Alþýðublaðið - 23.06.1973, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.06.1973, Blaðsíða 10
PANTAÐU ÞÉR DRAUM Getraunavinningshafinn Colin Carruthers i Englandi segir, að heitasta ósk sin væri að ná leik- konunni Raquel Welch upp i far- þegasætið á Lamborghini sportbil — sem að sjálfsögðu væri ekið af honum sjálfum. En við öll — jafnvel án múlti- milljónavinnings i getraunum — gætum innan fárra ára e.t.v. fengiö uppfyllta okkar heitustu ósk, hvenær sem við vildum. Visindamenn vita, að áhrif raf- bylgja á ákveðna staði heilans geta skapað mismunandi ástand hjá einstaklingnum með öllum ytri einkennum þess, að um raun- veruleika væri að ræða. ,,Og þetta bendir tii þess, að neytandinn geti i framtiðinni átt kost á gervi-lifsreynslu”, segir bandariski visindaskáldsagna- höfundurinn David Rorvik. 1 nýjustu bók sinni — Og maðurinn verður vél — segir Rorvik: „bað er hugsanlegur möguleiki að gerðar verði „draumavélar”, sem komi i stað kvikmynda og sjónvarps. Jafnvel venjuleg heimili gætu verið búin slikum vélum i framtiðinni.” Fyrir nokkrar krónur gæti fólk þá valið sér þá „drauma — reynslu”, sem það vildi. Fólkið kæmist i samband við miðstöð rafeindaheila, sem hefði þau áhrif á heila viðkomandi með rafboðum, sem eftir væri sótzt. Hr. Rorvik segir: „Ef til vill væri það ástarnótt meö uppáhaldsleikkonu viðkomandi sem fyrirfram væri hægt að ábyrgjast að yrði vellukkuð eða svaöilför upp á Everest tind — sem einnig væri hægt að ábyrgjast fyrirfram að vel gengi.” Lifsreynslan myndi aðeins eiga sér staði lieila viðkomandi neyt- anda, en hún myndi vera honum jafn raunveruleg og ef hún ætti sér stað einnig fyrir aðra að sjá og heyra. Jæja — en er þessi hugmynd i raun og veru framkvæmanleg. Brezkur visindamaður sagði greinarhöfundi: ,Tæknilega þá er þetta nú þegar hægt. En áður en af slikum framkvæmdum yrði, þá þurfti að hugleiða kjarna málsins — markmiðið — mjög vendilega.” „En sumir visindamenn telja þó, að þetta myndi valda minna meini, en t.d neyzla á eiturlyf jum til þess að „fara i ferð”. Stefnumót við Raquel Welch myndi kosta nokkrar krónur MELAVÖLLUR ÍSLANDSMÓTIÐ I. DEILD Breiðablik — Í.B.V. á Melavellinum i dag kl. 2. Breiðablik Skrifstofustörf Óskum að ráða vanan vélritara til starfa hálfan daginn (þ.e. frá kl. 13 til 17) um miðjan júlimánuð n.k. Ennfremur stúlku til bókhaldsstarfa. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-1 un og fyrri störf sendist Vegamálaskrif- stofunni, Borgartúni 1, Reykjavik, fyrir 1. júli n.k. Vegagerð rikisins KÓPAVOGUR Ortof húsmæðra verður að Staðarfelli dagana 27. júli til 6. ágúst og 16. til 26. ágúst. Skrifstofan opin 9. til 14. júli kl. 4-6 i Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð. — Nánari upplýsingar i simum 4-01-68 (Friða) og 4-11-11 (Rannveig). Orlofsnefnd. AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60 lírslit þingmála________________5 eru greidd beint úr rikissjóði, — varðandi námsflokka gilti það væntanlega fyrst og fremst um skólastjóra eða forstöðumann, — en laun vegna stunda- og forfalla- kennslu og allar aukagreiðslur til skólastjóra og kennara, sem leið- ir af samningum rikisins við stéttarsamtök þeirra eða af kjaradómi, endurgreiðir rikið sveitarfélögunum mánaðarlega. Annan rekstrarkostnað greiða sveitarfélögin, svo sem húsnæði og húsvörzlu, hitun, lýsingu, ræstingu o.s.frv., sbr. 22. gr. skólakostnaðarlaga. Ef þessi háttur yrði upp tekinn einnig gagnvart námsflokkum, eins og hér er kveðið á um, mundi það stórefla og tryggja starfsemi námsflokkanna, sem er mikil- vægasta fullorðinsfræðsla, sem nú fer fram, en námsflokkar eru jafnframt mikið sóttir af ungu fólki.” Frumvarp þetta var tekiö fyrir á þinginu og eftir að Bragi hafði fylgt þvi úr hlaði i þingdeild sinni var þvi visað til menntamála- nefndar neðri deildar. Nefndin fjallaöi um málið — en Bragi átti sjálfur sæti i henni fyrir Alþýðu- flokkinn og afgreiddi frá sér með svofelldu nefndaráliti, sem allir nefndarmenn stóðu að og Bragi gerði sjálfur grein fyrir: „Nefndin hefur fjallað um mál þetta á fundum sinum og er sam- mála um, að hér sé þörfu máli hreyft. Þar sem nú er hins vegar i athugun á vegum hins opinbera fræðsla fullorðinna, m.a. fyrir- komulag hennar og kostnaðar- skipting, leggur nefndin til, að máli þessu verði visað til rikis- stjórnarinnar til fyrirgreiðslu” Allskonar prentun HAGPRENT HF. Brautarholti 26 — Rrykjavik Rithöfundar - Leikskáld Leikfélag Akureyrar vill eiga samvinnu við rithöfund sem vildi skrifa leikrit fyrir félagið. Þeir sem hefðu hug á slikri sam- vinnu.skulu senda sem ýtarlegasta gpein- argerð fyrir væntanlegu verki, og helzt drög að einstökum atriðum, til stjórnar L.A. pósthólf 522 fyrir 1. okt. n.k. Frekari upplýsingar gefur Magnús Jóns- son leikhússtjóri simi 32296. Leikfélag Akureyrar Húsmæðraskólinn Laugum S-Þing. starfar i tveimur námstimabilum næsta skólaár. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, simi um Breiðumýri. Tilkynning um aðstöðu- gjöld í Vestmannaeyjum Ákveðið hefur verið að innheimta aðstöðu- gjöld i Vestmannaeyjum árið 1973 sam- kvæmt heimild i V. kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga. í samræmi við ákvæði 38. greinar sömu laga hefur gjaldstigi verið ákveðinn sem hér greinir: 1. Af útgcrö fiskiskipa og flugvéla............. 0,195% 2. fiskiönaði hverskonar og vinnslu sjá varafurða . 0,650% 2. öörum iönrckstri............................. 0,975% 4. umboðs-og hcildverzlun........................0.650% 5. byggingavöru-, veiðarfæra-og salt-verzlun.....0.650% 6. matvöruverziun................................0,650% 7. vefnaðarvöruverzlun...........................0,975% 8. öllum öðrum atvinnurekstri................... 1.300% Þeir, sem eru ekki framtalsskyldir til tekju- og eignaskatts, en eru aðstöðu- gjaldsskyldir, þurfa að senda Skattstof- unni sérstakt framtal til aðstöðugjalds innan tveggja vikna frá birtingu þessarar auglýsingar. Þeirsem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks samkvæmt ofanritaðri gjald- skrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað tilheyrði hverjum flokki, sbr. 7 grein reglugerðar um að- stöðugjöld. Framangreind gögn ber að senda skattstjóra innan tveggja vikna frá birtingu þessarar auglýsingar. Að öðrum kosti verður aðstöðugjald, svo og skipting i gjaldflokka, áætluð, eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum sinum samkv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Tekið skal fram, aðhafi gjaldendur sótt um og fengið frest umfram þau timamörk, sem jiessi auglýsing gerir ráð fyrir, gildir sá frestur einnig um skil á framangreind- um gögnum varðandi aðstöðugjöld. Vestmannaeyjum 20. júni 1973. SKATTSTJÓRI. © Laugardagur 23. júní 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.