Alþýðublaðið - 24.07.1973, Page 5
alþýðu
nrfij
Alþýöublaösútgáfan hf. Stjórnmálarit-
|st |ó ri Sighvatur B jörgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
|'Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgöarmaöur Freysteinn
Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
götu 8—10. Simi 86666. Biaðaprent hf.
Skyldan við umhverfið
Á sumrin verðum við íslendingar æði oft lang-
eygðir eftir sólskininu og góðviðrinu. Það lætur
stundum á sér standa, enda þótt okkur finnist,
að samkvæmt rökum almanaksins eigi að vera
sumar og sól. Fjöldi fólks hefur fyrir löngu á-
kveðið, hvenær það ætlar að taka sér sumarfriið
með þá von ofarlega i huga, að veðurguðirnir
verði þvi hliðhollir um sumarleyfistimann.
Sem betur fer er það orðinn stór hluti af þjóð-
inni, sem tekur sér sumarleyfi og fær þá nokkra
hvild frá hinni hversdagslegu önn dagsins. Þá
gefst mönnum timi til að lita svolitið i kring um
sig og leita til ýmissa fagurra og friðsælla staða.
En alltof oft er það, að auganu mætir talandi
vottur um tillitsleysi eða tómlæti ýmissa ein-
staklinga gagnvart þvi umhverfi, sem þeir eiga
heima i, eða hafa lagt leið sina um. Orðtakið
hreint land, fagurt land virðist ekki hafa náð til
þeirra.
Við sjáum t.d. Þórsmörkina, eða heyrum eða
lesum um, hvernig hún hefur verið leikin. Þar
hafa tillitslausir einstaklingar leikið lausum
hala, brotið flöskur hér og þar, skilið eftir bréfa-
drasl og annað rusl, hvar sem þeir hafa verið
staddir i það og það sinnið og valdið margs kon-
ar spjöllum með hugsunarleysi. Þessi staður er
eins og svo margir aðrir fagrir staðir i raun og
veru eign allra landsmanna. Þar á ekki neinum
þröngsýnum einstaklingshyggjumönnum, sem
halda að þeim sé allt leyfilegt að gera á þeim
stöðum, sem enginn einn maður á, að leyfast að
haga sér að eigin vild, ef það leiðir til skemmda
og spjalla. Það er ekki minni glæpur að gera á
hluta heildarinnar en einstaklingsins. Og menn,
sem valda skemmdum og spjöllum, á að draga
fyrir lög og dóm og þeir að svara þar til fullra
saka. Og þvi þyngri hlýtur sökin að vera, sem
hún kemur niður á fleiri mönnum.
En við þurfum ekki að fara austur i Þórsmörk
eða annarra staða, sem kunnir eru fyrir fegurð
sina, til þess að sjá og finna tillitsleysi og tóm-
læti hinna og þessara einstaklinga. Hér i sjálfri
Reykjavik blasa við augum dæmin um einstak-
lingana, sem litið eða ekkert tillit taka til þess,
að umhverfi þeirra snertir aðra og kemur öðr-
um við. Alþýðublaðið hefur að undanförnu bent
á fjölmörg atriði, sem sanna þetta. Hver kann-
ast ekki við alls konar rusl og sorp i sinu nánasta
umhverfi, sem einhver umhyggjulitill einstakl-
ingur hefur látið frá sér fara, blindur á þá stað-
reynd, að hann hefur skyldur að rækja við
granna sina og aðra vegfarendur, sem i raun
réttri eiga þetta umhverfi engu siður en hann?
Umhverfið, sem auganu mætir, er sameign
allra, sem um það fara, og það þarf hver og einn
einstaklingur að hafa vel i huga.
Æ fleiri lækir og ár i þéttbýli eru mengaðir
vegna skammsýni og fyrirhyggjuleysis ýmissa
einstaklinga. Þessir lækir og ár, sem einu sinni
voru fullir af fiski og lifi, renna nú fram daunill-
ir og lifvana. Orsakir þess má oft rekja til ein-
staklinga og fyrirtækja, sem ekki hafa tekið
nægilegt tillit til umhverfis sins.
Þetta getur ekki gengið svona lengur. Það
verður að semja skýra og afdráttarlausa löggjöf
um skyldur manna við umhverfi sitt. Það eiga
að vera þung viðurlög, ef einstaklingar eða aðrir
bregðast þessum skyldum. Einstaklingurinn
verður að læra að taka tillit til heildarinnar og
hegða sér samkvæmt þvi. Takmarkið hlýtur að
vera, að hver og einn greiði að fullu öll þau
spjöll, sem hann kann að valda öðrum, og spjöll
og skemmdir á umhverfinu, eða annarri al-
menningseign eiga ekki að vera þar neinar und-
antekningar.
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
SKRIFAR FRÁ AUSTUR-ÞÝZKALANDI
BRÉF NR. 4
AUSTU R-ÞYZK AL AN D
LOKAÐ ÍVESTURÁTT
Rússneskur her er
i landinu.
Þegar ég var hér á ferð árið
1970 varð ég var við rússneskar
herbúðir viða i landinu, þar sem
ég og við fórum um. Vitað er, að
enn dvelst mikill fjöldi
SÍÐARIHLUTI
rússneskra hermanna i landinu
og upp á sama máta dvelst fjöl-
mennur bandariskur her i
Vestur-Þýzkalandi. Nú hafa þó
aðstæður mikið breytzt á þann
veg, að Austur-Þýzkaland hefur
hlotið viðurkenningu flestra
vestrænna rikja og
Vestur-Þýzkaland hefur lagt
blessun sina yfir vestur-landa-
mæri Póllands og A-Þýzkalands.
Vonandi er þess þvi ekki langt að
biða, að hið erlenda herlíð hverfi
úr löndum þessum. En meðan svo
fer fram i þessu efni og fleirum,
sem verið hefur, verða A-þjóð-
verjar sjálfsagt að lúta rússnesku
áhrifavaldi i mörgum greinum,
meðal annars varðandi frelsi og
lýðræðiþjóðinnitil handa.sem þvi
miður er alls ekki fyrir hendi.
Kommúnistiskt
einræðis-
riki
Austur-Þýzkaland er
kommúnískt einræðisriki, svo að
ekki fer milli mála. Að nafni til
starfa þar nokkrir stjórnmála-
flokkar, svo sem Bændaflokkur,
Frjálslyndi-Lýðræðisflokkurinn,
gott ef meira að segja Kristilegi
Demokrata-flokkurinn er ekki
lika til. Og ekkert vantar á það,
að þessir flokkar eiga ekki
fulltrúa á þjóðþinginu. Samt má
enginn láta sér detta það i hug, að
þeir reki þar neina sjálfstæða
pólitik eða neitt i þá áttina, þvert
á móti eru þeir i einu og öllu
handbendi og verkfæri i höndum
kommúnistaflokksins, er nefnist
Sósialiski Einingaflokkurinn. Og
það er hann, sem heldur uppi
kommúnísku einræði i landinu.
Harðlæst, og þó?
Það má nærri geta, að
Austur-þjóðverjar eru ekki kátir
yfir þvi, að þeir, sem eru i raun
Vestur-Evrópu-búar, skuli ekki
mega ferðast til Vestur-Evrópu
og viðar um heim. Hins vegar
mega þeir ferðast um alla
Austur-Evrópu eins og þeim
sýnist. Mér skilst, að hálauna-
stéttunum falli þetta verst, þær
myndu jú sjálfsagt ferðast i rik-
um mæli vestur á bóginn og lifa
þar i vellystingum praktuglega
með stallbræðrum sinum og
systrum. En A-Þýzkaland er
lokað i vestur, meira að segja
harðlæst. Samt hafa glufur verið
að myndast, hver af annarri, að
vestan og austur yfir. Þar eru
fremst i flokki samningar þeir,
sem stjórn Willy Brandt hefur
gert um ferðir V-Þjóðverja
austur yfir. Og i annan stað var
mér sagt, að ekki væri lengur
nein fyrirstaða á þvik, hvar sem
væri i landinu, að horfa á
útsendingar erlendra sjónvarps-
stöðva og hlusta á erlendar
útvarpsstöðvar. Mun það enda
almennt gert.. Er þessi þróun
sannarlega fagnaðarefni. Hins
vegar er enn fyrir hendi forn-
eskjulegt bann við flutningi
erlends lesefnis inn i landið, svo
mikið er vist að það er ekki fyrir
Framhald á bls. 4
SUMARHÁTÍD
að Aratungu laugardaginn 28. júlí kl. 9
Skemmtiatriði:
Gubmnndur jónssan óperusöngvari
sxjngur vid undiríeik Óíafs Vignis
AÍbertssonar.
JÓh B. Gunnlaugsson flytur skemmtiþátt
Guðlaugur Tryggvi Karlsson flxjtur
ávarp og stjórnar fjöldasóng
Hljómsveitin
BRIMKLÓ »r
leikur fyrir dansi
Sælaferdir frá B.S.Í. Selfossi og Laugarvatni kl 9.
Þriðjudagur 24. júlí 1973.
o