Alþýðublaðið - 23.12.1973, Side 4

Alþýðublaðið - 23.12.1973, Side 4
Buddan ein léttist af megrunarlyfjum Megrunarlyf létta buddu þess sem þjáist af offitu og gera áhyggjurnar þyngri. Hér, eins og svo viöa á Vesturlöndum þjást margir af offitu og þar er það raunar oröið félags- legt vandamál, hve mikiö fé er haft út úr fólki meö megrunarlyfjum. Þetta er ástæöan fyrir þvi, að svo óstjórnlegl magn er selt af svo- kölluðum megrunar- lyfjum i verslunum eins og raun er á. Offita er alvarlegur sjúkdómur og þess vegna á að lækna hana meö eöa i; samráði viö lækni. Það er bæði dýrt og niðurdrepandi að vera feitur. Dýrt m.a. vegna fata og ónauösynlegra megrunarlyfja. Niður- drepandi vegna útlitsins og peninganna, sem fara i megrunarlyf. Dauði af offitu er staðreynd Burtséð frá þvi, hvað of- fita er Ijót fylgja henni margir óhugnanlegir sjúk dómar svo sem hjarta- sjúkdómar, of hár blóð- þrýstingur, heila- blæðingar, sykursýki og fleira eins og flestir vita nú. Ijað er staðreynd, að menn deyja úr offitu og allir vita, að þú verður ekki ellidauður úr eigin spiki. Litið aðeins á skýrslur tryggingafélag anna og sannl'ærist um það, að offita lækkar mjög mannsaldurinn. Þetta er sennilega ástæðan fyrir þvi, að þús- undir manna, sem þjást af ol'fitu reyna að læknast af henni með þvi að borúa mikið magn al' megrunar- pillum, sem þeir eru tældir til að taka með risastórum auglýsingum, þar sem oft er auglýstur gifurlegur þyngdarmissir ó stuttum tima eins og með þessum orðum „skapið batnar, hungrið hverfur og þér léttist hraðar”. Vafasamt innihald megrunarlyf janna Það er til mikið af megrunarlyfjum bæði i lyfjabúðum, og verslun- um. öll þessi lyí hafa það sameiginlegt að þau létta budduna og áhyggjurnar þyngjast. Aðalinnihald lyfjanna eru mismunandi mel- tingarlyf, bætiefni og önnur efni og það er úti- lokað lækisfræðilega séð, að þessi lyf fái feitan mann til að léttast. Á sumum lyfjunum stendur ekki, hvert inni- haldið sé, en þegar spurt var fyrir um efnisinnihald þeirra i einni verksmiðj- unni fékkst fram að það væri eftirfarandi: mjólkursykur, þrúgu- sykur, eggjaduft og C- vitamin. Blaðamaður sá er spurði fékk ekki að vita, hvernig efnasamsetningin væri þvi að: „Það eru svo margir, sem eru á hött- unum eftir uppskriftinni”. ólöglegar uppskríftir Það hlýtur að vera gróðavegur að selja þetta megrunarlyf, fyrst menn óttast keppinautana svo mikið, að þeir vilja ekki koma með nákvæma lýs- ingu á innihaldi þeirra. Þeir auglýsa hins vegar, efnið „sé mjög heppilegt til að ná réttri þyngd”. Þetta er með öllu ólöglegt, ef átt er við með þessu, að töflurnar séu fyrirtaks megrunarlyf og það er alls ekki sannaö. að inníhald töflunnar sé á nokkurn hátt megrandi. Ein lyfjategundin er auglýst svona: „ Skapið batnar, hungrið hverfur og þér léttist hraðar.” Þriðja lyfið er ráðlagt með þessum orðum: „Lyf fyrir alla, sem vilja léttast og borða eðlilega um leið.” Þessi auglýsing er einnig ólögleg, þvi að hér er gefið i skyn, að unnt sé að léttast með þvi einu að taka pilluna með mat. 011 þessi lyf eiga það sameiginlegt, að læknis- íræðilega er ekki sannað að nokkur læknist af offitu með þvi að taka þær. Þessi máli er visað frá Heródesi til Pilatusar og það er viðast hvar leyfi- legt að selja þessi lyf eftir vild, ef aðeins er gætt vissra reglna i auglýs- ingum. Það má t.d. ekki minnast á að „grennast" eða „léttast um mörg kiló", þegar lyf þessi eru auglýst. Allir framleið- endur megrunarlyfja eiga það þó sameiginlegt, að þeir fara alls ekki eftir þessum reglum. Hugsað um gróða — ekki bætta heilsu Læknar lita ekki á þessar pillur sem lyf heldur gróðafyrirtæki. Það er nauðsynlegt i sumum tilfellum að lækna offitu með læknismeðferð eða meðferð sálfræðings, en i flestum tilfellum er aðeins eitt að gera. Þetta, sem aliir vita — minni, en heilnæmari mat. Það eru engar læknisfræðilegar staðreyndir fyrir því, að megrun- arlyf geti fengið offeitan mann til að léttast. Auglýsingarnar eru villandi. Það vill enginn bera ábyrgðina en vísar frá Heródesi til Pílatusar. Að vera grannur er ekki megrunarkúr heldur breyting á lifnaðarháttum EFTIR KNUD LUND ERII VIÐSJARVEROUST KGAR / —■ I UNURNAR EIGA I HLUT Hvað matgleði snertir eru tslendingar engir eftirbátar annarra þjóða. Við höfum t.d. einum jóladeginum fleiri — annan jóladag til að belgja i okkur góðgætið. Flestir þyngjast um jólin og taka þátt i dýrkuninni á rjúpum og svinakjöti og fleira góðgæti, en það er ekki offitan ein, sem þarf að óttast. Við þyngjumst ekki aðeins af offitu okkur hætt- ir einnig til kölkunar. Það er rétt að hugleiða þetta fyrirfram, ef fólk vill sleppa nokkurn vegin heild á húfi milli jóla og nýárs. Byrja á að megr- ast og byggja upp heilsuna, svo að það sé óhætt að njóta matar- ins. Vita nákvæmlega, hvaöa á- hrif eitthvert sælgætið hefur á heilsuna. Þá er hægt að minnka tjóniö og jafnvel bæta heilsuna um leið. Þá líður manni betur, þegar timburmennirnir eru búnir eftir áramótin. 5—10 gr af C-vitamini daglega. Það er ýmislegt skemmtilegt á döfinni nú, hvað viðkemur al- mennri hreysti og velliöan. Það eru C-vitaminin, sem hafa valdið miklum deilum inn- an læknastéttarinnar. Lærðustu mennirnir hafa byrjað á mikl- um þrætum. L. Pauling efna- fræðingur, sem hefur tvívegis fengið Nóbelsverðlaunin er vit- ur og sjálfstæður maður. Hann sagöi, að okkur myndi liða betur og við fengjum siður kvef, ef við borðuöum 10 sinnum meira af C-vitamini en við þyrftum daglega. Eða meira. Dagleg þörf er enn mismun- andi eftir hinum ýmsu löndum. Þaö er reiknað með 60—70 mgr. af C-vitamini. Pauling segir mönnum aö taka það i gramma- vis. Hann tekur sjáifur 5—10 gr. á dag eða 100 sinnum meira en heilbrigðisyfirvöld ráðleggja. Læknavisindin hafa hingað til neitað þeirri kenningu, að vita- minið hafi góð áhrif, ef tekiö er of mikið af þvi. Mest vegna þess, að likaminn losar sig við C-vitaminið, ef viö fáum öllu meira en 60—70 mgr af þvi á dag. Það sést á þvagprufum. Nú hefur þessi kenning Paul- ings verið athuguð um heim all- an og menn hallast æ meira að þvi, að hún sé rétt. Þaö er einnig rétt, aö fólk verður siöur kvefað, ef það tekur nóg C-vitamin. Færri veikindadagar — meira C-vitamin Rannsókn sýndi, að þeir sem fengu C-vitamin i stórum skömmtum voru 30% sjaldnar veikir. Það er óneitanlega þess viröi að hugleiða það. Pauling heldur þvi ekki fram, að C-vita- minið hafi þau áhrif að lækna kvefvirusinn heldur að það styrki mótstöðuafl mannsins. Álika hefur einnig verið sannað á öðrum sviðum eins og Pauling heldur raunar fram. Rannsókn- ir hafa einnig sýnt, að C-vitamin kemur einnig i veg fyrir æða- kölkun. Ef sjúkradögum fækkar um þriðjung við C-vitamin notkun hlýtur það að hafa áhrif á al- menna velliöan. Það er lika margra reynsla. 2—3 gr af C-vitamini i þvagi mannapa Maður, sem tekur 4 gr af C- vitamini daglega og telur sig hafa gagn af getur m.a. visað i nýjustu rannsóknir á þvagi mannapa. Maðurinn er næstum eina veran á jörðinni, sem getur ekki framleitt C-vitamin sjálfur. Næstum öll önnur spendýr geta það og nú hefur komið i ljós, að 2—3 gr af C-vitamini finnast daglega I þvagi mannapans... Þeir sem framleiða vitaminið sjálfir hafa greinilega gott af miklu magni. Mannapar eru mjög skyldir mönnum. Það er þvi að verða æ almenn- ara álit, að maður geti aukið mótstöðuafl sitt — og velliðan — mikið með þvi að borða 2—3 gr af C-vitamini daglega. Það er hægt að kaupa vitaminið sem 1/2 gr töflur i lyfjabúð og skipta þeim jafnt niður á allan daginn til að halda þvi sem lengst i vefjunum. um annað. Nefnilega um fitu- efni i matnum. Hættan á æðakölkun minnkar mikið, ef við borðum minni feiti og betri. Við eigum aö minnka fitu um fjórðung og borða mett- aða feiti i staðinn. Það er gott að kynna sér, hvaða efni á að forðast og hvaða efni eru rétt. 1 Læknaritinu danska skrifaði From Hansen yfirlæknir lista, sem hér fer á eftir. Listinn segir, hve mikið mis- munandi fitutegundir auka kolesterolmagnið i blóðinu og þar með hættuna á æðakölkun. Það er hins vegar erfitt, að á- kveða mælieiningarnar fyrir leikmenn, svo að við skulum sætta okkur við að vita, að plús- inn merkir meiri hættu og min- usinn merkið, að hætta á æða- kölkun er minni. Svona litur listinn út: •o c b — V 3 t/3 4) E X Palmin 10,6 Súkkulaði 6,7 Smjörfeiti 6,6 Kálfafeiti 6,2 Nautafeiti 5,7 Svinafeiti 3,9 Eggjarauða 3,7 Smjörliki 2,1 Jarðhnetuolia 1,2 Plöntusmjörliki 1,1 Olivuolia 0,9 8i X plús plús plús plús plús plús plús plús plús plús plús Megrunarsmjörl. 0,6 Hveitikimolia 0,7 Majónes 0,8 Möndlumassi 1,0 Sojaolia 1,3 Maisolia 2,0 minus minus minus minus minus minus Majónes og möndlumassi hollari Það bendir allt til þess, að C- vítaminið geti aukið hreysti okkar og hjálpað okkur til að halda heilsu bæði fyrir og eftir jól, ef við byrjum strax að taka það. En það er samt ekki nóg. Æðakölkun er svo hættuleg, að þaö er ástæða til að hugsa einnig Það er óþarfi aö bæta nokkru við þennan lista, en við skulum smt virða hann betur fyrir okk- ur. Það kemur án efa flestum á óvart, aö æöakölkunarhættan minnkar með þvi að borða majónes og marsipan. En við verðum að hafa það hugfast, að við ættum að minnka feitinotkun okkar um 25%. Við græðum mest á þvi að fá okkur t.d. möndlumassa og majónes i staö smjörs og súkku- laðis og hagnast á þvi. Nú er nýkomið á markaðinn her smjörliki, sem ætti að lika vel. Fituefnin eru fleirmettuð eins og i megrunarsmjörliki, en það er aðeins helmingurinn. Hitt er bara vatn... Nýir lifnaðarhættir Hitaeiningarnar verða einnig helmingi færri. Það er óneitanlega hjálp fyrir marga, sem helst ekki vilja vera orðnir of þungir i janúar- byrjún. En þvi miður fer svo fyrir mörgum. Það er ágætt ráð að léttast um nokkur kiló i desembermánuði sjálfurog aðferðin til þess er að borða kjöt og grænmeti, drekka vatn, sódavatn, kaffi og te sykurlaust — nema við hátiðleg tækifæri. Og með þvi að hreyfa sig nægilega mikið daglega. Það að vera grannur er ekki megrunarkúr heldur breyting á lifnaðarháttum og þessi matar- kúr er ráölagður til aö vega ögn upp á móti fitunni, sem safnast fyrir um jólin. Svona auðvelt er það. Enginn sykur. Litil feiti. Mikill vökvi,engar hitaeiningar. Mikið af kjöti, mögrum osti, eggjahvitu. Ein gönguferö á dag ef ekki fleiri. 1 vitamin tafla og 2 gr af C-vita- mini. Fólk verður almennt undr- andi, þegar þaö sér, hve hratt það léttist, en bara róleg. Það kemur allt aftur um jól eöa páska. En það standa þó vonir til, að einhverjum takist að læra eitt- hvaö urn mataræði, hreyfingu og vitamin, sem hjálpar þeim seinna og haldi sig viö þessa for- skrift af og til. Það er fólkið sem finnur, hvað þvi lfóur mikið betur dags dag- lega. /g-feU/ Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást i Gefjun Austurstræti, Domus Laugavegi 91. og hjá kaupfélögum um land allt. Fatnaöur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaöar um víöa veröld. Framleiddar undir strangásta gæðaeftirliti. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshusiö Rvík simi 17080 O Sunnudagur 23. desember 1973. Sunnudagur 23. desember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.