Alþýðublaðið - 15.09.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.09.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn » Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- ■'götu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf. ALLENDE FALLINN Herinn i Chile, studdur erlendum og innlend- um öflum afturhalds og auðhyggju, hefur gert byltingu og hrakið réttkjörinn forseta landsins frá völdum. Fregnir herma, að forsetinn og nán- asti samverkamaður hans hafi svipt sig lifi i for- setahöllinni skömmu áður en her landsins yfir- bugaði lifvörð forsetans og fjölskylda forsetans hefur leitað hælist i öðru landi. Fjöldamargir samverkamenn forsetans og vinir hans hafa verið handteknir og Chile rambar á barmi borg- arastyrjaldar. Forseti Chile, Salvatore Allende, var maður friðsamur og bar i brjósti djúpa rétt- lætistilfinningu. Hann var hvorki byltingarsegg- ur né kommúnisti, heldur sannur jafnaðarmað- ur, enda naut hann stuðnings Alþjóðasambands jafnaðarmanna og jafnaðarmannaflokka viðs vegar um heim. Lýðræðisást hans var við brugðið. Hann trúði á lýðræðið og neitaði til hinstu stundar að beita vopnuðu valdi gegn þeim ómennsku öflum, sem hafa nú hrakið hann út i dauðann. Hann vildi leiða þjóð sina friðsamlega á braut sósiaiismans og þær aðgerðir, sem hann reyndi að beita sér fyrir i landi sinu, voru af sama toga spunnar og jafnaðarmenn t.d. á Norðurlöndum hafa fyrir löngu leitt fram til sig- urs. t augum herforingjanna i Chile og hinnar gamalgrónu forréttindastettar i landinu, en þó fyrst og fremst i augum hinna ómennsku auð- hyggjuafla, sem seilast með klær sinar yfir öll landamæri, var Salvatore Allende glæpamaður. Glæpur hans var sá, að hann var vinur alþýð- unnar — þeirra fátæku og undirokuðu. Glæpur hans var sá, að hann var vinur réttlætisins, sem vildi færa aíþýðunni öryggi og jafnrétti. Glæpur hans var sá, að hann hafði til að bera mannúð og fann til samúðar og samábyrgðar með litil- mögnunum. Glæpur hans var sá, að hann var mennskur maður, en ekki sálarlaust skrimsli — viljalaust og samviskulaust verkfæri grimmd- arinnar. Ósigur þeirra hugsjóna, sem Salvatore Allende var tákn fyrir i sinu heimalandi, er meira en ósigur alþýðunnar snauðu og kúguðu i Chile. Hann er jafnframt alvarlegt áfall fyrir alla lýðræðissinnaða jafnaðarmenn og hugsjón- ir þeirra um mannúð, manngildi og félagslegt réttlæti. Salvatore Allende trúði þvi, að hægt væri að sigra — eða a.m.k. að halda i skefjum — mann- vonsku og grimmd auðmagnsins með friðsemd og lýðræði. Fyrir þá trú sina hefur hann nú fallið i valinn. Með þvi hafa hinir valdasjúku auð- hringar Ameriku og forréttindastéttir þeirrar heimsálfu tilkynnt opinberlega, að grimmd þeirra verði ekki yfirunnin nema með ennþá meiri grimmd. Að glæpaverk þeirra verði ekki stöðvuð nema með öðrum glæpaverkum. Að mannvonsku þeirra verði ekki mætt nema með mannvonsku. Þrumuský hefur þvi dregið upp á himin hinn- ar rómönsku Ameriku. Friðarsinnarnir meðal alþýðunnar hafa verið felldir. Hugsjónir þeirra hafa beðið skipbrot. í örvæntingu sinni kann alþýða þessarar heimsálfu þvi að gripa til sams konar úrræða og beitt hefur verið gagnvart henni. Friðsemd og lýðræðisást hafa beðið ósig- ur fyrir grimmdinni, hvernig sem á er litið. Kjördæmisþing Alþýðuflokksins í Reykjavík um aðra helgi UM 100 FULLTKÚAR Eins og sagt hefur verið frá i Alþýðublaðinu áformar stjórn Fulltrúaráðs Alþýðuflokks- féiaganna i Reykjavik að efna til kjördæmaþings i Reykjavík um aðra helgi. betta er fyrsta reglu- lega kjördæmisþingið, sem Fulltrúaráðið efnir til, en um svipað leyti i fyrra efndu flokks- félögin þrjú i höfuðborginni til kjördæmaþings, þess fyrsta sinnar tegundar, og tókst það ein- staklega vel i alla staði. Rétt tii setu á kjördæmisþinginu eig afulltrúar i Fulltrúaráðinu, en til ráðsins var kosið i vetur eftir nýjum reglum þarum. Var kosið i ráðið hjá öllum flokksfélögunum þrem, en auk þeirra fulltrúa eru sjáifkjörnir i ráðið þeir Alþýðu- flokksmenn og konur, sem flokks- bundin eru i Reykjavik og sátu siðustu þing ASf og BSRB. Umræddir fulltrúar i Fulltrúa- ráðinu, sem þingið eiga að sækja, eru: Frá Alþýöuflokksfélagi Reykjavikur voru kjörnir 52 full- trúar i Fulltrúaráðið. bessir fulltrúar eru: Gylfi b. Gislason, Fggert G. borsteinsson, Björgvin Guðmundsson, Árni Gunnarsson, Kmelia Samúelsdóttir, Björgvin Vilmundarson, Aðalsteinn Hall- dórsson, Baldvin Jónsson, Sighvatur Björgvinsson, BeMb- dikt Gröndal, Eiður Guðnason, Sigurður Ingimundarson, Pétur Pétursson, Sigurður Guðmunds- son, Vilhelm Ingimundarson, Björn Vilmundarsson, Jón Axel Pétursson, Jón borsteinsson, Elin Guðjónsdóttir, örlygur G'eirsson, Albert Imsland, Emanúel Mort- hens, Thorvald Imsland, Baldur Guðmundsson, Helgi Sæmunds- son, bóra Einarsdóttir, Guðmundur R. Oddsson, Friö- finnur ólafsson, Jón Ágústsson, Skjöldur borgrimsson, Sigur- oddur Magnússon, Bogi Sigurösson, Guðlaugur Tryggvi Karlsson, Ingvar Asmundsson, Eyjólfur Sigurðsson, Baldur Ey- þórsson, Guömundur Magnússon. Ifelgi Hannesson, borgrimur Einarsson, Gunnar Gissurarson, Ingi B. Jónasson, Guðni Guðmundsson, Hörður óskarsson, Birgir borvaldsson, Guöjón B. Baldvinsson, Oddbjörg Kristjánsdóttir, Erlendur- Vilhjálmsson, bórður Gislason, Guðmundur t. Guðmundsson, Guðrún ögmundsdóttir, Elias Sigfússon, og Ragnar Emilsson. Efstu varamenn voru kjörnir: Einar Björnsson, Páll Jónsson, SigurðurT. Magnússon, Kári Ing- varsson, Sigurður M. Helgason, Sigurjón Kristinsson. Frá Kvenfélagi Alþýðu- flokksins I Reykjavik voru þessar konur kjörnar: Helga Einarsdóttir, Aldís K r i s t j á n s dó ttir , Kristin Guðmundsdóttir Aldis Bene- diktsdóttir, Hafdis Sigurbjörns- dóttir, Fanney Long, Helga Kr, Möller, Hervör Jónasdóttir, Lisbet Bergsveinsdóttir, Guðný Hclgadóttir og Halldóra Jóns- dóttir. t efstu varamannasætum eru: Edda Imsland, Rose Marie Christiensen, Sjöfn Sigurbjörns- dóttir og Álfheiður Bjarnadóttir. Frá FUJ i Reykjavik voru kjörnir sem fulltruar i Fulltrúa- ráðiö: Ólafur R. Eggertsson, Gylfi Guðmundsson, Helgi Skúli Kjart- ansson, Garðar Sveinn Arnason, Gisli Már Helgason, Helgi E. Helgason, Marias Sveinsson og Karl Karlsson. t efstu varamannasætum eru: Brynhildur Bjarnadóttir, Mar- grét Pétursdóttir, Hilmar Smith, Jón Agúst Eggertsson og Vilmar Pedersen. Fyrir utan þessa fulltrúa, sem kjörnir eru af félögunum þrem i Reykjavík, eru sjálfkjörnir i Fulltrúaráðið flokksbundnir Alþýðuflokksmenn úr Reykjavik, sem sæti áttu á siðustu þingum ASt og BSRB. beir eru: Indriöi Halldórsson, Pétur Stefánsson, Guðbjörg borsteins- dóttir, Helga Guðmundsdóttir, Ingibjörg Bjarnadóttir, Jenný Jónsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jóna Guðjóns- dóttir, Kristin Simonardóttir, bórunn Valdimarsdóttir, Jón tvarsson, Guðmann Hannesson, Bjarni Sigfússon, Óskar llallgrimsson, ólafur borsteinsson, Hilmar Jónsson, Jón Sigurðsson, Karl E. Karlsson, Pétur Sigurðsson, og Sigfús Bjarnason. Varamenn þeirra eru hinir sömu og voru varamenn til ASÍ þings og eru fokksbundnir I Reykjavík. Frá BSRB eru: Agúst Guðmundsson Guömundur S igur þórsson. Guðjón B. Baldvinsson og Her- mann Guöbrandsson. Sérstakt bréflegt fundarboð hefur verið sent þessu fóki og verður væntanlega borið til þess strax eftir helgina. KJÖRDÆMAFUNDIR ALÞÝÐUFLOKKSINS Á VESTURLANDI Á MORGUN, SUNNUDAG, KL. 14,00 Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins i Vesturlandskjördæmi boðar ráðið til fund- ar á morgun, sunnudag, i Hótel Borgar- nesi. Fundurinn hefst kl. 2 e.h. GYLFI Þ. GÍSLASON, formaður Alþýðuflokksins, og BENEDIKT GRÖN- DAL, varaformaður flokksins, mæta á fundinn.og hafa framsögu um stjórnmála- viðhorfið. STJÓRNIN Gylfi b. Gislason Benedikt Gröndal í REYKJAVÍK laugardaginn 22. ög sunnudaginn 23. sept. Stjórn Fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélag- anna i Reykjavik boðar til fyrsta reglu- lega kjördæmisþings Alþýðuflokksfólks i Reykjavik um aðra helgi — laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. september n.k. Seturétt á þinginu eiga kjörnir fulltrúar i Fulltrúaráðinu ásamt þeim flokks- bundnu Alþýðuflokksmönnum og konum úr Reykjavik, sem sátu siðustu þing ASI og BSRB. Þingið verður háð i Kristalssal Hótel Loftleiða og hefst kl. 2 e.h. á laugardag. Á dagskrá verða: 1 . Alþýðuflokkurinn — sameiningarmál, skipulagsmál 2. Borgarmál 3. Verkalýðsmál Þingið verður boðað bréflega og auglýst nánar i Alþýðublaðinu eftir helgi. STJÓRNIN Laugardagur 15. september 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.