Alþýðublaðið - 27.07.1973, Side 2

Alþýðublaðið - 27.07.1973, Side 2
TÍZKA UNGRA KARLMANNA Ljósblái liturinn víkur fyrir fjöl- breyttu úrvali úr denim-efni • 1 siðasta mánuði opnaði Karna- bær tvær nýjar verzlanir að Lækjargötu 2, húsinu á horni Lækjargötu og Austurstrætis. — Bonaparte, „sérverzlun fyrir hinn vandláta nútimamann”, og Verbúðina, sem selur sportfatnað og allan hversdagslegan klæðnað á unga fólkið, „flest annað en jakkaföt og annan ' „finan” fatnað”, eins og verzlunar- stjórinn, Rúnar Garðars- son, tjáði okkur. „En sá fatnaður fæst að sjálfsögðu i Bonaparte”. • „Það sem vinsælast hefur verið i sumar eru föt úr „burstuðu denim”, bæði jakkar og buxur, ýmist með marglitum bróder- ingum i eða „plain”. Ljósblái liturinn, sem veriö hefur nær alls- ráöandi, er heldur á undanhaldi, en denim-efnið heldur vinsældum sinum, kemur núna i miklu fjöl- breyttara litaúrvali. Þannig eru nú á boðstólum hjá okkur denim- buxur i einum þrem bláum litum, svörtum, brúnum og „beige” (brúndröppuðum), og einnig jakkar, bæði á herra og dömur i sömu litum.” • Eftirspurn eftir leöurfatnaði hefur aukizt mjög i sumar og jafnvel þótt leður sé dýrt hráefni og leöurfatnaður þar af leiðandi nokkuð dýr, virðist fólk vilja borga vel fyrir góða leöurflik. Endingin er lika margföld miðað við önnur efni. Við seljum bæði siða og stutta leöurjakka, siða i klassiskum litum eins og dökk- brúnum, svörtum, vinrauöum og bláum, og stutta i enn fleiri litum, svo sem grænum, appelsinu- gulum, beige og gráum.” • „Köflóttar skyrtur halda miklum vinsældum og gildir það jafnt um dömur og herra. En það sem vinsælast er yfir sumar- timann til að klæöast aö ofan eru auðvitað bolir og blússur i alls- konar litum og gerðum.” • „Ég þori ekki að spá neinu um þróun fatatizkunnar i haust; þetta er mjög örum breytingum undir- orpið. En við munum kappkosta að hafa alltaf það nýjasta og vinsælasta á boðstólum.” o Föstudagur 27. júlj 1973

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.