Alþýðublaðið - 27.07.1973, Page 5

Alþýðublaðið - 27.07.1973, Page 5
[alþýóu w Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit l'Stjóri Sighvatur B jörgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. 'Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- ■götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf. Fölnað blóm Eitt af blómunum i hnappagati riksistjórnar- innar átti að vera það, að hvers konar áætlana- gerð skyldi efld. Alþýðuflokkurinn fagnaði þessum fyrirætlunum. Það hefur ávallt verið grundvallaratriði i stefnu hans. að hið ODÍnbera skuli hafa stjórn á heildarfjárfestingunni i landinu, m.a. til þess að geta látið þær framkvæmdir, sem nauðsynlegastar eru taldar frá sjónarmiði heildarinnar, ganga fyrir. Þegar rikisstjórnin á fyrsta þingi sinu flutti frum- varpið um Framkvæmdastofnunina, studdi Alþýðuflokkurinn það, þótt hann væri sammála ýmsum atriðum þess, svo sem stjórn hinna póli- tisku komissara á stofnuninni. En tilgangurinn var góður. Efla átti áætlanagerð og heildar- stjórn á fjárfestingunni. Litlum sögum hefur farið af störfum komissaranna. Þeir eru i hópi hæstlaunuðu embættismanna landsins, hafa bankastjóralaun ásamt öllum hlunnindum. En ekki hefur farið mikið fyrir aukinni heildarstjórn á fjárfest- ingunni. 1 sannleika sagt hefur aldrei rikt annar eins glundroði i þessum efnum og nú. Komiss- ararnir hafa ekki komið nálægt áætlanagerð um mestu fjárfestingu íslendinga, skuttogarakaup- in. Hafa menn fyrir satt, að Lúðvik Jósepsson hafi ekki treyst þeim til sliks verks og hafi bann- að þeim afskipti af þvi. Og nú er komið i ljós, að þeir hafa ekkert fylgzt með fyrirhuguðum stórbyggingafram- kvæmdum i Reykjavik. Þeim virðist hafa verið ókunnugt um ákvörðun Seðlabankans um að reisa stórbyggingu á Arnarhóli. Komissararnir vakna fyrst við það, að farið er að sprengja fyrir byggingunni. Þá ráðast þeir á flokksbræður sina i bankaráði Seðlabankans fyrir framkvæmda- semina. Og Timinn hefur árásir á Lúðvik Jósepsson fyrir að stöðva ekki framkvæmd- irnar. Lúðvik setur hins vegar upp sakleysissvip og segist að visu hafa vitað um ákvörðun Seðla- bankans, en hann sé svo valdalitill, að hann geti ekki stöðvað hana! í dag munu komissarar stjórnarflokkanna i Framkvæmdastofnuninni ræða við flokks- bræður sina i bankaráði Seðlabankans um það, hvor sé valdameiri. Upphaflega var mál þetta allt heldur spaugilegt, en nú er það orðið alls- herjarauglýsing á algeru stjórnleysi stjórnar- flokkanna i fjárfestingarmálum, hvernig svo sem málið kann að enda. Þeir hafa gleymzt Sjálfsbjörg, félag lamaðra og fatlaðra, hefur unnið mikið og merkilegt starf og hlotið athygli alþjóðar fyrir dugnað sinn og atorku i ýmsum hagsmuna- og nauðsynjamálum lamaðra og fatlaðra. Þeir eru nú orðnir ófáir einstakling- arnir, sem hafa fundið auðveldari leið til lifs- bjargar og lifshamingju fyrir atbeina félagsins. Nýjasta stórátak Sjálfsbjargar er vinnu-og dvalarheimilið við Hátún, sem nú er sem óðast að komast i gagnið. Alþýðublaðið óskar félaginu hamingju og heilla i tilefni af þessum áfanga. En um leið minnumst við þess, að tiundi hver landsmanna er að einhverju leyti fjölfatlaður. Við minnumst þess, að þessi þjóðfélagshópur hefur gleymzt, þegar verið var að byggja yfir alls konar almenna þjónustustarfsemi. Það hefði ekki kostað mikið, að gera þessu fólki kleift að njóta hinna ýmsu þjónustufyrirtækja, ef hugsað hefði verið til þess i upphafi. Þetta verður að breytast. Almennar þjónustustofnanir verða að vera þannig úr garði gerðar, að þær verði aðgengi- legar fyrir menn i hjólastólum og fatlað fólk. FRÁ JAFNAÐARMÖNNUM í SVIÞIÖÐ: RÆÐA OLOFS PALME 3. HLUTI A fundum með iorystumönnum fyrir einstökum atvinnugreinum er sifellt krafizt að fá að vita, hver sé afstaða jafnaðarmanna, Það er i sjálfu sér eðlilegt, þvi að þeir eru málsvarar mikilvægs hagsmunahóps i sænsku þjóð- félagi. Þetta þing hefur svarað þessu. Við vitum, hvar við stöndum i aðalmálum. Nú er að koma stefnunni i framkvæmd. Ég lauk ræðu minni á setningarhátiðinni með þeim orðum, að við gengjum til starfa með ábyrgðartilfinningu vegna allrar þjóðarinnar. Það er ekkert mont að halda þvi fram, að þessi ábyrgðartilfinning vegna allrar þjóðarinnar hafi verið leiðarljósið i störfum þingsins. I þeim sama anda skulum við reyna að koma samþykktum þingsins i fram- kvæmd. En við erum enginn sértrúar- flokkur. Við stundum ekki á neitt samsæri. Við lokum okkur ekki inni i læstum klefum. Við erum opin þjóðarhreyfing, sem veit hvað hún vill. Þess vegna þurfum við ekki að leita illdeilna vegna illdeilnanna sjálfra. Við erum reiðubúnir til átaka, ef þess þarf við. Við erum að sjálfsögðu fúsir til samstarfs, sé um það að ræða. En mestu máli skiptir fyrir okkur að koma stefnumálum okkar fram. Þingið hefur markað stefnuna, og nú förum við að þreifa fyrir okkur og rökræða opinberlega við margs konar hópa og hagsmuna- flokka i þjóðfélaginu. Við göngum til þessararökræðna i fullri sann- færingu um, að það er allri þjóð- inni til gagns að tryggja atvinnu, bæta starfsumhverfi, vernda náttúruna, veita launþegum rikari áhrif i fjárhagslifinu. Stefna jafnaðarmanna- flokksins, eins og hún hefur verið mörkuð á þessu þingi, er i reynd vitnisburður um sterka trú á framtiðina. Við trúum á framtið iðnaðarþjóðfélagsins, og við erum sannfærðir um, að vanda- málin, sem okkar biða, eru viðráðanleg. Jafnaðarmannaflokkurinn treystir þvi, að mönnum leiki hugur á og þeir séu reiðubúnir til að taka sér á herðar aukna ábyrgð á framþróun i fjármálum og iðnaði, til þess að auka á þann hátt öryggi og velliðan. Á grundvelli samþykkta þingsins býður jafnaðarmanna- flokkurinn þess vegna öllum hópum og hagsmunaflokkum i Sviþjóð til samstarfs á breiðum grunni til þess að taka i jákvæðum anda þátt i starfi að áframhaldandi endurnýjun á þjóðfélaginu sænska. Fyrir viku komum við saman til afkastamikils þings. Þvi er nú lokið. Rökræður um stefnu okkar hafa eins og venjulega orðið okkur til ánægju og uppörvunar. Nú hefst hversdagsstritið að nýju. Það þekkjum við allir af reynslu: i flokksstjórn, þing- flokki, fulltrúastarfi, fagsam- tökum. Starfshópar hefjast nú handa, skýrslur verða unnar, samningar gerðir, lög samin. Samþykktir þingsins verða steyptar i afmark- aðar tillögur. Viö fáum hver og einn i flokknum tækifæri til að leggja fram okkar skerf. Okkar biður vandi og erfiði, timabundin áhyggjuefni margs konar, þrautin að sannfæra aðra, leita samstarfs við aðra eða halda uppi baráttu fyrir tillögum okkar. Við hefjumst ótrauðir handa. Og við erum sannfærðir um, að við getum ráðið við þetta, af þvi að við erum lýðræðisjafnaðar- menn, af þvi að við erum sann- færðir um að endurbótastefnunni er fært að verða þjóðinni að mikilvægu gagni. Barátta okkar er ekki eingöngu strit i útskýringum og skipu- lagningu einvörðungu. Hún er jafnframt barátta fyrir lýðræðinu. Þvi að þetta er friðsamleg barátta. Fortölur, rökræður og staðreyndir eru vopnin. Við erum alla tið að sýna, að unnt er að koma fram þjóðfélags- breytingum á friðsamlegan hátt. Með þvi að búa mönnum betra samfélag snúum við vopnin úr höndum þeirra, sem prédika ofbeldi og byltingu. Umbætur tryggja öryggi fólksins. Og við erum upp með okkur af að vera lýðræðissinnaðir umbótamenn. Flokksvinir! Frá þinginu hefur verið greini- lega sagt i fréttum. En fólk úti um land hefur ekki átt kost á að fylgjast með þingstörfunum stig af stigi, þeir hafa ekki orðið fyrir hughrifunum. Flestum mönnum i Sviþjóð hefur þetta verið ósköp venjuleg vika með starfi og fritimum, með hversdagslegum Framhald á bls. 4 SUMARHÁTÍD að Aratungu laugardaginn 28. júlí kl. 9 Skemmtiatridi: Gufonundur Jóhssom óperusöngvari syngur vib undirleik Óíafs Vignis AÍbertssonar. Jón B. Gunnlaugsson fiytur skemmtiþátt Gubíaugur Tryggvi Karlsson flytur ávarp og stjórnar fjöldasöng Hljómsveitin BRIMKLÓ leikur fyrir dansi w Sætaferdir frá B.S.I. Sellossi og Laugarvatni kl 9. F.U.J. \ Föstudagur 27. júlí 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.