Alþýðublaðið - 09.05.1973, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 09.05.1973, Qupperneq 3
33 VORU FYRIR INNAN Samkvæmt siðustu at- hugun landhelgisgæzl- unnar, sem var gerð i fyrradag, voru aðeins 33 erlend veiðiskip að ólög- legum veiðum innan 50 milna markanna, en alls voru talin 47 skip. Brezku togararnir voru flestir, 29 talsins, og flestir fyrir Norður- landi. Vestur-þýzkir togarar voru 7, og allir fyrir Suðausturlandi. Fjórir brezkir togarar voru á siglingu, þegar talningin var gerð, og tveir vestur-þýzkir, og auk þess var eitt rússneskt veiði- skip á siglingu fyrir Vestfjörðum. Þá sáust fjórir belgiskir togarar að veiðum samkvæmt heimild, þrir á Selvogsbanka og einn út af Stokksnesi. Yfirlýsing „Að athuguðu máli, er aðili sá er Alþýðublaðið vitnar i i grein varðandi Oriflame snyrtivörur 12. april 1973, ekki félagi i Félagi islenzkra snyrtisérfræðingá. Félagar i Félagi islenzkra snyrtisérfræðinga starfa undir fullu nafni og starfsheiti. Félag islenzkra snyrtisérfræð- inga.” Er islenzka sjónvarpið að verða eins konar Oliver Lodge? Ekki fór hann með neitt fleipur. Sjón er sögu rikari, enda alþekkt orðatækið: Ég ætlaði ekki að trúa minum eigin augum. Það er þvi svo, að menn véfengja ekki það, sem þeir sjá, og er engum láandi. Þegar við horfum á aðskiljan- legar greinar iþróttakeppni i sjónvarpinu, þá er leikurinn færður heim i stofu til okkar, eða við á leikvöllinn, kannski svolitið eftir þvi, hversu heima- kær við erum í hugskotinu. Þegar verið er að sýna viku- gamlan úrslitaleik milli Vals og K.R., getur dagfarsprúður rak- ari orðið svo tritilóður heima við sjónvarpið, að hann öskrar: tJt- af með dómarann, og kellingin og krakkarnir verða að leika varnarleik um alla ibúðina fram yfir hálfnaðan Ashton-þáttinn, ef KR tapar. Slikur er áhrifa- máttur sjónvarpsins, en um úr- slitin verður ekki deilt. í alls konar kapphlaupum, sundi og akstri er myndin óbrigðult sönnunargagn, betri en skeið- klukkur af beztu gerð. Frétt- næm hátiðahöld, bilárekstrar og húsbrunar, nýjungar i tækni og visindum, allt eru þetta ómót- mælanlegar staðreyndir á skerminum. Inn á milli koma svo myndskreyttar staðhæfing- ar um eina nothæfa þvottaefnið i heiminum, svo að eitthvað sé nefnt. Löggiltir æðstuprestar i heimi listanna fara kunnáttu- samlega með þau mál, og ekki verður af neinu ráðið, að mönn- um og skoðunum sé gert mishátt undir höfði. Sæmilega islenzkaðar sérskoðanir á erfið- ustu vandamálum fjarlægra þjóða, sem almenningur þekkir ekki haus né hala á, eru fluttar inn á heimili landsmanna jafn athugasemdalaust eins og kvik- Bragi Sigurösson Að kveikja á sjón- varpinu og slökkva á gagnrýn- inni mynduð hegðunareinkenni framandi djúpsjávarkvikinda. Rikisrekið sjónvarp verður alltaf,aðmeira eða minna leyti, tæki valdhafanna á hverjum tima til að koma skoðunum sin- um á framfæri, og til að móta skoðanir almennings. I þessu tilliti er sjónvarpinu oftlega vandrátaður vegur. Sérstaklega reynir á þekkingu og kurteislegt áræði sjónvarpsmanna i við- ræðum við ráðamenn, sem brýna raust og ygla brún, þegar þeim þykir mál fella niður talið. En framar öllu leggur sjón- varpið þá kvöð á neytendur, að þeir skoði með allt öðru viðhorfi borðtenniskeppni og skoðana- mótandi flutning, af hvaða tagi og undir hvaða yfirskyni, sem hann er á borð borinn. Þvi hefur verið haldið fram, að erfiðustu unglingavandamálin séu ávöxt- ur fyrstu sjónvarpskynslóðar innar á Islandi, og er þá Kefla- víkursjónvarpið ekki undanskil ið. Á þetta skal ekki lagður dómur hér, en hins vegar verður aldrei nægilega brýnt fyrir sjón varpsnotendum að taka ekki gagnrýnina úr sambandi, þegar kveikt er á tækinu, hversu trú- verðugt sem islenzka sjónvarp- ið er að öllum jafnaði. Bílahungur í kjölfar bílasýningar BILASflLAB FULLHÆEIA ALLS EKKI EFTIRSPURN Það er ljóst, að bilasýningin i Klettagörðum, seifl lauk á sunnu- dagkvöldið, hefur komið af stað gifurlega fjörugri sölu á nýjum bilum. Af samtölum, sem Alþýðu- blaðið átti við forráðamenn og sölustjóra nokkurra bifreiðaum- boða, má ráða, að næstu vikurnar komi til landsins hundruð nýrra bila, og það muni ekki fullnægja eftirspurn. „Það hefur verið alveg stjörnu- vitlaust i dag, og vikuna sem sýn- ingin var opin”, sagði einn um- boðsmannanna. Flestir sögðust hafa fengið um eða yfir hundrað öruggar pantanir, og þessi aukn- ing kom mönnum svo i opna skjöldu, að flestir urðu að biðja verksmiðjurnar um að bæta i snatri á áður gerðar pantanir eins mörgum bilum og mögulegt var. Sum umboðin höfðu þann hátt- inn á, að fólki var gefinn kostur á að gera pantanir á staðnum, og voru nöfn þeirra þá skráð niður. Einn umboðsmannanna sagði okkur þá sögu, að til hans hafi komið maður, sem vildi panta bil umsvifalaust. Eftir nokkrar sam- ræöur kom i ljós, að þessi sami maður hafði pantað bil hjá tveim- ur ef ekki þremur umboðum öðr- um. Þá má nefna sem dæmi um áhuga fólks á bilasýningunni, að meðal þeirra 40 þúsund gesta, sem heimsóttu hana, var skips- höfn, sem varla hefur komið i land siðan loðnuvertiðin hófst. Skipstjórinn ákvaö á sunnudag- inn að gera hlé á veiðunum og fara á sýninguna. Þangað storm- aði hann með alla áhöfnina og hélt til veiða þegar allir höfðu skoðað nægju sina — og vafalaust keypt nægju sina lika. — Og nú er tslendingurinn siöastur! Náttúru- nafna- TILBODIN OLL TUGMILUONUM HÆRRIEH ÁÆTLUR VEGAGEROAR kenningu Þórhalls mótmælt Þegar tilboð voru opnuð i lagn- ingu Reykjanesbrautar um Mið- nesheiði og Grindavikurvegar, kom i ljós að öll tilboðin voru tug- um milljóna fyrir ofan áætlun Vegagerðar rikisins. Samkvæmt þeim upplýsingum Bifreiðaeigendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af tryggingum bila sinna þótt stjórnvöld hafi ekki enn ákveðið afstöðu sina gagnvart beiðni tryggingafélaganna um hækkun á iðgjöldum. „Ég get ekki betur séð en viö veitum við- skiptavinum okkar fulla ábyrgð til 1. mai 1974”, sagði Baldvin Einarsson, forstjóri Almennra trygginga, i samtali við Alþýðu- blaðið i gær. sem blaðið hefur aflað sér, hefur það verið algengt að tilboð séu hærri en áætlanir, sé framboð á verkefnum mikið. Bjóða þá fá fyrirtæki i hvert verk. Sé framboð hins vegar litið, eins og var fyrir nokkrum árum, verða fleiri fyrir- Baldvin sagði, að bifreiða- tryggingar séu reyndar ekki endurnýjaðar að svo komnu máli, en staðfesting á tryggingunum gefin út, þannig að þær gilda áfram. Nýjar tryggingar eru hinsvegar afgreiddar, að sögn Baldvins, og tryggingar vegna umskráningar, miðað við það ið- gjald, sem verður ákveðið. tæki um hituna, og lækka þá til- boðin gjarnan. Eru þá dæmi til þess að tilboðin fari töluvert niður fyrir áætlun. Tvö tilboð bárust i lagningu Reykjanesbrautar, annað frá Is- tak hf. uppá 55 milljónir og hitt Tryggingafélögin og viðskipta- vinir þeirra veröa að segja trygg- ingunum upp með þriggja mán- aða fyrirvara miðað við 1. mai, þannig að uppsögnina verður að gefa út 1. febrúar. Þetta hefur ekki veriö gert, og verða bifreið- ar landsmanna þvi i fullri ábyrgð hjá tryggingafélögunum næsta árið þótt hækkunarbeiðnin verði ekki afgreidd. frá Véltækni hf. að upphæð 40 milljónir. Aætlun hljóðaði upp á 29 milljónir. 1 lagningu Grindavikurvegar bárust þrjú tilboð. Þaö hæsta var frá Ýtutækni hf. 81 milljón, frá ís- tak hf. 71 milljón og frá Miðfelli hf. og Veli hf. 68 milljónir. Aætlun hljóöaði upp á 48 milljónir. Vegna tilboða i Grindavikurveg hefur Sverrir Runólfsson ritað vegamálastjóra bréf, þar sem hann segir m.a.: „Ég veit að viö erúm sammála um margt, þ.á.m. að sú tegund vega sem ég hef mestan áhuga á þ.e. með bundinni undirstöðu eru sterkari en vegir með óbundinni t.d. gegn vatnsrennsli. Ég álit að þér hafið gott tæki- færi nú að leyfa mér, að fá Grindavfkurveginn vegna þess að lægsta tilboð i hann var 20 millj. hærra en yðar kostnaðaráætlun. Ég fer fram á þetta vegna þess, að ef ég fæ aðeins einn km, er mjög hæpið að ég geti sannað ágæti blöndunar á staðnum að fullu. Ég mun gera allt i minu valdi til að lækka verðið fyrir yður, og þá að visu um leið fyrir okkur skatt- greiðendur.” Nú hefur það gerzt, að náttúrunafnakenningu pró- fessors Þórhalls Vilmundar- sonar hefur verið mótmælt á prenti. Svavar Sigmundsson, cand.mag., starfsmaður Arnasafns i Kaupmannahöfn, ritar grein um mannanöfn i örnefnum i nýjasta hefti Sögu, ársrits Sögufélagsins. Svavar hefur gert athugun á mannanöfnum, og skýrir hann frá niðurstöðunum á þessa leiö: „Niðurstaðan af þessari at- hugun verður þá sú, að allur þorri örnefna þeirra i elztu heimildum, sem gæti haft mannsnafn að forlið, sé kenndur við menn, þar sem mikill hluti nafnanna er til á norrænu málsvæði, og nöfnin hafa verið notuð á Islandi, þó að þau komi ekki fyrir I austurnorrænum heimildum”, Þá segir Svavar, að manna- nöfn séu ekki einráð i -staða- nöfnum, en varhugavert sé að halda þvi fram, að öll staöa- nöfn á Islandi sé hægt að rekja til náttúrunnar, en það er skoðun Þórhalls Vilmundar- sonar. BÍLAEIGERDUR ÆTTU AU VERA ÁHYGGJULAUSIR Abyrgð tryggingafélaganna er til 1. maí 1974 Miðvikudagur 9. maí 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.