Alþýðublaðið - 09.10.1973, Blaðsíða 12
alþýðu
nKlmii
JNNLANSVIÐSKIPTILEIÐ
M^TIL LÁNSVIÐSKIPTA
BIJNAÐARBANKI
f ÍSLANDS
KÓPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
I Reykjavík og ná-
grenni er búist við kalda
eða stinningskalda í dag,
en björtu og fimm stiga
hita, en í nótt átti að
vera frost.
Síðdegis í gær var
norðaustanátt um allt
land og víða hvasst, eða
allt að sex vindstigum.
Víða var þurrt, en sums-
staðar kalsarigning á
Austfjörðum og Norð-
austurlandi, en þar snjó-
aði til fjalla.
I Reykjavík var norð-
austan kaldi og bjart,
hiti sjö stig. úrkoma í
gær mældist 0,4 mm.
KRILIÐ
6/PPSK£/?USTOfiF/rS
_________v__________
HVfíÐ RflV TfíLR ar ~ L//n/
U/sD //VAY VOR Kír/r/t)
'fímu/r)
V~
P/m Pfí
[ mfíNN ÞRfíP
'W£G ///, l/ERDI D/flRTfi
e/KTfl mPK. /fkk,
/nkfP 5K-ST mynT OHOF
f
'F/PiR TÆK/T) 50R& FOP
‘/ PL fíUíTRI L4U60
r~ BlPS Y
sT/LUH UPP
Styrrinn stendur um húsið og
á meðan fá bílhræin frið
Það vill oft brenna við,
að einhverra hluta vegna
daga gamlir og ógang-
færir bilar uppi, þar sem
þeir eru komnir, þegar
eigendur hirða ekki um að
fjarlægja þá. Séu þessi
bilhræ á almannafæri, við
götur eða á bilastæðum,
er það í verkahring
Sverris Guðmundssonar
hjá Umferðardeild
lögreglunnar í Reykjavík
að sjá um að þau verði
fjarlægð. Sé hins vegar
um að ræða bílhræ, sem
dagað hefur uppi við hús
eigandans kemur
hreinsunardeild borg-
arinnar til skjalanna, og
erraunar samvinna á milli
þessara tveggja aðila í
mörgum tilfellum.
En stundum er ekki svo ein-
falt mál að fá bilhræ fjarlægð af
stað þar sem þau eru i umsjá
eigandans, þótt þau séu til mik-
illa lýta fyrir umhverfið, og oft á
tiðum hættuleg börnum.
Hreinsunardeildin hefur nú um
skeið átt viö eitt slikt mál að
etja, en það eru þrjú vörubils-
hræ við hús eitt við Suðurlands-
braut, nánar tiltekið þar sem
eitt sinn var svonefndur Múla-
kampur. Það eru reyndar ekki
bilhræin ein, sem eru vanda-
mál, heldur einnig hús eiganda
þeirra, en milli hans og borgar-
innar hefur risið deila um
eignaraðild að húsinu. ,,Á
meðan sú deila er óútkljáð er
erfitt um vik að fjarlægja bil-
hræin”, segir Pétur Hermann.
Ennfremur hefur deila þessi
valdið þvi, að ekki hefur verið
unnt að ljúka viö gerð Vegmúla,
sem liggur frá Armúla og niöur
á Suðurlandsbraut, þar sem
húsið stendur i vegarstæðinu og
skagar út i miðjan eystri vegar-
helminginn.
Að sögn Péturs Hannessonar
hjá Borgarverkfræðingi var hús
þetta reist i tið breska hersins
um leið og Múlakampur var
reistur, en að striðinu ioknu
settist eigandi vörubilanna að i
þvi. Þegar herinn yfirgaf
byggingar sinar i Reykjavik
fékk borgin þær til umráða, og á
þeim grundvelli gerir hún kröfu
til eignaraðildar að húsi þessu.
Maðurinn hefur hinsvegar inn-
réttað húsið sjálfur, og auk þess
byggt við það, og á þeirri for-
sendu gerir hann lika kröfur til
eignaraðildar og vill þvi ekki
láta húsið af hendi bótalaust.
A meðan á þessu stappi stend-
ur hefur ekki verið unnt að fjar-
lægja vörubilshræin, að sögn
Péturs Hannessonar, en þau eru
þannig til komin, að ibúi húss-
ins, sem er vörubilstjóri aðat-
vinnu, hugðist gera upp gámlan
vörubil og keypti i þvi skyni ó-
gangfæra bila til þess að nota úr
þeim það sem nýtilegt er i þann,
sem hann hugðist koma i gagn-
ið.
Ekki er alltaf svona erfitt að
losna við ónýt bilhræ af alfara-
leið, en að sögn Sverris
Guðmundssonar hjá Umferðar-
deild lögreglunnar, nægir að
kæra tilvist slikra hluta, og er
siðan gefin skýrsla, en hræið
fjarlægt að þvi búnu. Yfirleitt
kvartar fólk sökum þess, að bil-
hræ eru hættuleg börnum, sem
sækja mjög i að leika sér i þeim,
og hefur lögreglan þá fulla
heimild til að fjarlægja bilana.
~ ^ 1— .
v , t - f
* 111 111 II*
: i 11 | I £
III : H I I | f |
II
h l
FIMM á förnum vegi
STUNDARÐU LÍKAMSRÆKT?
\
Þorsteinn Thorarensen, rit-
höfundur: Ég stunda likams-
rækt á haustin og veturna með
þvi að bera bækur i bókabúðir.
Það er besta kropparækt, sem
maður fær. Og mér finnst, að
allir rithöfundar ættu að þjálfa
likama sinn með þvi að bera
sjálfir bækurnar sinar i bóka-
búðirnar.
Hafsteinn Þorsteinsson, stýri-
maður: Nei, enda er allt annað
en auðvelt, að koma þvi við,
þegar maður stundar sjó.
Jóna Sigurjónsdóttir húsmóðir:
Nei, ég stunda enga likamsrækt
og hef aldrei gert, þvi miður,
nema þá þetta eilifa trimm
allan daginn i starfinu.
Sverrir Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri: Nei, ekki núna.
En áður fyrr stundaði ég sund,
fjallgöngur, frjálsar iþróttir og
fleira, en eins og sakir standa
hef ég ekki tima til þess að öðru
leyti en þvi, að ég á engan bil, og
ætla mér aldrei að eiga bil, og
ég syng.
Guðbjartur Guðmundsson,
leigubilstjóri: Nei, þvi miður
stunda ég ekki likamsrækt
núna, En þegar ég var yngri
stundaði ég smávegis box, sund
og fleira, þótt það hafi aldrei
verið mikið. Það er raunar
skömm að þvi að stunda enga
likamsrækt, þegar veriö er i
starfi sem þessu.
/