Alþýðublaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 6
vinnunni klukkan hálf-
ellefu og var á leiö heim.
Góöur náungi, en niskur og
leiöinlegur.
— Þaö er engu líkara en
þúsértaðlýsa sjálfum þér!
— Britt Danielsson
hjúkrunarkona, fædd
nítján hundruð og fjörutiu i
Eslöv. Hún sat við hliöina
á Stenström, en ekkert
bendir til að þau hafi
þekkst. Læknirinn, sémhún
var trúlofuð, var á vakt á
Södersjúkrahúsinu. Hún
hefur sennilega komið i
vagninn við Odengatan
ásamt ekkjufrú Johansson
og var á leið heim. Hér
þarf ekki að gera grein
fyrir neinum aukatima.
Hún fór i vagninn beint úr
vinnunni. Við vitum ekki
með vissu, hvort hún var i
fylgd með Stenström.
Kollberg hristi höfuöið.
— Út i hött, sagði hann. —
Hvað heföi hann svo sem
átt aö sjá við þetta litla
blóðlausa peð? Hann sem
hafði allt sem hann
þarfnaðist heima hjá sér!
Meiander horfði á hann
skilningssljór, en féll ekki i
þá freistni aö spyrja^
— Svo er það Assarsson.
Siðgæðiö uppmálað, en
ekki eins hreinlifur i reynd.
Melander tók sér mál-
hvild vegna pipunnar. Svo
sagði hann:
— Heldur vafasamur ná-
ungi. Tvisvar dæmdur fyrir
skattsvik og einu sinn rétt
eftir 1950 fyrir siðferðisaf-
brot. Samræöi við 14 ára
gamla snúningastúlku.
Sat inni öll þrjú skiptin.
Assarsson óð i peningum.
Tillitslaus i viðskiptum og
flestu öðru. Margir höfðu
góða ástæðu til aö þykja lit-
ið vænt um hann. Meira að
segja kona hans og bróöir
töldu hann lélegan pappir.
En eitt er alveg vlst: A-
stæðan sem hann hafði til
að vera i þessum vagni er
alveg ljós. Hann kom af
einhverskonar félagsfundi
á Narvavagen og var á leið
til frillu sinnar sem heitir
Olsson að eftirnafni. Hún
býr við Karlbergsvágen og
vinnur á skrifstofu Assars-
sons. Hann hafði hringt til
hennar og sagst ætla að
koma. Við höfum yfirheyrt
hana hvað eftir annað.
— Hver geröi það?
— Gunvald og Mánsson.
Hver I sinu lagi. Hún segir
aö....
— Biddu hægur — hvers-
vegna fór hann með
strætisvagni?
— Að llkindum vegna
þess að hann haföi drukkið
of mikið og vildi ekki hætta
á að aka sjálfur. Hann gat
auðvitaö ekki náð i leigubil
vegna rigningarinnar.
Mikið álag á simanum og i
allri miðborginni var eng-
an lausan bil að finna.
— Jæja, þá. Hvaö segir
viðhaldið um hann?
— Að Assarsson hafi
veriö gamalt svin og þvi
sem næst ónýtur. Að hún
hafi aðeins gert þetta pen-
inganna vegna og til að
halda stöðunni við fyrir-
tækið. Gunvald komst á þá
skoðun að hún væri bara
skækja og mjög takmörkuð
vítsmunalega. Hann segir
lika að hún hafiminnt sig á
Zaza Gabor — hver sem
það nú er.
— Larsson og kvenfólkið
— hljómar eins og bókartit-
ill, ég ætti kannski að skrifa
bókum hann einhverntlma!
— Við Mánsson viður-
kenndi hún ennfremur, aö
hú veitti einnig stundum
þjónustu — þetta sagði hún
orörétt-----viðskiptavin-
um Assarssons. Assarsson
var fæddur i Göteborg.
Hann kom i vagninn viö
Djurgardsbron.
— Þarna kom það ein-
mitt, sem mig vantaði —
bókin á auðvitað að heita
„Hann var frá Göteborg og
kom inn við Djurgards-
bron”, þetta væri titill i
lagi.
— Timasetningum ber
allsstaöar saman, sagði
Melander óbifanlegur.
Martin Beck blandaði sér
nú I fyrsta skipti inn I sam-
ræðurnar.
Og þá eru aðeins Sten-
ström og sá óþekkti eftir,
er þaö ekki?
— Jú, sagði Melander.
— Við vitum að Stenström
kom frá Djurgárden þótt
undarlegt megi virðast, og
að hann var vopnaður. Um
þann óþekkta vitum við að
hann var eiturlyfjaneyt-
andi og á ofanverðum
fertugsaldri, ekkert annað.
— Og vera hinna allra i
strætisvagninum átti sér
eðiilegar orsakir, sagði
Martin Beck.
— Já.
— Við höfum leitt i ljós,
hversvegna þeir voru þar.
— Já.
— Og þá er vist kominn
timi til að bera fram hina
óumflýjanlegu spurningu,
sagði Kollberg. — Hvað
var Stenström að gera með
þessum vagni?
— Við verðum að tala
betur við stelpuna, sagði
Martin Beck.
Melander tók pipustert-
inn út úr sér og sagði: —
Asu Torell? En þið hafið
þegar talað við hana og auk
þess yfirheyrðum við
hana?
— Þið hverjir?
— Við Rönn, fyrir rúmri
viku.
— Æ nei, ekki Rönn, sgði
Martin Beck, meira við
sjálfan sig.
— Viö hvað áttu með
þvi? spurði Melander.
— Það er ekkert athuga-
vert við Rönn, sagði Martin
Beck, — nema hvað hann
hefur ekki nógu góðan
skilning á þvi, sem hér er
um að ræða. Og auk þess
hafði hann litið sambnd við
Stenström.
Kollberg og Martin Beck
sátu og horfðu hver á ann-
an góða stund. Að lokum
varð Melander aö rjúfa
þögnina og spyrja:
— Jæja? Hvaö var Sten-
ström að gera með þessum
vagni?
— Ætli hann hafi ekki
verið á leið að hitta stúlku,
sagði Kollberg með tregðu,
— eða kunningja sinn.
Þegar setiö var þannig,
var það einatt Kollberg,
sem kom með mótbárurn-
ar, en i þetta skipti virtist
heldur litill eldmóður I hon-
um.
— Þú gleymir einu, sagöi
Melander, — Við höfum
gengiö húsa á milli þarna 1
tiu daga. Og fram að þessu
höfum viö ekki rekist á
nokkurn mann, sem haföi
heyrt Stenström getið.
— Hvað sannar það?
Ekki neitt. 1 þessu hverfi
úir og grúir af furðulegum
og I hæsta máta vafasöm-
um leiguhúsum. A slikum
stöðum eigum við ekki
beinlinis vinsældum að
fagna.
— Ég held aö við getum
að minnsta kosti hafnaö
ástmeyjar-kenningunni
hvað Stenström áhrærir,
sagði Martin Beck.
— Meö hverju styöuröu
það? spurði Kollberg óö-
ara.
— Ég hef bara enga trú á
henni.
— En þú viðurkennir þó
að ekki er unnt að útiloka
hana?
— Já.
— Gott og vel, höfnum
henni þá — fyrst um sinn.
— Þungamiðjan hlýtur
þá að vera: Hvað var Sten-
ström að gera I vagninum?
sagði Martin Beck og var
strax svarað með annarri
spurningu:
— Hvað var óþekkti
maöurinn að gera meö
vagninum?
— Við iátum þann ó-
þekkta liggja á milli hluta
um stund.
— Ég er hræddur um
ekki. Nærvera hans er n-
kvæmlega jafn þýðingar-
mikil og Stenström. Auk
þess vitum við ekki hver
hann var né hvaö hann
gerði.
— Hann hefur ef til vill
aðeins verið i ökuferð með
sfrætisvagninum.
— Ha, bara i ökuferð?
— Já, það eru margir
heimilislausir, sem gera
það. Ein króna dugir fyrir
tveimur ferðum . í tvær
klukkustundir.
— Það er hlýrra i neðan-
jarðarbrautinni, sagði
Kollberg, — og þar er
auk þess hægt að aka eins
lengi og mann lystir, ef
maður gætir þess aöeins að
skipta um lest og fer ekki út
fyrir hliðin.
—• Já, en ...
— Og auk þess
gleymirðu einu mikilvægu
atriði. Sá ókunni hafði ekki
einungis hassleifar og
eiturtöflur í vösum sinum.
Hann hafði lika meiri pen-
inga á sér en allir hinir far-
þegarnir til samans.
— Og það útilokar um
leið rán-kenninguna, skaut
Melander inni.
— Annars er þessi
borgarhluti fullur af
skuggalegum leigukum-
böldum — eins og þú sagðir
sjálfur. Hann hefur ef til
vill einmitt búið i einum
þeirra. Nei, við skulum
taka fyrir mikilvægustu
spurninguna: Hvað var
Stenström að gera i þess-
um strætisvagni?
Enginn þeirra mælti orð I
fulla minútu. í næsta her-
bergi hringdu simarnir lát-
laust. öðru hverju bárust
raddir Gunvalds Larssons
og Rönns greinilega inn til
þeirra. Að lokum sagði
Melander:
— Hvað var það sem
Stenström kunni manna
best?
Allir þrir vissu svarið.
Melander kinkaði aðeins
kolli. Hann var snjall og
þrautseigur. Hann gat veitt
manni eftirför vikum sam-
an, ef þvi var að skipta.
Kollberg klóraði sér á-
kaft I knakkanum og sagði:
— Munið þið þegar hann
gerði næstum útaf við kyn-
ferðisafbrotamanninn frá
Götaferjunni fyrir fjórum
árum?
— Hundelti væri rétta
orðið, sagði Martin Beck.
Enginn svaraði.
— Hann var þá þegar bú-
inn að ná tökum á þvi,
sagði Martin Beck, — en
hann haföi lært mikið siö-
an.
— Spurðirðu annars
Hammar hvað Stenström
hefði tekið fyrir þegar við
fórum yfir óráðnu málin i
fyrrasumar? sagði Koll-
berg. „
— Já<s sagði Martin
Beck, — en það varð vind-
högg. Stenström kom til
Hammars og ræddi málið
viö hann. Hammar kom
með ýmsar tillögur — hann
man ekki lengur út á hvað
þær gengu — en málin
strönduðu öll á aldurstak-
markinu. Ekki vegna þess
að þau væru of gömul,
heldur vegna þess að Sten-
ström var of ungur. Hann
vildi ekki fást við mál frá
þvi hann var sjálfur tiu ára
gamall i lögregluleik i
Hallstahammar. Að lokum
ákvað hann að snuðra dá-
litið I hvarfmálinu, sem þú
varst með.
— Hann nefndi þaö ekki
viö mig einu orði, sagði
Kollberg.
— Að likindum vegna
þess að hann lét sér nægja
að fara yfir það sem til var
skrifað.
— Já, sennilega.
Aftur varð þögn. Það var
einnig i þetta skipti Mel-
ander, sem rauf hana.Hann
stóð á fætur og sagði: —
Jæja — hver er þá niður-
staðan?
— Mér er það ekki alveg
ljóst, sagði Martin Beck.
— Já, þið hafið mig' af-
sakaðan, sagði Melander
og gekk út á snyrtiherberg-
iö.
Er dyrnar höfðu lokast á
eftir Melander, leit Koll-
berg á Martin Beck og
sagði: — Hver á að fara til
Asu i þetta sinn?
— Þú. Þetta er dæmigert
einsmanns verkefni og þú
ert betur til þess fallinn.
Kollberg svaraði engu.
— Áttu við að þú viljir
Kvikmyndir
HVERS
VEGNA
EKKI AÐ
BREYTA
SÝNINGAR-
TÍMUM?
JUNIOR BONNER
Hafnarbló ★
Steve McQueen kemst upp
með ýmislegt vegna þess að
hann er ekki bara töffi á hvita
tjaldinu, hann er það i raun-
veruleikanum, sem hann leikur.
Og ástarævintýri hans og Ali
McGraw eftir að þau léku
saman i myndinni Getaway
(jólamyndin i Tónabiói i ár)
hefur vakið á honum enn meiri
athygli, og þá ekki sist af
kvenþjóðinni. En kvikmynd er
sjaldnast einleikur, og ef ekki
væri frábær leikur Robert
Prestons og lifleg ótemju- og
nautareið, þá væri þetta óbæri-
leg kvikmynd.
Hins vegar á Hafnarbló skilií
hrós fyrir þaö að bjóöa
nátthröfnum upp á sýningar kl.
11.15. Llkt og Háskólabió hefur
innleitt mánudagsmyndir þjóna
miðnætursýningar sérstökum
tilgangi, og það væri athugandi
fyrir önnur kvikmyndahús
hvort ekki sé timabært að fhuga
breytingar. Væri til dæmis
hugsanlegt að endursýna mynd-
ir klukkan 11.15 fyrir þá, sem
misstu af myndunum á sinum
tima? Eða að einhver breytti
um og sýndi myndir klukkan
sex, átta og tiu? Svosem eins og
fyrir þá sem eru á öðru róli.
JERÚSALEMSKJÖLIN
GAMLA BÍO ★
Þar sem bandariskir gyðing-
ar eiga svo að segja allan þar-
lendan kvikmyndaiðnað er ekki
við öðru að búast en þessi mynd
sé um bandariska námsmenn,
sem dragast inn i innbyrðis
deilur arabiskra hermdar-
verkamanna i ísrael, hljóti að
vera öðrum þræði áróðursmynd
I þágu israelsks málstaðar.
Gallinn er hins vegar sá, að hún
er mun meira en öðrum þræði
áróðursmynd, hún er það í orðs-
ins fyllstu merkingu, og þegar
það bætist ofan á fremur lélegan
leik og litið spennandi söguþráð,
þá er harla fátt, sem er þess
virði að seilast eftir.
JANE EYRE
Austurbæjarbíó ★ ★
Það er kvenþjóðin sem
tryggir herragarðskvik-
myndum langa göngu i kvik-
myndahúsum - og þótt það væri
synd að segja að þessi nýja út-
gáfa af hinum heimsfræga
róman Charlotte Brontes sé vel
gerð, þá er hún ekki illa leikin af
George C. Scott og Susönnu
York i aðalhlutverkum.
HERON OG CLAUDIA
Nýja bló
John Houston leikstjóra hefði
sennilega liöist það aö leika
sjálfur i þessari mynd og láta
dóttursina leika aðalhlutverkið,
ef hann hefði ekki valið Assai
Dyan, son israelska
varnarmálaráðherrans sem
skrautfjöður i hitt aðalhlut-
verkið. Þvi pilturinn er milur
vegar frá þvi að geta leikiö, og
skemmir fyrir myndinni, sem
er léleg fyrir, - eins konar
tilraun til að nota velgengni
„Astarsögu” til að framleiða
fleiri myndir i þeim dúr.
Hámark ★ ★ ★ ★ ★
I ágústmánuði voru
erlendir ferðamenn, sem
komu til Spánar, um sex
og hálf milljón talsinsog
voru flestir þeirra
Evrópubúar. Nú er svo
komið, að Spánverjum
stendur ógn af ásókn
erlendra ferðamanna, svo
vel hefur tekist að laða út-
lendinga til Spánar.
Lágt verðlag og góð
veðrátta eiga sinn þátt í
því, að um það bil 32
milljónir útlendinga
munu koma til Spánar á
þessu ári, en það er álika
margt og öll spænska
þjóðin. Á síðasta ári urðu
ferðamenn alls29.5 millj.
Fullmikið af því góða?
SPANVERJUM STENDUR ORDID STUGGUR
AF ASÖKN ERLENDRA FERÐAMANNA
Spánn er eitt mesta ferða-
mannaland heimsins, og þjón-
usta við ferðamenn er stærsta
tekjulind þjóðarinnar.
Enda þótt æðstu embættis-
menn landsins fagni heilshugar
vaxandi ferðamannastraumi,
þá er vart hægt að segja að
margir embættismenn og ibúar
fjölsóttustu ferðamannastað-
anna séu jafn ánægðir, en þessir
eru helstu staðirnir: Costa
Brava fyrir norðan Barcelona,
Costa Blanca umhverfis
Alicante og Costa del Sol fyrir
vestan Malaga. Helstu
aðfinnslur eru:
Náttúrleg fegurð strand-
lengjunnar hefur orðið tyrir.
varanlegum lýtum taumlauss
byggingaræðis svo fiskimanna-
þorp breytast i háreistar gisti-
húsaborgir.
Þessi yfirþyrmandi sægur út-
lendinga, sem leggur undir sig
vegina og fjörurnar og troðfyllir
gisti- og veitingahús, veldur þvi
að Spánverjum finnst, sem
verið sé að hrekja þá úr eigin
landi.
Mikill hluti fgrðamanna
kemur á vegum ferðaskrifstofa,
sem geta boðið ódýrar hópferðir
til Spánar og þvi er meðal ferða-
manna margt fólk með litil fjár-
ráð, sem getur. ekki veitt sér
annað en öl, is og ódýra minja-
gripi.
Spænsk menning er bókstaf-
lega horfin á bak við krár i
villtavestursstil, enskar
veitingastofur, þar sem hægt er
að fá ”bolla af góðu tei”, og
veitingahús með norður-
evrópsku yfirbragði, og noröur-
evrópskum mat.
20 BILLJÓNIR DOLLARA
Jose Ramon Alonso, for-
maður ferðamálaráös, hefur
nýlega Iýst yfir með talsveröu
stolti, aö tekjur af ferða-
mönnum hafi numið 20
billjónum dala siðastliðin 20 ár.
Þessar tekjur hafa orðið til
þess, að unnt var aö flýta iðn-
væðingu I landinu.
En nú hallast æ fleiri Spán-
verjar að þeirri skoðun, að iðn-
væðingin hafi verið of dýru
verði keypt. Ungur embættis-
maður i Benidorm, sem er ekki
fjarri Alicante, lýsir kostum og
göllum túrismans. Arið 1950 var
Benidorm rólegt fiskimanna-
þorp, en nú er þarna sægur
gistihúsa, og 300.000 manns geta
sólað sig á ströndinni I einu.
”Hérna i Miami, og hérna i
Copacabana,” segir hann stolt-
ur og bendir fyrst i norður og
siöan til suöurs, þar sem lands-
laginu hefur verið spillt með
þyrpingu háreistra gistihúsa.
Um náttúruverndarsjónarmiðið
segir hann: ”Þetta hefur bæði
galla og kosti. Kostirnir eru
þeir, að þessi stóru gistihús
rúma mikinn fjölda feröa-
manna, en gallarnir eru þeir, að
fegurð náttúrunnar hefur verið
spillt.”
Meðan fasteignabrask og
byggingaframkvæmdir stóðu
sem hæst, var ekkert hugsað
fyrir barnafræðsu, sorpeyðingu
eða eldvörnum.
Fegursti hluti spænsku
strandlengjunnar, Costa Brava,
er fyrir norðan Benidorm.
Frægur rithöfundur, Josep Pla,
skrifaði staðarlýsingu í ferða-
mannabæklinga á árunum eftir
seinni heimsstyrjöldina. Hann
segir, að nú séu áhrif túrismans
að eyðileggja strandlengjuna og
hárskerar og þjónar hafi leyst
fiskimennina af hólmi.
Umhverfis Tossa, Loret de
Mar og San Feliu de Guixols eru
nú að risa ný gistihús, og þarna
hefur náttúrfegurðinni verið
spillt með jarðraski og rusli,
sem nýbyggingum fylgir.
Sum borgaryfirvöld sýna
stöku sinnum, að þeim er annt
um umhverfisvernd. Tekist
hefur að varðveita aldagamlan
þokka borgarinnar Cadaques,
sem er við frönsku landamærin.
Borgarstjórinn skýrir svo frá,
að fyrir 10 árum hafi verið lögð
fram ströng byggingarreglu-
gerð, þvi að yfirvöldin hafi litið
svo á, að besta ráðið til að laða
ferðamenn til borgarinnar hafi
verið að halda fast i séreinkenni
hennar. Hús mega ekki vera
meira en 10 metra há. Sem
dæmi um umhyggju fyrir um-
hverfinu má nefna, að enginn
má aka mótorhjóli eftir kl. 22 að
viðlögðum sektum.
Allar byggingaframkvæmdir
eru háðar samþykki byggingar-
yfirvalda, og ráðuneytið, sem
fer með húsnæðismál, getur
stöðvað framkvæmdir. En
borgaryfirvöldum hefur reynst
gersamlega um megn að stand-
ast ásókn hótelbyggjenda,
spænskra og erlendra.
Sama byggingaræði hefur
geisað á ströndinni fyrir vestan
Malaga. Borgarskipulag er ný-
yrði þar um slóðir, en samt
verður leitast við að bjarga þvi
sem bjargað verður. Nyjar
sorpeyðingarstöðvar eru i
byggingu, þvi að varla er unnt
að tala um hið bláa Miðjarðar-
haf við fjölsóttustu baðstaðina.
Enn finnast rólegir staðir á
Costa del Sol, sem stafarafþvi.
að sum gistihús hafa keypt stór
landflæmi. Arthur Rubinstein
og kona hans eiga náðuga
sumardaga i afskekktu stórhýsi
i hæðunum fyrir ofan Marbella.
En i nokkurra kilómetra fjar-
lægð er Torremolinos og þangað
streyma Evrópubúar svo skiptir
hundruöum þúsunda, svo að
erfitt er að komast leiðar
sinnar, hvort heldur er gang-
andi eða akandi.
Engin spænska
Maður getur dvalist heilan
mánuð i Torremolinos án þess
að sjá sjóinn, og þar er lika hægt
að stunda veitingahús og ýmsa
opinbera staði og heyra flest
hugsanleg tungumál nema
spænsku. Margir Spánverjar
eyða sumarleyfum sinum á
ströndinni, en þeir hverfa næst-
um i fjöldann.
Norðurlandabúar Þjóðverjar
og Frakkar búa oftast nær
hverjir út af fyrir sig i heilum
samfélögum. Það litla, sem þeir
sjá af spænsku þjóðlifi er helst
nautaat og flamenco dans. Þeir
kaupa minjagripi i "spænskum
lystigarði”, "dæmigerðu kata-
lónsku þorpi”, sem voru smið-
aðir nýlega. Þeir fara i nætur-
klúbba, sem eru innréttaðir i stil
miðaldakastala, og þeir skoða ”
andalúsiska hverfið” i Torre-
molinos, sem hefur glatað sér-
einkennum sinum á bak við sót-
ugar hamborgara- og pylsu-
búðir og veitingahús og vinbari,
sem bera nöfn eins og Esto-
colmo, Finlandia, Edelweiss,
Juanitas Dansk Restaurant og
Duke of Ellington, þar sem
kastpilurnar eru auðvitað ó-
missandi .
Hvers vegna koma þeir út-
lendingar til Spánar, sem sækja
þessa erlendu staði?
"Sólin freistar okkar,” segja
tvö hollensk ungmenni á Loret
de Mar. "Sólin skin aðeins fjór-
ar vikur á ári i Hollandi.”
Ferðaskrifstofa I Rotterdam
bauð lika upp á hagstæðar ferð-
ir, flugfar báðar leiðir og hótel-
herbergi i tvær vikur fyrir
16 þúsund krónur. Þeir kvörtuðu
undan slæmum aðbúnaði, en
virtist standa á sama meðan
veðrið héldist gott.
Margir ferðamenn taka ibúðir
á leigu. Tveggja herbergja ibúð
fyrir sunnan Barcelona er leigð
á 30.000 kr.i ágúst, en leigan er'
lægri á öðrum árstimum.
Margir Evrópubúar hafa keypt
sér ibúðir á Spáni og leigja þær
út þann tima ársins, sem þeir
nota þær ekki sjálfir .
Loks hafa fjölmargir ferða-
menn þann háttinn á, að þeir
búa á ódýrasta hátt, koma með
tjöld eða húsvagna, sem þeir
sofa i á sérstökum tjaldstöðum
gegn nokkurra króna gjaldi.
”Spánn er paradis evrópskra
flakkara,” segir iðnjöfur einn i
Barcelona, sem á glæsilegasta
gistihúsið á Costa Brava, S
Agaró. Það eru engir flakkarar
á S Agaró, þar sem menn verða
að koma til miðdegisveröar með
hálsknýti.
I strangasta skilningi er
hóteleigandinn að lýsa van-
þóknun á hópferðamennsku.
Spænskir hóteleigendur vilja fá
”góða” ferðamenn. Þeir eru
þess fullvissir, að tekjur af
ferðamönnum gætu jafnvel orð-
ið meiri, ef færri, en rikari
ferðamenn gistu Spán.
n Áhrif túrismans að eyðileggja strandlengjuna:
Þar hafa hárskerar og þjónar leyst fiskimennina af hólmi
Hefur þu nokkurn tíma misst minnið við drykkju?
12 spurningar AA-samtakanna,
[171 Nei □
1. Hefurðu nokkurn tíma reynt að hætta
víndrykkju í eina viku eða lengur, en
ekki náð takmarkinu?
Flest okkar höföu margsinnis farið í „bindindi”
áður en viösnerum okkur til AA. Við höfðum gefið
fjölskyldum okkar og vinnuveitendum hátíðleg
loforð, og heit. En ekkert dugði fyrr en við
gengum i AA. Nú einbeitum við okkur aö þvi aö
takaekki fyrsta glasið I dag. Við erum ódrukkin
einn dag i einu.
JáDNeiD
2. Finnurðu til gremju yfir ráðlegging-
um þeirra, sem eru að reyna að fá þig til
að hætta drykkjuskap?
Margir reyna að hjálpa þeim, sem komnir eru i
vanda vegna drykkju En flestum drykkju-
sem gætu veitt þér svör við því
mönnum er illa við ráðleggingar varðandi
drykkjuskap þeirra. (AA neyðir aldrei neinn til að
taka ráðleggingum. En séum við spurð, segjum
við frá reynslu okkar og gefum fáeinar gagnlegar
ábendingar um hvernig það er að lifa án áfengis)
ja nNei □
3. Hefurðu nokkurn tíma reynt að
stjórna drykkju þinni með þvi að skipta
um víntegundir?
Við vorum alltaf að leita að „öruggri” drykkju-
formúlu. Við fórum úr sterku áfengi yfir i létt, vin
eða bjór. Eða við trúöum á vatn sem „blandara”.
Eða við drukkum aðeins hreint og óblandað og
hættum viö kokkteila. Við reyndum að drekka að-
eins á vissum tima dagsins. En það var sama
hvaða formúla var notuð við drukkum okkur alltaf
full.
hvort þú eigir við drykkjuvandamál að stríða
Já □ Nei □
4. Hefurðu fengið þér morgun-,,afrétt-
ara" síðustu T2 mánuðina?
Flest okkar eru sannfærð um af eigin reynslu, að i
svarinu viö þessarispurningu felist næstum örugg
staöfesting á þvi, hvort viðkomandi sé á góðum
vegi meö aö verða alkóhólisti — eða kominn á
lokastig þess, sem kalla mætti eölilega drykkju.
Já □ Nei □
5. öfundarðu fólk, sem getur neytt
áfengisán þess að lenda í vandræðum?
Það er augljóst, aö milljónir manna geta drukkið
viö ýmis félagsíeg tækifæri (stundum mikið) án
þess að skaða sig eða aðra svo nokkru nemi. Hef-
uröu nokkurn tima ihugað hvers vegna áfeng,
býöur svo oft vandræöum heim, þegar þú átt i
hlut?
Já|31 Nei □
Hefur drykkjuvandamál þitt farið stig-
versnandi undanfarna tólf mánuði?
Frá læknisfræðilegu sjónarmiði bendir allt til
þess, að alkóhólismi sé stigrænn sjúkdómur. Þeg-
ar maður hefur á annað borð misst stjórn á
drykkju sinni, verður vandamálið æ erfiðara, en
minnkar aldrei. Alkóhólisti á aðeins um tvennt að
velja (1) að drekka sig i hel eða vera sendur á hæli
eöa (2) forðast áfengi i hvaöa mynd sem er.
JáQMeiD
7. Hefur drykkjuskapur þinn skapaö
vandamál á heimili þínu?
Mörg okkar voru vön að halda þvi fram, að við
drykkjum vegna leiðinda og heimiliserja. Við
fundum sjaldan aö drykkjuskapur okkar jók
vandræðin i stað þess að leysa þau.
Framhald á bls. 4
0
Fimmtudagur T8. október 1973
Fimmtudagur 18. október 1973