Alþýðublaðið - 28.04.1973, Síða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit-
stjóri Sighvatur B jörgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn
Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf.
KINA
Það er ánægjuleg nýjung, að opnuð hefur ver-
ið að Kjarvalsstöðum kinverks sýning listmuna
og ýmislegs varnings. Fyrir fáum árum hefði
þótt fjarlægur hugarburður að nefna slika sýn-
ingu, en i dag er hún veruleiki.
Islendingar munu af áhuga og vinsemd svala
forvitni sinni um hina miklu þjóð i austri, ann-
álaða list hennar, forna og nýja, og framleiðslu
undir gagngerðari byltingarstjórn en annars
staðar þekkist. íslendingar hafa mikið að vinna
á auknum samskiptum og gagnkvæmari þekk-
ingu þjóðanna, og þvi taka menn undir vináttu-
heit fyrirmanna við opnun sýningarinnar.
Hitt er þó enn veigameira, að þessi litla sýn-
ing er vottur um gerbreytt ástand i heimsmál-
um, er Kina hefur rofið einangrun sina, boðið
Bandarikjaforseta i heimsókn, fengið sæti sitt
hjá Sameinuðu þjóðunum og vinsamleg sam-
skipti hafa tekizt milli þess og fjölmargra ann-
arra rikja, þar á meðal Islendinga. Þessi breyt-
ing á sviði alþjóðamála gefur auknar vonir um
friðsamlega framtið fyrir mannkynið, og fyrir
það eru allir þakklátir.
Kina er eitt þeirra rikja, sem ekki sætta sig
við reglur og hætti nýlendutimabilsins, sem hef-
ur verið að leysast upp undanfarin ár. Sömu af-
stöðu hafa flest hin nýfrjálsu riki, bæði þróunar-
löndin og sumar efnaðri þjóðir eins og Islend-
ingar. í millirikjaskiptum og deilum hættir ná-
grönnum okkar oft til að gleyma þvi, að íslend-
ingar hafa ekki notið fulls sjálfstæðis nema tæp-
lega 30 ár, og þeir eru i hópi þeirra þjóða, sem
ekki sætta sig við það skipulag mála, sem rikt
hefur til skamms tima og rikir sums staðar enn.
íslendingar fengu fulla sjálfstjórn með arf hins
gamla landhelgissamnings, sem Danir gerðu
við Breta. Það er aðeins dæmi um þau lög hafs-
ins, sem verður að breyta — og nú hafa breytzt
svo, að 50 milur eru að skoðun mikils meiri-
hluta mannkynsins lögleg fiskveiðimörk, þar
sem lifshagsmunir krefjast þess. Lög hafsins
eru aðeins gleggsta dæmið um, að hið nýfrjálsa
ísland krefst breytinga, og á þannig samleið
með öllum þorra annarra nýfrjálsra rikja. Kin-
verjar hafa gerzt skeleggir stuðningsmenn
þessa málstaðar, og það skiptir sannarlega máli
fyrir landhelgisbaráttu íslendinga.
„NÝJA" STEFNAN
Stjórnarflokkarnir halda þvi mjög fram, að
þeir hafi tekið upp ,,nýja utanrikisstefnu”. Á
þetta aðallega að hafa komið fram i afstöðu til
mála á alþjóða vettvangi. Sannleikurinn er sá,
að þetta er aðeins spegilmynd af þeim gerbreyt-
ingum i alþjóðamálum, sem getið er i greininni
á undan. Þessar breytingar voru byrjaðar i tið
fyrrverandi utanrikisráðherra, Emils Jónsson
ar. Hann steig fyrstu skrefin i átt til breyttrar
stefnu varðandi Kina, hann boðaði stefnu ís
lendinga i landhelgismálinu i ræðu eftir ræðu á
allsherjarþingum SÞ, hann ákvað að taka upp
samstarf við Suður-Amerikuriki og stjórnmála
samband við nokkur Afrikuriki, gerbreytti sam-
starfi við utanrikismálanefnd og mætti svo
fleira telja.
Það eru menn eins og Nixon, Chou En-lai,
Willy Brandt, Breshnev og fjölmargir aðrir,
sem hafa bundið endi á kalda striðið og bætt
ástand heimsmála. Vinstri stjórnin á íslandi
hefur aðeins fylgzt með, eins og hvaða önnur
stjórn i landinu, sem væri, hefði einnig gert.
MANNABLÓD RÆKTAÐ
f MIÍSUM
Visindamenn viö Brookhaven
National Laboratory i Bandarikj-
unum hafa fundiö aöferö til þess
aö framleiöa mannáblóö og blóö-
myndunarfrumur meö ræktun i
lifandi músum.
í byrjun þessa mánaöar var
fréttatilkynning um uppgötvun
þessa send út frá rannsóknarstof-
unum og þar er sagt, aö nú hafi i
fyrsta sinn tekizt aö koma á fót
blóöfrumuræktun, þar sem frum-
urnar æxluöust meö eölilegum
hætti, utan likama mannsins.
Þessi aöferö er sögö geta oröiö
til þess, aö hægt sé nú aö rann-
saka blóömyndun til muna betur,
en áöur hefur veriö unnt.og einnig
verkanir ýmissa lyfja á blóö-
frumur mannsins og efnafræöi-
lega samansetningu blóösins.
Visindamennirnir segja einnig,
aö þar sem blóöfrumur séu aö
mestu leyti myndaöar i beinmerg
sé nú hægt aö hugsa sér, að þessi
nýja uppfinning muni leiöa til
þess, aö siöarmeir muni veröa
hægt aö græöa aökominn blóö-
frumugjafa i likama þeirra sjúkl-
inga, sem þjást af mergholssjúk-
dómum. Enn er þetta að visu að-
eins hugsanlegur möguleiki, en
hann getur oröiö raunhæfur,
segja vlsindamennirnir.
Blóöfrumumyndunin á sér staö
inni i litlum, myntlaga belg, sem
græddur hefur veriö I kviöarhol
músa af visindamönnum Brook-
haven National Laboratory.
Veggir belgsins eru alsettir örfinu
háræöaneti. Æöanet þetta flytur
frumum i sekknum næringu frá
likama hýsilsins en um leiö hindr-
ar sekkurinn, aö igræddu blóö-
frumurnar komist burt og út i li-
kama músarinnar, þar sem þeim
myndi innan skamms veröa eytt
sem „aðskotadýrum ”.Einnig
kemur sekkurinn i veg fyrir, aö
frumur úr likama músarinnar
geri „innrás” i dvalarstaö blóð-
frumanna úr manninum.
Dr. Eugene P. Cronkite, for-
stööumaöur rannsóknanna,
sagöi, aö viö igræösluna væri aö-
eins notaður mjög litill frumu-
hópur úr blóðfrumumyndandi
beinmerg — aöeins 1.000 til
1.000.000 frumur sem komiö væri
fyrir innan i sekknum. Sekkurinn
er svo græddur i músina og þar er
blóöfrumunum svo leyft „aö njóta
lifsins” i nokkrar vikur.
1 fyrstunni þá fækkaöi frumun-
um eftir þvi sem fleiri og fleiri
dóu „úrelli ”,sagöi hann. 1 siöari
tilraunum tókst hins vegar aö fá
frumurnar til æxlunar og fjölgaöi
þeim þá upp i 10 milljón og mynd-
uðust allar þær tegundir blóö-
fruma, sem venjulega er aö finna
I beinmerg manna undir eölileg-
um kringumstæöum.
Hér var ekki aöeins um aö ræöa
hinar sjö mismunandi geröir af
hvitum blóökornum og þar á
meðal þær geröir, er valda ónæmi
fyrir sjúkdómum, heldur einnig
rauð blóökorn. Meöal ónæm-
is-blóðkornanna voru einnig þau,
sem einkum og sér i lagi hafa þaö
hlutverk meö höndum aö eyða að-
skotaörverum og sýklum og virt-
ust þær starfa meö eölilegum
hætti i sekknum i likama músar-
innar. Meðal annars framleiddu
þær þar sin mótefni, en ekki vissu
visindamennirnir hvort heldur
eitthvað i llkama músarinnar
heföi orsakaö, aö blóökornin hófu
þá mótefnisframleiöslu.eöa hvort
orsakavaldurinn heföi fylgt meö
úr likama mannsins.
Komiö var I veg fyrir, aö likami
músarinnar framleiddi mótefni
gegn igræöslunni meö þvi aö
geisla likama músarinnar áöur
en igræðslan átti sér staö.
Eins og nú standa sakir, þá hef-
ur visindamönnum BNL-stofnun-
arinnar tekizt aö rækta frumur úr
mönnum i sekkjum i likömum
manna, frumur úr kaninum I
sekkjum ilikömum kanina, frum-
ur úr geitum I sekkjum I likömum
geita og frumur úr mönnum i
sekkjum i likömum músa.
Dr. Cronkite sagði aö aörar aö-
feröir til þess að rækta blóöfrum-
ur viö tilbúnar aöstæöur væru
þekktar, en viö slika ræktun heföi
ekki tekizt aö fá fram rauö blóö-
korn og aðeins fáar tegundir af
hvitum. Þetta væri i fyrsta sinn,
sem slikt hefði tekizt.
Ýmsar tilraunastofur hafa
einnig framleitt gerfiefni i staö
rauöra blóökorna, en þær rann-
sóknir eru allt annars eölis en
rannsóknirnar i Brooklyn, sem
fjalla um lifefnafræöilegan sam-
setning blóösins og ræktun nátt-
úrlegra blóöfruma viö tilbúnar
aðstæður.
Ein af kostum þessarar nýju
aöferöar er sögö vera sú, aö hven-
ær sem er sé hægt aö fjarlægja
sekkinn ásamt innihaldinu til
rannsóknar og athugunar. Þannig
sé hægt að rannsaka blóðmynd-
unina i öllum smáatriöum og á
öllum stigum.
Visindamennirnir i Brooklyn
hafa nú þegar reynt þessa aöferö I
sambandi viö sjúklinga, sem
þjást af hvitblæöi, en þaö er
ákveðin tegund af blóðkrabba-
meini. Vonast þeir til, aö meö aö-
feröinni sé hægt aö sannreyna
gagnsemi ýmissa lyfja á hinar
sjúku og afbrigöilegu blóöfrumur
og blóömyndunarfrumur hvit-
blæðissjúklinga.
FLOKKSSTARFIÐ
KJÖR I FULLTRÚARÁD
Kosning til Fulltrúaráös Alþýöuflokksfélaganna i Reykjavik
samkvæmt nýjum starfsreglum ráösins fer fram n.k. laugardag
kl. 14-18 og n.k. sunnudag kl. 14-21 á skrifstofu Alþýðuflokksins
viö Hverfisgötu. Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hverja 20 félags-
menn og atkvæöisrétt hafa allir fullgildir félagar i FUJ, Kvenfé-
lagi Alþýöuflokksins I Reykjavik og Alþýöuflokksfélagi Reykja-
vikur- Kjörstjórn
HÁDEGISVERÐARFUNDUR
Það er i hádeginu i dag, sem hádegisverðar-
fundur Alþýðuflokksfélags Reykjavikur verður
haldinn i Þjóðleikhússkjallaranum. Þar ræðir
Eggert G. Þorsteinsson, alþm., um
FLOKKSSTARFIÐ OG FRAMTÍÐARVERK-
EFNIN.
Alþýðuflokksfólk! Fjölmennið og takið með
ykkur gesti.
Einsog undanfarin árverður íburðarmikið veizlukaffi siðdegis 1. mai i Iðnó.
Þar verða á boðstólum, fjölbreyttar veitingar, fallegt smurt braut, pönnukökur,
alls konar kökur og rjómatertur.
Konur í Fulltrúaráði Alþýðuflokksins í Reykjavík standa að kaffinu og þær heita á
aðra, bæði konur og karla að styðja þessa kaffisölu með þvi að gefa kökur, gos-
dyrkki o.fl. og hjálpa til á ýmsan hátt. Hringið í sima 82982, 15020 (Kristin) 85545
(Emma) 10488 (Aldís) 30729 (Fanney).
Fögnum 1. mai, drekkum hátiðarkaffi í Iðnó.
Laugardagur 28. april 1973.
o