Alþýðublaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 1
MEIRA
HASS
Fiknilyfjadeild lög-
reglunnar fann i gær
nokkur grömm af hassi,
og voru sex eða sjö ung-
menni yfirheyrð i sam-
bandi við það.
Asgeir Friðjónsson,
fikniefnadómari, sagði
við Alþýðublaðið i gær,
að þetta hafi verið eitt
örlitið brot af stærra
máli, og sýni, hvað
margir koma við sögu
þótt aðeins um litið
magn af hassi sé að
ræða.
Göngugatan kemur misjafnlega við vidskiptin
KAUPMENNIRNIR KLOFNA
UM pústhUsstrætio
Kaupmenn við
Austurstræti skipt-
ast í tvo hópa í af-
Fimmtudagur 18. okt. 1973
232. tbl.
54. árc
| Blaðið sem þorir
IsmFfll
A KflSTHAB
LÚDVÍKS
Það var sjávarútvegs-
ráðuneytið islenska, sem
borgaði ferðakostnað
Svövu Jakobsdóttur, þeg-
ar hún fór til Bretlands til
þess að tala á u.þ.b. 150
manna fundi „Tribune-
hópsins” svokallaða, sem
hélt fund sinn i Blackpoll
um svipað leyti og þar
stóð yfir þing breska
Verkamannaflokksins.
Ráðuneytisstjórnin
i sjávarútvegsráðuneyt
inu, Jón Arnalds, stað-
festi þetta i samtali við
Alþýðublaðið i gær og
sagði, að ráðherra hafi
mælt svo fyrir, að ráðu-
neytið stæði straum af
ferð Svövu. Hins vegar
talaði Svava aldrei á
flokksþinginu sjálfu enda
var hún ekki gestur
þingsins, heldur fékk hún
aðgang að þvi sem blaða-
maður á blaðamanna-
korti frá Þjóðviljanum.
Alþýðuflokknum var
hins vegar boðið að senda
fulltrúa til sjálfs þingsins
eins og jafnan áður, en
fulltrúa frá honum er
ávallt boðið á flokksþing
jafnaðarmannaflokka i
Vestur-Evrópu. Alþýðu--
flokksgesturinn á þinginu
var Finnur Torfi Stefáns-
son, lögfræðingur.
Alþýðublaðið spurðist
fyrir um það á skrifstofu
Alþýðuflokksins, hvort
opinberir aðilar á. íslandi
hefðu greitt kostr.'aðinn af
ferðinni.
— Nei, siður er svo, var
svarið. Hann kostaði sig
sjálfur og hefur svo ávallt
verið um þær ferðir á vit
erlendra jafnaðarmanna-
flokka, sem fulltrúar Al-
þýðuflokksins hafa farið
til þess að kynna land-
helgismálið. Þær ferðir
'aru nú orðnar mjög
margar og hefur okkur
aldrei staðið til boða að fá
kostnað við þær greiddan
af opinberum aðilum á ts-
landi. Okkur kemur það
þvi nokkuð á óvart, að
sjávarútvegsráðuneytið
hafi greitt ferðakostnað
Svövu til þess að tala á
litlum fundi i mjög laus
um tengslum við breska
verkamannaflokksþingið
þótt við að sjálfsögðu höf
um sist við það að athuga,
að rikisvaldið reyni með
ráðum og dáð að kynna
málstað okkar
us-
ka 1
ið,
stöðu sinni til
göngugötumálsins/
og liggur línan
milli hópanna um
Pósthússtræti.
Kaupmenn austan
Pósthússtrætis
hafa fengíð nokkuð
góða reynslu af til-
rauninni með
Austurstræti sem
göngugötu, en
kaupmenn vestan
Pósthússtrætis
telja sig hafa tapað
á henni og vilja
margir hverjir, að
hætt verði við hana
þegar í stað.
Ein kaupmanna
vestan Pósthús-
strætis, Haukur
Jakobsen, hyggst
leggja málamiðl-
unartillögu fyrir
Þróunarstofnun
Reykjavíkurborg-
ar, en hún felst í
því, að gata verði
gerð frá Lækjar-
götu í Pósthús-
stræti við Hótel
Borg.
„Við viljum ekki
gera Austurstræti
að einhver jum
Hljómskálagarði",
sagði Haukur í
samtali við Al-
þýðublaðið í gær.
En sannleikurinn
er sá, að á Aðal-
stræti og Hótel is-
lands-lóðinni hefur
myndast dauður
punktur vegna
þess, að aðkeyrslan
þangað er ekki
nógu vel merkt,
auk þess sem bíla-
stæðin eru of dýr".
„Þeir tóku það
skýrt fram, sem
kynntu sér göngu-
götur erlendis á
sínum tima", héit
Haukur áfram / // að
sé ekki fyrir hendi
nægilega góð að-
keyrsla að mið-
bænum og nógu
mörg bílastæði,
hljóti tilraunin að
mistakast. Hvorugt
er fyrir hendi nú,
og verði það ekki
lagfært get ég ekki
annað séö en þetta
mistakist alveg.
Það er mikilvægt,
að allt sé reynt á
meðan tilraunin
stendur yfir, —
með þvi móti ætti
að vera hægt að
gera hér mjög góða
verslunargötu eins
og þær eru erlend-
is".
VILL REISA
MÓTEL í
REYKJAVÍK
Halldór Kristjánsson
hefur snúiö sér til
Reykjavikurborgar og
Fiskihöfn miðar lítið
— Viðbrögð hafa verið
heldur jákvæð en satt,
best að segja hafa ekki
sérlega margir orðið til
að láta álit sitt i ljós,
sagði Gunnar B. Guð-
mundsson, hafnarstjóri
Reykjavikur, þegar
fréttamaður blaðsins leit-
aði upplýsinga um við-
brögð fiskseljenda, fisk-
verkenda, fiskkaup-
manna og annara við til-
lögum Hafnarstjórnar-
innar um nýja fiskihöfn i
Reykjavik.
Tillögurnar, sem meðal
annars gera ráð fyrir 13
ha. landaukningu vestan
við Grandagarð, voru
lagðar fram i byrjun
sumars og fóru þá
hafnaryfirvöld þess á leit
við hagsmunaaðila, að
þeir skiluðu athugasemd-
um og áliti til eftir að hafa
kynnt sér tillögurnar.
— Nú á næstunni verður
rætt i hafnarstjórn hvort
þurfi að aðlaga athuga-
semdirnar tillögunum
sjálfum og þá fyrst fer
málið að komast á rek-
spöl, sagði hafnarstjóri i
gær. — Tillögurnar gera
ráð fyrir töluverðum
breytingum á löndunar-
aðferðum og löndunar-
fyrirkomulagi og menn
hafa ekki séð hvernig og
hvenær það verður hægt.
Þessar framkvæmdir
kosta mikið fé og enn hef-
ur engu verið ætlað til
þe-irra en benda má á, að
landaukningin ein kostar
um 200 milljónir króna.
Landaukningin ein kostar yfir
200 milliónir króna
óskað eftir lóð fyrir
mótel i Reykjavik. Er
þetta mál nú til af-
greiðslu lóðanefndar
borgarinnar.
Már Gunnarsson
skrifstofustjóri borgar-
innar tjáði Alþ.bl. að
umsókn Halldórs væri
dagsett 15. október. Þar
óskar hann eftir hent-
ugri lóð undir mótel.
Ekki er óskað eftir nein-
um sérstökum stað, að-
eins að hann sé vel i
sveit settur hvað varðar
samgöngur, og að
staðurinn sé fallegur.
Segir Halldór i bréfinu
að hann hyggist á næst-
unni stofna hlutafélag
um rekstur mótelsins.
Már Gunnarsson
sagði að Halldór hefði
áður verið með hug-
myndir um stofnun
mótels, og hefðu þær
einnig komið til stjórn-
enda borgarinnar.
Halldór mun vera sá
fyrsti sem kemur fram
með hugmyndina um
mótel i Reykjavik.
□ FYRSTI
SNJÓRINN
Það er þvi eins gott, að
Norðlendingar séu búnir
að setja snjódekk undir
bila sina, ef ekki á að fara
verr, en hinsvegar sagði
Páll Bergþórsson okkur,
að ekki liggi á sliku sunn-
an og vestanlands.
Að sögn lögreglunnar á
Húsavik var þar allt orðið
hvitt af snjó, og hálka
talsverð á vegum. Ekki
hafði lögreglan þó haft
fregnir af umferðar-
óhappi sökum hálkunnar
um áttaleytið i gærkvöldi.
Það snjóaði viðar á
Norðurlandi i gær þótt
ekki væri það eins mikið
og hjá Þingeyingum, og
var m.a. grá jörð á
Sauðárkróki undir kvöld.
□ Víöir flytur
í Kópavoginn
Guðmundur Guð-
mundsson, forstjóri tré-
smiðjunnar Viðis við
Laugaveg, er ekki
hræddur um samdrátt i
húsgagnaiðnaðinum á
næstunni, en hann hefur
sótt um byggingalóð i
Kópavogi og hyggst
auka umsvif sin.
,,Ég hef ekki fengið
ákveðin svör ennþá við
umsókninni”, sagði
Guðmundur i viðtali við
Alþýðublaðið i gær, ,,en
mig langar til þess að
byggja og stækka við
mig”.
Verslun Viðis verður
áfram að Laugavegi 166
og einhver starfsemi á
verkstæðinu,