Alþýðublaðið - 28.04.1973, Page 1
ALÞYÐU-
BLAÐIÐ
UPPLÝSIR
MMM
ALHLIDA
m ™
Presturinn um Viðlagasjóð
'LOFORÐAGUMS’
„Um Viðlagasjóö ræði ég
ekki hér, en þar virðist
enginn i hvorugan fótinn
geta stigið eftir allt lof-
orðagumsið”, segir sr.
borsteinn Lúther Jónsson,
sóknarprestur Vestmanna-
eyinga, i grein i „Samfé-
laginu” — „Blaði Vest-
mannaeyinga i dreif-
ingunni”, sem þeir Vest-
mannaeyjaprestar Þor-
Forseti ASÍ:
JÁKVÆÐ
ADGERÐ
— Ég tel þetta vera
jákvæða aðgerð, sagði
Björn Jónsson, forseti
ASl, þegar Alþýðu-
blaðið bað um álit hans
á gengishækkuninni.
Með þessu er reynt að
hægja á hinum allt of
hraða snUningi verð-
bólguhjólsins og hamla
gegn þeirri verðhækk-
unaröldu, sem dunið
hefur yfir undanfarið.
Slikt hlýtur að vera
æskilegt frá sjónarmiði
launafólksins.
— Já, ég styð
aðgerðina, sagði Björn
ennfremur. Ég reikna
þá með þvi, að treysta
megi þvi áliti sér-
fræöinga rikisstjórnar-
innar, að bættur hagur
Utflutningsatvinnu-
veganna vegna hækk-
andi verðlags á Ut-
flutningsafurðunum
erlendis hafi skapað
það svigrUm, sem geri
þessa aðgerð mögulega.
steinn og Karl Sigurbjörns-
son eru ritstjórar og
ábyrgðamenn aö.
Grein sr. Þorsteins, sem
ber fyrirsögnina: „Þetta
verður að breytast” er hörð
gagnrýni á starfsemi
Viðlagasjóðs og fram-
kvæmd aðstoðar við Vest-
mannaeyinga og um
bæjarstjórn Vestmanna-
eyja segir i greininni:
„Vilji forráðamenn bæjar-
félagsins sundra I stað þess
að sameina samborgara
sina og þjappa þeim saman
i samhuga heild, þá er
leiðin til þess að halda
áfram sömu vinnu-
brögöunum, sem þeir hafa
iðkað i bæjarmálefnum,
siðan við komumst i dreif-
inguna.” Við birtum þessa
grein sr. Þorsteins i heild á
bls 2.
„Samfélaginu” er dreift
ókeypis til Vestmannaey-
inga. „Þetta blað á að
hjálpa okkur að halda
hópinn,” sagði sr. Þor-
steinn i viðtali við Alþ.bl. i
gærkvöldi.
LOGUM!
NU koma aðgeröirnar
hver af annarri, þegar
þingið er farið heim. Full-
yrt er, að eftir helgina
muni verða sett bráöa-
birgðalög um töluverða
niöurfærslu á veröi á vöru
og þjónustu innanlands og
muni verðið látið lækka um
ca. 2%. Með þessu móti er
verið að reyna aö eyða sem
mest hinni miklu hækkun á
kaupgreiðsluvisitölu, sem
orðið hefur — en hana ber
að reikna Ut 1. mai n.k. og
greiða svo hækkunina i
hækkuðu kaupgjaldi hinn 1.
jUni. Er talið, að visitalan
hafihækkaðum a.m.k. 10%
en samsvarandi kaup-
hækkun i jUni er haldin
valda nýrri, óstöövandi
skriðu verðhækkana.
Gengishækkunin, sem
afráðin var i gær, lækkar
kaupgreiðsluvisitöluna, um
2,5 stig og næsta ráðstöfun
— niöurfærsla verðlafTs á
vöru og þjónustu með
bráðabirgðalögum, sem
sett verða eftir helgina —
lækkar visitöluna enn
meira, þótt ekki sé talið að
þessar ráðstafanir nægi til
þess að eyða með öllu þeim
áhrifum til hækkunar á
kaupgreiðsluvisitölu, sem
verðhækkanirnar undan-
farnar vikur hafa haft. Er
þvi talið, að rikisstjórnin
muni gripa til þriöja
Urræöisins — aukningar
niöurgreiöslna og mun það
raunar nU þegar vera orðið
afráöið. Hafa um málið
verið talsveröar deilur
innan rikisstjórnarinnar
þar eð sumir ráðherranna
hafa barizt fyrir þvi aö fá
að skerða sjálfar visitölu-
bæturnar, sem launafólk á
aö fá. Telur
Alþýöublaðið þvi frekar
liklegt, að heimiluð veröi
einhver kauphækkun 1. jUni
n.k. — þ.e.a.s. greiðsla á
þeim eftirstöövum kaup-
greiðsluvisitöluhækkunar-
innar, sem raðstafanirnar
þrjár: gengishækkun,
verðlækkun og auknar
niðurgreiðslur; hafa ekki
náð að jafna Ut. Gæti sU
kauphækkun orðið eitthvað
nálægt 2%.
Niöurfærsla sU á verði á
vöru og þjónustu, sem
ákveðin verður nU um
helgina, kemur neytendum
og iaunafólki að sjálfsögðu
til mikils góðs. Hins vegar
má vænta þess, að engin
sérstök ánægja muni rikja i
herbUöum kaupsýslu-
manna og eigenda
þjónustufyrirtækja, þvi
staflarnir af hækkunar-
beiðnum liggja nU fyrir á
skrifstofu Verðlagsstjóra
frá þessum aðilum.
FYRSTA GENGISHÆKKUNIN I
HALFA ÖLD - VAXTAHÆKKUN
Með samþykki rikis-
stjórnarinnar hefur Seðla-
bankinn ákveðið að hækka
gengi isienzku krónunnar
um 6%, og um leið verða
vextir hækkaðir og aukin
innlánsbinding viöskipta-
bankanna i Seðlabank-
anum.
Ráðstafanir þessar eru
fyrst og fremst gerðar sem
viöspyrna gegn verðbólgu.
Gengishækkun islenzku
krónunnar ætti að koma
neytendum til góða f lækk-
uðu innflutningsvöruverði.
Hins vegar kemur
gengishækkunin illa við út-
flytjendur og útflutningsat-
vinnuvegina, en banka-
stjórn Seðlabankans telur,
að vegna mikilla verð-
hækkana á mörgum mikil-
vægum útflutningsafurðum
muni útflutningsfram-
leiðslan geta staðið undir
þessari auknu byrði.
Vaxtahækkanirnar og
aukning innlánsbindingar
eru geröar i sama skyni —
til þess að draga úr spennu
og verðbólguþróun. Innl-
ánsvextir á sparifé munu
hækka um 2-3%.
Þá munu útlánsvextir
einnig verða hækkaöir til
samræmis við þetta eða um
þvi sem næst 2%. Nokkuð
minni hækkun veröur á
vöxtum afurðalána og
minnst verður hækkunin á
vöxtum lána út á útflutn-
ingsafurðir, cða 1%.
Þá var þriðja ráðstöfun
sú, að auka lágmarks-
bindingu innlánsstofnana
viö Seðlabankann úr 20% I
21%.
Það kom fram á blaða-
mannafundinum, að ráð-
stafanir þessar eru allar
við það miðaðar aö verka
sem heinill á verðbólguna
hér innanlands. Gefur
bankastjórnin þvi undir
fótinn, að fleiri ráðstafanir
eigi eftir að fylgja og
vonar, að um þær náist
samstaða.