Alþýðublaðið - 24.07.1973, Síða 2

Alþýðublaðið - 24.07.1973, Síða 2
KNUD LUNDBERG LÆKNIR SKRIFAR MATARUPPSKRIFTIR Og þá birtist hér siðasti þátturinn um vitaminin i greina- flokki Knud Lund- bergs, læknis, um HOLLAN MAT — HRAUSTAN LÍKAMA. 1 þessum siðasta þætti gefur læknirinn ýmsar uppskriftir af góðum og vitaminauðugum mat. í næstu viku verður haldið áfram þar sem frá var horfið og tekið til við að fjalla um næringarsöltin. Þar sem talaö er um mataroliu i uppskriftunum er átt við soyaoliu eða maisoliu — en þær eru mjög góðar i matar- gerð vegna þess, að i þeim er til- tölulega mikið af ómettuðum fitusýrum. Rétt er að taka fram, að geröar hafa verið tilraunir með að nota glukosa i stað sykurs i uppskriftirnar, en það hefur þvi miður ekki gefiö góða raun. Þó mun það vera hægt i sambandi við brauðbakstur. MORGUNMATUR Byrjið daginn á þvi að drekka 1 desiliter af appelsinusafa eða tómatsafa, borða eina appelsinu eöa hálfa grape, þannig að þú fáir strax fullnægt hálfri C-vita- minþörf likama þins. Appelsinudrykkur. 4 appelsinur, 2 sitrónur, 4 egg (uppskrift fyrir fjóra) Appel- sinurnar og sitrónurnar eru pressaðar. Eggin eru þeytt út i safann. Borið fram kælt. Gullið marmelaði 250 gr. þurrkaðar aprikósur, 3 HOLL FÆÐA - HRAUSTUR LIKAMI appelsinur, hálf sitróna, 375 grömm sykur. Aprikósurnar eru lagðar i bleyti i vatni i sólarhring. Vatnið á ekki að vera meira en svo, að það rétt fljóti yfir apri- kósurnar. Gegnvættar apri- kósurnar ásamt skræluðum appelsinum og sitrónum er hakkað i hakkavél. Sykurinn settur saman við. Marmelaðið er látið standa i tvo sólarhringa og hrært i af og til. Siðan er það sett i krukkur sem vættar hafa verið i Beta- moni eöa öðru sliku. Marmelaðið á að geyma á köld- um stað. Appelsínumarmelaði 1. kg. appelsinur, 2 litlar sitrónur, hálfur ltr. vatn, 750 gr. sykur, 1 tsk. vinsýra (9 gr.) Appelsinurnar og sitrónurnar eru þvegnar og skornar i mjög þunnar sneiðar. Siðan eru sneiðarnar soðnar i hálfum litra af vatni i ca. eina klst. Þá er sykurinn settur saman- við og soðið áfram i hálfa klukkustund og er þá ekkert lok haft á pottinum. Þá er froðan fleytt ofanaf og vinsýran sett úti. Marmelaðið er siðan sett 'i krukkur, sem hafa verið skolaðar upp úr Betamoni. Sólberjasulta 1 kg. sólber, 450 gr. sykur. Berin eru hökkuð i hakkavél og þegar þvi er lokið er sykurinn settur samanvið. Sólberjasultan er sett i litla álbakka og siðan er hún fryst. Þar sem sultan geymist ekki vel eftir að hún hefur verið þidd vegna þess, hve sykurmagnið er litiö, þá er bezt að frysta hana i litlum formum. LÉTTIR RÉTTIR Marineruð sild 2 saltsildar, 2 laukar, 1 gulrót, 10 piparkorn, 2 lárberjablöð, litil piparrót. Lögur úr: 1,5 dl. edik, 2 dl. vatn, 60 gr. syk- ur. Sildarnar á að hreinsa og leggja i bleyti i hálfan til einn sólarhring. Þá eru flökin skoluð og þerruð. Að þvi búnu eru flökin lögð i skál eða krukku. Laukarnir, piparrótin og hreinsuð gulrótin eru skorin i þunnar skifur og siðan eru skifurnar lagðar yfir sildar- flökin ásamt lárberjablöðunum og muldum piparkornum. Lögur er soðinn úr edikinu, vatninu og sykrinum. Að suðunni lokinni er lögurinn 1 Lokað vegna sumarleyfa frá 25. júli — 15. ágúst n.k. BYGGING S.F., Þórsgötu 3. 1 É 1 1 I LOKAO íkrifstofu okkar og vöruafgreiðslu verður okað frá 30. júli til 13. ágúst vegna sumar- eyfa. ŒXVERKSMIÐJAN FIIÓN HF. kældur og honum siðan hellt yfir silarflökin. Skálin með flökunum er siðan sett á kaldan stað og geymd þar 1 a.m.k. 4 sólarhringa áður en sildin er framreidd með rúg- brauði. Túnfiskasalat. 4 stórir tómatar, 2 matsk. mayonnaise, sitrónusafi. 1. dós af túnfiski i oliu, smávegis af sellerii og salatblöð. Tómatarnir eru þvegnir og skorið „lok” ofan af þeim. Siðan er innvolsiö tekið út með teskeið. Mayonnaise-ið er bragðbætt með eilitlu af sitrónusafa. Oliunni er hellt af túnfiskin- um, hann skorinn i smærri sneiðar og sneiðunum velt var- lega upp úr mayonnaisenu og innvolsinu úr tómötunum. Blandan er siðan sett ofan i „túnmatahulstrin” og lokið lagt ofan á. Hinir fylltu tómatar eru settir á salatblöð og skreyttir með sellerii. Hentugur forréttur. Ilrásalat 250 gr. selleri, 100 gr. epli, 1 litill rauður piparávöxtur, 1/2 búnt af persillu hakkað, 2 matsk. af rúsinum. Salatsósa: Safi úr 2 sitrónum, rifinn börkur af lsitrónu, l/2tsk.af myntu, 20 gr. af hráum, rifnum lauk, 2 tsk. hunang. Selleriið og eplin eru rifin með rifjárni. Piparávöxturinn er skorinn i þunnar sneiðar og sneiðarnar siðan i bita. Hökkuð persilla og rúsinur sett saman við grænmetið og þeyttri salatsósunni siðan hellt yfir. Grape með aspars og rækjum 2 grape-ávextir, 4 matsk. mayonnaise, 1 dós aspars, 200 gr. rækjur (frosnar), dill. Grape-ávextirnir eru skornir i tvennt, ávaxtakjötið losað frá berkinum og fjarlægt. Mayonnaise er bragðbætt með smávegis af vökva úr asparsdósinni og grape-safa. Asparsinn er skorinn i smábita og þeim siðan snúið upp úr mayonnaisenu ásamt grape-ávaxtakjötinu og rækun- um, sem hafa áður verið þiddar. Blandan er svo sett i grape- berkjarskálarnar og siðan eru þær puntaðar með rækjum, asparsi og dill. Góður forréttur. AÐALRÉTTIR Hrogn með rósakáli 500 gr. þorskhrogn, 2 tsk.salt, 40 gr. smjörliki, 750 gr. rósakál, 100 gr. laukur, 3 dl. vatn, 2 matsk. soyaolia, 20 gr. smjör- liki, 20 gr. hveiti. 1 tsk. salt, hálf rifin múskathnot eða annað krydd eftir smekk. Þorskhrognin eru soðin (gott er að sjóða þau vafin i gaz-bindi svo þau springi ekki) i ca hálfa klst. og siðan kæld. Skorin i þykkar skifur, sem eru hitaðar upp á pönnu i smjöri eða smjör- liki skömmu áður en framreiða á. Rósakálið þvegið, laukurinn skorinn i skifur og hvort tveggja gufusoðið i potti með vatni, sem matarolia hefur verið sett út i. Kálið er siðan fært upp og súpa jöfnuð úr soðinu með þvi að hræra saman við það hveitinu, sem breytt hefur verið með smjöri eða smjörliki. Siðan er súpan — sem raunar á að nota sem sósu — soðin i nokkrar minútur og bragðbætt með kryddinu og loks hellt yfir hrognsneiðarnar um ieið og þær eru bornar fram. Ofnsteiktur fiskur 4 fiskstykki (ca. 500 gr.), 400 gr. kartöflur, 10 gr. smjörliki, 200 gr. tómatar, 3/4 soyaolia, 1 dl. hvitvin, 2 tsk. salt, 1/4 tsk pipar, 2 matsk. hökkuð persilla, 20 gr. rasp, 40 gr. rifinn ostur (ekki feitur), 4 sitrónusneiðar. Fiskstykkin eru þvegin, kartöflurnar afhýddar og skornar i þunnar sneiðar. Eld- fast gler- eða leirfat smurt með smjörliki, kartöflusneiðarnar lagðar i botninn, siðan fisk- stykkin og loks tómatsneiðar nar. Persiljunni er stungið með beittum hnifsoddi inn I kjötið. Olíu og víni hellt yfir, persillu, salti, pipar og loks raspi og rifn- um osti stráð yfir. Lok er sett á fatið og það siðan inn i 200 stiga heitan ofn, þar sem rétturinn er bakaður i tæpa eina klst. Skreytt með sitrónusneiðum. „Kjúklingur ,,á la King” 1 kjúklingur stór, 50 gr. lauk- sneiðar, 1 tsk salt, 125 gr. hreinsaðir sveppir skornir i sneiðar, 4 selleristilkar i sneið- um, 100 gr. vel hakkaður laukur, 12 gr. hveiti, 2 dl. hænsnakjöt- seyði, 1 dl. rjómi, 1 rauður piparávöxtur skorinn i litla teninga, 2 tsk. salt, pipar á hnifsoddi, soðið kjöt af kjúklingnum, 2 matsk. sherry. Kjúklingurinn er búinn til matargerðar og soðinn i vatni, sem bæði salt og laukur hafa verið sett i, i ca. þrjú kortér. Siðan er kjúklingurinn látinn kólna, kjötið losað frá beinum og soðið geymt. Sósan : Sveppasneiðarnar og selleriið er þveitt saman við smjörliki i potti, laukur og hveiti hrært út i hænsnakjötsoðinu og sett i pottinn. Allt soðið i 10 min. og lok haft á pottinum. Þvinæst er rjóminn og pipar- ávöxturinn sett út i og sósan látin sjóða enn i 10 min. og siðan bragðbætt með salti og pipar. Soðna hænsnakjötið er nú látið út i sósuna og hitað upp i henni. Bragðbætt með sherry. Með matnum er borðað ristað franskbrauð mjög þunnt skorið. 1 stað brauðsins má einnig bera fram soðin hrisgrjón. Steikt lifur með sitrónu 600 gr. lambs- eða kálfslifur, 2 msk hveiti, salt, paprika, 40 gr. smjörliki, 2 dl. kjötseyði, 1 sitróna, 2 búnt persillur. Lifrin er skorin i ca. 2ja cm. þykkar sneiðar. Hveitið er kryddað með salti og papriku og lifrarsneiðunum siðan velt upp úr blöndunni. Sneiðarnar eru siðan steiktar á pönnu i 2-3 min. á hvorri hliö. Lifrin er lögð til hliðar og geymd við hita á meðan kjöt- soðið er sett á pönnuna og látið krauma i sósu. Sósan siðan bragðbætt með sitrónusafa og rifinni persillu loks stráð yfir lifrina. Steikt nýru með hvit- baunasósu. 4 kálfsnýru, 40 gr. smjörliki, 1 tsk. salt, 500 gr. hvitar baunir, 40 gr. smjörliki, 100 gr. laukur i sneiöum, 200 gr. púrrur i sneið- um, 2 tsk.salt. Nýrun þrifin, skorin i sneiðar og steikt i smjörliki i ca. 10 min. Hvitu baunirnar, sem legið hafa i vatnsbleyti i sólarhring, eru soðnar i ibleytivatninu i 1 klst. Laukur og púrra steikt i potti i ca. 10 min. baunirnar siðan settar út i og bragðbætt með salti. Lambalæri i sherry 1 lambslæri, 3-4 hvitlaukar, 1 búnt persilla, 20 grömm smjör- liki, 250 gr. sveppir, 3-4 tómatar, salt, pipar, 301. sherry, hveiti til þess að jafna sósuna ef vill. Eftir að búið er að þrifa lambslærið er það nuddað vel með hvitlauk eða hvitlaukssalti stráð á þaö. Með hjálp oddhvass hnifs er litlum persillukvistum stungið viða i lærið. Lambslærið er svo lagt i ofnskúffu, sem hefur verið smurð með smjör- llki. Hreinsaði og gróft hakkaðir sveppirnir látnir á og umhverfis lærið og sömu leiðis tómatarnir, sem skornir eru i báta. Kryddað með salti og pipar. Lambslærið er brúnað i heit- um ofni (ca. 250 stig) i ca. 10 min. Þá er hellt riflega af sherry yfir og steikt áfram við 170 gráður i 1 klst. Gæta verður þess að ausa af og til yfir lærið úr ofnskúffunni á meðan á steikingu stendur. Þegar steikingu er lokið er soðið siað og siðan búin til sósa á venjulegan hátt. Steikina má bera fram með hvitum kartöflum, grænu salati og sveppum. o Þriöjudagur 24. júlí 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.