Alþýðublaðið - 17.08.1973, Qupperneq 2
MEÐALÆVI KVENNA SEX ÁRiJM
LENGRI EN KARLA
„Konur betur undir
lífið búnar af
náttúrunnar hálfu”
Konur eiga lengri
meðalævi en karlmenn —
hvort heldur það er i
Bandarikjunum, Japan,
Frakklandi, Vestur-
Þýzkalandi eða tslandi, þá
mega þær gera sér vonir
um lengri ævi en herrar
sköpunarverksins. Þetta
árið geta vestur-þýzkar
konur gert sér vonir um að
lifa i 73 ár og sex mánuði,
karlmaöurinn 67 ár og
fimm mánuði — eða þvi
sem næst sex árum skem-
ur. Þetta hefur löngum
verið i þá áttina, þó að
hlutföllin hafi eitthvað ei-
litið færzt til. Það hefur
löngum verið reynt að
skýra þetta þannig, að
karlmenn stundi hættu-
legri vinnu en konur, og
þegar lönd hafa átt i
styrjöldum, þá gera þær
að sjálfsögðu strik i reikn-
inginn. En jafnvel þótt á
allt slikt sé litið, haggar
það ekki þeirri staðreynd,
að konum er — frá náttúr-
unnar hendi — sköpuð
lengri ævi en körlum, og
nú telur bandariski lif-
fræðingurinn, dr. Estelle
Ramey prófessor, sig hafa
orðið þess visari hvað
veldur.
Þessi liffræðingur álit-
ur, að likurnar fyrir þvi að
konan nái hærri aldri en
karlmaðurinn, séu ráðnar
þegar i móðurlifi. Þegar
sameinast egg og sæðis-
fruma — réttara sagt,
þegar sæðið frjóvgar egg
konunnar — skapast viss-
ar litningasamstæður, en
þær ráða erfðaeiginleik-
um; hin svonefnda XX-
samstæða veldur þvi að
barnið verður kvenkyns,
XY-afbrigðið, að það
verður karlkyns. Nú hafa
rannsóknir leitt i Ijós, að
talið er, að litningasam-
stæðan XY, karlkyns sam-
stæðan, sé erfðaeiginleika
vegna ekki eins likleg til
langlifis og XX-samstæð-
an, eða kvenkynið.
Þessi „ágalli” erfðaeig-
inleika karlkynsins kemur
meðal annars fram i þvi,
að 12% fleiri karlkyns
fóstur misfarast en kven-
kyns, og fyrstu viku eftir
fæðingu deyja 34% fleiri
sveinbörn en meybörn að
meðaltali. Þeir erfða-
eiginleikar, sem ráða lifs-
hæfninni eru ekki eins
þroskaðir hjá karlmann-
inum og konunni. „Konur
eru betur undir iifið búnar
af náttúrunnar hálfu”. Að
ekki skuli samt sem áður
vera rikjandi karlmanna-
skortur i heiminum kemur
til af þvi, að miklum mun
fleiri karlkyns fóstur eru
getin heidur en kvenkyns.
Ekki er þetta þó nóg.
Karlkyns-hormóninn
testosteron, er og ævi-
styttandi. Þessi hormón
eykst að magni til i blóð-
inu, lendi karlmaðurinn i
hættu eða þreytist — þjáist
af þvi sem nú er kallað
einu nafni streita. Þessi
hormón veldur þrengingu i
æðakerfinu, og hækkar
þannig blóðþrystinginn.
En þar sem það hefur sýnt
sig að þessi æðaþrengsli
verða yfirleitt ekki lag-
færð með iþróttum eða
likamlegu erfiði og
hreyfingu, þó að þvi
heyrist oft haldið fram, er
það oftast hinn of hái blóð-
þrýstingur og getur þann-
ig hæglega orsakaö
hjartabilun.
Konan stendur þar svo
ólikt betur að vigi. Kven-
kyns-hormóninn,
östrogenið, hefur öfug á-
hrif við karlkyns-hormón-
inn, og dregur mjög úr lik-
unum á blóðrásartruflun-
um og hjartabilun. Það er
fyrst á breytingatimabili
konunnar, að karlkyns-
hormóninn getur aukist
eitthvað i blóði hennar og
valdið þessum truflunum,
en naumast nema að litlu
leyti, enda kemst hún
fljótt yfir það.
Þegar prófessor Ramey
minnist á likurnar fyrir
þvi að karlmenn nái háum
aldri, og hvernig þær megi
auka, segir hún: „Þeir
eiga að kunna hóf metn-
aöargirnd sinni, og draga
þannig úr hættunni á
streitunni. Þeir eiga að
hafa hugrekki til að gefa
tilfinningum sinum lausan
tauminn og ekki leggja
hömlur á skapsmuni sina;
hið fyrra getur annars
valdið magasári, hið sið-
ara blóðtappa”. Og loks
segir hún að karlmenn eigi
að iðka iþróttir og leggja á
sig meiri likamlega á-
reynslu, en nú tiðkist yfir-
leitt, ef þeir vilji vinna
gegn „neikvæðum áhrif-
um karlkyns-hormónanna
i blóði sinu.
Og að endingu segir kon-
an og prófessorinn þetta:
„Fjöldi kvenna reynir nú
að klifa niður i lægðina til
karlmannanna, með þvi
að taka upp sömu „sjálfs-
morðs”-afstöðuna til lifs-
ins og þeir, og apa þeirra
háttu. Samkvæmt hinni
visindalegu liffræði eiga
þær, segir hún, að haldai
áfram að vera konur, lif-
fræðilega og athafnalega;
hugsa um heimili, börn og
eiginmann — og einkum
að ala börn. „Allar breyt-
ingar frá þvi eðli, sem þær
eru fæddar með, hafa
hættur i sér fólgnar”.
í Þýzkalandi hefur mannsævin lengzt að mun að meðaltali
frá þvi 1910. Nákvæmt reiknað skýrslum samkvæmt var
meðaiævi karlmanna þá 44,8 ár, en er nú 67,4; meðalævi
kvenna hefur lengzt á sama timabili úr 48,3 árum i 73,5 ár.
Bandariskur liffræðingur, Estella Ramey, hefur komizt að
þeirri niðurstöðu, að aldur sé mönnum ákveðinn i móður-
kviði.
□ Bandarískur líffræðingur hefur rannsakað sambandið
milli erfða og aldurs
Ný aðferð við græöslu beinbrota
Yfirlæknirinn við sjúkrahúsið i
Garmisch-Partenkirchen, hefur
um árabil varið tómstundum sin-
um að miklu leyti i tilraunir með
nýja aðferð við græðslu
beinbrota. Aðferð þessa og tækni
hefur hann þróað i samvinnu við
eðlisfræðing i Miinchen, Werner
Kraus að nafni.
MINNINGAR-
SPJÖLD
HALLGRÍMS-
KIRKJU
fást í
Hallgrímskirkju (GuSbrandsstofu),
opið virka daga nema laugardaga kl.
2-4 e.h., sími 17805, Blómaverzluninni
Domus Medica, Egilsg. 3, Verzl. Hall-
dóru Ólafsdóttur, Grettisg. 26, Verzl.
Auglýsingosíminn okkor er 8-66-60 2S' °s
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar
að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 21. ágúst
kl. 12-3.
Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl
5.
Sala Varnarliðseigna.
Aðferð þessi er i stuttu máli i þvi
fólgin.að þéir félagar nota veikan
rafstraum likamanum til aöstoð-
ar við græðslu alvarlegra bein-
brota, sem ekki mundi takast
annars. Svo og þar sem slik
beinbrot hafa valdið afbrigðileg-
um vefjamyndunum i sambandi
við meðhöndlun.
Þessi aðferð hefur þegar verið
reynd á nokkur hundruð sjúkling-
um, þar á meðal allmörgum, sem
hlotið hafa svo alvarleg beinbrot
að ella hefði hlotið að koma til
aflimunar. Brotið er neglt saman
á venjulegan hátt,en naglinn er
gerður með rafskauti, og siðan er
hinn brotni limur vafinn leiðslu
með öðru rafskauti, en veikur
rafstraumur eftir það stendur um
leiðsluna.
Yfirlæknirinn, dr. Lechner,
heldur þvi fram, að þessi veiki
rafstraumur samsvari eðlilegri
rafhleðslu likamans, sem truflazt
hafi við beinbrotið. Eðlisfræði-
Eðlisfræðistofnun sú I
Miinchen, þar sem Werner Kraus
starfar, hefur nú i undirbúningi
framleiðslu nauðsynlegra tækja
handa öðrum sjúkrahúsum i
Þýzkalandi.sem vilja reyna þessa
nýju aðferð.
Þess má geta, að Garmisch-
Partenkirchen hefur um margra
áratuga skeið verið einhver fræg
asti vetrariþróttastaður i Evrópu
Meðal annars eru þar nafntogað-
ar skiðabrekkur, sóttar bæði af
kunnum görpum og þeim sem
vilja verða kunnir garpar, viðs-
vegar að. En sú keppni hefur og
kostað margan.slæm beinbrot, og
er þvi ekki að undra þó að mikil
áherzla sé lögð á alla tækni við
græðslu beinbrota i sjúkrahúsinu
þar, eins og að framan getur.
0
Föstudagur 17. ágúst 1973.