar að er gáð, er það þá nokkuð undarlegt,
þó ráðherrunum i rikisstjórn ólafs Jóhannes-
sonar gangi illa að stjórna landinu? Nei, hreint
ekki. Sjáum bara framkomu þeirra i garð hvers
annars. Ber hún vott um heilindi og samstarfs-
vilja? Sannarlega ekki. Og litum á framkomu
þeirra gagnvart ýmsum af æðstu og færustu
embættismönnum þjóðarinnar. Ef ráðherrarnir
eru eitthvað hræddir við pólitiskar ákvarðanir
sem þeir hafa sjálfir tekið, þá kenna þeir
embættismönnunum um — sérfræðingunum,
sem rikisstjórnin skipaði að vinna verkið. Er
þetta nokkur hæfa hjá mönnum, sem eiga að
vera ábyrgir landsstjórnendur? Auðvitað ekki.
Enda eru ráðherrarnir i núverandi rikisstjórn
hvorki ábyrgir né hæfir til þess að stjórna landi.
Vegna úrræða- og getuleysis sitja þeir á si-
felldum svikráðum við jafnt sjálfa sig sem aðra,
og þegar að þeim þrengir, þá reynast þeir auk
þess vera heldur litlir karlar.
Einhver dæmalausasta framkoma lands-
stjórnenda við mætustu embættismenn sina er
framferði sumra ráðherranna—einkum og sér i
lagi Alþýðubandalagsráðherranna — við Hag-
rannsóknastjóra og Seðlabankastjóra i sam-
bandi við lausn Vestmannaeyjamálsins. Þegar
fréttast fór af frumtillögum rikisstjórnarinnar i
málinu, sem m.a. fólu i sér bann við verkföllum,
bann við grunnkaupshækkunum, bindingu visi-
tölu og fleira i þeim dúr, þá gerði Lúðvik Jós-
efsson sér litið fyrir og lýsti allri ábyrgð á
hendur þessara tveggja embættismanna —
sagði tillögurnar vera frá þeim komnar, en ekki
rikisstjórninni. Hér væri um að ræða ,,vinnu-
plagg embættismanna”. Sama hefur Þjóðviljinn
endurtekið af og til og nú siðast sagt formann
Alþýðuflokksins fara með „beinar lygar” er
hann- vék að málinu i þingræðu.
En þarna þarf ekkert um að deila — stað-
reyndirnar tala eigin máli. í 14. grein frum-
varps þess um ráðstafanir vegna Vestmanna-
eyjavandamálsins, sem forsætisráðherra
afhenti formönnum stjórnarandstöðuflokkanna
þann 27. janúar s.l. segir svo orðrétt:
„Vinnustöðvanir til þess að knýja fram breyt
ingar á lögum eða starfskjörum eru óheimilar á
timabilinu frá 1. marz til 31. október 1973.”
Þá hefur forsætisráðherra lýst þvi yfir á
Alþingi, að þetta frumvarp hafi ekki verið
„vinnuplagg embættismanna” heldur samið að
sinum fyrirmælum eftir umræður i rikis-
stjórninni og fyrir hönd hennar.
Engu að siður halda Alþýðubandalagsráð-
herrarnir og Þjóðviljinn áfram að tönnlast á
þvi, að þetta makalausa frumvarp hafi allt verið
á ábyrgð embættismannanna tveggja, en ekki
rikisstjórnarinnar. Segi embættismennirnir
annað, þá ljúgi þeir, segi formenn stjórnarand-
stöðunnar annað, þá ljúgi þeir og segi forsætis-
ráðherra annað, þá ljúgi hann — séu staðreyndir
aðrar, þá ljúgi þær lika. Hvernig er hægt að
starfa með svona mönnum eða fyrir svona menn
—- og hvernig ættu svona menn að geta stjórnað
heilu landi, svo vel fari? Enda geta þeir það
ekki.
En hitt skyldu launþegar athuga, að ef
stjórnarandstaðan og tveir þingmenn stjórnar-
flokkanna hefðu ekki neitað að styðja frumhug-
myndir rikisstjórnarinnar i Vestmannaeyja-
vandanum þá hefðu nú verið i gildi, auk banns
við kauphækkunum, falsaðrar visitölu o.fl. þ.h.
ákvæði um að helgasti réttur verkalýðshreyf-
ingarinnar — rétturinn til þess að gripa til
vinnustöðvana — væri frá henni tekinn.
ATVINNULÝÐRÆDI
— ÞJÓÐARHEILL!
eftir Bjarna
Tómasson
„Vinnan” þáttur i sjónvarpssal
undir stjórn Baldurs Óskars-
sonar, þar sem Axel Kristjáns-
son, Björn Jónsson, Július Valdi-
marsson og Sigurjón Pétursson
fjölluðu um svo kallað atvinnu-
lýðræði, eða áhrif fólks á starf,
stjórn og rekstur fyrirtækja, sem
rekin eru i sameignarformi.
Hér er um mjög athyglisvert
mál að ræða, sem hefur ákveðinn
tilgang og hefði hann mátt koma i
ljós við umræðurnar. Axel var
áberandi kunnugastur þessu
máli, og hefði efalaust getað
skýrt tilgang þess betur.
Danir eru farnir að þreifa fyrir
sér varðandi þetta mál, enda eiga
þeir ekki nema yfir landamærin
að fara til Þjóðverja, sem i
nokkur ár hafa haft með þessi
mál að gera. Þegar ég á sinum
tima varð var við þessa hreyfingu
i Þýzkalandi, þá var almennt
látið i það skina, að fyrirtækin
gerðu þetta til þess meðal annars
aðkoma i veg fyrir verðþenslu. Að
vel athugðu máli hefur þetta
sameignarform margt það til að
bera, sem orkar eins og hemill á
verðbólguhjólið. Við getum
hugsað okkur að allur sjávarút-
vegurinn i landinu væri orðinn að
sameignarfélögum, sem sjómenn
og landverkafólk ætti jafna hluti i
og ynnu eingöngu við. Þetta hefði
miklar breytingar i för með sér á
núverandi félagsmál. Það er
óhugsandi að fólk færi aö gera
kaupkröfur á hendur fyrirtækja,
á sama tima og það er hluthafar i
þeim, og ekki sizt, þegar lykil-
orðin verða óhjákvæmilega þessi:
Tapi fyrirtækið tapa allir, græði
það græða allir.
Þaðer alrangt að þessi þróun sé
nokkuð skyld þvi hvernig Sam-
vinnuhreyfingin er byggð á Is-
landi. Sambandið er byggt upp af
kaupfélögunum i landinu og er oft
nefnt rikið i rikinu. En varðandi
það, sem hér hefur verið rætt
væri engin þörf fyrir samband
eins og S.t.S. og sizt eins og S.Í.S.
er byggt. Ef tekið er dæmi, þá
ætti allt það fólk, sem vinnur hjá
Mjólkursamsölunni að eiga M.S.
Hér er átt við þaö að þeir eigi
fyrirtækin, sem vinna við þau.
Ætti þetta fyrirkomulag eftir að
verða ráðandi afl á tslandi, þá
yrði breyting á mörgu. Mörg
fyrirtæki lik sem ólik ættu eftir að
lita dagsins ljós af sama toga
spunnin, og ættu eftir að keppa
um innlenda og útlenda markaði.
Þá er ekki siður hægt að ætla, að
hugtakið, sem nefnt hefur verið
frjáls samkeppni, ætti eftir að
verða lofað, en ekki lastað. Ég
man ekki vetur en að hún hafi
ekki verið hátt skrifuð hjá okkur
sem i upphafi trúðum á jafnaðar-
stefnuna sem lokatakmark.
Þeir verða margir, sem segja
það heimsku, að atvinnulýðræðið
eigi eftir að koma i veg fyrir verö-
þenslu. Þeir hinir sömu eiga eftir
að reka sig á það og verða sér
þess meðvitandi, að það á eftir að
Framhald á bls. 4
FLOKKSSTARFIÐ
Reykvíkinaar:
VIÐTALSTÍMAR
Alþýðuflokksfélag Reykjavikur minnir á
reglulega viðtalstima þingmanna og borgar-
fulltrúa flokksins á fimmtudögum.
Næst verður þaö Eggert G. Þorsteinsson,
sem til viðtals verður fimmtudaginn 29. þ.m.
á skrifstofum Alþýðuflokksins við Hverfis-
götu frá 5-7 e.h. Simi i viðtalsherberginu hef-
ur simanúmerið 1-50-20.
Hafnfirðinaar:
VIÐTALSTÍMAR
Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði minna bæjar-
búa á viðtalstíma með bæjarfulltrúum flokksins og
þingmönnum kjördæmisins, sem eru reglulega á
hverjum fimmtudegi. Næsti viðtalstími verður n.k.
fimmtudag, 29. marz, kl. 5-7 e.h. í Alþýðuhúsinu.
Nánar auglýst síðar^
Alþýðuf lokksfélögin
SAMSTAÐA
Annaðtölublað SAMSTOÐUer komið út. I blaðinu
eru m.a greinar um Friðarsamkomulagið í Víet-
nam, um Þjóðfrelsisfylkinguna og um afdrif póli-
tískra fanga i fangabúðum Saigonstjórnarinnar.
Einnig er fjallað um Kambódíu, Laos, portúgölsku
nýlendurnar i Afríku og hernaðarbandalög USA um
allan heim.
Lesendur Alþýðublaðsins eru hvattir til þess að
gerast áskrifendur að SAMSTÖÐU, málgagni
Víetnamhreyfingarinnar. Fyllið út og sendið til
skrifstofu Vietnamhreyfingarinnar Ránargötu 32,
eða hringið í síma 11906.
Nafn: ..........................
Heimili..................simi...
Áskriftagjaldið er kr.: 200,00.
SUJ
FRAMTIÐARSKIPULAG HAFNARFJARÐAR
Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar efnir til almenns fundar
miðvikudaginn 28. marz kl. 20.30 i Alþýðuhúsinu um framtiðarskipu-
lag Hafnarfjarðar.
Friðþjófur Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar, hefur fram-
sögu um tillögu að aðalskipulagi fram til 1983.
Á fundinum mæta Svend Aage Malmberg, haffræðingur, og
Markús A Einarsson, veðurfræðingur, og svara fyrirspurnum um
náttúruvernd. Jóhann G. Bergþórsson, verkfræðingur, verður til
svara um umferðarmál og Gunnar Ágústsson, hafnarstjóri, svarar
spurningum um hafnarmál.
Bæjarbúar eru hvattir til þess að nota þetta tækifæri til þess að
kynnast viðhorfum varðandi framtiðarskipulag bæjarins.
STJÓRNIN
o
Þriðjudagur 27. marz. 1973