Alþýðublaðið - 07.12.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.12.1973, Blaðsíða 1
| Blaöiö sem þorir] Farinn af sjúkrahúsi VITLEYSAN í STRÆTÓ- KERFINU ER ALLTAF AÐ MAGNAST „Meöal vagnstjóra hjá SVR er mikil óánægja með leiðakerfið, og þar er ljóst, að þeir, sem skipulögðu það, vissu ekkert hvað þeir voru að gera", sagði vagn- stjóri hjá SVR, sem Al- þýðublaðið hafði tal af i gær. Að þvi er hann sagði, er ekki eitt að leiðakerfinu, sem tekið var upp árið 1970, held- ur allt, ,,og það þarf aö stokka kerfið allt upp — þaö gamla var farið að vera nokkuð gott” bætti hann við. Hann sagði, að gallar kerfisins snúi bæöi að farþegum og vagnstjór- unum, og t.d. sé mjög algengt, að fólk þurfi að biða allt að hálftima eft- ir vagni. Það er vegna þess, aö mjög erfitt er að halda áætlun, og tók hann dæmi um það af leið þeirri, sem hann ekur. Hún er 19,4 km. löng, viðkomustaðir eru 60, og fara þarf framhjá 10 umferðarljósum. Þessa leið á hann að aka á 50 minútum, en hann er klukkutima að aka hana, nema þegar allra minnst er að gera. Þeg- ar mikið er að gera, tek- ur ferðin oft enn lengri lima, og smám saman eykst töf vagnsins þannig, að hann er orð- inn heilli ferð á eftir — og fólkið biður á við- komustöðunum i mis- jöfnu veðri. „Kerfið hefur alltaf verið slæmt frá breyt- ingunni”, sagði vagn- stjórinn að lokum, „en vitleysan er alltaf að magnast”. Italir draga sig til baka ISLAND KOMIÐIURSLIT HM! island hefur tryggt sér innar i handknattleik, sæti i úrslitakeppni sem fram fer i Austur- Heimsmeistarakeppn- Þýskalandi i febrúar og Föstudagur 7. des. 1973 273. tbl. 54. árg. alþýöu mars 1974. ísland átti eftir einn leik i undan- keppninni. gegn italiu, en i gærkvöldi barst Hand- knattsleikssambandi islands skeyti frá itölunum, þar sem þeir segjast gefa leikinn, og draga sig þar með út úr keppninni. „Við höfum sent Alþjóöahandknattleiks- sambandinu afrit af þessu skeyti, og óskað eftir staðfestingu á því, að við séum komnir i úr- slitin", sagði Kinar Þ. Mathisen formaður HSÍ, er Alþ.bl ræddi við hann i gærkvöld . island var með Frökkuin og itöluin i uiidankeppninni. og áttu eftir einn leik. gegn itölum ytra. Þar sem italir þurrkast nú úr k e p p n i n n i, s t a n d a islendingar og Frakkar einir eftir, og er inarka- talan i leikjum þjóöanna 41:51 íslandi i vil. italir höfðu dregið mjög á langinn að gefa svar við þvi, hvort þeir ætluöu aö leika gegn Íslendingum og höfðu frest til þess fram á miönætti i nótt. Segja má þvi, að svar þeirra berist á elleftu stuudu. i skeytinu bera þeir við fjárhagsvand- ræðum og deildarkeppni lieima fyrir. ÞORSCAFE STÆKKAR. EN FER HÆGT VEGNA ÞJÚNAVERKF ALLSINS Maöur sá, sem fluttur var með Antoni Högnasyni, bilstjóra, úr fanga- Enn hyggst Þórhallur fylla Há- skolabio / i / •• ut a or- nefnin sín „Útilegumenn i Ódáðahrauni og kon- ungar Svia og Gauta” nefnist fyrirlestur Þór- halls Vilmundarsonar i Háskólabiói á sunnu- daginn kemur. Það er ekki á allra manna færi að fylla stærsta kvikmyndahús landsins út úr dyrum með fyrirlestrum um þjóðleg og visindaleg efni. Þórhallur Vil- mundarson, prófessor, leikur sér þó að þessu, hvenær sem hann boðar fyrirlestrarhald, enda heldur hann svo á efn- inu, að áheyrendur hlusta dolfallnir, þótt fróðleiksmenn greini á um niðurstöður hans. Fyrilesturinn, sem Þórhallur flytur að þessu sinnir fjallar um ýmis kunnustu örnefni á tslandi og Norðurlönd- um, en prófessorinn er, sem kunnugt er, for- stöðumaður örnefna- stofnunar Þjóðminja- safnsins. geymslum lögregl- unnar í spítala í síöasta mánuði, hefur náð fullri heilsu, en sem kunnugt er lést Anton. Maðurinn segir, að þeir hafi ekki neytt neinna lyfja né ólyf jan.Að áliti lækna bendir flest til, að veikindi mannsins hafi stafað af of mikilli Sú regla gildir um opin- bera starfsmenn, að beri brýna nauðsyn til, má framlengja uppsagnar- frest þeirra um allt að sex mánuði frá þeim tima, sem þeir hugðust hætta störfum. Að þvi er Baldur Möller ráöuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins og Páll Lindal borgarlög- maöur sögðu við Alþýðu- blaðið i gær,. gildir þetta þó ekki um lögreglumenn þá, sem hyggjast nú hætta störfum um næstu áramót.nái þeirekki fram kröfum sinum,----nema Þeir á tsleifi VE 63 eru þarna að taka sildarnótina i land eftir tvo mánuði i Norður- sjónum. Túrinn gekk frekar illa, þeir seldu fyrir rúmlega sex miljónir, enda bræla mestallan timann. Nú er bara að biöa eftir loðnunni, og það er fyrir mestu að geta beðið heima. Vestmanna- eyjabátar fara nú heim hver af öðrum, eftir langa „útlegð” vegna gossins. 1 vetur verða þeir svo allir gerðir út frá Eyjum. Myndina tók Guðmundur Sigfússon fyrir Alþ.bl. hvað varðar rikis- lögreglumenn, sem eru 50 — 60 talsins. „Það er ekki hægt að leggja þessa reglu til grundvallar i þessu til- felli’” sagði Baldur Möller,” þar sem mennirnir eru ekki komnir i þjónustu riki- sins”. Páll lindal sagði, að hann telji óvist, að borgin eða sveitarfélögin gætu beitt þessu laga- ákvæði af þeirri ástæðu, að stöður lögregluþjóna þeirra, sem starfa nú hjá þessum aðilum, verða „Ætlunin var að setja þessa framkvæmd i iullan gang strax, en lagðar niður um áramótin — þær verða ekki til lengur. Nái lögregluþjónar ekki fram kröfum sinum, sem Alþýðublaðið hefur áður skýrt frá, getur þvi að öllum likindum ekkert stöðvað þá i að ganga út á miðnætti á gamlárskvöld, nema þessa tiltölulega fáu rikislögreglumenn og hefur Alþýðublaöið fregnað, að allmargir lögregluþjónar hafi i hyggju að hætta störfum hvernig sem allt veltist. vegna þjónaverkfallsins eru horfurnar varðandi veitingarekstur óvissar, svo við höfum hægt á okkur i bili”, sagöi Jón Ragnarsson fram- kvæmdastjóri Þórscafés við Alþýðublaðiö i gær, en nú er verið að reisa við- byggingu við veitinga- húsið, að Brautarholti 20. Viöbyggingin á að risa bakvið húsið og verður tvilyft. Verður þarna um að ræða stækkun á sal þeim á annarri hæð, sem fyrir er, og ennfremur hefur Þórscafé keypt neðstu hæöina af Alberti Guðmundssyni, þar sem áður var m.a. Renault- umboðiö, og verður neðri Islensk „animering” í sjónvarpinu BAKSÍÐU hæö viöbyggingarinnar stækkun á henni. Fram- kvæmdir þessar eru miðaðar við, að vin- veitingar verði á Þórs- café i framtiðinni, en leyfi til þesskonar veitinga hefur þegar verið sam- þykkt hjá borgarráði. F'ramkvæmdir við við- bygginguna eru ekki komnar lengra en það, aö grafið hefur verið fyrir stöplum, sem hún á að hvila á. Að sögn Jóns Ragnarssonar er ekki að búast við, aö lokið verði við bygginguna á næstu- unni. Hæð sú, sem Þórs- café keypti af Alberti Guðmundssyni, hefur verið leigð út til eins árs. Ólafur Ingi- marsson, 41 árs matsveinn á bát frá Stykkishólmi, féll fyrir borð í fyrrakvöld, er ólag reið yfir bátinn, og drukknaði. Hann lætur eftir sig konu og þrjú börn. — áfengisneyslu. NEYÐARÁKVÆÐID NÆR EKKI TIL LðGREGLUMANNA Drukknaði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.