Alþýðublaðið - 14.12.1973, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 14.12.1973, Qupperneq 3
Hafnaði einum vinningi frá stórmeistaratitlinum Nú virðist aðeins tima- spursmál hvenær Guð- mundur Sigurjónsson verður næsti stórmeistari okkar í skák. Á skákmóti sem nýlokið er i Chicaco i Bandarikjunum, hafnaði Guðmundur i öðru sæti með 7 1/2 vinning. Við þetta hækkar stigatala hans samkvæmt alþjóða- stigakerfi Elo's úr 2470 stigum í 2480 stig, en stór- meistaratitill fæst við 2500 stig. Guðmund vant- ar þvi aðeins 20 stig i tit- ilinn, og má sem dæmi nefna að hefði Guðmund- ur hlotið 8 1/2 vinning í stað 7 1/2 í Chicagomót- inu, hefði það tryggt hon- um stórmeistaratitil. „Maður reynir auðvit- að alltaf að vinna öll mót sem maðurtekurþátt í, en ég er þó bærilega ánægð- ur með úrslitin", sagði Guðmundur er Alþ.bl. ræddi stuttlega við hann i gær. Mótið i Chicago var ekki sérlega sterkt, en þó var einn stórmeistari meðal þátttakendaogfjór- ir alþjóðlegir meistarar. Stórmeistarinn, Banda- rikjamaðurinn Shutles, fór hinar mestu hrakfar- ir, hafnaði i neðsta sæti með2 1/2 vinning. I efsta sæti lenti annar og litt þekktur Bandarikjamað- ur, Weinstein að nafni, með 8 vinninga af 11 mögulegum. Aðspurður kvað Guð- mundur það ágætt að vera kominn af fullum krafti út i skákina eftir langt nám, en það væri þó alveg óvist hvað hann gæti haldið út. „Það eru alltaf einhver peninga- verðlaun í boði, en maður verður þó seint milljónari af því að tefla skák. Ann- ars varð ég áþreifanlega var við það í þessu móti hvað ég hef ryðgað i skákfræðunum, og ætla ég að reyna að bæta úr því á næstunni". Guðmundur átti að tefla á móti i Stokkhólmi um jólin, en hann er nú helst að hugsa um að sleppa þvi móti, en undir- búa sig þess betur fyrir alþjóðlega skákmótið sem haldið verður hér í Reykjavik i febrúar. Sagði Guðmundur, að þegar menn væru að byrja svona upp á nýtt, væri mikilvægt að standa sig vel i byrjun, „því ein- hvern veginn verður maður að gera vart við sig". BISKUP TALAR GEGN EINRÆÐI í SKJÚLI PÚLI- TÍSKRA FLOKKA „Útvarpsráð telur nú sem áður ófært að leyfa þann munað að Ijúka dag- skrá sjónvarps og útvarps á svo sem hálfrar mínútu friðarstund með helgu orði", sagði herra Sigur- björn Einarsson biskup, í setningarávarpi síðustu prestastef nu. Biskupinn heldur áf ram: „Og þögull þorri lands- manna lætur þetta, sem annað einræði, sem hreiðrar um sig í skjóli hinna pólitisku flokka, af- skiptalaust". Þess má geta, að kirkju- þing hefur hvað eftir ann- að farið þess á leið við út- varpsráð undanfarin ár, en alltaf verið synjað. Víða erlendiser þetta þó viðtek- in venja, og í útvarpi og sjónvarpi hersins á Kefla- Flugfreyjur fá 100% stuðn- ing þjóna — Við lýsum að sjálf- sögðu yfir hundrað pró- sent stuðningi við flug- freyjur og málstað þeirra, þegar allt virðist benda til þess, að atvinnurekendur ætli upp til hópa að leggja niður minnstu stéttirnar, sagði Leifur Jónsson, rit- ari stjórnar Félags fram- reiðslumanna, i viðtali við fréttamann blaðsins i gær. Það hefðu verið hægust heimatökin fyrir flugfé- lögin, sem nú virðast ætla að draga mátt úr vcrkfalli fiugfreyja, að bjóða þjónum störf flugfreyjanna um borð i flugvélunum, en að sögn Leifs hefur ekkert slikt boð borist — enda árang- urslaust að bjóða þjónum það. Vestmannaeyingar orðnir langeygir eftir tollafgreiðslu Innflytjendur i Vestmannaeyj- um eru orðnir allóþolinmóðir eftir að fá afgreiddar vörusendingar sinar úr tolli, en þær hafa hingað- til allar stoppað i Reykjavik. Astæðan er sú, að lengi vel fékkst ekki leyfi til tollafgreiðslu i Vest- mannaeyjum á þeirri forsendu, að sá maður, sem það verk á að annast væri ekki farinn til Eyja. ,,Ég ætlaðist til þess, að þeir toll- afgreiddu á bæjarfógetaskrifstof- unni, enda er þar maður, sem kann að tollafgreiða”, sagöi Freymóður borsteinsson bæjar- fógeti, þegar Alþýðublaðið ræddi við hann um þessi mál. A timabili voru erfiðleikar með húsnæði fyrir móttöku á vörum i Eyjum, en að þvi er Hermann Jónsson á skrifstofu bæjarfógeta sagði við Alþýðublaðið hefði verið HORNIÐ Gillette, Gillette MIKID BUÞAÐ! „I guðanna bænum, þú innflytjandi GILLETTE- rakblaða, farðu nú að skipta um sjónvarpsauglýs- ingu. Þessi vestra-auglýsing, sem var snjöll i fyrstu, er hreinlega að gera mig vitlausan. Það rennur bókstaf lega kalt vatn á milli skinns og hör- unds á mér i hvert skipti sem hún trónar einu sinni enn á skjánum og ég kemst blátt áf ram í illt skap og verð í því mestallt kvöldið. Svo sem guð er uppi yfir mér, þá kaupi ég ekki eitteinasta GILLETTE-rakblað svo lengi sem þessi hrollvekjuendurtekning trónar á skjánum. Skeggur". í GÆR var lagt fram /á alþingi stjórnar- 1 frumvarp umi breytingu á tollskrá > og hefur það há Jbu. i iför með sér, að tollar lækka á fiölmörgumi |vörum frá næstu ára-\ 'mótum. Er áætlað, að 1 tollalækkunin nemi 655 mill.iónum króna ,árið 1974, ef hún nær ?fram að ganga. (tíminn} víkurflugvelli, eru fluttar stuttar hugvekjur á hverju kvöldi. unnt að leysa það mál. Að sögn Hermanns hefur nú fengist leyfi fyrir þvi að afgreiða tollskýrslur i Vestmannaeyjum, en þær verður hinsvegar að senda til Reykjavik- ur aftur. Ekki sagðist hann vita til þess, að innflytjendur hafi lagt i það ævintýri. Að sögn Arna Steinssonar hjá Eimskip ættu þessi mál að leysast bráðlega, þar eð afgreiðslumaður félagsins er fluttur til Eyja. Sagði Arni, að venjulega þegar vörum, sem ætlast er til aö fari beint til Vestmannaeyja, fyrst skipað á land i Reykjavik en siðan sendar til Eyja, beri félagiö kostnaðinn. Kjörgögnin veðurteppt Prestskosningar fóru fram á Norðfirði um siðustu helgi og samkvæmt venju ættu úrslit að liggja á lausu nú. bað eru hins vegar slæmar samgöngur austur þar, snjóþyngd með meiru, sem hefur hamlað flutningi kjörgagna til Reykjavikur, þar sem starfs- fóik biskupsstofu telur atkvæði i prestskostningum. A biskups- stofu fengum við i gær þær upp- lýsingar, að þeirra væri ekki að vænta fyrr en eftir helgi. Um- sækjandinn, sem kosið var um, Páll borleifsson, verður þvi að biða enn um stund eftir úrslitun- Hún heilir Þorgerftur EinarsdóUir, kölluð I)edda, sem velur sér jólagjöfina i dag. llún er úr Reykjavik en er trúloíuð ungum manni úr Holungarvik og ætlar að hefja búskap með honum þar er kemur frám á sumar. — bá væri ekki úr vegi að eignasl sjónvarp i búið, sagði hún, — og þessi lillu eru handhægust og skemmtileg- ust, þykir mér. Slik tæki fást meðal annars i Radióbúðinni, Skipholti 19, og kosla rúmlega 23 þúsund. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljðt afgreiCsla. • 4 * Sendum gegn póstkrðfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsiniður, Bankastr. 12 o Föstudagur 14. desember 1973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.