Alþýðublaðið - 12.12.1973, Page 12

Alþýðublaðið - 12.12.1973, Page 12
\\, ■\\ ,A\ ■ilP í nótt var búist við snjókomu í fyrstu en siðan slyddu, en í dag er reiknað með kaldri norðanáttog vægu frosti i Reykjavík og nágrenni. Því má reikna með, að ekki verði heiglum hent að aka né ganga um göt- ur borgarinnar í dag. Frost var víðast 4-10 stig á landinu í gær, en mest var það 15 stig á Staðarhóli og í Sandbúð- um. Fjögurra stiga frost var i Reykjavik. Skýjað var á Vestur- og Suð- vesturlandi en bjart fyr- ir norðan og austan. KRILIÐ / V£STmfir**/nt=yju/Y) 1 R/tr/ 'R korvft á/trp LÉ L£6R/ ORINL) V£RK i I mm 1 1 Rut) uóu/n KffOPp \£lt)l 2 £/NB 'OOK/R NRLL m/íLT / ) MdUfZ f £NL> TflLfíR 5/<£L eTtrN\ UR □ £yDD PÓLCO 5KR KftbT □ m 'RT FREK □ U INNLÁNSVIÐSKIPTí LEIÐ ^TIL LÁNSVIÐSKIPTA JÍBIJNAÐARBANKI rnm ÍSLANDS KOPAYOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga millí kl. 1 og 3 □ Orður oq titlar — hversu úrelt? ENGIN TÆMANDI SKRJÍ UM HANDHAFA FALKAORDUNNAR „Orðunefnd leitast við að sæma með fálkaorðu sem flest framáfólk, karla og konur, i Reykjavik og utan Reykjavikur, sem með störfum sinum hefur eflt hag og heiður fósturjarðar- innar öðrum fremur”, sagði Birgir Möller forsetaritari og ritari orðunefndar, þegar fréttamaður Alþýðublaðsins ræddi við hann um þetta um- deilda atriði i opinberu lifi landsins. „Orðuveitingarnar hafa verið gagnrýndar, en sé lit- ið á hina góðu hlið málsins má segja, að með öðrum hætti er ekki unnt að veita fólki viður- kenningu fyrir frábærlega unnin störf, — eins og t.d. þvi fólki, sem nú siðast fékk fálkaorðu fyrir framlög sin vegna Vest- mannaeyjagossins”, sagði Birgir. beir menn, sem skipa orðu- nefnd, og gera tillögur um það, hverjir skuli sæmdir fálkaorðu, eru: Pétur Thorsteinsson, ráðu- neytisstjóri, formaður, Hall- grfmur F. Hallgrimsson, for- stjóri, varaformaður, dr. Guð- rún P. Helgadóttir, skólastjóri, Friðjón Skarphéðinsson, yfir- borgarfógeti, Birgir Möller, for- setaritari, ritari. Öttar Möller, forstjóri, er varamaður i nefnd- inni. Forseti tslands er stór- meistari hinnar islensku fálka- orðu, og sá eini á landinu, sem má bera stórriddarakross i keðju. „Það má hver sem er gera til- lögur um, hverjum skal veitt fálkaorðan, — þú getur hvenær sem er sent henni bréf með til- lögum — en forseti tekur endan- lega ákvörðun. Á hverju ári má veita 25 tslendingum fálkaorðu,. en sá kvóti er reyndar ekki allt- af fylltur, og 15 má veita stig- hækkanir”. Ef veita á útlendingum fálka- orðu, skrifar utanrikisráðuneyt- ið hér til utanrikisráðuneytis viðkomandi lands, en það kann- ar aftur i heimabyggð þess, sem sæma á orðuna, hvort hann er verðugur hennar, „þótt menn hafi gert Islandi mikið gagn get- ur verið, að þeir séu dæmdir menn heimafyrir, t.d. fyrir skattsvik eða þviumlikt", sagði Birgir. Einnig verður að ganga úr skugga um, hvort viökom- andi hafi fengið orðu áður, og þá af hvaða stigi, þvi ekki má veita óæöri oröu en veitt hefur verið áður. önnur regla gildir um orðu- veitingar við opinberar heim- sóknir erlendra þjóðhöfðingja til landsins, eða þegar forseti ts- lands fer i opinberar heimsóknir erlendis. Þá hefur forsetaritari birgðir af fálkaorðum i fórum sinum, og eru þær veittar á báða bóga, — til gestgjafanna og fólks næst þeim að tign og virð- ingu, til þeirra, sem heimsóttir eru, t.d. borgarstjóra eða for- stöðumanna safna, sem skoðuð eru, og til þjónustufólks og ann- arra, sem greiða götu þjóðhöfð- ingjanna. Þessar veitingar eru, að sögn Birgis Möller, hefð, sem ekki má bregða útaf. Lög um orðuveitingar voru sett árið 1921, þegar Kristján konungur X. kom til landsins, og þá var hann gerður að stór- meistara.en siðan hafa forsetar landsins borið þann titii. Fyrsti Islendingur, sem fékk æðsta stig fálkaorðunnar, stórkross- stjörnu, er Jón Magnússon, fyrrverandi forsætisráðh., en hann hlaut orðuna árið 1921. Þeir,sem hafa fengið stórkross- inn og eru nú á lifi eru: Emil Jónsson, fv. ráöherra, Gunnar Gunnarsson, rithöfundur, Hall- dór Laxness, rithöfundur, Jó- hann Hafstein, fyrrverandi for- sætisráðherra, Páll ísólfsson tónskáld, Sigurbjörn Einarsson biskup, dr. Sigurður Nordal, Stefán Jóhann Stefánsson, fv. ráðherra og Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra. Ekki er vitað, hversu margir hafa feng- ið hina islensku fálkaorðu, þar sem skrá yfir þá hefur aldrei veriðgerð. Hinsvegarkom fram fyrir tveimur árum, að slikt hafi verið i ráöi. Birgir Möller var að þvispurður,hversvegna sú skrá hafi enn ekki verið gerð, svaraði hann þvi til, að það sé svo mikið verk, að ekki hafi verið tök á að leggja i það verk. Fálkaorðan er eina orðan, sem til er á tslandi, en hún skiptist niður i fjögur stig: Stór- krossriddari, stórriddari með stjörnu, stórriddari og riddari. Reglan er sú, að lægsta gráða orðunnar er veitt fyrst, en þó er gerðundantekning, þegar um er að ræða menn, sem hafa unnið það umtalsverð stórvirki, að á- stæða er til að gera undantekn- ingu. Meðal þeirra, sem hafa fengið æösta stig strax, er Hall- dór Laxness, en hann var sæmdur stórriddarakrossinum eftir að hann hlaut nóbelsverð- laun bókmennta, árðið 1956. Þá fá forsætisráðherrar og aðrir æðstu menn þjóðarinnar vana- lega æðsta stig strax. Eftir lát þeirra, sem sæmdir hafa verið orðum, skal orðunum skilað, samkvæmt viðtekinni venju, sem sniðin er eftir reglum um orðuveitingar á hinum Norður- löndunum. Þetta atriði, sagöi Birgir, að sé mismunandi, „sumsstaðar er orðunum skil- að, annarsstaðar ekki”, sagði Birgir. Verð krossa hinnar islensku fálkaorðu er sem hér segir: Stórkrossstjarnan kostaði árið 1971 kr. 7.936.50, en ekki er vitað verð hennar nú, þar eð hún hef- ur ekki verið veitt siðan það ár. Stjarna stórriddara kostar kr. 5.840, stórriddarakross kr. 3.470 og riddarakross kr. 2.025. — Kjartan Asmundsson gullsmið- ur hefur smiðað krossa þessa siðan árið 1935. Þess skal að iokum getið, að kvótinn i ár hefur ekki verið fylltur, svo enn geta einhverjir átt von á heiðursmerki. PIMM á fttrnum vegi TRÚIR ÞÚ Á DRAUGA ? Ingi Júliusson, verkstjóri i Ve stmannaeyjum: Trúa ekki allir á drauga? Aö minnsta kosti geri ég það. Raunar hef ég ekki orðið var við þá sjálfur nema kannski óbeint. Gunnar Hannesson, heildsali: Nei, ég trúi sko ekki á drauga. Allar draugasögur eru vitleysa, — og tslendingasögurnar lika. Clara Waage, húsmóðir: Þaö geri ég alls ekki. Ég las náttúr- lega draugasögur, þegar ég var krakki, en hafi ég trúað þeim þá geri ég það alls ekki núna. Rafn Asgeirsson, bóndi á Svarf- hóli, Stafholtstungum: Nei, ég held ég trúi ekki á drauga. 1 það minnsta hef ég aldrei séð draug. Ragnhildur Einarsdóttir, hús- freyja, sama stað: Ég trúi á drauga, þótt ég hafi aldrei séð þá. En hins vegar hef ég heyrt i þeim.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.