Alþýðublaðið - 07.12.1973, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.12.1973, Blaðsíða 8
 ©VATNS- BERINN 20. jan. • 18. feb. KVtÐVÆNLEGUR: Enda þótt þetta kunni aö verða nokkuö rólegur dagur, þá áttu ýmsu and- ‘ streymi að mæta heima fyrir. Liklegt er, að fjöl- skyldan vilji ekki fallast á ráðagerðir þinar og að rifrildi risi á milli ykkar. ©BURARNIR 21. maí • 20. júnf VIÐBURÐASNAUÐUR: Fátt ber til tiðinda i dag. Þar sem þú verður ekki fyrir neinu teljandi ónæði ætti þér þvi að vinnast allvel. Haltu þig vel að verki og reyndu að vinna sem mest einn út af fyrir þig. Þá gengur þér best og fljótast. ^lFISKA- HéFMERKID 19. feb. - 20. marz KVÍÐVÆNLEGUR: Þar sem likur benda til þess, að engar ferðir verði þér nú til fjár, þá væri þér best að sitja bara heima. Þú mátt ekki treysta fólkinu, sem þú umgengst, og þér hætfír við mistökum i sambandi við vélar, er þú fæst við. ; /^HROTS- WMERKIÐ 21. marz • 19. apr. KVÍDVÆNLEGUR: Þér kemur eitthvað i hug i sambandi við starf þitt, sem vel er tekið af yfir- mönnum þinum. Hætta er þó á, að eitthvað skolist til i framkvæmdinni og er þér kennt um allt saman. Farðu varlega með fé þitt og snemma að sofa. © NAUTIÐ 20. apr. • 20. maí VIDBURÐASNAUÐUR: Vera kann, að þú þurfir að taka á samstarfs- mönnum þinum og kunningjum með silki- hönskum, en innan i silki- hanskanum ætti að vera stálhnefi. Fylgdu þeim áætlunum, sem þú eða þið höfuðið áður lagt og viktu ekki frá þeim. ffik KRABBA- If MERKIÐ 21. jiinl - 20. jiill KVÍÐVÆNLEGUR: Það myndi reynast þér mikill ávinningur ef þú tækir þig nú til og lykir við öll þessi smá-viðvik, er hafa dregist úr hömlu hjá þér og eru farin að angra þig talsvert. Ljúk- irðu þvi nú, þá muntu fá frjálsari hendur I næstu viku. W UÚNIÐ 21. júlí • 22. ág. KVÍDVÆNLEGUIt: Nú er alls ekki rétti tim- inn fyrir þig til þess að , taka þátt i gróðabralli. Vertu á varðbergi, þvi orðaskipti, sem fara á milli þin og maka þins eða félaga, gætu endað i háa-rifrildi. Farðu var- lega i öllum viðskiptum. MEYJAR- WMERKIÐ 23. ág. - 22. sep. KVÍÐVÆNLEGUR: Þú ert enn i vondu skapi siðan i gær og aðstæður eru vist enn þær sömu og þá — þú mátt ekki búast vin neinum sérstökum gleðitiðindum eða að þér gangi sérlega vel. Leitaðu þér hugsvölunar með þvi að umgangast kátt.fólk en forðastu þunglyndið. ^57 VOGIN 23. sep. - 22. okt. KViÐVÆNLEGUR: Gerðu engar breytingar á fjár- eða peningamálum þinum i dag. Þér er mjög hætt viö að gera mistök, 'sem yrðu þér ákaflega dýr. Þú gætir tapað miklu meira fé en þú hefur efni á að missa. ®SP0RÐ- DREKINN 23. okt - 21. nóv. KVÍÐVÆNLEGUR: Nú kunna deilur að vakna um þetta venjulega: pen- ingana. Þú ert ekki sam- mála maka þinum um, hvernig fé ykkar væri best varið. Vertu samt um burðarly ndur og reyndu að forðast óþarfa leiðindi. Starfaöu vel i dag. BOGMAD- URINN 22. nóv. - 21. des. KVÍÐVÆNLEGUR: Enda þótt miklu máli skipti, að þú leggir þig fram einmitt nú, þá er .einnig mjög mikilvægt, . að þú ofreynir þig ekki. Farðu hinn gullna meðal- vel. Þú hefur áhyggjur út af heiisufari einhvers þér nákomins. RAGGI RÓLEGI 22. des. - 19. jan. KVÍÐVÆNLEGUR: Svo lengi sem þú hefur góða stjórn á fjármálun- um, þá ætti allt að ganga vel, en þá þarftu lika að hafa góða stjórn á sjálf- um þér. Gerðu verk þitt eins vel og þú getur og láttu ekki letina ná tökum á þér. JÚLÍA FJALLA-FÚSI LEIKHÚSIN #ÞJÓÐLEÍKHÍIS1Ð KABARETT i kvöld kl. 20. Tvær sýningar eftir. KLUKKUSTRENGIR laugardag kl. 20. FURDUVERKIÐ sunnudag kl. 15 i Leikhúskjallara. BRÚÐUHEIMILI 6. sýning sunnudag kl. 20. Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. FLÓ A SKINNI i kvöld. Uppselt. FLÓ A SKINNI laugardag. Uppselt. SVÖRT KÓMEDIA sunnudag kl. 20,30. FLÓ A SKINNI þriðjudag kl. 20,30. SVÖRT KÓMEDtA miövikudag kl. 20,30. FLÓ A SKINNI fimmtudag kl. 20,30. 150. sýning. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 16620. HVAÐ ER Á SEYÐI? SÝNINGAR OG SÖFN LISTASAFN ASt: Jólasýningin er opin alla daga nema laugardaga, kl. 15—18 til,jóla. 1 fremri salnum að Laugavegi 31 eru eingöngu uppstillingar eða samstillingar eftir Asgrim, Gunnlaug Scheving, Snorra Arinbjarnar, Kristján Daviðsson, Þorvald Skúlason. Kjar- val, Ninu Tryggvadóttur, Jón Stefánsson og Braga Asgeirsson. 1 innri salnum eru verk eftir Kristján Daviðsson, Ninu, Einar G. Baldvinsson, Karl Kvaran, Jóhann Briem, Asgrim og Jón Stefánsson. Málverk Jóns heitir „Bóndinn” og hefur sjaldan verið sýnt. Þá er á sýningunni ein grafikmynd eftir franska myndlistarmanninn Vincent Gayet er nýlega er lokið á safninu sýningu á verk- um hans. MOKKA: Þórsteinn Þórsteinsson sýnir 20 stelmyndir og nokkrar aðrar á Mokka 25. nóvember til 15. desember. ARBÆJARSAFN er opið alla daga nema mánudaga frá 14-16. Einungis Arbær, kirkjan og skruðhús til sýnis. Leið 10 frá Hlemmi. RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR FRÍKIRKJAN i HAFNARFIRDIá 60 ára af- mæli 14. desember. Þeirra timamóta i sögu kirkju og safnaðar verður minnst næstkom- andi sunnudag, 9. desember, með sameigin- legri kaffidrykkju safnaðarfólks i veitinga- húsinu Skiphóli og hefst hún eftir messugjörð i kirkjunni. Um kvöldið verður efnt til að- ventukvölds i kirkjunni. TÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN: Messias eftir Handel verður fluttur i þriðja og siðasta sinn i Háskólabiói á laugardaginn 8. desember kl. 14. A tvo fyrri tónleika var uppselt. Stjórn- andi er dr. Róbert A. Ottósson og flytjendur með Sinfóniunni Söngsveitin Filharmónia og einsöngvararnir Hanna Bjarnadóttir, Ruth L. Magnússon, Kristinn Hallsson og Sigurður Björnsson. BASARAR BÖRGFIRÐINGAFÉLAGIÐ heldur basar 9. desember og minnir félaga og velunnara á að skila munum á hann hið allra fyrsta til Ragn- heiðar (s. 17328 Guönýjar (s. 30372) eða Ragnheiöar (s. 24556). Sótt ef þarf. MÆÐRASTYRKSNEFND KÓPAVOGS er um þessar mundir að hefja jólastarf sitt. Verður úthlutun alla næstu viku, 3.-8. desember kl. 17—21 nema laugardaginn 8. desember, þá kl. 14—18. Úthlutunin er að Digranesvegi 12, sami inngangur og á lækna- stofurnar. Skátar munu heimsækja bæjarbúa fyrir nefndina dagana 8. og 9. desember og taka á móti framlögum. Föstudagur 7. desember 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.