Alþýðublaðið - 11.12.1973, Page 5
Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit-
stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af-
greiðsla: Hverfisgötu8-10. Sími 14900.
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími
86660. Blaðaprent hf.
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stiornmala-
ritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs-
son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
ALMENNINGUR ER UGGANDI
Glæsilegur borgarafundur,
sem Alþýöuflokkurinn efndi til
um óðaverðbólgu og skattamál
á Hótel Sögu í Reykjavik á
sunnudaginn var, var stað-
festing á þvi, að almenningur á
islandi er nú mjög uggandi um
horfurnar i efnahagsmálum
þjóðarinnar. Þrátt fyrir það, að
fundur þessi var boðaður i
desembermánuði þegar flestir
eru uppteknir við jólaundir-
búning, kom svo mikill mann-
fjöldi til fundarins, að fjölmarg-
ir fengu ekki sæti og urðu að
standa eða leita i hliðarsali
hússins. Það kom einnig glöggt i
ljós af þeim spurningum, sem
beint var til stjórnmálaforingj-
anna og skattasérfræöinganna,
að almenningur er í fyrsta lagi
búinn að fá meira en nóg af
stjórnleysi ríkisstjórnarinnar á
efnahagsmálunum og þeirri
óðaverðbólgu, sem vaxið hefur
undir handarjaðri hennar og i
öðru lagi að það er krafa laun-
þega, hvar i flokki, sem þeir
standa, að ranglátri skattalög-
gjöf rikisstjórnarinnar verði
tafarlaust breytt til betri vegar.
i fyrsta lagi er sú krafa á þá
lund, að þeirri skattpiningu
verði aflétt, sem skattalög ríkis-
stjórnarinnar hafa gert venju-
legu launafólki að sitja undirog i
öðru lagi krefst almenningur
þess, að það mikla misrétti, sem
skattalögin bjóði upp á, verði
tafarlaust leiðrétt. Jafnvel
málsvarar rikisstjórnarinnar á
fundinum viöurkenndu, að
skattalögum þeim, sem rikis
stjórnin lét verða eitt sitt fyrsta
verk að setja, yrði að breyta.
Þeir viðurkenndu, að þau væru
ekki réttlát.
Formenn þriggja stjórnmála-
flokka af þeim fimm sem máls
varar mættu fyrir — enginn
kom frá Alþýðubandalaginu —
gagnrýndu efnahags- og skatta-
málastefnu rikisstjórnarinnar
harðlega. En einn flokkurinn af
þessum þremur haföi ekkert
annað til málanna að leggja en
gagnrýnina eina. Það var flokk-
ur Bjarna Guðnasonar, Frjáls-
lyndi flokkurinn. Hann hefur
engar tillögur lagt fram um úr-
bætur i skattamálum og mál-
svari hans á fundinum haföi
ekkert fram að færa i þeim sök-
um annaö en gömul slagorð.
Hann gat gagnrýnt stefnu
stjórnarinnar — það er heldur
litill vandi — en ekki meir.
Hinir stjórnarandstööu-
flokkarnir tveir — Alþýðuflokk-
ur og Sjálfstæðisflokkur — hafa
hins vegar sett fram tiliögur
um aðgerðir i skattamálunum.
Þeir hafa bent á ákveðnar leiðir
jafnframt þvi, sem þeir gagn-
rýna stefnu rikisstjórnarinnar.
En á tillögum þessara tveggja
flokka er grundvallarmunur.
Það kom t.d. ljóslega fram á
fundinum, aö skattamálatillög-
ur Alþýðuflokksins stefna fyrst
og fremst að þvi að bæta hag
þeirra, sem eru með lágar og
miðlungstekjur á meðan Sjálf-
stæðisflokkurinn leggur mesta
áherslu á að bæta hlutfallslega
mest stöðu þeirra, sem hæstar
tekjurnar hafa. Þá kom það
einnig ljóslega fram, að tillögur
Alþýðuflokksins eru raunhæfar,
en tillögur Sjálfstæöisflokksins
fyrst og fremst sýndartillögur.
Alþýöuflokkurinn bendir á lciðir
til þess að fá rikissjóöi aftur þær
tekjur, sem hann missir við það
að launatekjur verði gerðar
tekjuskattsfrjálsar, en Sjálf-
stæðisflokkurinn bendir ekki á
neitt slfkt.Hann vill rýra tekjur
rikissjóös um 4,4 milijarða án
þess að neitt komi i staðinn og
formaður Sjálfstæðisflokksins
gat ekki svarað þvi á fundinum,
hvernig hann vildi spara i rikis-
útgjöldum sem næmi þessari
háu upphæð. Engar slikar
áætlanir hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn gert og er það
ábyrgðarleysi í meira lagi af
stærsta flokki þjóðarinnar.
Það er ekki nóg að gagnrýna
bara hina ranglátu stefnu rikis-
stjórnarinnar i efnahags- og
skattamálum, eins og Bjarni
Guðnason gerir. Það er ekki nóg
að gagnrýna og koma með
sýndartillögur eins og Sjálf-
stæðisflokkurinn gerir. Gagn-
rýninni verða að fylgja raun-
hæfar og ábyrgar tillögur um
betri og réttlátari stefnu —
framkvæmanlegar og skyn
samlegar tillögur eins og
skattatillögur Alþýðuflokksins
eru.
HÚSFYLLIR Á BORGARAFUNDINUM
GLÆSiLEGUR FUNDUR Á SÖGU Á VEGUM ALÞÝÐUFLOKKSINS UM ÓÐAVERÐBÓLGU OG SKATTAMÁL
Geysimikil fundarsókn var á
borgarafundinn um óðaverðbólgu
og skattamál, sem Alþýðuflokk-
urinn boðaði til á Hótel Sögu s.l.
sunnudag. Þegar fundurinn hófst
kl. 2 e.h. var hvert sæti i Súlna-
salnum setið, fjölmargt fólk var i
hliðarsölum og i sætum l'rammi
við uppganginn i salinn og stór
hópur fólks, sem ekki fékk sæti,
stóð við uppganginn.
Fundurinn hófst með þvi, að
Baldvin Jónsson, formaður fram-
kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins
— en hann stýrði fundinum —
setti fund og bauð frummælendur
og fundargesti velkomna. Þá
voru mættir auk hins fjölmenna
hóps fundargesta fulltrúar allra
þeirra stjórnmálaflokka, nema
eins, sem boðið hafði verið að
senda framsögumenn til fundar-
ins. Enginn mætti frá Alþýðu-
bandalaginu, en fundinum barst
langt skeyti frá Ragnari Arnalds,
formanni Alþýðubandalagsins,
þar sem fundarboðunin var harð-
lega gagnrýnd og Ragnar tjáði
sig hvorki geta mætt né geta sent
annan i sinn stað. Fékk hann þó
boðin á fundinn með þriggja daga
fyrirvara og hafði enga tilraun
gert til þess að hafa samband við
fundarboðendur með einum eða
öðrum hætti fyrr en með skeyta-
sendingunni. E.t.v. er skýringin á
fjarveru Alþýðubandalagsins sú,
sem Bjarni Guðnason gaf undir
fótinn með i upphafi ræðu sinnar
er hann sagðist hafa skilið
fundarboðið þannig, að þeir
mættu, sem þyrðu — og allir
hefðu þorað, nema einn.
Eftir aö Baldvin Jónsson hafði
sett fund, lesið skeyti Ragnars
Arnalds og lýst fundarsköpum,
hófust framsöguræður. Fyrstur
talaði Gylfi Þ. Gislason af hálfu
Alþýðuflokksins, en svo komu
þeir hver af öðrum framsögu-
mennirnir — Halldór E. Sigurðs-
son. Bjarni Guðnason. Hannibal
Valdimarsson og Geir Hallgrims-
son. Fluttu þeir allir stuttar fram
framsöguræður og var þeim lokið
laust eftir kl. 3.
Þá var opnað fyrir fyrirspurn-
um úr sal, sem ýmist voru sendar
skriflega til fundarstjóra eða
bornar upp munnlega, en gengið
var með hljóðnema um salinn.
Var spurningunum ýmist beint til
stjórnmálaforingjanna og þá um
pólitisk efni, eða til skattasér
Iræðinganna Eyjólfs K. Sigur-
jónssonar, endurskoðanda, og
Bergs Guðnasonar, lögfræðings
skattstjórans i Reykjavik, sem
svöruðu fyrirspurnum um álagn-
dngarmál og lýstu skoðunum sin-
um á ýmsum atriðum i núgild-
andi skattalögum. Fjölmargar
fyrirspurnir bárust og var þeim
ekki lokið fyrr en um kl. hálf
fimm.
í fundarlok lengu framsögu-
menn svo nokkrar minútur hver
til þess að mæla lokaorð og lauk
fundinum klukkan rúmlega
fimm.
Eins og áður var sagt var mikill
fjöldi fólks á fundi þessum, sem
fór i alla staði vel fram, og þar
sem hann var haldinn á tima, sem
ekki getur talist heppilegur fund-
artimi, má ljóst vera, hversu
mikill áhugi er hjá fólki um þau
mál, sem þar voru til umræðu.
FLOKKSSTARFIÐ
KJARAMALIN
I.aunþegaráð Alþýðuflokksfélags Kcykjavikur heldur
fund n.k. miðvikudagskvöld kl. 2(1.3« i Ingólfscafé.
Karl Steinar Guðnason, lormaður Verkalýös- og sjó-
mannafélags Keflavikur og Þórunn Valdimarsdóttir,
varaformaður Verkakvennafélagsins Framsóknar, ræða
kjaramálin og gang samninganna.
I.aunþcgaráðsfólk fjölmennið!
Stjórnin
Þeir sátu fyrir svörum. Frá vinstri: Auður stóll Alþýöubandalagsins, Hannibal Valdimarsson, Geir Hall-
grimsson, Gylfi Þ. Gislason, Baldvin Jónsson fundarstjóri, Bjarni Guðnason og sérfræðingarnir Bergur
Guðnason og Eyjólfur K. Sigurjónsson.
JOLAFUNDUR
Kvenfélag Alþýöuf lokksins i Reykjavik
heldur JÓLAFUND n.k. fimmtudagskvöld kl.
20,30 i Félagsheimili prentara að Hverfisgötu
21.
Félagskonur sjá um vandaða jóladagskrá að
venju.
Mætið vel og stundvislega.
Stjórnin
Þriðjudagur ll. desember 1973.
o