Alþýðublaðið - 28.04.1973, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 28.04.1973, Qupperneq 12
alþýðu M Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 86660 KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl. Vog 3.sím-l40102> SENDIBILAS1ÖÐIN HF Hverjum degi Húnavökunnar lýkur með þrum- andi dansleik Annað kvöld lýkur Húna- vökunni svonefndu, sem staðið hefur yfir á Blönduósi siðan á miðvikudaginn. Har hafa Hún- vetningar uppi glens og gaman alla daga vökunnar, og hverjum degi lýkur með þrumandi dans- leik i félagsheimilinu, þar sem hljómsveit borsteins Guömundssonar frá Selfossi heldur uppi fjörinu. Blaðamaður Alþýðublaðsins var viðstaddur fyrsta dag vökunnará miðvikudaginn. Hún hófst meö Húsbaendavöku, en þar komu fram bæöi aðkeyptir listamenn og innansveitar- menn, sem fluttu gamanmál i bundnu og óbundnu máli. Myndin er af einum þeirra, Hallbirni Hjartarsyni. Var það litið fjallað um landsmálin, en þess meira um ýmsa innan- sveitaratburði. Á fimmtudag tóku viö kvik- myndasýningar og unglinga- dansleikur, og i gærkvöldi var nýtt leikfélag með sina frum- raun, „Góðir eiginmenn sofa heima” eftir Walter Ellis. Þessi sýning verður endurtekin i dag, og þá veröur einnig sýnt leik- ritið „brir skálkar” eftir Gandrup. Leikfélag Blönduóss sýnir það leikrit. A morgun er siðasti dagur vökunnar. Fyrst verður kvik- myndsýning, siðan endurtek- ning Skálkanna þirggja, svo kvöldskemmtun karlakórsins Vökumanna, og loks verður dansað. Þess má geta i lokin, aö Ung- mennasamband Austur-Hún- vetninga hefur veg og vanda af vökunni, og hefur gert, siðan til hennar var stofnaö 1948. Fengsælustu fiskimiðin eru í hraun- jarðrinum Fengsælustu fiskimiðin þessa stundina eru við hraunjaðarinn i Vestmannaeyjum. Sá guli er svo ákafur aö komast i hitann, að einn Eyjabáturinn missti bauju og hluta af netatrossu undir hraun. Var þetta Isleifur VE. MALSHOFÐUN GEGN SPÆNSKU SKIPASMlÐASTÖDINNI? „Þetta er eins og skógur og sjá þegar maður litur út eftir hrauninu og sér möstrin”, sögðu þeir okkur hjá Ejarradióinu i gær. bá var urmull af bátum að leggja net sin alveg viö hraun- kantinn. „Þeir hafa jafnvel verið að fiska i bullandi öskufalli”, sögðu þeir á radióinu. Bátaflotinn heldur sig allt i kringum Eyjar. Hefur aflinn verið þetta 18-30 lestir hjá hverj- um báti yfir daginn. Dæmi eru til þess að 1400 fiskar hafi komið i eina trossu, sem er afbragðsafli. Bátarnir hafa þurft að gæta vel að sér þar sem hraunið hefur skriðið fram. Einn þeirra uggði ekki að sér, og missti hluta af trossu undir hraun sem skreið fram við Flugnatanga. FLÚAMflHNUM FflNHST flKINN EILÍTIÐ ÞUNNUR Forráðamenn spænsku skipa- smiðastöðvarinnar Astilleros Luzuriga ihuga nú hvort þeir eigi að standa við gerða samninga um smiði tveggja skuttogara fyrir Akureyringa. Skipasmiðastöðin á um tvo kosti að velja, smiða togarana meö miklu tapi, eða þá að svikja gerða samninga og greiða skaða- bætur, sem örugglega myndu fylgja i kjölfarið vegna máls- sóknar islenzkra yfirvalda á hendur skipasmiðastöðinni fyrir samningsbrot. Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri sagöi i gær, að stjórn stöðvarinnar kæmi saman til fundar 7. mai, og yröi þá tekin endanleg ákvörðun i málinu. Spænskur lögfræðingur sér um málið fyrir islenzk yfirvöld. Samkvæmt samningum átti að afhenda fyrri togarann i desem- ber á þessu ári, en þann seinni i febrúar á næsta ári. Þrjár ákavitisflöskur eru nú komnar fyrir sakadóm sem sönnunargögn i svindlmáli, þvi grunur leikur á að innihald þeirra sé eitthvað þynnra en skyldi. Það var kvöld eitt fyrir stuttu að tveir Fióamenn voru staddir i Reykjavik eftir lokun áfengis- verzlunarinnar, og vantaði þá vin. Höfðu þeir upp á leigubil- stjóra, sem seldi þeim flöskurn- ar þrjár á rösklega fjögur þúsund krónur. Glaðir héldu mennirnir með þetta áleiðis austur. Þegar þeir voru komnir upp á Hellisheiði, töldu þeir öllu óhætt að bragða örlitið á innihaldinu. Kom þá i ljós að það var þynnra en venjulegt ákaviti, og sáu mennirnir strax hvað var á seyði. Þeir snarsneru við og óku beint til Reykjavikur aftur og hófu leit að leigubilstjóranum. Þegar hún bar ekki árangur, sneru þeir sér til lögreglunnar, sem að sjálfsögðu lagði hald á flöskurnar. Við svo búið sneru austanmennirnir aftur heim, vinlausir og peningunum fátækari. Bilstjórinn hefur nú náðst og játað að hafa selt mönnunum vinið, en harðneitað að hafa þynnt það. Er málið nú hjá sak- dómi, en sakadómarar hafa ekki enn kannað styrkleika áka- vitisins. Þaðan fer málið svo til saksóknara, svo liklega verður einhver bið á ákavitisveizlu Flóamannanna. — ÞJOFARNIR VORU HVAR- VETNA HRÓKAR ALLS FAGNAÐAR Tveir 14 ára unglingar brugðu sér út úr bænum á þriðjudaginn, brutust inn i hús úti á landi og stálu þaðan 50 þúsund krónum i reiðufé. Piltarnir héldu aftur til Reykja- vikur með fenginn, og hófu munaðarlif. Keyptu þeir sér vin- föng, og ferðuðust vitt og breitt góðglaðir i leigubilum. Veittu þeir kunningjum sinum af örlæti og voru hvarvetna hrókar alls fagnaðar. STAFSETNINGARVILLA KOAA UPP UM STULDINN Á BANKABÓKINNI Það getur komið sér illa að kunna ekki að skrifa Björnsdóttir. og skrifa bara Bjössdóttir, og þannig varð þessi litla villa til þess að upp komst um þjófnað stúlku einnar i Hafnarfirði. Björnsdóttir. Féll hún þá i gildruna, að skrifa sömu vit- leysuna og á úttektarmiðann i bankanum. Ekki var hún þó af baki dottin. játaði verknaðinn, en sagði að til- tekinn maður hefði hótað sér öllu illu ef hún gerði þetta ekki, og hafi hann hirt mest alla peningana. Maðurinn var þegar hand- tekinn og yfirheyrður, en hann kom af fjöllum og neitaði öllu. Munaöi litlu að maðurinn yröi settur i fangageymslurnar, en áöur en til þess kom, játaði stúlkan að þetta væri allt uppspuni frá upphafi til enda. Var manninum þá sleppt og ætlar stúlkan að bæta vinkonu sinni tjóniö. — Rannsóknarlögreglan fékk pata af liferni piltanna og náði þeim vel kenndum i fyrrakvöld, tveim sólarhringum eftir að þeir höföu stolið peningunum. Höfðu þeir verið vel að þennan stutta tima, þvi ekki voru eftir nema niu þúsund krónur. Var meöaleyðsla þeirra þvi rösklega 20 þúsundir á sólarhring. Piltarnir hafa áður komizt i kast viö lögregluna. — Hún geymdi bankabók með 43 þúsund króna innistæðu fyrir vin- konu sina. Ekki var henni betur treystandi, en að hún tók alla upphæðina út og notaði dulnefnið Kristin Bjössdóttir. Siðan lét hún vinkonu sina vita að bókinni hefði verið stolið. Hún kærði þjófnaöinn og fór lögreglan að kanna málið. Fór hana að gruna stúlkuna og bað hana að skrifa Kristin I PflSKA- SÚL í prúðri páskasól var prilað upp um hnúka og glápt á gömul fjöll með allskyns tæki og tól i torfærum að brúka og glimt við giljatröll. í frjálsum fjallageim með fót á isi glærum var erfitt ýmsum hjá, menn komu haltir heim með harðsperrur i lærum og auma il og tá. En sæl er páskasól og sunnanblærinn þýður og kvak i brekku og kjós, hver grund i grænum kjól nú gengur senn hvað liður með rauða sumarrós. LqMvaPv

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.