Alþýðublaðið - 09.12.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.12.1973, Blaðsíða 7
Þorgrimur Gestsson BILAR OG UMFERÐ hlutum í 40 Þaö er alkunna, aö mikinn hluta af þvi, sem til þarf viö framleiðslu á bilum, kaupa verksmiðjurnar frá sérverk- smiðjum, og gildir að sjálfsögöu það sama um varahluti. Þeir varahlutir sem bilaumboðin ar selja bileigendum, eru þvi seldir með álagningu framleiðandans, álagningu bilaverksmiðjunnar og að lokum umboösins. Þetta gildir um hluti eins og allt i raf- kerfið, allar legur o.fl., og segir sig sjálft, að hagkvæmara er að kaupa þá hjá verslunum, sem flytja þá beint frá sérverk- smiðjunum. Hér á tslandi er litið um slikar verslanir, en þó hefur ein starfað i 40 ár á þessum grund- velli. Það er Kristinn Guðnason, sem einnig hefur umboð fyrir BMW og Renault. Kristinn Guðnason setti upp verslun sina aö Klapparstig 27. 1. desember 1933, og fyrst i stað sérhæfði hann sig i sölu á vara- hlutum i bila frá Banda- rikjunum, Þýskalandi, Frakk- landi og Bretlandi. Þá höföu verið settar strangar hömlur á allan innflutning til landsins og erfitt aö fá leyfi fyrir inn- flutningi á varahlutum sem öðrum vörum. Varahlutaskort- ur var þvi mikill, og þessi sér- verslun mjög timabær. Árið 1964 tök Kristinn að sér umboö fyrir bifreiðaverk- smiðjuna Bayeren Werke, sem framleiðir BMW, og árið 1970 tók hann við Renaultumboðinu af Albert Guömundssyni. Þar sem þessu fylgdi að taka varö upp viðgerðarþjónustu fyrir þessar gerðir, varð fyrir- tækið að fá stærra húsnæði, og flutti hann þá starfsemi sina aö Suðurlandsbraut 20 i nóvember á sl. ári. Nú ætlar lögreglanaö hafa eftirlit Lögreglan boðaði það fyrir fáeinum dögum, að á næstu mánuðum verði á ýmsum hættulegum gatnamótum (eða öllu heldur gatnamótum, sem mönnum hefur oröið hált á — þau eru ekki öll hættuleg) lög- regluþjónar, bæði einkennis og óeinkennisklæddir, til að lita eftir þvi að menn virði umferðarré11 i n n , og stöövunar- og biðskyldu á gatnamótum. Að sögn lögregl- unnar eru það brot á þessum reglum, sem valda flestum umferðarslysum i Reykjavik. Þetta er góöra gjalda vert, en i þessu sambandi skýtur upp ýmsum spurningum. Hef- ur eftirlit lögreglunnar með þessum atriðum i umferðinni og öðrum verið litið sem ekkert hingað til? Hefur lög- reglan legiö á liði sinu viö eftirlitsstörf til þessa, — eða hvernig er hægt að stórauka svoa allt eftirlit, þegar lög- reglan er alltaf kvartandi um mannfæð og óhóflegt vinnu álag? A að auka þetta vinnuálag enn? En það er semsagt góðra gjalda vert, að nú á að fara að hafa eftirlit með einhverju, og á næstunni verða tekin til um- ræðu hér á siðunni ýms atriði, sem lögreglan mætti bæta á skrána sina. Reynsluakstur Alþýðublaðsins: LADA ÍLSKU ÆTTAR- miÍTIN LEYNA SÉR EKKI TÆKNILEGAR VIPPLVSINGAR Vél: 4 strokkar i línu, borun/slaglengd 76 mmxóómm. Rúmtak 1198 c.c./ þjöppunarhlut- fall 8,8:1. Hestöfl 65 v/5800 snún. Kúpling: Með vökva- átaki. Bremsur: Sjálfstíllandi diskar að framan, borð- ar að aftan, tvöfalt kerf i. Stýri: Snekkjustýring. Hjólaupphengi: Gormar og jaf nvægisstöng að framan, stífur afturöx- ull með Panhardstöng og gormum. Hæðundir lægsta punkt: 17 sm. Snúningsradíus: 5,5m Dekk: 155x13" Þýngd: 965 - (eigin þyngd) Rússneski fiatinn, Lada, er þannig til kominn að Sovétmenn keyðtu framleiðsluréttindi á biln- um af verksmiðjunni, sem aftur sendi tæknimenn til þess að ann- ast undirbúning framleiðslunnar. Útúrsovésku verksmiðjunni kom svo endurgerður Fiat 124, sem var framleiddur á ttaliUjá árun- um 1966 — 1970, og m.a. kosinn bill ársins á Norðurlöndunum eitt ttalski svipurinn leynir sér ekki á Lödunni, og sé betur að gáð kemur i ljós, að allur frágangur er italskur, — þetta er fyrsti rússneski billinn, sem virkilega er hægt að hrósa fyrir góðan frá- gang. Verðið er hinsvegar ekki ítalskt, Ladan er taldvert ódýrari en samsvarandi italskur bill (lik- lega Fiat 132 núna), en verðið er aðeins kr. 327 þúsund, og þá er ryðvörn með meiru innifalið. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á Lödunni frá þvi hún hét Fi'at 124. Vélin er stærri, —■ 1198 rumsentimetrar, slaglengri og lágþrýstari (8,8:1), en það kemur sér afar vel hér á landi alveg eins og i Sovétrikjunum — oktantalá bensinsins er lægri i báðum lönd- unum en viðast annarsstaðar, og sliku bensini hæfa lágþrýstar vél- ar betur en háþrýstar . Slgngar og lágþrýstar vélar endast lika leng- ur en hinar. Auk þess er undir- vagninn styrktur frá þvi sem var i Fiat 124. Hinsvegar vanta i Löd- una hjálparátakiö á bremsurnar, sem er i öllum itölskum Fiatbil- um, og er það miður. Það gerir það að verkum, að bremsurnar, i Lödunni eru heldur þungar. Að innan er Ladan all þokkaleg, enda alveg eins og Fiat 124, eða þvi sem næst. Ljósadýrðin i mælaborðinu er mikil: smurljós, hleðsluljós, ljós, sem sýnir þegar litið bensin er eftir, blikkandi handbremsuljós, svo það helsta sé nefnt. Auk þess er i mælaboröinu bensinmælir og hitamælir, sem er lágmarks- mælafjöldi. Lofttúðurnar eru á sama stað og á öllum Fiatbilum, ofan á mælaboröinu, og miðstöðin er að sjálfsögðu kraftmikil (eins og á öllum Fiötum) en heldur hávaðasöm. Það er þó bót i máli, aö hún þarf ekki að vera i gangi eftir að billinn hefur einu sinni verið hitaður upp, þá nægir að láta loftið blása sjálfkrafa i gegn um hana. Fyrirkomulag á öllum stjórntækjum er nokkuð gamal- dags (ekki þar með sagt að það sé slæmt), en takkarnir fyrir ljós, þurrkur og miðstöð eru á mæla- borðinu, sjálfu i stað þess, að nú er þetta yfirleitt komið i arma á stýrinu. Billinn er mjög rúmgóður og sætin virðast ágæt, og útsýni er gott. Girskipting er i gólfinu, og er lipur i meira lagi, — samhæf- ingin er mjög góð, og verður aldrei vart við hnökra i skipting- unni, hvort sem skipt er upp eða niöur. Bremsukerfið er tvöfalt, borðar að aftan en diskar að framan. Hinsvegar er ekki hjálparátak á bremsurnar eins og er i öllum Fiatbilum, og verður að telja það nokkurn galla, þvi bremsurnar eru nokkuð þungar. Miðað við afturhjóladrifsbil, virðist Ladan hafa ágæta aksturshæfileika. Einn galla verð ég þó var við þegar i upphafi. Hann er sá, að átakið á bensin- gjöfinni viröist misjafnlega mikið eftir þvi i hvaöa stöðu hún er þannig, að ætli maður að taka snöggt af stað rýkur vélin skyndi- lega upp i mikinn snúning, og hjólin spóla. Þetta hlýtur þó að ven.jast eins og annað. 65 hestafla vélin gefur alveg feykinógan kraft og góða snerpu, en hún er dálitið hávaðasöm, og hávaðinn berst talsvert inn. En sökum þess hvað vélin er slag- löng, hefur hún lika góða seiglu („tork”), eða 8,9 kgm v/3400 snúninga. Lada virðist vera ein af þeim örfáu tegundum bila, sem eru á skynsamlegu verði hér á landi, og þvi einn af þeim örfáu bilum, sem venjulegt fólk-ætti að kaupa. Hinsvegar er ekki vitað enn, hvernig hann verður i endursölu, en það ræður að sjálfsögðu lika miklu um hagkv. þess að kaupa bilinn. Ef endursöluverðið verður eins lágt og á flestum öðrum rússneskum bilum eru Ladaselj- endur komnir i dálitið slæmt mál, en hinsvegar held ég, að itölsku sérfræðingarnir og Fiat 124 ættu að vera sæmileg trygging fyrir traustum bil. Einnig má benda á, að Rússinn hefur ákveðið að framleiöa bilinn óbreyttan i allt að 10 árum, og eru gerir þaö sitt varðandi endursöluna. — Sjálfur mundi ég ekki hika viö að kaupa Lödu væri hún með framhjóla- drifi. Að ofan: Hússneski Klatinn, Lada. Rússnesk framleiösla en italskur frágangur. Til hlið- ar: Innréttingin er fengin úr Kiat 124 eins og flest annað. Kristinn Guðnason Sérhæföur í vara- Sunnudagur 9. desember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.