Alþýðublaðið - 09.12.1973, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.12.1973, Blaðsíða 8
AÐ TJALDABAKI Nóvember 1973: MACNÚS SKREID UPP f TIL GEIRS OC TÚMAS GERDI DOMMERTU Nóvembermánuöur annó 1973 mun vera einn kaldasti nóvem- bermánuöur, sem komið hefur á tslandi i tfö núverandi flokka- kerfis i iandinu. bá skreið Magnús frá Mel upp i tvibreitt rúmiðtil Geirs Hallgrimssonar, sem Geir haföi byggt einn síðan Jóhann Hafstein fór fram úr. Þá kom Bjarni Guönason inn úr kuldanum og stofnaöi um sig flokk sér til skjóls. bá frusu Lúövik og Magnús Kjartansson fastir viö ráöherrastólana og gátu ekki einu sinni staðið upp, þegar sannfæringin kallaði. Þá kólsiöustu, rytjulegu grasstráin frá i sumar, sem enn börðust við aö standa gegn lögmálum móð- ur náttúru. Og þá lá ólafia úti i grimmdarfrosti og byl, hús- næöislaus förukonan á heiðinni milli austurs og vesturs, sem einnig hafði upprétt staðið i trássi viö öll náttúrulögmál uns nóvemberkuldinn miskunnaði sig yfir skarið. Nú liggur sú farandkona á beði slnum i hvita húsinu við Lækjartorg, sem endur fyrir löngu var haft undir dæmda af- brotamenn islenska, og biður dauða sins. Allur máttur er henni þorrin. Hún hefur enga stjórn lengur á limum sinum og liffæri hennar gera uppreisn hvert gegn öðru. Viljinn til að Þetta er einstæð bók. Hún fjallar um sögu huldu- fólks hér á landi, á annan hátt en áður hefur verið ritað um þenna dularfulla hluta þjóðarinnar. Vegna eigin reynslu, og margra annarra, dregur höfundur ekki I efa að til sé huliðs- heimar og menn hafi um allar aldir haft samband við verur þær, er þessa heima byggja. Þar á með- al er huldufólkið og kunn- ingsskap þess og manna er siður en svo lokið. Trú- in á álfa og huldufólk er ævaforn. Árni Óla segir hér frá reynslu sinni og annarra af huldufólki, álf- um og huliðsheimum. Og sú kemur tíð, að vísindin munu uppgötva þessa hulduheima. Setberg lifa, sem einn hafði haldið henni uppistandandi á ellidögunum, er þrotinn. Rikisstjórn Islands er að deyja. Fljótlega eftir, að þing kom saman i haust lagði rikisstjórn- in fram frumvarp sitt að fjár- lögum fyrir árið 1974. 1 frum- varpi þessu var gert ráð fyrir mjög auknum útgjöldum rikis- sjóðs frá fjárlögum yfirstand- andi árs. Samkvæmt tekjuáætl- un frumvarpsins kom I ljós, að núgildandi reglur um álagningu opinberra gjalda með þeirri skattvisitölu er tillaga var gerð um i frumvarpinu, gátu ekki skilað rikissjóði tekjum, sem nægðu til þess að standa á móti útgjöldunum. Þvi lagði rikis- stjórnin það til i frumvarpinu, að frá og með næstu áramótum yrði söluskattur hækkaður um 2 stig — upp I 15%. Oðruvisi náði hún endum ekki saman. Stjórnarandstaðan tók að sjálfsögðu strax afstöðu á móti þessum ráðgerðu skattahækk- unum. 1 útvarpsumræðum um stefnuræðu forsætisráðherra lýsti Bjarni Guðnason þvi hinu sama yfir. Hann sagði þar skilið við stjórnina og sagði, að hann myndi greiða atkvæði gegn öll- um skattahækkunartillögum 'hennar — m.a. þeirri sölu- skattshækkun, sem fjárlaga- frumvarpið gerði ráö fyrir. Með þessari yfirlýsingu Bjarna Guönasonar var fjárlagafrum- varp rikisstjórnarinnar i raun- inni fallið aðeins nokkrum dög- um eftir, að það hafði fyrst séð dagsins ljós. Að visu nægir and- staöa Bjarna við nýja skatt- heimtu ekki til þess að stöðva afgreiðslu fjárlagafrumvarps- ins, þvf það er afgreitt i samein- uöu þingi þar sem stjórnin hefur enn þingmeirihluta. En allar skattalagabreytingar, sem ráð- gerðar eru I frumvarpinu til tekjuöflunar fyrir rikissjóð, þarf að bera sérstaklega upp á alþingi i frumvarpsformi, sem leggja þarf fyrir báðar þing- deildirnar sitt i hvoru lagi. Og mótatkvæði Bjarna Guðnasonar merkir, að öll slik mál falla á jöfnum atkvæðum i neðri deild. En áfram var engu að siður haldiö með fjárlagagerðina að venju og f járlagafrumvarpið sent f járveitingarnefnd til meðferðar eins og vant er. bar hefur frumvarpiö legið siðan. Eins og venjulega hefur nefnd- inni borist aragrúi beiðna frá ýmsum aðilum um aukin fram- lög úr rikissjóði til hvers kyns athafna og þjónustustarfsemi. Mörg ráðuneytin hafa t.d. alls ekki lokið fjármálalegri áætl- anagerð sinni, þegar fjárlaga- frumvarp er fyrst samið, og koma þvi með mörg erindi og beiðnirum aukin fjárframlög til fjárveitinganefndar, sem hún aö sjálfsögðu verður að taka til- lit til. Þess vegna verður ávallt umtalsverð hækkun á útgjalda- liöum fjárlagafrumvarpsins frá þvi fyrstu umræðu um það lýkur og þar til það kemur frá fjár- veitinganefnd til annarrar um- ræðu. Svo er einnig nú. Fjár- lagafrumvarpið i sinni fyrstu gerð var aðeins forsmekkur þess, sem koma skal. Og nú er viðbótin aðsjá dagsins ljós. Hún mun nema nokkrum þúsundum milljóna króna, og fyrir þeirri viðbótarupphæð er ekki til króna með gati i hirslum rikis- ins. Jafnvel til þess að mæta út- gjöldum frumvarpsins i fyrstu gerð þess þurfti rikisstjórnin umtalsverða skattahækkun. Nú bætast milljónahundruð ofan á súpuna. Hvar á að taka það fé? Rikisstjórnin, sem ekki hefur einu sinni þingmeirihluta fyrir tekjuöflunarráðstöfunum, sem ráð var fyrir gert i frumgerð fjárlagafrumvarpsins, hefur auövitað engin ráð við þvi. Hún er strand. Nú þegar er svo kom- ið, að hún getur ekki afgreitt fjárlög. Og enn á vandinn eftir aö vaxa. Nú starida yfir kjarasamning- ar við allar launþegastéttir i landinu. Þar er allt fast og hefur ekkert miðað frá þvi fyrst var farið að ræðast við. Framundan eru þvi hörð átök á vinnumark- aðinum. beirra mun sennilega ekki gæta fyrir jólin. En i janúar á næsta ári má búast við stórum tiöindum. Þá er útlit fyrir hörö átök á vinnumarkaðinum, sem sennilega munu eiga fáa sina lika i sögu Islenskra kjaramála. Ein meginkrafa verkalýðs- hreyfingarinnar er um skatta- lækkanir. En á sama tima þarf rikisstjórnin að fá skatta- HÆKKANIR og þær meira en litlar. Svigrúmið til þess að mæta verkalýðshreyfingunni á miðri leið er þvi minna en ekki neitt. Jafnvel þótt samningar gangi fyrir sig án afskipta rikisvalds- ins, hvernig á rikissjóður þá að mæta þeim stórhækkuðu út- gjöldum, sem hann verður fyrir vegna launahækkana, sem væntanlega verður um samið. Einsog nú standa mál, þá er fjárlagadæmið óleysanlegt fyrir rikisstjórnina. Hvað þá heldur, ef aukin útgjöld bætast enn við hjá rikissjóði vegna launahækk- ana i landinu. t miðju einhverju þvi mesta góðæri, sem verið hefur á ts- landi, hvað allar ytri aðstæður varðar, eru rikisfjármálin með öllu strand. Rikisstjórnin er komin i sjálfheldu, sem hún kemst ekki út úr. En mun hún ekki reyna? spyrja sjálfsagt margir. Jú, hún mun reyna — ekki að leysa vandann, þvi hún hefur enga lausn á honum, heldur að lafa. Hún mun gera örvæntingarfull- ar tilraunir til þess að halda i sér lifinu. Hvernig? Hún mun leita til Bjarna Guðnasonar og biðja hann um samninga varðandi tilfærslu innan skattkerfisins með dul- búna stórhækkun skatta sem markmið. Bjarni mun ekki þora að segja já. Hún mun leita til Alþýðu- flokksins og biðja hann ákafar en nokkru sinni fyrr um að ganga til liðs við stjórnarflokk- ana. Eins og þegar hefur komið fram i fréttum. hefur Halldór E. Sigurðsson barið nefndarálit út úr nefnd um endurskoðun á tekjuöflunarleiðum rikissjóðs, sem gengur mjög i sömu átt og tillögur Alþýðuflokksmanna á alþingi um kerfisbreytingu i skattamálum. Þessari kerfis- breytingu munu stjórnarflokk- arnir veifa framan i Alþýðu- flokkinn með loforðum um að framkvæma hugmyndir hans um skattkerfisbreytingu án taf- ar, ef það gæti orðið til þess, að Alþýðuflokkurinn fengist annað hvort til þess að koma i stjórn- ina eða alla vega að hjálpa henni til þess að leysa fjárlaga- vandann. En þingmenn Alþýðu- flokksins og forystusveit hans eru ekkert ginnkeyptir fyrir þvi að setjast á brún hengiflugsins við hliðina á stjórnarflokkun- um. Hvers vegna skyldu þeir lika leggja pólitiska framtið flokks sins að veði til þess að bjarga dauðvona rikisstjórn flokka, sem kratarnir eiga grátt að gjalda? Svo mikið munar kratana ekki i völdin. En á hinn bóginn munu þeir að sjálfsögðu fúslega þiggja alla liðveislu við tillögur sinar um kerfisbreytingu skattamálanna — en sú kerfisbreyting ein út af fyrir sig gagnar ekki stjórninni. Hún þarf breytingar, sem leiða til mjög hækkaðra skatta og til slikra breytinga fær hún Al- þýðuflokkinn ekki. Þá mun rikisstjórnin gera til- raun til þess að fá afgreidd fölsk fjárlög. Það er að segja, hún mun reyna að setja inn i fjárlög- in einhverjar tilbúnar tölur — allt of hátt áætlaðar tekjur og allt of lágt áætluð útgjöld — þannig að fjárlagafrumvarpið beri ekki með sér að til neinnar nýrrar skattheimtu þurfi að koma. Auðvitað er hægt að búa til einhverjar slikar tölur út i loft- ið. En það leysir að sjálfsögðu engan vanda. Auk þess eru fjár- lögin nú unnin þannig, að mjög erfitt eða nær ógerningur er að leyna slikum tilraunum til föls- unar á fjárlögum. Stjórnarand- stæðingar munu eiga ákaflega auðvelt með að fletta rækilega ofaii af sérhverri slikri tilraun og þvi munu þær einnig fara út um þúfur. Eftir er þá aðeins eitt. Sem sé það að afgreiða fjárlögin alls ekki. Og þann kostinn mun rikisstjórnin taka. Hún mun taka fjárlagafrumvarpið til annarrar umræðu alveg á næst- unni; og siðan ekki söguna meir. Þingmenn munu koma heim úr jólaleyfi að fjárlögun- um óafgreiddum. Rikisstjórnin getur ekki leyst hnútinn. Hún er þrotin. Og fjárlagavandinn, sem hér hefur verið gerður að umtals- efni, er langt i frá eina vanda- mál rikisstjórnarinn- ar. Sjáið atvinnuvegina! Nýju skuttogararnir geta ekki staðið skil á vöxtum og afborg- unum af lánum á fyrsta út- gerðarári. Hvernig haldið þið að afkoman verði, þegar olian hef- ur hækkað um allt að 100% og veiðarfæri um jafnvel eitthvað álika? Undirstöðuatvinnugreinarnar — iðnaður, útgerð og fiskvinnsla — eru þannig staddar nú, að viða blasir við rekstrarstöðvun. Og nú eru launahækkanir á döf- inni ásamt stórhækkunum á flestum innfluttum rekstrarvör- um og orku. Hvernig á að koma þvi dæmi heim og saman með öðru móti en óskaplegri verð- hækkanaskriðu strax upp úr áramótunum til þess að rétta við hag þeirra fyrirtækja, sem framleiða fyrir innanlands- markað og stórri gengisfellingu i febrúar eða mars til þess að rétta við hag útflutningsat- vinnugreinanna? Slagorð og upphrópanir duga hér skammt. tslendingar hljóta að vera farn- ir að þekkja aðdraganda geng- isfellinga og verðhækkanaflóðs það vel, að þeir finni lyktina. Þannig ris hvert ólagið við annað. Rikisstjórnin er úrræða- laus og jafnvel þótt hún hefði úr- ræðin, þá hefur hún ekki þing- styrk lengur til þess að beita þeim. Og enn er eftir eitt: varnar- málin. Með 1. desemberleiðara sinum gerði Tómas Karlsson ót- rúlega „bommertu”. Vel má vera, að þau viðhorf, sem þar komu fram, séu einmitt viðhorf Framsóknarforystunnar, en sá timi, sem valinn var til þess að slá þeim fram, er svo óskaplega rangt valinn — slik hroðaleg mistök — að einna helst minnir á þann ægilega afleik, sem Lúð- vik Jósepsson lék i landhelgis- málinu, þegar hann kastaði neitun þingflokks Alþýðubanda- lagsins við frumdrögum land- helgissamningsins framan i for- sætisráðherra, en sá afleikur kostabi Alþýðubandalagið stöðu flokksins i landhelgismálinu. Þvi verður vart trúað, aðEinar Ágústsson og Ólafur Jóhannes- son hafi verið allskostar vak- andi, þegar þeir heimiluðu Tómasi Karlssyni birtingu um- rædds leiðara aðeins nokkrum dögum áður, en tilkynnt var um þau undirmál Einars við Bandarikjamenn að fresta varnarmálaviðræðunum, sem fram áttu að fara 17. des., fram yfir áramótin, en sú ráðstöfun átti einmitt að vera einn af stóru leikjunum i þvi valdatafli, sem framsóknarmenn og kommar heyja nú á siðustu hérvistardög- um rikisstjórnarinnar. Með þessum leiðara hafa kommúnistar nefnilega fengið þá stöðu, sem þeir helst hefðu kosið. Nú geta þeir krafist upp- gjörs um varnarmálin áður en lausn kjara- og efnahagsmál- anna verður i brennidepli og þvi skotið sér undan að taka afstöðu til þeirra vandamála, en ætlan Framsóknarflokksins var ein- mitt sú að taka efnahagsvanda- málin á dagskrá i rikisstjórn- inni á undan varnarmálunum. En nú eiga kommúnistar leik- inn. Nú geta þeir af þvi tilefni, sem leiðari Timans hefur gefið þeim, krafist þess, að afstaða verði tekin i rfkisstjórninni á allra næstu dögum til þess hvort segja eigi upp varnarsamningn- um strax eftir 25. desember nk. og hótað brottför úr stjórn fáist það ekki fram. Frumkvæðið um slit stjórnarsamstarfsins er þvi komið i þeirra hendur fyrir mistök Tómasar. En á hvorn veginn, sem sú viðureign kann að fara, þá er eitt ljóst. Lif rikisstjórnarinnar hangir nú á bláþræði. Oft hefur tæpt staðið um lif hennar, en aldrei eins og nú. Þegar það svo bætist við, að viljinn hjá stjórnarflokkunum til þess að láta stjórnina lifa er að mestu þorrinn, þá verður ekki séð annað, en að endalokin séu skammt undan. Það strið, sem nú er háð innan rikisstjórn- arinnar, er dauðastrið. Og dauðastrið sitt getur enginn unnið. Orri 0 Sunnudagur 9. desember 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.