Alþýðublaðið - 04.09.1973, Page 3

Alþýðublaðið - 04.09.1973, Page 3
Flugrekstur ríkisins og neikvæð áhrif á landgræðsluna okkar Landgræðslustjóri, Sveinn Runólfsson, hefur óskað eftir þvi við Alþýðublaðið, að það birti eftirfarandi frá hans hendi vegna fréttar blaðsins á föstu- dag um að DC-3 flugvél land- græðslunnar hafi skemmzt vegna eftirlitsleysis: „Vantúlkuð eru ummæli land- græðslustjóra er hann hafði um rekstur þessarar flugvélar. Hvergi er getið hversu frábær- lega Flugfélagið hefur séð um eftirlit flugvélarinnar i sumar, og hversu vel Landhelgisgæzlan hefur séð um viðhald og eftirlit minni áburðarflugvélar Land- græðslunnar á undanförnum ár- um. Þessum ummælum var sleppt i fréttinni en hefðu óneit- anlega gjörbreytt þessari frétt ef fram hefðu komið. Flugvélin hefur staðið ónotuð, það er rétt en alls ekki i neinu hirðuleysi. Gengið var frá flug- vélinni á flugvellinum á ná- kvæmlega sama hátt og gert hefur verið við aðrar Douglas flugvélar Flugfélagsins um ára- bil. Ekki var talin ástæða til að setja flugvélina inn i skýli fyrr en i haust og var það samdóma álit sérfróðra manna þar á með- al flugvallarstjóra. Þá er gefið i skyn i fréttinni að skrúfublöð vélarinnar hafi skemmzt, það er ekki rétt, búið var að taka ann- an mótorinn úr vélinni áður, og aðeins urðu smávægilegar skemmdir á vængenda. Ranglega er sagt að rikið sé með flugrekstur i þremur horn- um á flugvellinum. Landgræðsl- an hefur engan rekstur á flug- vellinum. Landhelgisgæzlan er með flugrekstur, eins og kunn- ugt er, og yfir standa umræður um að gera Landhelgisgæzlunni kleift að annast eftirlit og við- hald flugvéla Landgræðslu rik- isins. Landgræðslan harmar að slik frétt skuli vera birt i virtu dagblaði. Vantúlkaðar fréttir eins og fyrrnefnd frétt verður að teljast hljóta að hafa neikvæð áhrif á Landgræðslustarfið i landinu og þann almenna áhuga i land- græðslumálum sem skapa.zt hefur, og er erfitt að trúa að það hafi verið tilgangur frétta- mannsins. Frábært framtak flugfélags Islands til landgræðslumála með þvi að gefa Landgræðslu rikisins þessa flugvél verður seint fullþakkað.” Þessi mynd birtist með frétt Alþýðu- blaðsins um skemmdirnar á stærri vél land- græðslunnar. Hreyfillinn var tekinn úr vélinni og lánaður Flugfélagi tslands. Skemmd- irnar á vængend- anum sjást á myndinni. Athugasemd Alþýðublaðsins „Það er alls ekki rétt hjá landgræðslustjóra, að i frétt Al- þýðublaðsins sé litið gert úr hlut Flugfélags íslands. Það er haft eftir honum i fréttinni, að „enn ætli” Flugfélag tslands” að hlaupa undir bagga”, gera við vélina og taka hana sundur til geymslu. I fréttinni er það og haft eftir landgræðslustj., að „ekki sé lengur hægt að ganga á Flugfélagiö um umsjón með vélinni” og verður ekki annað ráðið af þessum orðum, en að Flugfélag tslands hafi gengið mun lengra i greiðasemi við rik- ið, en landgræðslustjóri sjálfur telur eðlilegt. Eftirlit Land- helgisgæzlunnar með minni flugvél landgræðslunnar kemur stærri flugvélinni ekkert við og breytir engan veginn þeirri staðreynd, að stærri vélin skemmdist. Það hefði þó kannski ekki orðið, ef umsjón Landhelgisgæzlunnar hefði náð til stærri vélarinnar lika. Um frágang flugvélarinnar á flugvellinum og „samdóma álit sérfróðra manna „þar um er það eitt að segja, að flugvélin skemmdist, þegar veður breytt- ist. En sennilega hefur þá ekki legið fyrir samdóma álit þess- ara merku manna um, að meö flugvélinni þyrfti sérstaklega að fylgjast. Á það má þóbenda hér, að eins og flugvélin er útbúin tií sins starfs, er hún léttari en annars væri og þvi enn meiri á- stæða til að gefa henni gaum, þegar veður herðast. Að rikið sé ekki með flug- rekstur i þremur hornum á flug- vellinum verður að lita á i ljósi eftirfarandi: Landhelgisgæzlan annast sina flugvél og minni vél landgræðslunnar i sinu horni, flugvél flugmálastjórnar er rek- in i öðru horni og i þriðjahorninu er nú stærri flugvél landgræðsl- unnar. Út úr þessu koma þrjár einingar. Það er hins vegar á- stæða til að vekja athygli á þeim orðum landgræðslustjóra, að nií sé rætt við Landhelgisgæzluna um að hún annist eftirlit og við- hald beggja véla landgræðsl- unnar. Það myndi allavega fækka flugrekstrarhornum rikisins i tvö. Að álita rekstur stærri vélar landgræðslunnar „engan rekstur” er fráleitt, enda myndu varla vandkvæði þau, sem fylgja eftirliti og við- hald á vélinni, vera nú fyrir hendi, ef svo væri. Landgræðslan harmar það, að frétt skyldi birtast um óhappið. Það þótti á sinum tima vel þess virði að boða blaðamenn til fundar, þegar landgræðslan eignaðist vélina. Sá „almenni á- hugi i landgræðslumálum, sem skapazt hefur” á hinsvegar frá sjónarmiði landgræðslunnar ekkert með að fá að vita, þó skemmdir verði á vélinni! Al- þýðublaðið leggur ekki þann mælikvarða á virðingu sina, að hún sé fólgin i þvi að leyna al- menning staðreyndum, sem opinberum aðilum kemur illa að sjáist á prenti. Sú hugsun, sem birtistjharmi landgræðslunnar, er blaðamennskudraumur ein- ræðisrikisins, sem Alþýðublaðið berst eindregið gegn að verði að veruleika á tslandi. Af þeim 30 milljónum, sem landgræðslan fékk á siðustu fjárlögum, runnu 7 til dreifingar áburðar úr flugvélum. Það er skilnings- leysi hins opinbera, sem hefur neikvæð áhrif á landgræðslu- starfið i landinu. Hirðuleysi og mistök, eins og orðið hafa varð- andi stærri flugvélina, hafa einnig neikvæð áhrif. Alþýðu blaðið vill styðja landgræðsiu- stjóra i starfi hans að land- græðslu og i baráttu hans fyrir nægu fé til hennar. Sá stuðning- ur nær hins vegar alls ekki til þess að reyna að klóra yfir mis- tök hins opinbera varðandi það, sem þó er til. „Frábært framtak Flugfélags íslands til landsgræðslumála”, segir landgræðslustjóri að verði „seint fullþakkað”. Einhver vottur af þækklæti ætti þó að geta falizt i þvi að flugvélagjöf félagsins sé svo sinnt, að það verði ekki ævarandi hlutverk gefandans að hlaupa sifellt und- ir bagga gjöf sinni til bjargar. Ritstj. Frá mönnum og málefnum FNYKSTRÍO GEGN BRETUM Komið hefur fram gagnmerk tillaga um næsta stig baráttu okkar gegn Bretum. Hún kom fram hér i Alþýðublaðinu fyrir helgi og barst frá ónefndum manni. Tillagan er þess eðlis að áburðarvél landgræðslunnar, sem liggur nú inni i flugskýli verði fengin til að dreifa skarna yfir brezku togarana i landhelg- inni. ðlenn hirða kannski ekki svo mjög um að leggja eyrun við slikri tillögu og telja hana kann- ski of grófa. Verið getur lika að um stundir sé fólk alltof upptek- ið af Seðlabankamálinu. En hvað um það: Bretar eru enn innan landhelginnar og eru alls ekki viðræðuhæfir. Fnykstriðið gegn Bretum yrði með þeim hætti, að hernaðar- þjóðin mikla ætti engan mótleik annan en þann að sigla heim með lafandi skottið og ólyktina af afla og áhöfn. Yrðu þá kann- ski ekki eins hlýlegar kveðjur kvenna og þær virðast hafa ver- ið um stund, en myndir hafa birzt af eiginkonum skipstjór- anna á kæjanum, þegar þeir leggja að eftir vel heppnað svinari hér uppi við landið. Forráðamenn þjóðarinnar hafa hingað til sagt litið um að- gerðir gegn Bretum. 1 striði eins og þessu er mest leggjandi upp úr leynivopnum. Jónas Arnason hið tvifætta leynivopn Lúðviks, hefur ekki valdið neinum þátta- skilum, nema hvað myndbirt- ingar Þjoðviljans snertir, og ekki er vitað að Ólafur Jóhann- esson búi yfir öðrum leynivopn- um en þeim, sem snúast gegn honum sjálfum (sbr. ungir framsóknarmenn). Og Bretinn heldur áfram óáreittur við iðju sina, sem sagt þá að storka ts- lendingum nótt og dag og hirða smáfiskinn til að geta skilið við miðin urin, þegar þeir verða neyddir til að fara héðan vegna alþjóðasamþykkta. Fnykstriðið gegn Bretum á að hefjast strax. Það á að taka á- burðarvélina og fylla hana af skarna dag eftir dag og senda hana yfir miðin. Siðan á hún að dreifa innihaldinu yfir togar- ana. Kynni einhver að óttast að skotið yrði á vélina, þá er þvi til að svara, að Dakota-vélar hanga lengi i loftinu ef á reyndi. Auk þess erum við i fullum rétti að bera skarna á hafið á fiski- miðum okkar. Hann eykur sjáv- argróður og svif i sjór.um og þar með fiskigengd. Skarninn er þvi rökrétt svar við rányrkjunni, sem nú er stunduð. Og i hvert sinn, sem brezku freigáturnar sigla á varðskip okkar, eða svo mikið sem reyna það, á að lesta áburðarvélina með hlandi og skit, og láta farminn dúndra á sjómenn hennar hátignar Bretadrottn- ingar,sjóliða hennar og það ann- að brezkt fiðurfé, sem finnsl við ólöglegar athafnir innan f sk- veiðitakmarkanna. Fnykstriðið geta Bretar ekki unnið. Það er glæsilegasta hugmyndin, sem komið hefur upp i málinu og fnykstriðið ber að hefja þegar i stað. í þvi kemur enginn floti að gagni. Látum England lykta. VITUS 't'i 1 I 'i I & I* té E HORNIÐ Úánægð með eitthvað? '*V: 1 rr» *«* & *v if:- Hringiö þa í HQRNIO — Síminn er 8-66-66. ÞVÍ EKKI AÐ NOTA j BYGGINGARFÉ SEDLA * BANKANS TIL VARÐ- SKIPSKAUPA? Guðmundur Guðjónsson, I I I I 'k 1 $ i p | § Guðmundur Guðjónsson, þess að kaupa varðskip. Si) Kefiavik, hringdi i Hornið: Er ekki á einhvern hátt hægt P .% „Forsætisráðherra vor hefur að láta reyna á það, hvort við í kvartað yfir þvi opinberlega, að viljum frekar varðskip eða 'S ‘js treglega gangi að fá fé til kaupa bygginguna á Arnarhóli? Er s? fe;á nýju varðskipi. Nú er mér virkilega enginn sá maður til, ? & spurn, hvort ekki megi nota að hann geti ákvarðað, hvort í Seðlabankabyggingarféð til komi okkur betur núna?”. !•; O Þriðjudagur 4. september 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.