Alþýðublaðið - 17.08.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.08.1973, Blaðsíða 5
, Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- |0|hý^|||stióri Sighvatur Björgvinsson. ' * Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf. HVERGI MEIRIHLUTI Engum vafa er undirorpið, að sú rikisstjórn, sem nú situr að völdum á íslandi, nýtur ekki lengur stuðnings meirihluta þjóðarinnar. Fjöl- margir þeir, sem greiddu núverandi stjórnar- flokkum atkvæði i þingkosningunum 1971, hafa snúið við þeim baki og fara ekkert dult með það. Aðrir fylgismenn þeirra eru bitrir og vonsviknir eins og gerst má nú sjá á sjálfum stuðningsblöð- um stjórnarflokkanna, sem reyna opinskátt að firra flokka sina ábyrgð á atnöfnum stjórnar- innar. Engin ánægjurödd heyrist nú úr herbúð- um stjórnarliða og jafnvel voninni hafa þeir glatað. En það er ekki aðeins meðal fólksins i landinu, sem stjórnin hefur misst meirihlutafylgi sitt. Ekki verður betur séð, en að hún hafi einnig glatað meirihluta sinum á alþingi, — a.m.k. hvað ýmis mikilvægustu verkefni hennar varð- ar. 1 vor setti rikisstjórnin t.d. bráðabirgðalög, sem eftir á vitnaðist um, að hún hefur ekki þing- meirihluta fyrir og i málum eins og verðlags- málum og skattamálum hefur einn af stjórnar- þingmönnunum — Bjarni Guðnason — snúizt opinberlega gegn stjórninni og ef marka má Þjóðviljann virðast sterk öfl i Alþýðubandalag- inu vera komin á fremsta hlunn með að gera slikt hið sama. I það minnsta magnast óróléik- inn og óánægjan með hverjum deginum hjá Al- þýðubandalagsmönnum sem og öðrum stjórn- arsinnum. Alþýðublaðið gerði fyrr i sumar uppskátt um gott dæmi þess, hvernig rikisstjórn ólafs Jó- hannessonar riðar til falls — og er raunar orðin óstarfhæf með öllu. Upphaf þess máls var, að þegar ráðherrarnir fóru að finna fyrir þvi á al- þingi i vetur, að þinglið þeirra væri að bila, þá gripu þeir til þess ráðs að framkvæma gerviaf- greiðslu á ýmsum veigamiklum málum til þess að losa sig sem fyrst við þingmenn heim i sum- arfri, en ætluðu siðan að reka tappa i öll götin með bráðabirgðalagasetningum á eftir. Þannig var t.d. afgreiðsla þeirra á f járöflun rikissjóðs. Fleiri hundruð milljón krónur vantaði upp á, að endar næðust saman, þegar alþingi var látið „afgreiða” málið, og svo átti heldur betur að hefjast handa við að fylla upp i með bráða- birgðalagasetningum i sumar — meira að segja varðandi viðkvæmustu mál allra mála, skatta- málin. í júnimánuði taldi rikisstjórnin, að hana vant- aði röskar 1000 m.kr. i rikiskassann. í snarhasti var þá rokið i að semja bráðabirgðalög, þar sem sækja átti upphæð þessa i vasa almennings með nýjum skattaálögum, sem m.a. fólu i sér 2% hækkun á söluskatti, farmiðaskatt o.fl. ný eða hærri gjöld. Þessi bráðabirgðalög lágu tilbúin á borðum ráðherranna um mánaðamótin júni-júli og biðu þess eins að vera gerð heyrin kunn — en þá neitaði einn stjórnarþingmaðurinn að styðja áform ráðherranna, er hann fékk af þeim pata. Rikisstjórnin vogaði sér ekki að framkvæma i annað sinn á stuttum tima það stjórnarfarslega hneyksli að setja bráðabirgðalög, sem hún hafði ekki þingmeirihluta fyrir — og nýju skattaálög- urnar voru saltaðar. Það er þvi ekki aðeins á meðal fólksins, sem rikisstjórnin nýtur ekki lengur meirihlutastuðn- ings — heldur einnig á alþingi. Eftir guðs og manna lögum er hún fallin. Kosið Noregi JAFNADARMENN ERU Á UPPLEID Síöast liðinn laugardag birtu norsku blöðin niðurstöðurnar af skoðanakönnun norsku Gallup- stofnunarinnar um fylgi norsku stjórnmálafolkkanna, en slíkar kannanir eru gerðar mánaðrlega. Niðurstöðurnar, sem birtar voru s.l. laugardag, gilda fyrir júli- mánuð og voru rannsóknirnar gerðar dagana 5.-15. þess mánaðar. Þær leiða i ljós, að norski Verkamannaflokkurinn er nú farinn að vinna töluvert fylgi á ný og hefur atkvæðahlutfall hans hækkað um 1,1 prósentustig frá fyrra mánuði. Spurningin, sem Gallup-stofn- unin leggur fyrir ákveðinn úr- takshóp norskra kjósenda er: Mynduð þér greiða atkvæði, ef kosið væri á morgun? Sé svo, hvaða flokk mynduð þér þá kjósa? ' A grundvelli svaranna eru svo unnar út hlutfallstölur um fylgi flokkanna. Eins og fyrr segir var niður- staða júli-könnunarinnar sú, að Verkamannaflokkurinn bætti talsvert stöðu sina frá fyrra mánuði. 1 henni hlaut hann fylgi 39,9% þeirra, sem spurðir voru, en í næsta mánuði á undan naut hann fylgis-38,8% spurðra. A sama tima hafa borgara- flokkarnir byrjað að tapa tals- verðu fylgi. Stjórnarflokkarnir tveir — Miðflokkurinn og Kristi- legi þjóöarflokkurinn — reyndust þannig standa mun verr að vigi i júlien i júni. Miðflokkurinn tapaði I, 1 prósentustigi og reyndist hafa II, 7% fylgi (hlaut 10,5% átkvæða i kosningunum 1969 en komst hæst i 13,2% i skoðana- könnun i nóvember 1972). Kristi- legi þjðöarflokkurinn tapaði 1 prósetntustigi frá fyrra mánuði og reyndist hafa 9,9% fylgi (hlaut 9,4% atkvæða i kosningunum 1969 en komst hæst upp i 10,5% i skoðanakönnun i janúar 1973). Þriðji stjórnarflokkurinn — Vinstri flokkurinn — fékk nú stuöning 3,5% spurðra og stóð fylgi hans i stað frá mánuðinum næsta á undan. 1 kosningunum árið 1969 hlaut flokkurinn 9,4% atkvæða, en þess ber að geta, að haustiö 1972 klofnaði flokkurinn vegna EBE málsins og klofnings- menn stofnuðu nýjan flokk — Nýja þjóðarflokkinn — sem reyndist i skoðanakönnuninni njóta fylgis 3,8% aðspurðra og hafði tapað talsverðu fylgi frá mánuðinum næsta á undan. Einnig borgaraflokkar utan stjórnar reyndust hafa tapað tals- verðu fylgi i júlimánuði, ef treysta má skoðanakönnununum. Aöeins 16,8% sögöust þannig vilja styöja Hægri flokkinn á móti 17,2% næsta mánuö á undan. Þessi flokkur hlaut 19,6% atkvæða i kosningunum 1969 og hefur siðan hæst komizt upp i 21,4% i skoðanakönnun um ára- mótin 1972—1973. Hið aukna fyigi norska Verka- mannaflokksins er einkar ánægjulegur viðburöur og þá einkum og sér i lagi ef hliðsjón er höfð af tvennu. 1 fyrsta lagi greinilegu fylgistapi borgara- flokkanna. Og i ööru lagi þvi, aö Verkamannaflokkurinn er eini vinstri flokkurinn, sem jók fylgi sitt i skoðanakönnunni frá mánuðinum næsta á undan. Bæði kommúnistar (Röd valgalliance) og þó einkum og sér i lagi Sósialska kosningabandalagið töpuðu fylgi og er fylgistap hins siðarnefnda góð tiðindi fyrir norska jafnaðarmenn þar sem kosningabandalag þetta var fyrst og fremst stofnað þeim til höfuðs. Eins og gefur aö skilja eru for- ystumenn norskra jafnaðar- manna ánægðir með þá stefnu, sem málin virðast vera að taka. 1 viðtali við norska Arbejderbladet segir varaformaður Verka- mannaflokksins, Reiulf Steen, þannig, að betra vegarnesti hefðu norskir jafnaðarmenn ekki getað fengið við upphaf lokakosninga- baráttunnar en þessar niður- stöður. Það sýni, að hreint ekki sé með öllu útilokað að norskir jafnaðarmenn geti fengið hreinan meirihluta á Stórþinginu i kom- andi kosningum. KELEMEN LÁTINN Einn af þekktari leiðtogum jafnaðarmanna i Austantjalds- löndunum er nú látinn. Nafn hans var Gyula Kelemen og var hann einn af vitrustu foringjum jafnað- armanna i Ungverjalandi á striðsárunum og næstu árum á eftir.-Hann var iðnaðarmálaráð- herra i samsteypustjórninni, sem sat að völdum i Ungverjalandi 1945—1948 og undir forystu hans varð Ujpest — iönaðarútborg Budapest — eitt af höfuðvigjum jafnaðarmanna i landinu, en Kelemen sat á þingi sem fulltrúi þess hverfis, sem var sérstakt kjördæmi. Arið 1948 settu kommúnistar Kelemen ifangelsiog þar var hon- um haldið fram til ársins 1956 að hin frjálslyndu öfl umhverfis Imre Nagy létu hann lausan og gerðist þá Kelemen aðalritari ungverska jafnaðarmannaflokks- ins, sem skömmu siðar var leyft að starfa og gerðist sem slikur ein af hetjunum i Ungverjalandsupp- reisninni 1959. Eftir að byltingin hafði verið kæfð i blóði var Kelemen leyft að draga sig i hlé til Ujpest, þar sem hann lifði siðustu ár ævi sinnar undir ströngu lögreglueftirliti og sem i stofufangelsi. SUMARHATIÐ í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri, í kvöld, föstudagskvöld, frá kl. 9 til 2. Bragi Sigurjónsson, bankastjóri, flytur ávarp. Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar Hinn landskunni skemmtikraftur Ómar Ragnarsson kemur fram HLJÓMSVEITIN „LJÓSBRÁ” LEIKUR FYRIR DANSINUM F.UJ. Föstudagur 17. ágúst 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.