Alþýðublaðið - 09.09.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.09.1973, Blaðsíða 5
Florence að vild in ,,Les Voraces" — Hinir ágjörnu — mætti kalla hana á íslenzku. Og kvikmyndagagnrýnendurnir frönsku hafa tekið forsíðufyrirsæt- unni sinni mæta vel í þessu „nýja hlutverki" hennar, og telja hana „efnilegasta frumreynanda í kvik- myndaleiklistinni, sem við höfum enn átt að fagna". [ kvikmynd þess- ari kemur hin 23 ára gamla fyrir- sæta og fyrrverandi myndlistar- skólanemandi fram í gervi ungrar og ástfanginnar konu, sem heldur sér ósnortinni og óspilltri, enda þótt allt hennar umhverfi sé gersýkt af peningagræðgi, og allt sé þar selt og keypt fyrir fé. Mótleikari hennar í þessari kvikmynd er þokkagoðinn Helmut Berger, leikstjóri-er Sergio Gobbi. Hann uppgötvaði Florence Lafuma í júlímánuði í fyrrasumar við barinn á hóteli einu í St. Tropez. Hún beið þar eftir eiginmanni sín- um, hryggréttingarlækninum, Pierre Pallardy, sem er rúmlega þrítugur, og stundar auðuga og fræga hótelgesti þará hverju sumri. Sergio Gobbi var ekkert að tvínóna viðþað, en bauð hinni ókunnu stúlku aðalhlutverk á stundinni og hálfa milljón króna í laun. Florence Laf- uma var eins nákvæmlega persónu- gervingur stúlkunnar, sem hann leitaði og hugsast gat. Jafnvel þarna í hálfrökkrinu á barnum sat hún með spurn í augum og sak- leysissvip eins og ósnortin sveita- telpa. Taka kvikmyndarinnar hófst svo hálfum mánuði síðar. Og einmitt þarna í St. Tropezhafði Florence Lafuma kynnzt eigin- manni sínum, þegar hún var átján ára. Pascale dóttir þeirra fæddist svo þegar ár var liðið frá brúðkaupi þeirra, og það voru ekki liðnir nema tveir mánuðir frá fæðingu hennar, þegar móðirin tók aftur til við fyrir- sætustarfið. „Ég er ekki vel til þess fallin að sitja heima og gæta bús og barns", segir hún. „Ég er vinnu- maur, vinn alla virka daga og oft líka um helgar". Og vinnulaununum hefur hún meðal annars varið til kaupa á sveitasetri að Cóte d Azur og glæsilega íbúð í einu af auðmanna- úthverfum Parísarborgar, Neuilly- sur-Seine, þarsem hún býr lengst af hjá eiginmanni og dóttur. Eigin- maður hennar, Pierre Pallardy, er tengdur þeim báðum nánum bönd- um. Florence Lafuma kemst svo að orði: „Þrátt fyrir allt þetta tal um jafnrétti og frjálsræði konunnar, er það sannfæring mín að eiginmaður- inn stuðli mjög að andlegu jafnvægi konunnar. Égertengd Pierreórjúf- hefur spænskri fóstru umsjá þriggja andi böndum, en hann lætur mig ára dóttur sinnar, Pascale stundar sjálfráðaumallasamninga. Ég vinn nú nám í kvikmyndaleik og ballett. eins og karlmaður, fyrir eins mikl- Hún dáir mest Romy Schneider. um launum og karlmaður og ferðast „Ég geri mér vonir um að verða um heiminn eins og karlmaður". ,,súper"-stjarna", segir Florence Og hin 23 ára móðir, sem falið Lafuma. Sunnudagur 9. september 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.