Alþýðublaðið - 20.11.1973, Síða 2
Eru karlmenn ekki eins aó6ir kokkar?
AOEINS KONUR HLUTU VERÐLAUN
A sunnudagskvöld voru til-
kynnt úrslit og áfhent verðlaun i
Ljóma-smáréttarsamkeppn-
inni, Var það gert i hófi að bing-
holti i Reykjavik. Davið Sch.
Thorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Smjörlikis h/f, stjórnaði
hófinu og tilkynnti úrslitin, en
Gunnar J. Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri, stjórnarmaður i
Smjörliki h/f, afhenti
verölaunin. Verðlaun voru sam-
tals að upphæð 80 þúsund
krónur.
Fyrstu verðlaun, 40 þúsund
krónur, hlaut frú Gerður Guð-
mundsdóttir, Sævarlandi 8,
Reykjavík, (Dulnefni:
,,Kötturinn Klói”), fyrir Rækju-
pönnukökur. Umsögn
dómnefndar: Frumlegur,
einfaldur i matargerð og ljúf-
fengur.
önnur verðlaun, 20 þúsund
krónur, komu i hlut frú Sigur-
laugar Jónsdóttur, Stekkjar-
holti 4, Akranesi, (Dulnefni
S.J.), fyrir llumarrétt sinn.
Umsögn dómnefndar: Ljúf-
fengur, samsetning góð, ein-
faldur i matargerð.
briðju verðlaun, 10 þúsund
krónur, hlaut frú Linda Wendel,
Blöndubakka 15, Reykjavik,
(Duinefni: ILWA), fyrir Tarta-
lettur með ostamauki.
Umsögn dómnefndar: Tækni-
lega rétt samsett og Ijúffengt
ostamauk og einfalt i lögun.
Fjórðu verðlaun, 5 þúsund
krónur, fékk frú bórunn Hauks-
dóttir, Laufvangi 10, Hafnar-
firði, (Duinefni: „Bitte”), fyrir
Krabbaskál.
Umsögn dómnefndar: Frekar
dýr réttur, skemmtilega sam-
settur og ljúffengur.
Fimmtu verðlaun, einnig 5
þúsund krónur, hlaut frú bor-
björg Jósefsdóttir, Hverfisgötu
31, Hafnarfirði, (Dulnefni:
„Tóbias”), fyrir rétt sinn
Fylitir piparávextir meö
kræklingi og sveppum.
Umsögn dómnefndar:
Nýstárlegur réttur, skemmtileg
meðhöndlun á kryddi, ljúf-
fengur.
Verðlaunahafarnir komu allir
til hófsins ásamt eiginmönnum
sinum eða gestum. bar var
einnigdómnefndkeppninnar, en
hana skipuðu: Haukur
Hjaltason, veitingamaður, for-
maður, frú Agla Marteinsdóttir,
frú Dröfn Farestveit, frú Elsa
Stefánsdóttir, Jón Asgeirsson,
fréttamaður, og Skúli bor-
valdsson, veitingamaður.
Dimnefndin vann mikið starf,
og að ailra dómi, mjög gott
starf. Nefndin athugaði um 260
uppskriftir og prófaði 30 rétti
sérstaklega, og suma oftar en
einu sinni.
bátttaka var alls staðar af
landinu. Karlmenn sendu tölu-
vert af uppskriftum, en engar
þeirra komust i úrslit.
Gestum i hófinu var boðið að
gæða sér á verðlaunaréttunum,
áður en úrslit voru tilkynnt. bað
er til marks um að úrslita-
keppnin var bæði hörð og jöfn,
að allir úrslitaréttirnir voru af
gestum taldir liklegir i fyrsta
sætiö.
RÆKJU-
PÖNNU-
KÖKUR
(Ætlað fyrir fjóra)
1) Eldfast fat er smurt með
Ljóma-smjörliki.
2) Bakaðar pönnukökur heldur
þykkri en við höfum venjulega.
1 pönnukökurnar nota ég 1 egg,
3-4 matskeiðar hveiti, 1/2 dl
vatn og mjólk og bræði bita af
Ljóma, þeyti saman og baka.
3) bá kemur rækjujafningurinn,
sem ég legg i pönnukökurnar:
1/2-1 laukur
1/2-1 epli
150 gr rækjur
1 matskeið hveiti
1 dl mjólk
1 dl rjómi
karrý '
Laukur og epli skorið i smáa
bita og brúnað i Ljóma-
smjörlíki. bá hveiti, mjólk og
rjómi hrist saman og karrý sett
i eftir smekk.
Jafningurinn soðinn i 1 min.
og siðan rækjurnar settar i, en
þær mega ekki sjóða.
Jafningurinn settur á pönnu-
kökurnar og þeim vafið um.
Skornar sundur i miðju og raðað
i eldfasta fatið. Rifnum osti og
bitum af Ljóma-smjörliki er
stráð á. Sett i 200 gr. heitan ofn.
begar Ljóminn er bráðinn og
osturinn fengið fallegan gul-
brúnan lit er rétturinn til.
Ljómandi gott með grænu
salati, ristuðu brauði og hvit-
vfnsglasi.
„Kötturinn Klói”
Frú Gerður Guðmundsdóttir varð 40 þúsund krónum rlkari I Ljóma smáréttasamkeppninni, en þar
hlauthún 1. verðlaun, fyrir uppskrift slna á rækju-pönnukökum.
Davið Sch. Thorsteinsson frkv.stj. Smjörlfkis hf„ óskar frú Gerði til hamingju. Bak við Davfð
stendur Gunnar J. Friöriksson, stjórnarmaður Smjörifkis hf. (Ljósm. K.M.)
Svipmyndir frá Ljóma-hófinu (Ijósm.: Friðþjófur)
Hafnarfjarðar Apótek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
Skipholt 29 — Sími 244(56
BLOMAHUSIÐ
sxmi 83070
Skipholti 37
Opið til kl. 21.30.
Einnig laugardaga
og sunnudaga.
ÞAÐ B0RGAR SIG
AÐ VERZLA f KR0N
o
Þriðjudagur 20. nóvember 1973.