Alþýðublaðið - 20.06.1973, Síða 3

Alþýðublaðið - 20.06.1973, Síða 3
Þeir lán Reyðarfjörður: Þús.kr. 229. Reynir Gunnarsson: Lán v/kaupa á t/b Sunnu SU-226..........30 230. Guðjón Þórarinsson: Lán v/endurbóta á m/b Dagsbrún GK-40..35 231. Gunnar Arnmarsson: Lán v/kaupa á m/b Sæbjörgu GK-28.120 Stöðvarfjörður: 240. Hraðfrystihús Stöðvar- fjarðar h.f.: Viðbótarlán v/skut- togarakaupa frá Japan..........1.000 241. Hvalbakur h.f.: Lán v/kaupa á skut- togara frá Japan 5% 5.950 242. Alftafell h.f.: Lán v/m/b Alftafells SU-101, til eflingar at- vinnu á Stöðvarfirði 1.750 243. Vilbergur Stefánsson: Lán v/nýsm. 11 'lesta fiskibáts 5%.. .. 200 Lán til nýsm. 11 lesta fiskibáts 10%.. .. 400 244. Magnús A. Stefánsson: Lán v/nýsm. 15 lesta fiskibáts 5%... .. 270 245. Kaupfélag Stöðfirðinga: Bráðabirgðalán til kaupa á m/b Brimi KE-104 á uppboði........... 3.000 246. Steðji h.f.: Lán til byggingar fisk- verkunarhúss 1.000 Breiðdalsvík: 247. Hraðfrystihús Breið- dælinga h.f.: Viðbótarlán v/skut- togarakaupa frá Japan....... 1.000 248. Hraðfrystihús Breið- dælinga h.f.: Lán v/stækkunar og endurbóta á frysti- húsi............. 1.500 249. Bragih.f.: Lán til endurbóta á fisk- verkun........... 1.000 Djúpivogur: 250. Ragnar Kristjánsson: Lán v/kaupa og endur- bóta á m/b Vonar- stjörnunni GK-26.... 600 251. Búlandshreppur: Lán til endurláns v/kaupa á m/b Vonar- stjörnunni...... 600 252. Kaupfélag Berufjarðar: Lán v/uppbyggingar vélaverkst...... 400 253. Kaupfélag Berufjarðar: Lán v/uppbyggingar rækjuvinnslu og annars reksturs...... 1.000 254. Búlandshreppur: Lán v/flutningserfiðleika, vegna skemmda á bryggju, til þess að endurlána fyrirtækjum á staðnum .......... 1.000 255. Guðmundur Illugason: Lán til eflingar útgeröar frá Djúpavogi. 1.000 256. Búlandshreppur: Lán til eflingar út gerðar........ 1.500 257. Jón Antóniusson: Lán v/nýsm. 15 lesta fiskibáts 5%........ 245 Lán v/nýsm. 15 lesta fiskibáts 10%... 490 258. Búlandshreppur: Lán v/kaupa á iðnaðar- dráttarvél ..... 300 259. Haukaver h.f.: Lán v/endurb. á m/b Hauki SU-50..... 300 Skrapp frá og tapaði 60 þús. kr. Vart liður nú sá dagur, að ekki séu meiriháttar þjófnaðir framd- ir i borginni, og þannig var 60 þúsund krónum stolið úr mannlausri ibúð i fyrrakvöld. Peningana átti fullorðinn mað- ur, sem býr að Hverfisgötu 91. Það er fjölbýlishús, og skrapp hann i aðra ibúð við stigaganginn um kvöldið, og dvaldi þar aðeins i örfáar minútur. Þær voru þó nægilega margar fyrir þjófinn, eða þjófana, að athafna sig i ibúðinni á meðan. Maðurinn læsti ekki ibúðinni, er hann skrapp frá, en samkvæmt upplýsingum rannsóknar- lögreglunnar er fólk ótrúlega kærulaust með að loka ibúðum sinum vel, og einnig vill lögreglan benda fólki á að geyma peninga sina i banka, fremur en á heimil- um sinum.- Fyrstur 79 hringi tapaði þó Fimmtiu þúsund Sviar söfnuðust saman við kapp- akstursbrautina að Anderstorp á sunnudaginn til þess að verða vitni að sigri landa sins Ronnie Petersons i Grand Prix keppninni fyrir Formula 1 bila. Þeir urðu þó fyrir vonbrigðum, þvi eftir að Peterson hafði haft forystuna 79 hringi af 80 tókst Nýsjálendingn- um Dennis Hulme að komast fram úr og sigra. Hulme varð heimsmeistari árið 1967. Skotinn Jackie Stewart, sem er tvöfaldur heimsmeistari i þessari grein, varð að láta sér nægja fimmta sæti, en heimsmeistarinn frá i fyrra varð að hætta keppni vegna bilunar i bilnum. Þótt Sviar yrðu fyrir miklum vonbrigðum með, að Peterson, tækist ekki að sigra á heimavelli, og þar með að ná sinum fyrsta sigri i Grand Prix, hugguðu sumir sig þó við, að móralskt séð hefði hann unnið. Skömmu áður en hann dróst afturúr Hulme tók að leka loft úr einum hjólbarðanum á Lotusnum hans, og við það dró verulega úr hraðanum. En það var samdóma álit manna, aö Peterson hafi „átt keppnina”. Nánar verður sagt frá keppni þessari i bilaþætti á laugar- daginn. » HVAR LEYSIR MAÐUR BETUR MANNLÍFIÐ EN ÚTÍ í SUMAR- SÓLINNI? LYST EFTIR ISLENZKUM SJÓNARMIÐUM VESTRA Alþýðublaðinu hefur borizt bréf frá norsk-ættuðum manni i Chi- cago I Bandarikjunum, Hvetur hann fólk á tslandi til þess að láta i sér heyra I bandarisku pressunni varðandi landhelgis- málið. Bréfið er svohljóðandi: „Alþýðublaðið, Reykjavik, Island. Ég sendi hér með nokkrar úr- klippur úr ameriskum blöðum og úr Vinland, blaði Norðmanna i Chicago. Þið munið veita þvi athygli, að Chicago Tribune tekur upp sinar fréttir frá tslandi úr Times, London. Vegna þess að stórblöðin hér eru svo tengd stór- blöðunum i Englandi, á ameriskur almenningur ekkert tækifæri til þess að heyra um hlið tslands á málinu. Og eins og þið getið séö, er enginn vafi á þvi, með hvorum Nixon stendur. Ég vil þvi hvetja Islendinga til þess að skrifa til sem allra flestra blaöa hér i Ameriku, svo almenn- ingur hér megi fræðast um hið langa „strið” sem þið hafið átt i við togaraeigendurna ensku siðustu 25 árin. Fólk hér i Ameriku er skynsamt og mót- tækilegt (þess vegna gaf það Nixon demokrataþingmeiri- hluta) og það er kominn meira en timi til þess,að þið komið ykkar sjónarmiðum á framfæri. Kjæmp for alt som du har kjært Dö, om sa det hjælder Da er livet ei sá svært Döden ikke heller. (Björnstjerne Björnsson). Gangi ykkur vel!!! Austen Dae Chicago. hárkollurnar líka ..í,'í . , ■ 'VV* 1 Englandi er vel hugsað um almúgann. Ef einhvern vantar kjólföt eina kvöldstund þá eru til fyrirtæki sem með glöðu geði lána út kjólföt. Karlmanni sem er svo illa staddur að vanta fika hár á höfuðið, stendur nú til boða að fá leigða hárkollu fyrir nokkur pence. Fyrirtæki nokkurt auglýsir þessa þjónustu og segir, að það sé óþarfi að vera að eyða 46.000 kr. i venjulega hárkollu, þegar hægt sé að leiga sér eina fyrir nokkur pence á dag. Fyrirtækið er svo öruggt með sig, að það býður fram sex mánaða fria leigu fyrir þá, sem vilja kynna sér þægindin. Ekki er vist að karimönnum i Reykjavik bjóðist á næstunni að leigja sér hárkollu, að þvi er við íengum upplýst hjá einum hárkolluinnflytjanda. Heilbrigðisyfirvöld myndi ef- laust fetta fingur út i slik viðskipti vegna sýkingarhættu. Hér á landi er ekki leyfilegt að verzlun taki aftur hárkollu sem hefur verið notuð. o Miövikudagur 20. júní 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.