Alþýðublaðið - 14.12.1973, Side 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála-
ritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
111 r- « ■■■ Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
alþýOU Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs-
110111 son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
3 i rrifnl Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit-
111 íí 1111S1 stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af-
• ^^^ greiðsla: Hverfisgötu8-10. Simi 14900.
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími
86660. Blaðaprent hf.
KONSERTMEISTARARNIR
Á sama hátt og vond rikisstjórn er landplága
er vond borgarstjórn borgarplága. Reykvikingar
hafa þvi nóg af plágum þessa dagana. Fyrst
kemur rikisstjórnin með óstjórn sina á efna-
hagsmálum þjóðarinnar með óðaverðbólgu og
skattpiningu sem afleiðingar. Svo kemur
borgarstjórn Reykjavikur með Sjálfstæðis-
flokkinn við stýrið og er litlu betri. Þar er jafn
litil virðing borin fyrir greiðslugetu borgarbúa
og hjá rikisstjórninni.
Svo má heita, að vart sé nú haldinn svo fundur
i borgarráði Reykjavikur, að nýjar verð-
hækkunarbeiðnir borgarstofnana séu þar ekki á
dagskrá. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill
hækka gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavikur
um 26,2 %. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill
hækka fargjöld með Strætisvögnum Reykjavik-
ur um rösk 50% að meðaltali og ættu þá lausa-
fargjöld hjá SVR að hækka úr 15 krónum, eins
og þau eru nú, i 25 krónur. Borgarstjórnarmeiri-
hlutinn sem rétt nýverið hefur fengið leyfi fyrir
enn einni stórri hækkun á gjaldskrá Hitaveit-
unnar, hefur á prjónunum að flytja fram enn
nýja ósk um verðhækkun á heitu vatni og svo má
lengi telja. Milli þess, sem borgarstjórnarmeiri-
hlutinn ræðir slikar verðhækkunarbeiðnir á
þjónustugjöldum borgarstofnana,óskapast hann
svo yfir þvi, að hin nýju tekjustofnalög hafi skert
tekjumöguleika Reykjavikur stórlega og gefur
þannig undir fótinn með það, að hann myndi lika
vilja auka útsvarsbyrðina á gjaidendum ef hann
bara gæti. Það verður þvi ekki annað sagt en að
borgarstjórnarmeirihlutinn i Reykjavik taki vel
og rösklega undir verðhækkunarsöng rikis-
stjórnarinnar. Sú óðaverðbólgukantata, sem
rikisstjórn ólafs Jóhannessonar hefur samið, er
þannig flutt af tveimur — rikisstjórninni og
borgarstjórnarmeirihlutanum i Reykjavik — og
slær hvorugur flytjandinn svo mikið sem eina
falska nótu.
En áheyrendum á þessum verðbólguhljóm-
leikum er ekki jafn skemmt og flytjendunum.
Fyrir sérhvert tilbrigði óðaverðbólgukantöt-
unnar þurfa þeir nefnilega að greiða svo sem
eins og einn milljónatug og tómahljóðið, sem
orðið er i buddum launafólks, er farið að hafa
truflandi áhrif á tónheyrn þess, þótt vel sé
sungið. En i þvi eru verðhækkunarhljómleikar
þessir ólikir öðrum hljómleikum, að óánægðir
áheyrendur geta ekki gengið út. Þeir verða að
gera svo vel að sitja og hlusta, hvort heldur
þeim þykir það ljúft eða leitt.
Einn leik getur almenningur þó leikið. Hann
getur refsað flytjendum og tónsmiðum verksins.
Ekki með þvi að kasta i þá fúleggjum og tómöt-
um eða sletta á þá skyri. Það hefur harla litil
áhrif reynst hafa. Heldur með þvi að þoka þeim
ofan af hljómleikapallinum — með þvi að setja
þá af.
Nú eru aðeins nokkrir mánuðir þar til slikt
tækifæri gefst gagnvart öðrum konsert
meistaranum — borgarstjórnarmeirihlutanum i
Reykjavik. Skammt kann einnig að vera til
þess að slikt tækifæri bjóðist gagnvart hinum.
Þau tækifæri á almenningur að nota til þess að
stöðva flutning verðbólgukantötunnar i miðjum
kliðum,---til þess að losa sig við bæði land-
plágu og borgarplágu i sama vetfanginu.
FRÁ ALÞINGI
TANNLÆKNINGAR f
TRYGGINGAKERFID
Pétur Pétursson, alþm., hefur
endurflutt frumvarp sitt um, aö
tannlækningar verði teknar i
áföngum inn i tryggingakerfið.
Frumvarpið hljóðar svo:
1. gr.
a. Aftan við lið h i 4:t gr.
laganna komi nýr liður, svo
hljóðandi: i. Tannlækningar
samlagsinanna. barna og
fósturbarna, sbr. 40. gr., allt að
20 ára aldri.
b. i stað orðanna ,,svo og
greiðslu fyrir tannlækningar” i
siðustu mgr. komi: svo og
greiðslu fyrir allar tann-
lækningar.
2. gr.
I.ög þessi öðlast gildi 1. janúar
1074.
t greinargerð, sem frum-
varpinu fylgir, segir m.a.
á þessa lund:
„Frá upphafi almanna-
trygginga á tslandi hefur það
verið hugmynd forustumanna
um tryggingamál, að nauðsyn-
legar tannlækningar skyldu
greiddar af sjúkrasamlögum.
Um skeið var i lögum heimilt að
greiða kostnað við tannlækning-
ar þeirra, sem eru innan 18 ára,
en sú heimild var ekki notuð.
Var ákvæði þetta numið úr lög-
um og i stað þess sett aimenn
heimild til handa sjúkrasamlög-
um til að greiða tannlækningar,
en sú heimiid hefur ekki heldur
verið notuð, að talist geti.
Ekki er þörf á að færa rök að
nauðsyn þess, að sjúkrasamlög
greiði kostnað við tannlækning-
ar eins og aörar lækningar. Er
raunar sérstök ástæða til þess,
þar eð mörgum hættir tilað
draga um of að leita tannlæknis
sökum kostnaðar.
PÉTUR PÉTURSSON
ENDURFLYTUR
FRUMVARP Sin
Mikill áhugi hefur verið á þvi
að fella tannlækningar undir
tryggingakerfið, en fjárhags-
ástæður hafa verið aðalástæða
þess, að það hefur ekki verið
gert. Oft hafa verið flutt um
þetta mál frumvörp á Alþingi,
m.a. af Alfreð Gislasyni lækni
og siðast af Einari Agústssyni,
núverandi hæstv. utanrfkisráð-
herra.
Málið er nú tekið upp enn einu
sinni. Enda þótt Alþýðuflokkur-
inn hafi mikinn áhuga á að
koma öllum tannlækningum,
sem telja má heilsufarsleea
nauðsyn, undir tryggingakerfið,
er nú aðeins gerð tillaga um, að
slikar tryggingar nái til allra
undir 20 ára aldri. Þessi leið er
valin i þeirri von, að unnt
reynist að koma málinu fram i
áföngum. Alþingi samþykkti
fyrir 25 árum, að tryggingar
skyldu greiða tannlækningar til
18 ára aldurs, en trygginga-
kerfið hafði ekki fjárhagslegt
bolmagn til að framkvæma þá
ákvörðun. Nú er þjóðin stórum
auðugri en þá og hefur vafalaust
góð ráð á að stuðla að bættri
tannheilsu ungmenna, sem þau
geta búið að alla ævi, ef vel
tekst. Spyrja mætti, hvort þjóð-
in hafi ráð á að gera þetta ekki.
Ekki er iagt til, að breytt
verði ákvæðum um samninga
sjúkrasamlaga við lækna o.fl.,
þar eð telja má, að orðið ,,lækn-
ar" geti einnig átt við tann-
lækna."
örlygur Geirsson situr um þessar mundir þing SÞ sem
fuiltrúi i sendinefnd tslands. Það var um tatað mitli okkar,
að hann sendi mér nokkur kunningjabréf um það, sem þar
bæri fyrir augu og eyru, og birtist hér fyrsta bréfið — hug-
leiðingar um SÞ og hlutverk þeirra. „g
Félagi!
Það er áhrifamikil lifsreynsla
að sitja þing S.Þ. og kynnast
starfi þeirrar stofnunar, þó ekki
sé nema að litlu leyti, og þá er
ekki siður lærdómsrikt að
kynnast hinum óliku sjónarmið-
um manna og þjóða.
Eg hef hugsað mér að senda
þér nokkrar linur af og til það
sem eftir er þingtimans. Þessi
tilskrif verða ekki fréttabréf,
þvi á tækniöld eru fréttabréf,
sem sagt frá niðurstöðum um-
ræðna og ályktunum o.s.frv. úr-
elt, einfaldlega vegna þess, að
fréttaskeyti hinna ýmsu frétta-
stofnana eru komin á ritstjórn
dagblaða áður en bréf fara i
póst! Við skulum þvi kalla skrif
þessi hugdettur, þvi ég mun
skrifa þér um það, sem mér
deltur i hug hverju sinni, án tii-
lits til fréttnæmis, enda hef ég
ekkert fréttanef. Það verður
siðan þitt, félagi, að meta, hvað
er þess virði að setja á þrykk!
Karl Marx áleit, að sósialis-
minn myndi þróast i algleymi,
þar sem engin landamæri fyrir-
fyndust, þar sem allir menn
byggju við frið og kærleik.
Fleiri en Marx gamli hafa séð
slíkar draumsýnir. Ýmsir aðrir
spámenn bæði stórir og smáir,
reyndar flestir höfundar kenni-
setninga, sem spanna yfir mjög
vitt svið frá stjórnmálum til
trúarbragöa, hafa séð i fram-
tiðarsýn viðlika draumaveröld.
Hvert miðar svo i átt til slikra
draumsýna — hvar erum við
staddir?
búa við hungur og fáfræði.
Meginhluti mannkyns býr við
ótta — ótta vegna styrjalda,
sjúkdóma og ofsókna, ofsókna
vegna skoðana þjóðernis, litar
eða kyns.
Auði er misskipt — ekki ein-
göngu milli manna, heldur og
miklu frekar milli þjóða og bilið
milli rikra og snauðra vex.
Jafnframt þessu fer nú fram i
heiminum mesta arðrán og
spilling, sem sögur fara af. Það
erarðrán á náttúrunni sjálfri og
auðlindum hennar, spilling um-
hverfis, mengun lofts, láðs og
lagar.
Þetta er ófögur lýsing, en hún
er eftir sem áður sönn.
Og hvað liður svo draumsýn-
inni?
Ef Marx gamli kæmi nú upp
úr gröf sinni og spyrði okkur,
hvernig gengi nú með jafnaðar-
stefnuna — að koma á frelsi,
jafnrétti og bræðralagi allra
manna. Jú, við mundum benda
honum á þau riki, þar sem
jafnaðarmenn hafa haft sin
áhrif á mótun þjóðfélags i átt til
velferðar.
En við verðum jafnframt að
viðurkenna, að sú þróun nær
skammt og til fárra. En við get-
um sagt honum að til séu Sam-
einuðu þjóðirnar, sem á hljóð-
látan hátt vinni að uppbyggingu
á öllum sviðum mannréttinda
og menningarmála, sem nær til
allra þjóða heims. Þessu starfi
miðar hægt, en þvf þokar áfram
og þó enn sé óravegur til fyrir-
heitna landsins, þá gefur þó
starf Sameinuðu þjóðanna nýja
von um, aö þvi verði náö
Með kveðju
Við okkur blasir þetta m.a.:
Tveir þriðju hlutar mannkyns örlygur
HVAR ERUM
VIÐ STÖDD?
Föstudagur 14. desember 1973.
0