Alþýðublaðið - 25.09.1973, Qupperneq 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmáia-
ritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs-
son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit-
stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af-
greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Sími 14900.
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími
86660. Blaðaprent hf.
nVtt frumkvæði í
SAMEININGARMÁLINU
Allt of lengi hefur það verið ógæfa íslenskrar vinstri
hreyfingar, að hún hefur verið margklofin og lýðræð-
issinnaðir vinstri menn hafa skipst niður á marga
flokka. Vegna þessa hafa áhrif hinna lýðræðissinnuðu
vinstri afla verið miklu minni, en þau gætu verið og
þurfa að vera. Þá hefur það ekki bætt úr skák, að hin-
ir mörgu flokkar og flokksbrot á vinstri væng ís-
lenskra stjórnmála hafa jafnan staðið í mjög harðri
innbyrðis baráttu i stað þess að snúa vopnum sínum
að höfuðandstæðingunum: einræðiskommúnisman-
um og hinum óhefta kapítalisma.
öllum sönnum lýðræðissinnuðum vinstri mönnum
ætti fyrir löngu að vera orðið það Ijóst, að þessi
bræðravfg ganga ekki lengur. Þau geta aðeins orðið
til þess að veikja vinstri hreyfinguna i landinu og
styrkja andstæðinga hennar. Lýðræðissinnaðir vinstri
menn þurfa því að snúa þessu tafli við — láta af
bræðravígunum en taka upp samvinnu og samstarf:
sameinast í einum öflugum lýðræðissinnuðum jafn-
aðarmannaflokki sem á að geta orðið á skömmum
tíma sterkasta og samstæðasta aflið á vinstri væng
stjórnmálanna— forystuflokkur vinstri aflanna á is-
landi.
Alþýðuflokkurinn hefur nú um nokkurt skeið stefnt
að því, að þetta megi takast. Á fimmtiu ára afmæli
sínu gerði flokkurinn samþykkt um nauðsyn samein-
ingar allra lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna i einn
stjórnmálaflokk og tók þar með í sínar hendur frum-
kvæðið í því máli, sem óhjákvæmilega hlýtur að telj-
ast meginmál islenskra stjórnmála i hugum allra
sannra vinstri manna. I beinu framhaldi af þessari
afmælissamþykkt hafði flokkurinn einnig frumkvæði
að því að upp yrði teknar viðræður milli flokka um
sameiningu jafnaðarmanna og hafa þær viðræður nú
leitttil þess, að ákveðnar niðurstöður hafa fengist um
grundvallarstefnumál og skipulagsmál nýs jafnaðar-
mannaflokks milli viðræðunefnda Alþýðuflokksins og
Samtaka frjálslyndra og vinstri manna.
A nýafstöðu kjördæmisþingi Alþýðuflokksins í
Reykjavík voru sameiningarmálin mjög á dagskrá.
Þar var m.a. samþykkt nýtt frumkvæði Alþýðu-
flokksins i málinu. I ályktun, sem þingfulltrúar sam-
þykktu i einu hljóði segir, að kjördæmisþingið telji, að
lýðræðissinnaðir jafnaðarmenn í höfuðborginni eigi
að ganga saman i einni fylkingu til næstu borgar-
stjórnarkosninga og í samræmi við það eigi Alþýðu-
flokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna
að kanna, hvort möguleiki sé fyrir sameiginlegu
framboði við borgarstjórnarkosningarnar 1974. Fól
þingið stjórn Fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna i
Reykjavík og hefja nú þegar viðræður við Samtök
frjálslyndra og vinstri manna í Reykjavik um málið
og tiltók, að niðurstaða þeirra viðræðna ætti að liggja
fyrir ekki síðar en um n.k. áramót.
Þessi samþykkt kjördæmisþings Alþýðuflokksins i
Reykjavík er nýtt frumkvæði af hálfu Alþýðuflokks-
ins í sameiningarmálinu — útrétt hönd til þeirra afla,
sem segjast vilja vinna að þeim hinum sömu mark-
miðum og verið hefur yfirlýst stefna Alþýðuflokksins.
í annari samþykkt kjördæmisþingsins um samein-
ingarmálið kemur einnig fram, að Alþýðuflokksfólk i
höfuðborginni er orðið óþolinmótt yfir því, hve langan
tíma sameiningarviðræðurnar hafa tekið og leggur
áherslu á, að niðurstöður í málinu fáist sem fyrst.
Einnig bendir þingið á þá staðreynd, að ýmislegt hafi
nú breytst í viðhorfum til flokkaskipunar i land'mu og
eðlilegt sé, að hliðsjón sé höfð af þeim staðreyndum.
Alþýðuflokkurinn vill sem sagt fara að fá botn i
sameiningarmálið. Alþýðublaðið hefur þá trú, að al-
menningur í landinu sé sama sjnnis. Fólkið vill fara
að fá hreinar og klárar linur i sameiningarmálið. Al-
þýðuflokkurinn vill gera sitt til þess að svo megi
verða. Það kom glögglega i Ijós á kjördæmisþinginu í
Reykjavik og sama máli gegnir um þau önnur kjör-
dæmisþing sem Alþýðuflokkurinn hefur haldið víðs
vegar um land í sumar.
FRÁ KJÖRDÆMISÞINGI ALÞÝÐUFLOKKSINS í REYKJAVÍK
FÁUM NIDURSTÖDU í
SAMEININGARMÁLID
Eins og sagt er frá á öðrum stað
i Alþýðublaðinu i dag samþykkti
1. Kjördæmisþing Alþýðufl.
i Reykjavik, sem haldið var i
Kristalssal Hótel Loftleiða nú um
helgina, að lýðræðissinnaðir
jafnaðarmenn ættu að ganga i
einni fylkingu til næstu borgar-
stjórnarkosninga og i samræmi
við það eigi Alþýðuflokkurinn og
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna að kanna, hvort möguleiki
sé á sameiginlegu framboði við
borgarstjórnarkosningarnar
1974. Fól þingið stjórn Fulltrúa-
ráðs Alþýðuflokksfélaganna i
Reykjavik að hefja nú þegar við-
ræður við Samtök frjálslyndra og
vinstri manna i Reykjavik um
framkvæmd málsins og tiltók, að
niðurstaða þeirra viðræðna ætti
að liggja fyrir ekki siðar en um
n.k. áramót. Tillagan um þetta
var samþykkt af öllum fulltrúum
á kjördæmisþinginu i einu hljóði.
Þá var önnur tillaga um sam-
einingarmálin einnig samþykkt
einróma, en sameiningarmálið
var mjög á dagskrá á kjördæmis-
þinginu. Tillagan hljóðaði svo:
„Kjördæmisþing Alþýðuflokks-
ins i Reykjavik, haldiö dagana 22.
og 23. september 1973, harmar
þann drátt, sem orðið hefur á þvi
að fá endanlegar niðurstöður I
viðræður flokksins og Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna,
sem staðið hafa yfir I nærfellt 3
ár.
Þingið bendir á þá staðreynd,
að nú eru gjörbreytt viðhorf i
grundvallaratriðum hvað við-
kemur fiokkaskipan frá þvi er
næst-slðasta flokksþing Alþýðu-
flokksins tók upphafiega ákvörð-
un sina um viðræðurnar.
Með hliðsjón af framansögðu
skorar þingið á flokksstjórnar-
fund, sem halda á sfðari hluta
októbermánaðar n.k., að hraða
sem mest ofangreindum viðræð-
um þannig að sem fyrst liggi fyrir
niðurstöður viðræðunefnda, er
flokksþing fjalii siðan endanlega
um”.
Tillaga þessi var samþykkt
einróma, eins og fyrr segir.
Þá var einnig borin upp og
samþykkt i einu hljóði sérstök til-
laga um landhelgismálið. Sú
samþykkt hljóðar svo:
„1. Kjördæm isþing Alþýðu-
flokksins I Reykjavik, haldið dag-
ana 22. og 23. september 1973,
hvetur þjóðina til að standa fast
saman og varðveita algera ein-
ingu sína f báráttunni fyrir rétti
sinum til þeirrar fiskveiðilög-
sögu, sem Alþingi hefur einróma
tekið ákvörðun um. Þjóðir heims-
ins hljóta að athuguöu máli að
viðurkenna nauðsyn þess að
koma i veg fyrir ofveiöi og eyð-
ingu fiskstofna og forgangsrétt
strandrikja til þeirra veiða, sem
eru eðlilegar. islendingar hljóta
að vinna sigur I þessu baráttu-
máli sfnu. Lokasigur vinnst þeim
mun fyrr sem þjóöin stendur fast-
ar saman. Þess vegna heitir kjör-
dæmisþingiö á alia islendinga aö
sýna heiminum, aö f þessu máli
er aöeins ein skoðun og einn vilji
á islandi”.
Auk framangreindra tillagna
samþykkti þingið itarleg álit um
borgarmál og verkalýðsmál og
verða þau álit birt i Alþýðublað-
inu siðar.
Þetta fyrsta kjördæmisþing,
sem Fulltrúaráð Alþýðuflokksins
i Reykjavik boðar til og ætlunin er
að verði fastur árlegur liður i
starfsemi Alþýðuflokksins i
Reykjavik uppfrá þessu, hófst um
kl. 2 e.h. á laugardag i Kristals-
sal Hótel Loftleiða með þvi að
Björgvin Guðmundsson, formað-
ur Fulltrúaráðsins, bauð þing-
fulltrúa veikomna. Að þvi loknu
gaf hann Ölafi Þ. Kristjanssyni,
fyrrverandi skólastjóra, orðið, en
Ólafurflutti þingfulltrúum ávarp.
1 ávarpi sinu sagði Ólafur Þ.
Kristjánsson m a.:
„Það er mikill arfur og mikils
verður, sem ykkur hefur verið
fenginn til þess að varðveita og
ávaxta, þar sem eru aðgerðir og
afrek Alþýðuflokksins langt á
sjötta áratug. En það er vanda-
samt og krefst mikils. Það er ekki
einungis, að myndarleg fortið
geri kröfur til þrotlausrar elju
og einbeittrar stefnu, heldur er
heimurinn i kringum okkur allur
annar en hann var á fyrstu
áratugum Alþýðuflokksins, verk-
efnin önnur, viðfangsefnin breytt,
flest verður að taka öðrum tök-
um, viðhorfin til daglegs lifs meö
nýjum hætti. Þjóðfélagslegar
óvenjur margar, sem Alþýðu-
flokkurinn réðst gegn á sinni tið,
eru nú ekki lengur til i sömu
mynd. Ahrif Alþýðuflokksins til
breytinga á hugsunarhætti og við-
horfum almennings á mörgum
sviðum hafa orðið geysi sterk.
Margt af þvi, sem Alþýðuflokkur-
inn beitti sér fyrir og var af mörg-
um dómfelldur fyrir og fullyrt, að
hann væri að kollvarpa framtið
islenzku þjóðarinnar, siðferði
hennar og fjárhag, — þetta sama
vill nú enginn maður taka upp
aftur, telur það bera vott um
þröngsýni, ósanngirni, rang-
sleitni eða annað þaðan af verra.
Það er einmitt þetta, hvað
mikið Alþýðuflokkurinn hefur
gert, hve mikil áhrif hann hefur
haft, sem gerir forystumönnum
hans hvað erfiðast fyrir. Það
klingir stöðugt i eyrunum á okk-
ur, hvað Alþýðuflokkurinn hafi
verið góður flokkur hér áður fyrr,
hvernig hann hafi beitt sér fyrir
hverju réttlætismálinu og
umbótaefninu á fætur öðru. Og
þótt við reynum að telja fram eitt
og annað, sem hann er nú að berj-
ast fyrir til þjóðfélagsbóta, þá
bita þau rök ekki, vegna þess að
skilninginn skortir á að hér sé um
nokkurs verð mál að ræða, jafn-
vel hætt við að viðmælandi okkar
telji viðhorf flokksins háskalegt
velferð þjóðarinnar, — alveg á
sama hátt og fjöldi fólks leit á
baráttu flokksins fyrir fjórum eða
fimm áratugum, þótt nú telji allir
þá baráttu hafa verið lofsverða og
raunar nauðsynlega.
Og stundum heyrist sagt, að
allir helstu agnúar ranglætisins i
þjóðfélaginu hafi verið sniönir af,
hér séu hverjum manni allar leið-
ir opnar eftir þvi sem hann hafi
dugnað til, flokkur eins og
Alþýðuflokkurinn eigi ekki lengur
nein verkefni, hann hafi ekkert að
gera. I þessu felst að visu sá
sannleikur, að ákaflega mikið
hefur áunnist i þá átt að hæfileik-
ar einstaklingsins fái notið sin,
svo er Alþýðuflokknum og
baráttu hans fyrir að þakka
ásamt ýmsu öðru að sjálfsögðu.
Það er hart, að sigrar flokksins i
réttlætismálum skuli nú verða til
að spilla gengi hans. En þetta er
þó satt á þann veg, sem ég lýsti.
Og einmitt þetta á að vera flokkn-
um hvöt til að taka sifellt upp ný
og ný baráttumál, á hvaða sviði
þjóðlifsins sem er, baráttu gegn
ranglæti og misrétti i sérhverri
mynd. Ég leyfi mér að fullyrða,
að þar sé af nógu að taka. Er ekki
fjármagnið enn sem fyrr notað til
að viðhalda svo ég ekki segi til að
efla einmitt ranglæti og misrétti?
Treystir nokkur hér sér til að
halda þvi fram, að efnalitill
umkomuleysingi hafi jafnan rétt i
þjóðfélaginu og eignamaðurinn,
sem viða hefur sambönd? Hann
kann að hafa það að lögum, en
hann hefur það ekki, þegar til
raunveruleikans kemur. Eða er
það vist, að viðskipti manna og
fjármálarekstur sé allur á hrein-
um og heiðarlegum grunni reistur
og miðaður við, hvað heildinni,
almenningi, er fyrir bestu?
í kotinu smáa býr hún móðir
min.
Margt er það enn, sem gleði
hennar rænir, segir skáldið, og
talar þá táknmáli. En hitt er engu
siöur rétt, að margt af þvi sem
miður fer, verður ekki lagfært og
leiðrétt með löggjöf eða reglu-
gerðum. Það snertir fram-
kvæmdina, viðhorfið til annarra,
hugsunarháttinn. Ég er ekki viss
um, að allir Alþýðuflokksmenn
geri sér þetta ævinlega nógu
ljóst”.
Þessu næst ræddi Ólafur Þ.
Kristjánsson um þau margvis-
legu áhrif — holl og óholl — sem
menn verða jafnan fyrir á lifs-
leiðinni. Þá vék hann orðum sin-
um að þeim fjölmörgu atriðum,
sem ráða heill og hamingju
alþýðumannsins og hafa verið
höfð á oddinum i baráttu
jafnaðarmanna fyrir betra og
mennilegra þjóöfélagi. Ólafur
sagði:
„Glöggt dæmi um, hvernig
þessi sjónarmið, sem nú hafa ver-
ið nefnd, vefjast saman, er
afstaðan til áfengisneyslu.
Flokkurinn tekur skarpa afstöðu
gegn öllum drykkjuskap. Astæð-
urnar voru einkum fjórar:
1 fyrsta lagi voru margir for-
ystumenn flokksins bindindis-
menn áður en hann var stofnaður.
I öðru lagi er áfengisneysla
fjárhagslegt tjón fyrir verka-
menn.
1 þriðja lagi er drykkjuskapur
félagslegt mein og jafnframt
vottur um skapgerðarveilu og
andlegan óstyrk.
Og siðast en ekki sist litu þessir
menn á áfengisneyslu sem yfir-
stéttarósið, er heilbrigð alþýða
ætti hvergi nærri að koma.
Allir vita, hvernig nú er ástatt i
þessum málum. Til þess liggja
margar ástæður, þótt hér verði
ekki nefndar. Þó get ég ekki stillt
mig um að segja hér frá manni,
sem ég hef lengi haft af mikil
kynni og góð. Hann hefur jafnan
Framhald á bls. 4
ALLENDE MINNST
i upphafi kjördæmisþings
Alþýðuflokksins i Reykjavfk,
sem haldið var i Kristalssal
llótcl Loftleiða nú uin helgina,
eins og fram kemur annars
staðar i Alþýðublaðinu, minntist
Björgvin Guðmundsson, for-
maður fulltrúaráðsins, hins
látna forseta C'hile, Salvatore
Allende. í minningarorðunúm
um Allende rakti Björgvin i
stuttu máli stjórnmálaafskipti
hans og tók það sérstaklega
fram, að Allende og stjórn hans
hefðu jafnan notið stuðníngs Al-
þjóðasamhands jafnaðarmanna
um inannréttindi og félagslegt
réttlæti og að það gæti haft ó-
fyrirsjáanlegar afleiðingar i
stjórnmálum Suður-Ameriku.
Þegar Björgvin hafði lokið við
að flvtja minningarorðin um Al-
lende risu þingfulltrúar úr sæt-
um i virðingarskyni við minn-
ingu hans.
Þriöjudagur 25. september 1973
0