Alþýðublaðið - 24.07.1973, Side 12
Övissa um
Bagley
Rithöfundurinn Desmond Bagl-
ey, sem skrifaði skáldsögunajJt i
óvissuna”, en ísland er vettvang-
ur þeirrar sögu, virðist vera al-
variega veikur. Hann ætlaði að
koma til tslands i siðasta mánuði,
en þvi var frestað i þennan mánuð
vegna veikinda hans. Ekki hefur
enn heyrzt frá honum að hann ætli
að koma i þessum mánuði, en
hann ætlaði að tilkynna komu
sina með fyrirvara.
Sveinn Sæmundsson blaðafull-
trúi Fl, sagði i viðtali við blaðið i
gær, að hann hefði heyrt, að
Bagley hefði fengið hjartaáfall i
vor, þvi strax i april hefði verið
tilkynnt að hann kæmi ekki i
júni. Ekki vissi hann nánar um
heilsu rithöfundarins.
Sem kunnugt er, ætlaði Bagley
að koma hingað til að aðstoða við
undirbúning kvikmyndunar sög-
unnar, en hún verður kvikmynd-
uð hér næsta sumar. Undirbún-
ingsvinnan mun þó hafin þrátt
fyrir fjarveru höfundarins. —
Málflutningur í
fjárdráttarmáli á
Akureyri í dag
1 Sakadómi Akureyrar fer i dag
fram málflutningur, þar sem
tveir fyrrverandi starfsmenn
bæjarfógetans þar eru ákærðir
fyrir meint brot i sambandi við
tollafgreiðslu. Mál þetta kom upp
um áramótin 1971—’72, er grunur
féll á tvo menn við embættið um
ólögmæta fjártöku og skjalafals,
sem ákært er fyrir, meðal annars.
Halldór Þorbjörnsson, settur yf-
irsakadómari i Reykjavik, er
dómari i málinu, þar sem bæjar-
fógetinn, Ofeigur Eiriksson, vék
sæti. Af hálfu Saksóknara rikisins
flytur Hallvarður Einvarösson,
aðalfulltrúi, málið, en skipaðir
verjendur eru lögmennirnir Ge-
org Tryggvason og Hreinn Páls-
son.
Háskólamenntun
i mjólkuriðnaðinn
Siðustu vikuna i júni var
haldin hér ráðstefna norrænna
ráðstefnunni, en undanfarin
ár hefur mjólkuriðnaðurinn
haft forgöngu um alla
menntun á matvælasviðinu.
Þörfin fyrir f'ólk með há-
skólamenntun i mjólkuriðnaði
fer nu stöðugt vaxandi, en
þrátt fyrir það hefur sú
menntunaraðstaða verið
nokkuð fyrir borð borin á
sumum Norðurlandanna,
einkum i Sviþjóð og hér á
landi.
INNLÁNSVIÐSKIPTILEIÐ
TIL LÁNSVIÐSKIPTA
Jblnaðarbanki
/V ÍSLANDS
KÓPAVOGS APÓTEK
Cnið öll kvöld til kl. 7,
nema laugardaga til
kl. 2, sunnudaga milli
kl' 1 °9 3 Simi 40102.
rStærðfræðikennarar lögðu allti
of mikið upp úr kennslu mengis
Fyrir forgöngu skóla-
rannsóknardeildar Mennta-
málaráðuneytisins er nú undir-
búin samræming á námsefni og
kennslutilhögun i stærðfræði.
Miðar hún fyrst og fremst að þvi
að mengi eða mengjafræði verði
notuð sem hjálpartæki við
kennslu i almennum hefðbundn-
um greinum stærðfræðinnar.
En eins og kunnugt er, hefur
þessi nýja aðferö viða hrakið
hina fyrri reikningskennslu út
úr skólakerfinu, þrátt fyrir það,
að hún getur alls ekki komið i
hennar stað.
Mengi eða mengjafræði hélt
innreið sina i stærðfræðikennslu
Reykjavikurskóla árið 1966. Var
þetta merkileg nýlunda, sem
var svo frábrugðin hefðbundn-
um aðferðum, að ,,gamli
skólinn” stóð hreint og beint
höggdofa. Sjónvarpsnotendur
áttu þess kost að kynnast hinum
nýju hugtökum i sýnikennslu,
sem Guðmundur Arnlaugsson,
rektor, hafði með höndum.
Fljótlega sóttu æ fleiri skólar á
um að innleiða kennslu i þessari
grein, og ekki laust við, að þeim
væri það eðlilegt metnaðarmál.
Andri Isaksson, deildarstjóri
skólarannsóknardeildar
menntamálaráðuneytisins,
sagði i viðtali við blaðið i gær,
að framangreindar breytingar á
námsefni skólanna i þessu tilliti,
hefðu að mestu verið gerðar að
frumkvæði fræðslustjórnar
Reykjavikurborgar með sam-
þykki skólarannsóknanna. Kvaö
Andri rannsóknirnar hafa leitt i
ljós, að gagnger endurskoðun á
stærðfræðikennslunni væri
nauðsynleg. Hafa að undan-
förnu verið gerðar tilraunir hér-
lendis sem stuözt er við i sam-
ræmingu og endurskipu-
lagningu hennar. Þá er og höfð
hliðsjón af tveggja ára starfi
norrænnar nefndar, sem eink-
um hefur fjallað um unglinga-
stigið.
Hörður Lárusson, sagn-
fræðingur, sem ásamt nefnd,
hefur unnið mjög að þessu máli,
sagði, að óeðlilega mikið hafi
verið lagt upp úr hugtökum
mengjafræðinnar, i stað þess að
nota þau sem hjálpartæki við
kennslu hefðbundinna aðferða.
Telur Hörður engan vafa á þvi,
að sú tilhögun hafi dregið úr
þjálfun nemenda i talnameð-
ferð, sem m.a. væri til baga við
nám i framhaldsskólum og i at-
vinnulifinu. Væri þetta undirrót
þeirra breytinga, sem nú væri
verið að gera, en með fyrir-
hugaðri samræmingu stærö-
fræðikennslunnar, væri tvi-
mælalaust stuðlað að viðtækari
þekkingu og skilningi nemenda
á öllum stigum og sviðum
stærðfræði. Þá gat Hörður þess,
að víða erlendis færu fram um-
fangsmiklar tilraunir um inni-
hald og framsetningu kennslu-
bóka, þar sem sérstakt tillit
væri tekið til þess hluta
nemenda, sem miður sækist
námið.
Börnin læra
samfélagsfræði
A vegum skólarannsóknar-
deildarinnar er þegar hafin til-
raunakennsla i samfélagsfræði i
barna og unglingaskólum.
Miðarhún að breyttum kennslu-
háttum i sögu, landafræði , lif-
fræði og félagsfræði þar sem
þessar greinar eru nánar
tengdar hver annarri en yfir-
leitt hefur verið venja. Drýgst-
an þátt i þessari nýbreytni eiga
þau Andri Isaksson,
deildarstjóri, Loftur Guttorms-
son, sagnfræðingur, og Kristin
Tryggvadóttir kennari, sem
þegar hefur samið tvö hefti
kennslubókar i samfélagsfræði.
Er framsetningu og kennslu
þannig háttað, að forvitni
barnsins er stöðugt vakin i
umhverfi þess i sem flestu tilliti,
þar sem umhverfið er i viðasta
skilningi allur sá heimur, sem
við búum i. Er þetta vafalaust
með merkari nýjungum, sem nú
er unnið að i fræðslumálum.
Verkfræðingar
vilja 40%
hækkun
Stéttarfélag verkfræð-
inga hefur nú sagt upp kjara-
samningum við Reykjavikur-
borg, og renna þvi núgildandi
samningar út hinn 31. ágúst
næstkomandi. Margir verk-
fræðingar, sem starfa hjá öðr-
um bæjar- og sveitarfélögum,
hafa tekið mið af þessum
samningum, sem og nálega 100
verkfræðingar hjá verkfræði-
stofnunum og einkafyrirtækjum.
Hjá Reykjavikurborg eru starf-
andi um 20 verkfræðingar, sem
eiga aðild að uppsögninni.
Samtimis þvi, að samningun-
um var sagt upp, setti stéttar-
félagið fram kröfur sinar.
Meðal annars er vitað, að það
fer fram á 40% grunnkaups-
hækkun. Viðræður um nýja
samninga eru enn ekki hafnar.
Ríkið lokar
fyrir helgina
Allar áfengisútsölur ATVR
verða lokaðar laugardaginn 4.
ágúst, og eins og venja hefur
i veriö, einnig mánudaginn 6.
ágúst, sem er fridagur
verzlunarmanna. Er þetta einn
liður i samkomulagi ÁTVR og
afgreiöslumanna i
á f e n g i s ú ts öl u n u m um
laugardagsfri yfir sumartim-
ann. Að öðru leyti felst það I
samkomulaginu, að hinar þrjár
útsölur i Reykjavik skipta með
sér laugardagslokunum frá og
með 21. júli til og með 3. sept.,
þannig, að hvern laugardag
verður ein þeirra lokuð á þessu
timabili, en hinar tvær opnar.
Kemur sú tilhögun naumast að
sök. Hins vegar ber laugardags-
lokunin fyrir Verzlunarmanna-
helgina nokkuð annan keim,
einkum ef einhver er þá eins og
skáldið sagði: „Svo þurr i
kverk og þurr i háls, og þorstinn
ægilegur”.
BARATTUMALUNUM BREYTT
BAKKUS VANN
Misjafnar sögur fara af félags-
heimilum úti á landsbyggðinni,
enda gengið skrykkjótt að fram-
fylgja banni við áfengisneyzlu i
húsunum.
1 félagsheimilinu i Hnifsdal er
uppgjöfin greinilega algjör fyrir
Bakkusi og menn þar hafa tekið
upp önnur baráttumál. A salern-
inu á staðnum hefur verið komið
fyrir spjöldum þar sem stendur
stórum stöfum, „Bannað að
gubba i vaskana”.
SENDIBIL ASTOÐIN HF
Enn eru horfur á góðu veðri i
dag og jafnvel á morgun, að þvi
er Jónas Jakobsson veðurfræð-
ingur sagði i gærkvöldi, en þetta
er óvenjulangur stillu- og góð-
viöriskafli, sérstaklega með
hliðsjón af þvi að veðrið er búið
að vera svo jafn gott um allt
land.
Hitinn i dag verður liklega
svipaður og i gær, en i gær
komst hann I 20 stig hæst, en 23 i
fyrradag. Heldur svalara veð-
ur á Austurlandi, en þó vel heitt.
Ástæðuna fyrir þessu óvenju-
lega góðviðri sagði Jakob þá,
að háþrýstisvæði væri yfir land-
inu og umhverfis, og væri það ó-
venjulega stöðugt. Engar stór-
vægilegar breytingar á veðri
eru fyrirsjáanlegar á næstu
dögum, sagði Jónas, en ekki
vildi hann lofa góðu veðri langt
fram I timann að svo stöddu. —
KRILIÐ
/J5 /?//</$ 5 rjo/p/v 21
sróLpfl 'flTT 3Í/WT '/ BfíKf vE/rr -r/Crf/ GfíNTj FL-ár
CrfíNCr , Ufí/rVrf /n'RL . Æ3>/
\ ' 3
PLfí/fTft HHLWP 2 HRBVF /ST
{
SEP, P/YZ) HETjU /ffí
N RISTI mm/
1 L 9 b'olhr 'fí
SKORPR PULPR sjb//u /n S/DfíST uw/ 5
i
DUCr LLÚUR
BRÚNfí Vfít/m 7
r é>
L Y/</L ORÐ ' MÆ.UKMRVI
FIMM á förnum vegi
ólafur Þ. Kristjánsson, fyrrv.
skólastjóri:
Nei, ég hef annað að gera. Og
þóttkomi myndir i kvikmynda-
húsin, sem mig langar að sjá
eru þær vanalega hættar, þegar
ég kem mér að þvi aö fara.
Aftur á móti horfi ég of mikið á
sjónvarp, en ég sofna vanalega
út frá þvi.
Július Brjánsson, prentnemi:
Töluvert mikið, og ég reyni að
sjá allar góðar myndir. Annars
varð ég móðgaður út i einn kvik-
my ndahússeigandann um
daginn, — hann sýndi svo hrylli-
lega lélega mynd. Aö öðru leyti
hafa verið mjög góðar myndir i
bióum undanfarið.
Helga Þorgeirsdóttir, skrif-
stofustúlka:
Ég geri það nú. En það fer
annars eftir þvi, hvaða myndir
eru sýndar, ef þær eru góðar þá
fer ég, — og það slæðast oft
góðar myndir með hinum.
Ferðu mikið í kvikmyndahús?
Óli Tynes, blaöamaður:
Mjög mikið. Ég sé allskonar
myndir, yfirleitt ómerkilegar
hasarmyndir. Mánudags-
myndirnar sé ég aldrei, þær eru
á allt of háum menningar-
standard fyrir mig. Ég sækist
helzt eftir myndum með John
Wayne.
Axel Einarsson, hæstarréttar-
lögmaður:
Ég geri ekki mikið af þvi, ég hef
ýmislegt annað að gera i fri-
stundum minum. En ef myndir
vekja athygli mina þá fer ég. Ég
horfi ekki heldur mikið á sjón-
varp, ég reyni að velja úr þá
þætti, sem mér finnst vera at- ’
hyglisverðir.