Alþýðublaðið - 07.12.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.12.1973, Blaðsíða 4
Jólagjöfina i dag velur sér Egill Eövarösson, dagskrár- maður hjá Sjónvarpinu. Hann kvaðst vera i töluverðum vanda með aö velja, þvi margt væri það, sem gaman væri aö eign- ast, allskonar smáhlutir. A end- anum ákvaö Egill að æskja þess, að sér yrðu gefnir tveir miðar á hljómleika bandarisku hljómsveitarinnar Chicago Transit Authority, sem haldnir verða i Carnegie Hall i New York 24. janúar nk. — Farið borga ég sjálfur, sagði Egill. Sú jólagjöf gæti verið torsótt, en verð miöanna er frá 4 dollur- um og upp i 8 eftir sætum, eða ca. 320—650 kr. HVAÐ VILT ÞÚ FÁ f JÚLAGJðF? CHICAGO AÐGONGUMIÐA AÐ HLJÓMLEIKUM LUKKUDISIH ER SJO TÍMA Afi IÍTDEILA JÖLA- GLADNINGI HHf Það eiga ýmsir eftir að fá jóla- glaðning hjá Háskólahappdrætt- inu nú i desember. Alls verða 102 milljónir i jólapottinum að þessu sinni, og skiptast þær i 13,500 vinninga. Dregið verður 10. desember, og tekur það verk sjö klukkutima. Þá tekur skrásetning og prófarkalestur langan tima, en á miðvikudagsmorgun i næstu viku ætti svo að verða ljóst hverj- ir eru þeir heppnu i ár. Hæsti vinningurinn eru tvær milljónir i fjórum röðum og ef einhver á sama númerið i öllum röðunum, verður sá hinn sami átta milljónum króna rikari. Þá koma fjórir 200 þúsund króna vinningar og átta 100 þúsund króna aukavinningar, 4,968 vinn- ingará 10 þúsund krónur og 8,516 vinningar á 5 þúsund krónur. Útborgun vinninga hefst þriðju- daginn 18. des, og þá munu ef- laust margir stika léttum skref- um til Happdrættisins i Tjarnar- götunni. Hagræðingar á nú nýja W BUR-Spánartogaranum Nýrri Spánarskuttogari BÚR, Snorri Sturluson, kom 'úr sinni fyrstu veiðiferö á mánudaginn, en skipið seldi afla sinn i Þýska- landi. Voru það 150 tonn. Siðan hefur togarinn verið i. höfn i Reykjavik, og var sá grun- ur farinn að læðast að mönnum, aö eitthvað væri að, eins og raun- in var með systurskip Snorra, Bjarna Benediktsson. Blaðið hafði samband við Martein Jónasson forstjóra, og sagði hann engar bilanir né gallar hefðu komið i ljós, en hinsvegar væri verið að framkvæma smá- vægilegar breytingar á útbúnaði, til hagræðis. Væru þær ekki meiri en svo, að skipið ætti að geta haldiö til veiða á laugardag, ef allt stæðist. — Loftur dregur sig í hlé Loftur Bjarnason. útgerðar- maður hefur að undanförnu látið af störfum i stjórnum ýmissa fé- lagasamtaka sjávarútvegsins vegna aldurs, en Loftur varð á þessu ári 75 ára. Nú siðast lét hann af formennsku i Félagi is- lenskra botnvörpuskipaeigenda, eftir 14 ára formennsku. Aður hafði hann dregið sig i hlé úr stjórnum Ltú og SIF. Loftur var kjörinn heiðurfélagi á aðalfundi FIB. Nýr formaður þessa elsta vinnuveitendafélags landsins er Valdimar Indriðason, Akranesi. FLOKKSSTARFIÐ VIÐTALSTIMAR Alþýðuf lokksfélag Hafnarfjarðar minnir á viðtalstima bæjar- fulltrúa flokksins á hverjum laugardegi kl. 11—12 í skrifstofu flokksins í Alþýðuhús- inu. Á morgun verða til viðtals þeir KJARTAN JÓHANNSSON og HAUKUR HELGASON. □ □ □ Alþýðuf lokksfélag Reykjavíkur minnir á viðtalstímana með þingmönnum og öðrum framámönnum flokks- ins i Reykjavík, sem eru á hverjum laugar- degi kl. 11—12 á skrif- stofu Alþýðuflokksins við Hverfisgötu, simi 15020. Á morgun verður til viðtals SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON, varaþingmaður Al- þýðuflokksins i Reykjavík. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA tSLANDS Á mánudag verður dregið i 12. flokki. 13.500 vinningar að fjárhæð 101.860.000 krónur. í dag er seinasti endurnýjunardagurinn. Happdrætti Háskóia tslands 12. flokkur 4 á 2.000.000 kr. . 8.000.000 kr. 4 á 200.000 kr. . 800.000 kr. 4.968 á 10.000 kr. . 49.680.000 kr. 8.516 á 5.000 kr. 42.580.000 kr. Aukavinningar: 8 á Í00.000 kr. . 800.000 kr. 13.500 101.860.000 kr. Föstudagur 7. desember 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.