Alþýðublaðið - 28.04.1973, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 28.04.1973, Qupperneq 2
Grein Þorsteins L. Jónssonar, prests í Vestmannaeyjum: ÞETTA VERÐUR AÐ BREYTAST! A erfiðum örlagatimum leggja menn fram ýmsar spurn- ingar, sem ekki er ávallt auð- velt aö svara, en eru samt mjög knýjandi og eðlilegar, jafnvel þótt enginn fyrirspyrjandi fái fuilnægjandi svar. Vestmannaeyingar eru vissu- lega spurulir um þessar mundir, sem ekki er óeðlilegt. beir eiga ævistarf sitt og eignir, sem orpnar eru ösku meira eða minna og liggja þær meira og minna undir skemmdum. Mörg hús hafa hrunið eða lagzt saman eins og spilaborgir, þegarhraunsallinn hefur hlaðizt á þökin og þjappazt að þeim alla vega. Sum hafa brunnið niðri i vikrinum, en i sumum kviknað, þegar glóandi grjótið þeyttist úr gignum og braut sér leið inn um glugga eða niður i gegnum þökin, enda var þá ekki að - sökum að spyrja. Allt brann, sem brunniö gat. Vissulega voru hér að verki óvenjulegar hamfarir náttúr- unnar, enda varð þjóðin öll gripin ótta og skelfingu og komu allir fram við okkur eins og bræður og systur, strax og við stigum i land. Hef ég aldrei fengið jafn höfðinglegar og rikulegar móttökur eins og við fengum Vestmannaey ingar, daginn þann og dagana þar á eftir. Jafnvel enn, þótt liðið se hátt á þriðja mánuð, finnur maður hlýjan hug hvarvetna. Hvar sem komiö var hafði verið hafizt handa og efnt til samskota. Söfnuðust þegar stórar fúlgur fjár, ekki einasta hérlendis, heldur og erlendis og meðal fjars.kyldustu þjóða. Má i þvi sambandi minna á, að jafn- vel Kinaveldi lét sér umhugað um að hjálpa okkur, þessum fáu bræðrum úti á hjara veraldar. bað er varla gefið svo út blað siðan þetta gerðist, að ekki birtist fréttir um tugi milljóna sem safnazt hafa. Hvorttveggja kemur þetta fé frá opinberum aðilum og einstaklingum. Mér skilst, að þær gjafir, sem borizt hafa frá opinberum aðilum, renni beint i fjárhirzlu rikisins eða til bæjarsjóðs Vestmanna- eyja. Sé ætlazt til, að þvi fé verði varið til bjargar verðmætum og til aðkallandi uppbyggingar, þegar þar að kemur. Hinn hlutinn skilst mér að eigi að renna tii einstaklinganna, sem hver einn einasti hefur beðið mikið afhroð i þessum osköpum. Og þegar málin standa svona, er von að spurt sé, hversu háar þessar upphæðir séu, eða hvernig eigi að verja þessum mörgu hundruðum milljóna. Við þessum spurningum hafa vistengin svör fengizt hjá þeim, sem hafa þessar fjárreiður með höndum. Fólk, sem er að leita sér húsaskjóls, fær enga hjálp, enda forðast lánastofnanir sem heitan eldinn að veita Vest- mannaeyingum lán, þótt allir aðrir eigi greiðan aðgang að hverjum einasta banka i landinu. En hvers vegna ekki þurfandi Vestmannaeyingar? I stað þess að upplýsa þetta og gera hreint fyrir sinum dyrum, hefur bæjarstjórn falið nefnd út- hlutunar á pinu-agnarlitlum hluta þessa gjafafjár. Sú úthlutun hefur áreiðanlega verið skorin svo við nögl að tæpast mundi þvi trúað um nokkra smásál, þegar tekið er tillit til hins rikulega fjár, sem þegar stendur Vestmannaey- ingum til reiðu, eða á að gera það, ef dæma má eftir þeirri samúð og hugarþeli, sem jafnan fylgir hverri gjöf. Fyrir þessar aðgerðir er mér kunnugt um, að hið ágæta nefndarfólk hefur orðið fyrir barðinu á misskilningi almennings og ýmiss konar sleggjudómum, þrátt fyrir mjög mikið og heilshugar starf. bannig hefur það verið að ósekju sett á pislarbekk með þvi að þvinga það til þess að fara eftir órettlátum fyrirmælum, sem breyttu öllum settum reglum i miðjum kliðum ann- arrar úthlutunarinnar. bannig var þessi nefnd þvinguð til að taka að sér hlutverk, sem ráða- mennirnir þorðu hvergi nærri að koma. bá var og i byrjun þessara vandræðatima allar hendur rikisstjórnarinnar á lofti. Virtust þær vera tilbúnar að veita okkur Vestmannaeyingum allar bætur, hverju nafni sem nefndust, fyriralltþaðtjón, sem kynni að koma fyrir. bað virtist svo sem ekki vera maðkarnir i blöndunni, þegar um þessa dug- legu Vestmannaeyinga var að ræða, sem aldrei höfðu heyrt fyrr slikum og þvilikum viður-s kenningarorðum farið um sig. M.a.s. bauð Seðlabankinn upp á 50 þúsund króna vaxtalaust lán hverjum, sem hafa vildi. betta var vinsælt, og margir, sem höfðu þörf fyrir þetta, en þeir voru lika margir sem áttuðu sig ekki á þessari einstöku rausn, og urðu þvi of seinir að gripa gæsina meðan hún gafst. En sú hátið stóð nú heldur ekki lengi, þvi að þegar þetta fyrirbrigði, sem heitir Seðlabanki, sá hversu vinsælt þetta var, dró hann að sér hendurnar, hræddur og flýjandi af hólmi, enda nýtur nú enginn þessarar fáheyrðu rausnar. betta litla blað, sem er óháð öllum stjórnmálum, á sjálfsagt að dómi sumra ekki að vera að skipta sér af málum eins og þessum, en hins vegar mun það ekki láta neitt mál afskipta- laust, sem varðar samfélag og samheldni Eyjaskeggja, og allar réttlátar kröfur fólksins mun það styðja af heilum hug. bess vegna er nú þessi grein birt hér, að mér finnst timabært að rugga ofurlitið við rólegheit- um þeirra manna, sem leika sér með fjöregg samborgara sinna mjög svo gáleysislega. En það kalla ég gáleysi, sem stappar nærri ófyrirleitni, að loka svo að sér, að ekki verður við þá málum mælandi. — Breytist þetta ekki, veit ég, að þessir háu herrar eiga ekki upp á pall- borðið hjá almenningi, enda fyllilega komið á daginn. Um Viðlagasjóð ræði ég ekki hér, en þar virðist enginn i hvorugan fótinn geta stigið eftir allt loforðagumsið. Vilji forráðamenn bæjarfé- lagsins sundra i stað þess að sameina samborgara sina og þjappa þeim saman i samhuga heild, þá er leiðin til þess að halda áfram sömu vinnubrögð- unum, sem þeir hafa iðkað i bæjarmálefnum, siðan við komumst i dreifinguna. En við, sem tilheyrum hinum valda- lausu eigum þrátt fyrir það allt undir þvi, að vel og dyggilega sé haldið á málum okkar. bess vegna er þetta réttlætiskrafa okkar: bETTA VERÐUR AÐ BREYTAST. b.L.J ýjirfí W: Símastúlka Alþýðublaðið vill ráða stúlku til að annast f§ símavörzlu á tímanum milli kl. 5-8 síðdegis. | Umsóknir sendist til Alþýðublaðsins, | ritstjórnar. Hverfisgötu 10 . I ÍSLENZKAR KJÖTMERK- INGAR VALDA EKKI SKAÐA „Við notum ekki „Fjólublátt nr. 1”, sagði Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, er við áttum taí við hann i gær. Eins og lesendur blaðsins muna, skýrðum við frá þvi í blaðinu á þriðjudaginn var, að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandarikjanna heföi nýlega bannað notkun á þessu litarefni við gæðanfbrkingar á kjöti, en það hefur verið notað þar i meira en tvo áratugi. Rann- sóknir, sem gerðar hafa verið á þessu litarefni i Japan, benda til þess, að þaö geti valdiö krabba- meini. „Við gæðamerkingar á kjöti notum við litarefni frá dönsku fyrirtæki, August Kolling & Sön, sem framleiðir þessi efni fyrir alla Skandinaviu, og er viður- kennt af heilbrigðisyfirvöldum. Einnig nótum við efni frá Bret- landi, sem hefur sams konar viðurkenningu”, sagði yfirdýra- læknirini. „Annars er ákaflega erfitt að gera sér grein fyrir öllu þessu vandamáli um skaðleg efni. Með margvislegum rann- sóknum, sem gerðar eru á til- raunadýrum, er verið að færa reynsluna yfir á mann- skepnuna. Sum þessara efna eru ef til vill þannig, að það tekur kannski alla ævina að valda mönnum skaða, vegna þess hvað þau verka hægt”. Páll sagði, að efni, eins og til dæmis salt, gæti verið skaðlegt, ef það væri misnotað, og gæti jafnvel valdið dauða á skepnum. bá gat Páll þess, að á Norður- löndunum hefðu verið settar takmarkanir á notkun á nitriti, en það er efni, sem notað er i sambandi við söltun og pylsu- framleiðslu, til þess að fá þenna rauða lit á kjötið. Sé þetta efni ekki notað verður kjötið grátt og fær leiðinlegt yfirbragð, af þvi að fólk er vant rauðu saltkjöti og pylsum. betta efni hefur ekki verið bannað i kjötiðnaði á hinum Norðurlöndunum, en hins vegar minnkað hámarkið miðað við þyngdareiningu á kjöti. Sviar eru þegar komnir með löggjöf, þar sem ekki má nota viðbótarefni i matvælaiðn- aðinum, nema með sérstöku leyfi. Danir eru með þetta i undirbúningi. Slikar reglur er tilgangslitið að setja, nema unnt sé að fylgja | þeim eftir með eftirliti og rann- | sóknum. Mikið skortir á i ;; þessum efnum hjá okkur. Til | úrbóta þarf peninga, mikla \ peninga. Við eigum allt hvað I liður nokkuð af fólki, sem gæti unnið að þessum verkefnum, en aðstöðuna vantar. bó er hér mikill fjöldi fólks, sem eyðir beztu árum ævi sinnar i liffræði- nám, án þess að nokkur geri sér grein fyrir þvi, hvaða verkefni biða. Við erum þvi miður aftar- lega á merinni i matvælaiðn- aðinum, þegar litið er til þess, að aðaltekjulind okkar er að framleiða matvörur. Við stöndum bezt að vigi i mjólkur- iðnaðinum. bað byggist kannski mest á þvi, að mjólkuriðnaður varð snemma fag. Mjög skortir á fagmenn i slátur- og kjötiðnaði og sama er að segja um fisk- iðnaðinn. Enda þótt við eigum duglegt fólk i þessum störfum, vantar hér allan skóla. Nú er farið að tala um þessa hluti i fullri alvöru, en til þess að hér verði veruleg breyting til batn- aðar, verður að minnka þetta dekur við gáfur og hvita flibba. Sá hugsunarháttur þarf að hverfa, að menn séu i lægri flokki, ef þeir vinna fram- leiðslustörf. Laugardagur 28. apríl 1973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.