Alþýðublaðið - 15.09.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.09.1973, Blaðsíða 11
Leeds — Birmingham J 1. DEILDIN í GÆRKVÖLD ENN KLUÐRAR KR VITI! KR og Akureyri skildu jöfn á Laugardalsveliinum i gærkvöid, 1:1. Þetta var siftasti leikur beggja liða i 1. deiid á þessu sumri. KR-ingar fengu gulliö tækifæri til sigurs, aöeins örfáum Nú fáum við að sjá þrumuskot Lorimers sekúndum fyrir ieiksiok, er þeir fengu vltaspyrnu. Halldór Björnsson tók spyrnuna, sem var gjörsamlega misheppnuö, knött- urinn fór framhjá marki, lafiaust skot. Þetta er önnur vitaspyrnan I röö sem KR-ingar misnota. KR-ingar sóttu öllu meira i byrjun, og það var engin tilviljun að þeir skyldu taka forystuna snemma i leiknum. Eftir markið jafnaöist leikurinn, en þó voru KR-ingarnir alltaf iviö skarpari, og sóknarlotur þeirra hættulegri. En i marki Akureyringa mættu þeir ofjarli sinum, Arna Stefáns- syni, sem a.m.k. tvisvar varöi á heimsmælikvarða. 1-0: 9. mfn. Mikill darraðardans i vitateig Akureyringa, boltinn barst frá einum KR-ingi til ann- ars, og á endanum varð það Jó- hann Torfason sem sendi knöttinn i netið. l-l: 84. min. Akureyringar jafna, og hvilikt mark! Sigur- björn Gunnarsson brunaði upp hægra megin, gaf svo knöttinn út i vitateiginn þar sem Siguröur Lárusson afgreiddi hann við- stöðulaust upp i hornið fjær. Svipað marki Steinars Jóhanns- sonar á móti Fram, nema hvað mark Sigurðar var enn glæsi- legra. Eftir gangi leiksins voru þetta nokkuð sanngjörn úrslit, en KR- ingar voru þó nær sigri. Segja má að Árni Stefánsson hafi bjargað öðru stiginu til Akureyringa, með frábærri markvörslu. -vSS. Uppselt - Aukaleikur .Ktarverður leikur á dagskrá I sjónvarpinu. ] t gærkvöldi var orðiö uppselt á . pessu sinni veröur nefnilega viðureign Leeds 7 igjk vals og Gummersbach I . frá slöustu helgi. Leeds er nú I efsta sæti i 1. \ Evrópukeppninni. Þetta mun • ur ekki tapað leik. Birmingham er hins vegar I t vera einsdæmi, að uppselt sé á „d. Þessi leikur liðanna þótti mjög góður, einkum af 1 ieik svona löngu áður, en eins og „eeds, en Birmingham barðist mjög vel, þótt viö ofurefli 1 fram hefur komið, fer leikurinn . að etja. / fram á þriðjudaginn. Einn leikmaöur kemur öðrum fremur við sögu I leiknum, t . Peter Lorimcr i Leeds. Hann er talinn skotharðasti leik- 1 En það er ekki oll von uti fyrir maðurinn I enskri knattspyrnu, og undrar engan þegar hann sér / handknattleiksaðdáendur, þvi skotstöðuna, sem meðfylgjandi mynd sýnir glöggt. Allur efi mun 1 samnmgar hafa tekist við Þjóð- hverfa, þegar menn sjá leikinn I kvöld. i verjana urn auka e.k við landsl.ð- Einnig verður viðtal Billy Wright á dagskrá, og glefsur verða l & miðvikudagskvold. Hefst for- sýndar úr öðrum leik. -SS. J sala að þeim leik á mánudaginn 1 klukkan 13, og er vissara fyrir Landsliðsnefnd hefur valið liðið á móti Þióðverjunum, Ekki gegn Pétri Vegna Fylkiskærunnar marg- frægu hefur iþróttasiðan fengiö ó- teljandi simhringingar, aðallega frá áhangendum Fylkis. Er það sammerkt, að þeir vilja koma þvi á framfæri að kæran sé ekki gegn Pétri Guðmundssyni persónu- lega, heldur sé hún til komin vegna trassaskapar ráðamanna i knattspyrnumálum tsfirðinga. LOKAHELGI 1. DEILDAR Keppni 1. deildar I knattspyrnu lýkur um þessa helgi. Er þá aö- eins ólokiö Evrópuleikjum og úr- slitaleikjum 3. deildar, en að öðru leyti er knattspyrnuvertlðin á enda. Hið breytta fyrirkomulag bikarkeppninnar gerir það að verkum að hún dregst ekki fram eftir öllu hausti eins og verið hef- ur, en dæmi eru til þess að henni hafi ekki lokið fyrr en I desem- ber! Þeir leikir sem eftir eru i 1. deild skipta i sjálfu sér engu máli, þvi niðurstaða er komin i mótið. Keflvikingar hafa borið sigur úr býtum, en Breiðablik fellur i 2. deild. Og það er einmitt furðuleg tilviljun, að þessi tvö lið skuli mætast i siðasta leik deildarinnar i ár. Hann verður á Keflavikur- vellinum á morgun, sunnudag, og hefst klukkan 14. Klukkan 18 hefst svo mikil sigurhátiö sem haldin verður i Stapa, en þar fagna Kefl- vikingar góðum sigrum i sumar. I gærkvöldi léku KR og Akur- eyri á Laugardalsvellinum, og má lesa um úrslit þess leiks hér á siðunni. 1 dag klukkan 14 mætast svo Vestmannaeyjar og Valur á Njarðvikurvellinum. Úrslit þess leiks skipta ekki máli, spurningin er bara sú hvort Hermanni Gunnarssyni tekst að setja nýtt markamet fyrir 1. deild. Hann hefur gert 16 mörk i sumar, en markametið er 17 mörk, sett fyrir mörgum árum af Ingvari Elis- syni. —SS UNGLINGAMÓT Á SIGLÓ Unglingameistaramót tslands i sundi fer fram á Siglufiröi um þessa helgi. Keppnin fer fram i Sundlaug Siglufjarðar, og hefst klukkan 14 i dag. Keppninni verö- ur haldið áfram á sama tima á morgun. Þetta er mikiö mót aö vöxtum, sem best sést á þvi að alls er keppt i 32 greinum. Þetta er jafn- framt stigakeppni milli félaga og héraðssambanda, og má fastlega reikna með þvi að sveit Ægis verði þarna fremst i flokki. tþróttabandalag Siglufjaröar sér um framkvæmd mótsins, og hefur veriö unnið mikið starf aö undirbúningi þess. Fylla þarf upp dauða timann að vetrinum Leiktlmabil golfmanna er yfirleitt ekki lengra en 5-6 mánuðir árlega, þ.e.keppnistlminn. Hins vegar leika margir golf meira og minna allan veturinn eftir tlöarfari einkum þó á völlunum hér sunnanlands. Af þessum sökum dettur félagsstarf klúbbanna að mestu niður frá þvi I október fram I april. Sumir klúbbanna hafa þó reynt aö halda hópinn á veturna með þvi að halda fáein skemmtikvöld og sýna golf- myndir en aörir liggja alveg ihiði til vors. Nú að áliönu leiktimabili okkar er rétt að hugleiða, hvort ekki sé raunhæft aö koma meö nokkrar tillögur til úrbóta. í fyrsta lagi vil ég taka æfingamálin fastari tökum. Hingað til hafa menn æft mikið hver i sinu horni og flestir hugsa hreint ekkert um aö halda sér I þjálfun yfir vetrarmánuðina. I GR hefur þaö m.a. veriö tekið óstinnt upp, að nokkrir félagar i GR tóku sig saman, keyptu borðtennisborð og hófu að leika borðtennis reglulega i ónotuðu félagsheimili okkar i Grafarholti. Ýmis konar inni- iþróttir henta vel til að halda mönnum i æfingu og halda uppi likamsþreki að vetrinum. Allir klúbbar hér við Faxaflóann gætu unniö saman að lausn þessa máls. Reglulegar þrekæfingar með léttum lyftingaáhöldum eru nauðsynlegar öllum kylfingum, hvort sem þeir eru i fremstu röð eða ekki. I öðru lagi vil ég að a.m.k. vikulega verði opið hús i golf- skálunum, þar sem menn komi saman og ræði um t.d. það sem þeir eru að lesa um golf. Meiri félagsandi og samheldni hlýtur að skapast meö slikum kaffi- fundum. Stjórnir klúbbanna hefðu þarna vettvang til að reifa ýmis mál og kanna undirtektir félaganna. Þessi háttur var oft hafður á i GR i golfskálanum i Oskjuhlið og gaf mjög góða raun. Siöastnefnda atriðið varö- andi stjórnir félaganna er þýðingarmikiö. Undanfarin ár hafa stjórnir klúbbanna unnið sin störf við stöðuga gagnrýni frá félögum án þess að slik gagnrýni hefði neinn ákveöinn farveg. Alls konar gróusögur og mistúlkun hafa vaðið meðal félaganna án þess að nokkur af stjórnarmönnum kvæði slikt niður. Hér er ekki verið að leita að sökudólgnum, heldur er ég að vekja athygli á þvi sam- bandsleysi, sem þvi miöur er rikjandi milli stjórna og félaga. Hingað til hefur gengiö erfiðlega að fá menn til að starfa i stjórnum klúbbanna, enda mikil sjálfboöastörf þeim samfara. Mörgum þessara ágætu og fórnfúsu manna hefur þvi oft fundist, eins og félagar þeirra afhentu þeim allan rekstur klúbbanna og ætluðust til þess að þeir rækju þá eins og einkafyrirtæki. Afskiptaleysi félaga, sem smám saman lita á kjörna fulltrúa sina, eins og vinnuþý, er til skammar og hefur mörgum stjórnarmanna oft hitnaö i hamsi, þegar þeir hafa oröið þessa varir. Bæði stjórnarmenn og félagar verða að gera sér ljóst, að þakka ber sérhvert viövik, sem unnið er i sjálfboöastarfi, og að taka verður fullt tillit til brauð- strits viðkomandi og misjafnrar aöstöðu manna. Sumir hafa alltaf nægan leiktima, á meðan aðrir stelast i sjálfboðastörfin stund og stund. í þriðja lagi er ekkert sem mælir á móti þvi, að golfkúbb- arnir vikki eitthvað út starfsemi sina að vetrinum, þ.e. leggi stund á einhverjar aðrar iþróttagreinar, sem henta vel, eins og ég tæpti á með borð- tennisinn. Það verður að fylla einhvern veginn upp i dauða timann aö vetrinum. Þó tel eg að I lagi sé að sleppa allri starf- semi i desember og janúar, til að gefa mönnum tækifæri á aö slaka á i mesta skammdeginu. Fleiri tillögur læt ég biða að sinniog vænti þess, að kylfingar láti i ljós við mig á næstunni álit sitt á þessum heilabrotum. E.G. Isal golfkeppnin fer fram núna um helgina hjá GR i Grafarholti. Þetta er opin keppni, og gefur stig til lands- liðsins. Keppendur eru um 80 talsins. Leiknar eru 36 holur. Laugardagur 15. september 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.