Alþýðublaðið - 09.05.1973, Síða 9

Alþýðublaðið - 09.05.1973, Síða 9
Iþróttir 2 Berjast í 2. deild! Af ensku blööunum má ráða, aö sigur Sunderland yfir Leeds á dögunum hafi veriö verðskuldaöur. Leikmenn Sunderland Iéku eins og þeir bezt geta, og þeir gáfu Lceds aldrei friö á miðjunni, og það var þar sein leikurinn vannst. Leikmenn Leeds voru að vonum daprir yfir því að verða enn einu sinni að láta sér nægja annaö sætið. Þó tóku þeir sigrinum iþróttamannslega, og viðurkenndu snilli leikmanna Sunderland. I)on Revie sagðist ekki geta annað cn hælt leikmönnum sinum, þrátt fyrir tapið. Hann sagðist sannfærður um að þeir stæðu sig vel gegn AC Milan i úrslitum Evrópukeppni bikarhafa eftir viku. „Þcir munu svo koma að nýju til æfinga i júli, eftir sumarfrí, og þá byrjum við á öllu frá grunni, alvcg eins og vanalega En maður stundarinnar er tvimælalaust Bob Stokoe, undra- maðurinn i framkvæmdastjórastól Sunderland (sjá mynd) Að gera botnlið 2. deiUlar að bikarmcisturuin á nokkrum mánuðum, er nokkuö sem menn hafa bara látið sig dreyma um til þessa. —SS. KB gæti sett strik i reikninginn i Reykjavikurmótinu. Liðið er til alls liklegt eftir að hafa unniö Vestmannaeyinga i gærkvöld á Melavellinum 2:0. Sigur KR var mjög verðskuldaður, þvi leik- menn liðsins voru miklu ákveönari en Eyjamennirnir allan leikinn. Það var hinn knái Isfiröingur Jóhann Torfason sem skoraði bæði mörk KR. Þaðfyrra kom um miðjan fyrri hálfleik, og notfærði Jóhann sér þá vel mistök i vörn Eyjamanna. ólafur og Einar, varnarmenn IBV, skullu saman fyrir framan markið, boltinn fór fyrir fætur Jóhanns, sem skoraði auðveldlega. Siðara markið kom á 30. minútu siðari hálfleiks. Jóhann fékk boltann sendan inn fyrir vörn IBV, og öruggt skot hans hafnaði út við stöng, óverjandi fyrir Arsæl. Eyjamenn fengtt nokkur góö marktækifæri, en þau nýttust ekki. Staðan i mótinu er nú þessi: Fram 5 3 2 0 14:3 8 Valur 5 3 11 6:2 7 KR 5 3 0 2 10:2 6 VÍkingur 4 2 11 6:5 4 IBV 4 12 1 2:3 4 Þróttur 5 0 2 3 0:7 2 Armann 4 0 0 4 1:17 0 A fimmtudagskvöld leika IBV og Armann, KR og Vikingur leika á föstudagskvöld og á laugar- daginn verður svo mikilvægasti leikur mótsins, Fram og Valur mætast þá. —SS. Þeir bræður Bobby og Jackie Charlton hafa marga hildi háð i 1. deildinni ensku á undanförnum árum, Bobby sem miðherji Manchester United og Jackie sem miðvörur Leeds. Nú eru þeir dagar taldir, en þó cr ljóst að þeir bræöur munu enn um sinn kljást, en nú i 2. deild. Það hefur nefnilega verið tilkynnt, eins og haldið var, að Jackie hefur tekið við framkvæmdastjórn Middlesbroughog Bobby hcfur tekið við Preston. Verður fróðlegt að sjá hvort þeim bræðrum tekst eins vel upp i framkvæmda- stjórastólunum og á knattspyrnuvellinum. —SS. 26 HESTAR MÆTTU Klukkan 14.30 — 16.30 1. mai sl. héldu Fáksfélagar kappreiðar fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára á kapprciöavclli sinum á Viðivölluin. Kappreiðarnar fóru i alla staði vel frant og unnið var til glæsi- legra verðlaunagripa, sem gefnir voru af þeim gullsmiðunum Guðmundi Björnssyni og Arna llöskuldssyni. 26 hcstar voru skráðir til keppn- innar og inættu allir. Ilelztu úrslit urðu þcssi: 250 metra stökk: 1. Valur, knapi Ragnar Björg- vinss., timi 21,3 sek. 2. Lóinur.knapi Jóhann Tómass., timi 21,4 sek. 3. Kópur, knapi Kristján Guðm., timi 21,6 sek. 4. Gammur, knapi örlygur Árnason, timi 22,2 sek. 5. Hrimnir, knapi Kristján Birgiss., timi 22,4 sek. 6. Jarpur, knapi Einar Einarss., timi 23,0 sek. 350 metra stökk: 1. Svarthöfði, knapi Kristj. Guðm., timi 29,0 sek. 2. Itoði, knapi Guðbjörg Magn- úsd., timi 29,0 sek. 3. Blakkur, knapi Birgir Magnúss., timi 29,1 sek. 4. Sörli, knapi Aðalh. Einarsd., timi 32,7 sek. 5. Sörli, knapi Björn Baldurss., timi 33,0 sek. 6. Stormur, knapi Guðm. Herm. timi 33,3 sek. Snarpur norðannæðingur ham'- aði þvi að góðir timar næðust. Fréttatilkynning BEST BYRJAÐUR Vandræðagemsinn George Best cr byrjaður að æfa mcð Man- chester United að nýju. Best var ekki i sem bez.tu formi þegar hann mætti til æfinga, og það mun liða langur timi unz liann hefur komizt i fulla þjálfun. Takist það, mun hann lcika næsta haust. En nú er bara að sjá hvað kappinn endist! Þá má geta þess, að Arsenal hefur selt Peter Marinello til Portsmouth i 2. deild fyrir 80 þúsund pund. REYKJAVIKURMOTIÐ MIKIB MANNFALLI KÖRFUNNI Svo virðist sem margir okkar beztu körfuknattleiksmanna hyggist leggja skóna á hilluna i sumar. Ef svo fer sem horfir í þeim málum, yrði það mesta mannfall sem um getur innan körfuknattleiks- iþróttarinnar. ÍR-ingarnir Agnar Friðriksson, Birgir Jakobsson og Einar Sig- fússon hafa allir lýst þvi yfir að þeir hyggist hætta og nú hefur heyrzt að uppistaðan I gullaldarliði KR-inga hyggist einnig hætta. Má þar nefna menn eins og Kolbein Pálsson, Kristin Stefánsson, Guttorm ólafsson, Gunnar Gunnarsspn og Hjört Pálsson. Yrði það mikil blóð- taka fyrir islenzkan körfuknattleik ef allir þessir menn hættu I einu. —SS. ' VILIA FRESTA 8 LEIKIUM Mótanefnd KSl hefur sctt sig i samband við íþróttasiðuna vegna fréttarscm birtist fyrir nokkru, þar sem sagt var að fresta þyrfti 17 leikjum vegna þátttöku islenzka unglingalandsliösins I Evrópu- keppninni á Italiu i byrjun júni. Mótanefndin segist ekki fresta neinum leikjum nema beiðni komi um slikt, og engin beiðni hafi enn komið fram. Það sé skoðun móta- nefndar að fresta eigi sem fæstum leikjum, svo mótin geti gengið snurðulitið fyrir sig. bað sé skoðun mótanefndar að láta skrá þá standa sem er i nýútkominni mótabók, og breytingar verði ekki gerðar nema i undantekningartilfellum. Þá vill mótanefndin geta þess, að ef beiðni komi fram, sé nefndin tilbúin að hliðra átta leikjum vegna þátttöku unglingalandsliðsins á Italiu. Þeim leikjum sé hægt að ljúka fyrir lok júni. Er um að ræða fjóra leiki i 2. fíokki, tvo leiki i 1. deild og tvo leiki i 2. deild. VERÐSKULDAÐUR SIGUR KR VANN ÍBV Miövikudagur 9. mai 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.