Alþýðublaðið - 23.12.1973, Síða 7

Alþýðublaðið - 23.12.1973, Síða 7
BILAR OG UMFERÐ ÞESSIR 11 BÍLAR KOMA TIL GREINA: NÆGIR LITLI GRÆNI MIÐINN? Eitt af þvi sem lögreglan ætlar sjálfsagt að hafa eftirlit með á næstu mánuðum, sam- kvæmt yfirlýsingu þeirri um aukið eftirlit, sem við höfum skýrt frá, er ljósabúnaður bif- reiða. Hingaö til hefur eftirlit með ljósum verið i minna lagi, og lögreglan virðist ekki einu sinni hirða um að gera athugasemdir við menn sem aka Ijósiausir i skammdegis- myrkrinu, — það nægir liklega að hafa litla, græna ljósa- skoðunarmiðann á rúðunni. En Ijósanotkun er það mikil- vægur hlutur, að rika áherslu verður að leggja á, að só i lagi, og notað rétt. Alltof margir ökumenn draga að kveikja ökuljósin þar til orðið er nær aldimmt, en i skammdeginu eru þeir æriö margir dagarnir, þegar aka þarf meö ljósum allan sólarhringinn. ()g jafn- vel á bjartari árstiðum er það mjög oft nauðsynlegt. Ljósa- notkun utan hins lögboðna Ijósatima hefur þó aukist upp á siðkastið, og er það vat'a- laust að þakka miklum áróðri um það atriöi að undanförnu. En kné hefur ekki verið láta fylgja kviði, þ.e. lögreglan hefur brugðist skyldu sinni varöandi eftirlit meö þvi, að Ijósin séu notuð. Það er ekki siöur alvarlegt, að nú i mesta skammdeginu er fjöldi bila með biluö ljós, — ýmist „eineygðir” eða meö misstillt ljós, — þrátt fyrir, að sá háttur var upp tekinn i ár að kref jast ekki ljósaskoðunar fyrr en i haust. Við ljósa- skoðunina fengu menn grænan miöa, væri allt i lagi, og við þennan miða viröist lögreglan láta sitja. Sem dæmi um eftirlitsleysið má neína, að sjálfur ók ég á „eineygðum” bil i nokkra daga i vikunni og var mikið á ferðinni i jólaumferðinni. bráttfyrir alla lögregluþjóna, sem þessa dagana vappa um horn, var aldrei gerð athuga- semd við þetta. — Það skal tekið fram, að ljósleysinu olli sambandsleysi, sem erfitt var •^ð gera við i frostinu. Einföld og ódýr lausn — og nú er í lagi þótt springi Reynslan sýnir, að þegar springur á bil á ferð gerist ekkert alvarlegt nema dekkið fari af felgunni. Ef unnt er að halda dekkinu kyrru á sinum stað heldur billinn nokkurnveginn sinu striki þótt dekkið verði loftlaust. Við þetta hafa menn glimt árum saman, og vmsar lausnir fundist, en allar hafa þær verið flóknar og dýrar. Loks hefur þó rétta lausnin fundist, enskur fram- leiðandi, Rubery Owens, hyggst setja nýja gerð öryggisdekkja á markaðinn á næsta ári. Lausn Owens er næstum grátlega ein- föld, hún er aðeins fólgin i þvi, að raufin á miðju felgunnar, sem höfö til þess að unnt séað taka dekkin af og setja þau á, er fyllt með hring úr sérstakri gúmmiblöndu til að hindra, að dekkið fari af felgunni, þeg- ar springur. Hringurinn er mjög ódýr, og er hugmyndin, að hann verði i fram- tiðinni til sölu á bensinstöðvum, en til að byrja með verður hann aðeins afgreiddur til bilafram- leiðenda, sem þess óska. Eins og fyrr segir hafa menn glimt lengi við þetta vandamál, og dottið niður á ýmsar lausnir. M.a. hefur verið frá þvi skýrt hér á siðunni, að Dunlop verk- smiðjurnar kynntu fyrir skömmu nýja gerö dekkja, sem ekki fer af felgunni þótt springi. Sú lausn er að þvi leyti til flóknari en þessi, aö kaupa þarf meö dekkinu sér- staka gerð af felgum. Hringurinn er festur á felguna meö einni skrúfu BMW 525 — 2,5 1, 6 strokka vél, 145 hö. Verð: ca. kr. 1.470.000.00 Hver Alþjóðleg dómnefnd ókveður það í fyrsta sinn í ór verður bíll ársins 1973? Allan siðari hluta þessa árs hafa nýir bilar komið á markaöinn, hver á eftir öðrum, —- misjafnir að út- liti og gæðum eins og gengur. Blaðamenn við bilatimarit um allan heim hafa fylgst spenntir meö nýj- ungunum eins og vanalega og grandskoðað hvern bil með það fyrir augum aö kjósa að lokum bil ársins 1973. Bfll ársins hefur verið kosinn árum saman, en i ár er hann i fyrsta sinn kosinn af alþjóðlegri dóm- nefnd, sem skipuð er 50 mönnum. Fyrir kosningunni um bil ársins standa sex evrópsk bilablöö. Dómnefndin hefur samþykkt 11 bila i einskonar undanúrslit, en vinnur að þvi um þessar mundir aö velja bil ársins, og verða úrslit kúnn innan skamms. Hver meölimur dómnefndarinnar veitir 15 stig, sem skiptast á fimm bila. Myndir af þessum 11 bilum birtast hér á siöunni, og geta lesendur dundað sér viö aö velja úr þeim bil ársins eftir sinum smekk. Vafalaust sakna margir úr þessum hópi nýja bilsins frá Volkswagen, Passat, en hann er úr leik i ár þar sem hann er aö langmestu leyti samsvarandi bil ársins frá 1 fyrra, sem var Audi 80. Wankelútgáfan af Citroen GS gat heldur ekki komiö til greina sem bill ársins að þessu sinni þar sem hann veröur ekki kynntur blaöamönnum fyrr en á næsta ári. Viö útnefninguna veröur tekið tillit til tæknilegra atriða, hagkvæmni og öryggis. Þeir bilar koma að- eins til greina, sem hafa veriðkynntir á evrópskum mörkuöum á þessu ári. I.ancia Beta — framhjóladrif, 1400 og 1800 ccm. Verö ekki V vitaö. AMatra-Simca Bagherra — miövél, 84 hö. Verð ca. kr. 1.200.000.00. Mazda RX/4 — tveggja hólfa ^Wankelvél, 115 hö. Verö ekki vitað. AHonda Civic — framhjóladrif, 1169 ccm, 54 hö. verð ca. kr. 450.000.00 /I^Austin Allegro — framhjóla- drif, 49—80 hö. Verö ekki vit- aö. Peugeot 104 Coupé — dyr aö aftan, frainhjóladrif. Verö ckki vitaö. Flat X 1/9 — niiðvél, 75 hö. Verö ca. kr. 848.300.00 A Ford Mustang II — 2,8 I. V6 vél, 110 hö. Vcrö ekki vitað. A Opel Kadett — U96ccm. 52 hö. Fæst sem sedan, coupé og station ca. kr. 500.000.00 l Mercedes Benz 450 SE — V-8 vél, 225 hö. Verö ca. kr. 3.240.00 Þorgrímur Gestsson o Sunnudagur 23. desember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.