Alþýðublaðið - 09.12.1973, Blaðsíða 5
Teddy - hugrakki drengurinn minn
EFTIR EDWARD KENNEDY
A veggnum I einkaskrifstofu
Edwards Kennedys þingmanns i
gamla þinghúsinu hangir inn-
rammað bréf, sem sonur hans
Edward yngri, skrifaði fyrir
fjórum árum. Þá var hann átta
ára.
Bréf þetta er kallaö „Uppreisn
Teddys” og Kennedy hefur mikið
dálæti á þvi.
t þvi stendur: ,,Þú ert ekkert að
hlýða mér yfir. Þú ert ekkert aö
leiðrétta stilana mina. Þetta er
frjáls heimur.”
Þetta er frjáls heimur og á
stundum strangtað lifa i honum.
Heimur, sem tólf ára drengur —
Teddy Kennedy — sem unni fót-
bolta, sundi, skiðaferðum og sigl-
ingum — verður aö horfast i augu
við vitandi, að hann verður að
byggja upp lif sitt á nýjan leik
eftir að fótleggurinn var tekinn af
fyrir ofan hné á hægra fæti til að
koma i veg fyrir beinkrabba.
,,Ég held, aö eitt þaö erfiöasta
sem ég hef gert, hafi verið, þegar
ég sagði Teddy frá uppskurö-
inum,” segir Kennedy. ..Hann
grét og ég grét. Teddy brást afar
manneskjulega við. Hann var
hræddur.
Hann er hugrakkur af litlum
dreng að vera, en nú sá ég allt
það, sem litil börn óttast, koma
upp á yfirborðið. Gat hann farið
Amerísk
HRÍSGRJÓN
(%iana)
RIVER hrísgrjón þekkir húsmóöirin og veit hve hagkvæm
þau eru, sérstaklega i grauta. RIVIANA býöur nú einnig:
AUNT CAROLINE hrisgrjón, sem eru vítaminrík, drjúg, laus
í sér, einnig eftir suöu og sérstaklega falleg á boröi.
SUCCESS hrísgrjón koma hálfsoðin i poka, tilbúin
í pottinn. RIVER brún hýðishrisgrjón holl og góö.
FLUFFY whi
brand
$ KAUPFÉLAGIÐ
aftur i útilegu? Gat hann farið i
siglingar? Mátti hann fara á skiði
með fjölskyldunni?
Sem betur fer gat ég fullvissað
hann um allt þetta. Ég held — ég
von að eg hafi hughreyst hann
Htillega.”
Hvernig er þessi drengur, sem
er svo likur móður sinni, Joan
Kennedy?
Þingmaðurinn svarar þessari
spurningu hikandi: „Hann vildi
fá að vita, hvað yrði um fótinn
eftir, að hann hefði verið tekinn af
honum," sagði hann. „Teddy
vildi endilega, að hann yrði
notaður til rannsókna.”
Það var engu likara en það væri
kökkur i háisi þingmannsins.
Hann leit andartak á inn-
rammaða mynd, sem hékk á
veggnum andspænis honum. Það
var ein af þessum augnabliks-
myndum — Teddy og faðir hans i
faðmlögum.
Þingmaðurinn virtist skyndi-
lega svo ungur og auðsærður.
Brúntháriðliðaðistum enni hans,
blá skyrtan var opin i hálsinn og
röndótta bindið út á öxl.
Þetta viðtal, sem hér um ræðir,
fór fram I innri skrifstofu hans,
skammt frá þeirri dieild, sem
hann átti eftir að vinna allan
daginn. Hann var einn af formæl-
endum nefndar um almennings-
styrk til handa öllum frambjóð-
endum stærri flokka, bæði hvað
við kæmi forsetakosningum og
þingmannakosningum. Þetta
frumvarp samþykkti þingið með
57-34 atkvæðum.
HANN ER FORVITINN
OG
HUGRAKKUR. MJÖG
IIUGRAKKUR...
Hvarvetna var eitthvað, sem
minnti á Teddy yngri.
Módel-bátur, sem gerður var úr
spýtum og nöglum, stóð á bóka-
hillunni fyrir aftan gljáfægt
maghónl-skrifborö þing-
mannsins.
„Var þetta ekki bara vel af sér
vikið?” spyr þingmaðurinn
hreykinn eins og hver annar
faðir. „Linurnar eru góðar og
vinnan ekki siðri.”
Það var erfitt að spyrja
nokkurs, en þingmaðurinn var
reiðubúinn til að tala. Hann sagði
már, að Teddy litli ætti að fá
gervifót og allt um framfarir
hans.
Hann lýsti þessum syni sinum,
sem hann elskar svo heitt og sem
tekur framtiðarhorfunum svo
hetjulega.
„Teddy er vel gefinn, elsku-
legur og viðkvæmur,” sagði faðir
hans. „Hann er forvitinn og
þrunginn ævintýraþrá. Hann er
hugrakkur. Mjög hugrakkur.”
Guðfaðir drengsins, Johan
Tunney þingmaður, sem var
skólabróðir föður hans i laga-
skóla, er mjög hrifinn af kimni-
gáfu Teddys litla.
„Hann er afar glaðvær krakki.
Hann er glettinn og strákslegur.
Hann gæti gert, hvað sem er —
farið með fljótaskipi, ekið á
dráttavél á búgarði frænda mins,
talað við fullorðna yfir málsverði.
Honum likar vel við alla og öllum
likar vel við hann.”
ÁHYGGJUR MÍNAR
GERÐU
HANN ÁHYGGJU-
FYLLRI.
Frænka Teddys, Jean Kennedy
Smith, gleymir þvi aldrei, þegar
hann vaknaði eftir að fóturinn
hafði verið tekinn af honum og
hugsaði fyrst og fremst um aðra.
„Teddy bað pabba sinn og
mömmu blátt áfram afsökunar á
Óhamingja Kennedyanna riður ekki við ein-
teyming. Kennedyfjölskyldan er vafalaust ein-
hver mest elskaða og hataða fjölskylda Banda-
rikjanna og sífellt fórnarlamb harmleikja, sem
myndu riða þrekminni f jölskyldu að fullu. Mesta
áfallið var morðið á bræðrunum John og Robert,
en siðasta áfallið lenti á syni Edward Kennedys,
Teddy, sem varð að láta lima af sér fótinn vegna
beinkrabba, aðeins tólf ára gamall. Drengurinn
er nýkominn heim af s júkrahúsi og hér á eftir er
þvi lýst, hvernig hugrekki hans hefur hjálpað
fjölskyldunni til að lifa einn harmleikinn enn af.
ónæðinu, sem hann hefði valdið
þeim,” segir hún. „Og hann hafði
lika áhyggjur af þvi, að hann
hefði með þessu eyðilagt þakkar-
hátiðina fyrir allri fjölskyldunni.
Það eru ekki margir tólf ára
drengir, sem hefðu hugsað
svona.”
Teddy er hrifinn af iþróttum, en
samt vildi hann frekar stjörnu-
sjónauka en reiðhjól, þegar faðir
hans spurði hann, hvað hann vildi
fá i afmælisgjöf.
„Það kom mér á óvart,” segir
þingmaðurinn brosandi. „Ég
hélt, að hann langaði i reiðhjól, en
hann skemmti sér svo vel við
stjörnusjónaukann og fylgdist
með ferli reikistjarnanna. Hann
hefur mikinn áhuga á halastjörn-
unni, sem nú nálgast jörðu.
Það er lærdómsrikt að virða
stjörnurnar fyrir sér. Þær eru
stærri en við. Ég held, að það
skipti Teddy miklu máli nú.
Þessi reynslutimi hefur ekki
verið átakalaus fyrir þing-
manninn...
„En,” segir hann,” áhyggjur
minar gerðu Teddy aðeins
áhyggjufyllri og þvi varð ég að
vera jákvæður og glaðvær.”
Hann minnist þess,, hvað Teddy
var alvarlegur, þegar hann
spurði um gervifótinn. Hvað var
hann þungur? Væri sárt að hafa
hann?
„Móðir min kenndi okkur, að
eina leiðin til að horfast i augu við
erfiðleikana, væri að bera höfuðið
hátt,” sagði Kennedy þingmaður.
„Hún kom til Teddys og hug-
hreysti hann mikið. Hún var i
hálftima hjá honum. Hann sýndi
henni bréf frá fótboltaliði
Washington Redskins, sem allir
leikmennirnir höfðu skrifað undir
og hún lagði strax til, að hann
hæfi undirskriftasöfnun.”
Kennedy þingmaður átti einnig
erfitt með að segja systkinum
Teddys — Kara, 13 ára og
Patreki, 6 ára — fréttirnar.
„Kara varð mjög áhyggjufull.
Hún var I fjórar eða fimm
klukkustundir hjá Teddu á
þakkarhátiðinni og næstu sunnu-
daga.
Patrekur heimsækir bróður
sinn á hverju kvöldi. Hann er
sispyrjandi um uppskurðinn.
Hvers vegna og hvernig afli-
munin fór fram. Hann hafði
mikinn áhuga á þessu öllu og var
forvitinn.”
MIKIÐ ÁFALL, SEM
TENGIR
OKKUR FASTARI
BÖNDUM.
Aflimunin var mikið áfall fyrir
Joan Kennedy, móður Teddys.
„Hún tók þetta mjög nærri
sér,” segir þingmaðurinn. ,, Hún
brotnaði alveg, þegar hún frétti
það. Við höfðum stöðugt
samband, meðan hún var i
Evrópu, en það var mikið áfall
fyrir hana, þegar hún fékk að
vita, hvað þetta var alvarlegt.
Hún hefur verið mikið á sjúkra-
húsinu og návist hennar hefur
hjálpað Teddy mikið.”
Hefur þetta áfall tengt þau
fastari böndum? Þingmaðurinn
er hugsandi um stund, en svarar
svo: „Já, það held ég.”
Teddy Kennedy er mjög félags-
lega hugsandi eins og föður-
bræður hans, Johan F. og Bobby
Kennedy.
„Hann sá alltaf um gjafirnar
handa þeim, sem þurftu að sitja
heima, þegar við fórum út að
sigla, ” sagði Kennedy þing-
maður.
„Honum liggur mjög á hjarta
allir þeir, sem skildir eru
útundan, ekki áðeins i fjölskyld-
junni, heldur og um viða veröld.”
En Teddy litli er alls ekkert
ofsa góður strákur. Tunney guð-
faðir hans rifjar upp ferðalag,
sem hann fór i með Teddy og tólf
ára syni sinum.
„Strákarnir ákváðu að sofa i
svefnpokunum undir beru lofti, en
við þingmennirnir sváfum i
fjallakofanum,” sagði hann. ,,
Teddy yngri striddi okkur enda-
laust og sagði, að við værum eins
og eldgamlar pöddur, sem kysu
heldur hlýjuna og velliðanina.
Hann gerði þetta glettnislega
og góðlátlega. Það eru alltof
mörg börn, sem eru munnhvöt við
foreldra sina.”
IIANN VERÐUR BARA
STERKARI.
Þegar Tunney hugleiddi fram-
tiðina, bætti hann við: „Ég held,
að hann eigi eftir að sigrast á
bækluninni og verða enn sterkari.
Hann hefur forystuhæfileika og
það hefur mikið að segja.”
Fólk um viða veröld hefur
brugðist við þessum siðasta
harmleik innan Kennedy-
fjölskyldunnar.
Á tæpri viku fékk Teddy yngri
rúmlega 30 þúsund bréf. Þeim
var hlaðið snyrtilega upp i skrif-
stofu þingmannsins og einkaritari
hans, Frú Angelique Lee tók á
móti rúmlega 200 gjöfum, sem
sendar voru hvarvetna að úr
Bandarikjunum til drengsins.
Teddy er hrifnastur af upp-
trekktum húsmerði, sem maður i
Akron, Ohio, sendi honum með
þessari kveðju: „Hélt, að þú
gætir leikið þér að honum.
þessum.”
„Teddy er yfir sig hrifinn af
honum,” sagði Kennedy þing-
maður brosandi. „Hann er afar
likur húsmerði i búri og svo er
þetta góðs viti, þvi að húsmerðir
borða bæði slöngur og annað, sem
hættulegt er.
Hann var einnig mjög hrifinn af
ár, sem fljótastrákarnir sendu
honum. Þeir skýrðu fyrirhonum,
hvernig árinni væri beitt i
straumköstum, hvernig þessi ár
hefði bjargað þeim úr voða og frá
þvi að lenda i fossum og hvernig
ætti að róa af öllu afli til að
komast á fast land aftur. Þessi
gjöf var falleg og Teddy skildi
merkingu hennar. Hann hafði
hana inni I herbergi sinu á sjúkra-
húsinu.”
Frændi Teddys, Chris, sonur
Ethels Kennedys, skrifaði honum
bréf á rauð-,hvit- og bláröndóttan
pappir.”Kæri Ted. Ég vona, að
þér liði betur. Ég vona, að þér liði
vel, þegar þú kemst af sjúkra-
húsinu.”
Fótboltaliðið Green Bay
Packers bað ekki aðeins fyrir
Teddy, heldur buðu þeir honum
að koma á kappleik um leið og
hann teldi sig hafa heilsu til og
það boð ætla hann að þiggja.
Einhver manneskja á Italiu
sendi tólf rauðar rósir. Allir
bekkjabræður hans i St.Albans,
sem er skóli i Washington,
skrifuðu honum bréf.
Teddy er önnum kafinn við að
sem ja bréf — þakkarbréf til allra,
sem óskuðu honum góðs bata...
það er langur listi og á honum er
m.a. Nixon forseti og forseti
Pakistans.
Einn margra vina Teddys, sem
heimsóttu hann á sjúkrahúsið var
efnafræðikennari hans við St.
Albans, Alexander Haslam, en
hann sagði seinna: „Teddy fær
aukatima, þangað til að hann
getur komið aftur i skólann.
Hann hefur sifellt bætt sig, hvað
námið snertir. Þetta er mjög
kröfuharður skóli og meðal
nemanda i St. Albans er hámarki
þeirra náð er þeir fá námsstyrk i
Bandarikjunum.”
Minnir St. Albans skólinn á
skóla „hr. Chips”, sem við lásum
um i skóla? Hasíam brosir við,
þegar hann svarar: „Að vissu
leyti. Við göngum enn i skikkjum
og aginn er strangur.
En ýmislegt hefur breyst.
Bekkjardeildir eru opnar og við
höfum samkennslu við stúlkna-
skóla.”
Haslam og Teddy ræddu aðal-
lega um stjörnufræði i
heimsókninni á sjúkra-
húsið.,,Hann langar mikið til að
vita allt, sem vitað verður um
halastjörnuna,” sagði kennarinn.
Það er áhugavert, að tveir
menn, sem aldrei höfðu rætt
Teddy innbyrðis höfðu báðir það
sama um hann að segja. Þeir eru
Haslam og séra James English i
The Holy Trinity Church, en þar
hefur drengurinn verið altaris-
drengur i þrjú ár.
„Hann hefur innri trú, sem ber
hann uppi,” segir Haslam.
„Ég held, að hann hafi mikla
innri trú, þvi að hann hefur sýnt
slikt þrek i raunum sinum,” segir
séra English.
HANN ER TRÚAÐUR...
OG ÞAÐ STYÐUR
HANN.
„Teddy var afar sorgmæddur,
þegar hann frétti um aflimunina,
en brátt sigraði innri ró,” sagði
séra English.
„Ég held, að þetta sé styrkur,
öryggi. Ég held, að trúin hafi
hjálpað honum mikið.
Ég sagði Teddy, að þetta væri
mælikvarðinn á það, hvort allt,
sem við tölum um i kirkjunni væri
raunverulega það, sem hann tryði
á. Ég sagði honum, að hann
myndi skilja seinna, hvers vegna
guð hefði látið þetta koma fyrir.
Tólf ára drengir eiga ekki auð-
velt með að orða hugsanir sinar,
en ég fann, að ég átti athýgli hans
óskipta.”
Séra English vigði Kathleen
Kennedy, dóttur Bobbys, og
David Townsend 17. nóvember,
morguninn, sem fóturinn var
tekinn af Teddy.
„Þetta var dagur þrunginn
gieði og sorg,,, segir hann.” Ég
vona, að ég sjái Teddy bráðum
við altarið. Við komumst ekki af
án hans.”
S.l. sumar fékk Teddy að vinna
fyrir föður sinn. Hann stimplaði
vegabréf, fór i sendiferðir, bjó til
gátur fyrir starfsliðið og hleypti
ólgu og lifi i skrifstofuhaldið hjá
þingmanninum.
AHs staðar má sjá merki
tenglsa feðganna — allt frá
óróanum úr sogstráum úr plasti
— sem er furðugóðður — sem
þingmaðurinn hefur hengt upp i
loftið.
Teddy skrifaði ritgerð um föður
sinn fyrirnokkrum árum og faðir
hans hefur látið ramma hana inn.
t henni stendur: „Faðir minn er
meðalmaður. Hann er 115 kg.
Faðir minn er þingmaður. Hann
er ágætur og hann spilar við mig
fótbolta. Tómstundaiðja hans er
sælgætisát.”
Þingmaðurinn lagði hendurnar
fyrir aftan bak, leit á ritgerðina
og sagði: „Eina huggunin var sú,
að það er óliklegt að beinkrabbi
Teddys (Chondrosxcoma) valdi
æxlum annars staðar i
likamanum.
Ég er vongóður — og bið heitt —
um að framtiðin verði heilla-
vænleg fyrir Teddy.”
am
„Læra má af leik”
LEGO DUPLO
Stórir LEGO-kubbar fyrir
yngstu börnin.
Einkum ætlaðir ungum börnum,
sem enn hafa ekki náð öruggri
stjórn á fingrum sínum.
LEGO TANNHJÓL
Þroskandi skemmtun fyrir
unglinga á vélöld.
Ný tækifæri til þjálfunar
og þátttöku í tækni nútímans.
Njótió góórar skemmtunar heima
AÐALSKRIFSTOFA
REYKJALUNDI,
Simi 91 66200
Mosfellssveit
SKRIFSTOFA
Í REYKJAVÍK
Suðurgata 10
Sími 22150
0
Sunnudagur 9. desember 1973
Sunnudagur 9. desember 1973