Alþýðublaðið - 24.12.1973, Page 9
□ Hversu skörp er athyglisgáfa þín - hve lengi
mannstu það sem þú heyrir? Ertu máske einn af
þeim, sem muna ekki stundinni lengur það sem
þeir heyra?
ÞÚ ERT vafalaust fæddur
með þeim hæfileika að he/ra, en
ekki til þess að hlusta. Það er
list, að hlusta, og það er eitt af
þvi, sem menn verða að læra.
Þvi meir sem þú þroskar
þennan hæfileika, þeim mun
betri áheyrandi verður þú, og
það hefur þær afleiðingar, að þú
gleymir færru af þvi, sem þú
heyrir, og lærir meira af þvi,
sem sagt er.
Það, að kunna að hlusta, hefur
mikla þýðingu i daglegu lifi
voru. Tuttugu og fimm prósent af
þeim tima, sem við dveljum
með öðru fólki, fer i það að
hlusta og margt af þvi, sem við
tökum okkur fyrir hendur, er i
beinu sambandi við það að
hlusta. Og þó er það staðreynd,
að meirihluti fólks hlustar að-
eins með öðru eyranu, eins og
sagt er — það er að segja, aðeins
til hálfs. Þetta er ástæðan fyrir
þvi, að oft verður að endurtaka
fyrirmæli við fólk, og það gerir
ýmsar skyssur i starfi sínu.
Það er einnigástæðan fyrir þvi,
hve fólk er gleymið á það, sem
það heyrir. Dr. Ralph Nichols
hefur sagt: „Strax eftir að
venjulegt fólk hefur hlustað á
það sem aðrir segja við það,
man það ekki nema um það bil
helminginn af þvf, sem það
heyrði — alveg sama, hversu
vel það þóttist hafa lagt viö eyr-
un.”
Fólk kvartar tiðum yfir þvi,
að það hafi svo brigðult minni,
en venjulega er gleymska þess
eða minnisleysi þvi að kenna, aö
það hlustar ekki af athygli.
Hvernig á fólk lika að geta
munað, hvað sagt var, þegar
það t.d. hlustar á fyrirlestur, en
hefur ekki hugann við það aö
hlusta og jafnvel sofnar undir
ræðunni? Gott minni er undir
þvi komið að maður kunni aö
hlusta.
Athyglisgáfan
Góður áheyrandi sýnir lifandi
áhuga og eftirtekt. Hann lætur
ekki hugann reika um alla
heima og geima meðan hann
hlustar. Hann fellur ekki i þetta
sljóleikaástand, eins og margir
gera, sem horfa á ræðu-
manninn, án þess að heyra,
hvað hann segir. Nei, hann beit-
ir athyglisgáfu sinni. Hann ein-
beitir huganum að því, sem
fyrirlesarinn segir.
Eftirtökuseminni má likja við
1 jós — skinið verður sterkara og
skærara, þegar þvi er beint að
ákveðnum hlut. Þannig er eftir-
tektarsemin, ef henni er ein-
beitt, og maður verðu móttæki-
legri fyrir þær upplýsingar, sem
gefnar eru.
Er þessu þannig varið með
þig, þegar þú hlustar á fyrir-
lestur? Beinirðu athygli þinni að
þvi, sem ræðumaðurinn segir?
Eða flögrar athygli þin frá einu
til annars og festirðu hugann við
óviðkomandi hluti á meðan? f
stað þess að hlusta á ræðu-
manninn ertu ef til vill að hugsa
um heimili þitt, dyrnar, sem þú
gleymdirað loka, þegar þú fórst,
eða rafmagnið, sem þú gleymdir
að skrúfa fyrir. Kannski
hvarflar hugur þinn á vinnustað
þinn eða til einhvers annars
staðar, þar sem þú hefur nýlega
verið. Þú ert kannski að rifjaupp
fyrir þér samtal eða deilu,
sem þú hefur áttvið einhvern að
deginum.
Þegar þú svo loks rankar við
þér eftir þessar hugleiðingar,
hefur fyrirlesarinn ef til vill
talað i margar minútur. Þá
verður þú að rembast við að
komast að þræðinum á ný. Eftir
að þú hefur hlustað i nokkrar
minútur, byrja nýjar óviðkom-
andi hugsanir að iaumast að
hugskoti þinu. Litlu siðar
hrekkurðu við, er ræðumaður-
inn er hylltur. Þú klappar af
ákafa, eins og aðrir, samtimis
þvi.sem þú brýtur heilann um,
fyrir hverju sé nú eiginlega
verið að klappa. Hjá þeim, sem
við hlið þina situr færðu þær
upplýsingar, að ræðumaður hafi
mælt eitthvert snilliyrði. En út
á hvað það gekk, hefurðu ekki
hugmynd um. Þú hlustaðir ekki.
Þegar fyrirlestrinum er lokið
og þú getur ekki munað, hvað
ræðumaðurinn sagðL kennirðu
kannski um minnisléysi. En
þetta er alls ekki gleymsku
þinni að kenna, heldur þvi, að þú
hlustaðir ekki. Þú gerðir þá
skyssu, að leyfa hugsunum
þinum að flögra frá einu til
annars i stað þess að einbeita
þeim að fyrirlestrinum.
Þessi hvimleiði vani, að láta
staðar vinsæll, heldur veit hann
lika mikið, þegar fram liða
stundir."
Hugurinn getur útilokað
hljóð
Ein aðalástæðan fyrir þvi, að
margir eru lélegir áheyrendur
er hinn mikli munur á hugsana-
og talhraða. Meðal hugsunar-
hraði er um það bil 400 orð á
minútu, en meðal talhraði að-
eins um 125 orð á minútu. Þessi
hraðamismunur veldur þvi, að
óviðkomandi hugsanir leita á
hjá þeim, sem hlustar. Ef fólk,
andlega skilið, dregur ekki tjald
fyrir þessar aðvifandi hugsanir,
verður þvi ljóst, að það tapar af
miklu af þvi sem fyrirlesarinn
segir. Áhuginn slævist og ef til
vill sigrar svefninn hlustand-
lesarnas. Hann þarf að læra
það, að ,,draga tjaldið” fyrir og
frá eftir þvi sem honum hentar,
til þess að loka úti allar
truflandi hugsanir. Svo þarf
hann auðvitað að opna huga
sinn og láta hann verða mót-
tækileganfyrir þvi, sem fyrir-
lesarinn segir. Þetta er engan
vegirin auðvelt. Það er erfitt að
halda þessu „andlega teppi”
niðri. Utanaðkomandi hugsanir
knýja sifellt á og reyna að fá
tjaldið dregið til hliðar eða
reyna að skriða undir skarir
þess.
Einbeiting
Þú getur aukið eftirtökusemi
þina með þvi að útloka
óviðkomandi hljóð og einbeitt
þér að efninu, sem um er rætt.
Þetta er hægt að gera með
æfingu. Það eru margvislegar
æfingar, sem að gagni geta
komið, en hér skulu aðeins
nefndar tvær.
Sú fyrri er talnaæfing. Bezt er
að byrja með þvi að setjast ein-
hvers staðar til hvildar á róleg-
um stað. Lok.ð þvi næst augun-
um og teljið frá einum til
hundrað. Teldu iiægt, og um leið
og þú telur, skaltu leiða þér
fyrir sjónir, hvernig hver ein-
stök tala er skrifuð með hvitri
krit á svarta töflu. Þetta virðist
á hugsana- og talhraða, sem
raun ber vitni, verður sá sem
hlustar að gera eitthvað til
þess að hindra hugsanirnar i
þvi að „hlaupa i skarðið.” Þetta
er hægt að gera með þvi að
beina huganum að rannsókn á
þvi efni, sem fyrirlesarinn flyt-
ur. Það má gera með þvi að
bera orð hans saman við það,
sem hann hefur áður sagt og
staðreyna samhengi þess,
einnig með samanburði við þa
þekkingu sem maður sjálfur
hefur áður hlotið um efnið.
Reyndu aö spá um það fyrir
fram.hvað fyrirlesarinn muni
segja næst, og hugleiddu
skoðanir hans og hvernig er
hægt að heimfæra rökstuðning
hans við eðli málsins sjálfs.
Vertu vakandi fyrir þvi, sem
á skortir við málflutning hans.
Oft eru eins miklar upplýsingar
fólgnar i þvi, sem ræðumenn
segja ekki.eins og þvi, sem þeir
segja.
Þú munt komast að raun um
að þessar hugleiðingar þinar
verða ekki aðeins til þess að
koma á samræmi milli tal-
hraðans og hugsanahraðans,
heldurhjálpa þær þér einnig til
að beina athyglinni að fyrir-
lestrinum.og þaðlciðir aftur af
sér, að þú manst botur en ella,
hvað 1> rirlesarinn sagði.
GOÐUR
AHEYRANDI?
hugann reika, getur læknast, ef
þú hefur áhuga fyrir þvi. En það
er mikið átak að yfirvinna
þennan leiða vana, einsog allan
annan óvana, sem maður hefur
tamið sér. En ef þú reynir, þá
muntu geta aukið hæfileika þina
til að hlusta að minnsta kosti
um tuttugu og fimm prósent. En
það mun lika veita þér meiri
ánægju af þvi sem þú heyrir.
Það er mikilvægur liður i
almennri þekkingu, að kunna að
hlusta, en það eru einungis fáir,
sem vita, hvernig þeir eiga að
hlusta. Nokkrir skólar hafa
veitt þessu atriði eftirtekt og
skilja þýðingu þess. 1 Banda-
rikjunum eru nú að minnsta
kosti tuttugu og tveir háskólar
og æðri skólar, sem tekið hafa
upp kennslu i þvi að hlusta.
Það verður enginn góður
hlustandi af þvi einu saman að
þegja meðan aðrir tala. Þetta
krefst meiri sjálfsafneitunar og
einbeitni, en að vera kyrr og
þögull. Maður verður að beina
athyglinni óskiptri að þvi sem
sagt er. Með öðrum orðum,
maður verður að hlusta á allt,
sem viðmælandinn hefur að
segja, áður en maður reynir
sjálfur að svara.
Sá sem kann að hlusta, til-
einkar sér þá þekkingu, sem
annar hefur og tjáir. Ameriskur
leikari einn, sem nú er látinn,
sagði eitt sinn i blaðinu
„The Rotarian”. Góður
áheyrandi er ekki aðeins alls
ann.
En hugurinn hefur þó þann
mikilsverða hæfilcika að geta
útilokað hljóðin. Þetta ættu
áheyrendur að athuga og not-
færa sér. Þetta sannast best á
klukkuhljóðinu. Hafi maður
klukku i herbergi sinu og er
orðinn vanur ganghljóðinu,
hættir maður að taka eftir þvi.
Maður heyrir það einu sinni
ekki, nema maður beinlfnis
hlusti eftir þvisérstaklega.Þetta
er að útiloka hljóðin úr huga sin-
um. Við heyrum alls ekki i
gangverki klukkunnar, um-
ferðaniðinn frá götunni, eða
drunur fossins i nágrenni
bústaðar okkar, meira að segja
hávaði steypuvélarinnar eða
véla verksmiðjanna, truflar
ekki hið minnsta starfsfólkið,
þegar það hefur unnið lengi við
þessi skilyrði.
Við verðum þessara vana-
bundnu hljóða aöeins vör, ef við
förum að hugsa um þau. Hið
sama verður uppi á teningn-
um, þegar maður hlustar á
fyrirlesarann. Ef maður ein-
beitir ekki huganum að þvi, sem
sagt er, mun rödd ræðu-
mannsins smám saman koma
upp i vana, rétt eins og hljóð
klukkunnar.
A sama hátt getur hlust-
andinn aftur á móti notfært sér
þennan eiginleika hugans, og
lokað úti öll önnur hljóð og
áhrif, ef hann vill einbeita sér
að þvi að hlusta á orð fyrir-
vera auðvelt, en þegar þú hefur
talið upp að tiu eða fimmtán
muntu verða þess var, að
óskyldar hugsanir taka að leita
hugans. Og þessar hugsanir
verða áleitnari eftir þvi sem
lengra liður. Strax og hugsunin
um eitthvað annað nær tökum a
þér, skaltu hætta að telja og
byrja upp á nýtt.
Við næstu tilraun reynirðu að
komast lengra i talningunni en
fyrst, áður en ný hugsun truflar
þig. En eftir þvi sem þú heldur
þessari æfingu lengur áfram
muntu komast aö raun um, að
hæfileiki þinn til þess að útloka
óskyldar hugsanir þroskast si-
fellt. Þú munt geta „skrifað”
fleiri og fleiri tölur áður en
truflandi hugsun sigrar.
Hin æfingin er i þvi fólgin að
þú skalt fá einhvern til aö lesa
upphátt fyrir þig. Hlustaðu með
athygli meðan hann les, ein-
beittu þér og reyndu að útiloka
allar aðvifandi hugsanir.
„Dragðu fyrir þær tjald.” Það
sem lesið er þarf að vera fremur
þungskilið, sem krefst dálitillar
umhugsunar. Þegar vinur þinn
hefur lesið um stund, skaltu
biðja hann að hætta, og at-
hugaðu þá, hve mikið þú manst
af þvi, sem lesið var. Þetta er
góð æfing til að einbeita athygli
sinni, og hún mun gera þig að
betri áheyranda.
Hvernig fólk hlustar
Þar sem svo mikill munur er
Það er að sönnu misskilning- ]
ur að ætla, að manni beri að I
leggja sér á minni allar
upplýsingar, sem i fyrirlestri
felast. Aftur á móti þarf |
áheyrandinn að vera vakandi
fyrir hugmyndum, sem fram
koma, en ekki einstökum
upplýsingum sérstaklega. Ef þú
manst hugmyndirnar, þá munu
hinar almennu upplýsingar i
sambandi við þær koma af
sjálfu sér.
Það hefur að sjálfsögðu
mikið að segja, að áheyrandinn
hafi áhuga fýrir þvi, sem um er
rætt. Þess vegna er það hlut-
verk ræðumannsins að gera mál
sitt þannig úr garði, að það
veki áhuga áheyrandans.
Gerið ekki þá skyssu að gagn-
rýna fyrirlesarann með sjálfum
yður meðan hann er að tala, það
er að segja framkomu hans,
einkenni eða jafnvel málfræði-
legar villur i framsögn hans.
Meðan þú ert með hugann
bundinn við þess konar hluti,
hlustarðu ekki á það, sem hann
segir. Þú getur ekki einbeitt at-
hygli þinni að efninu, sem um er
fjallað, ef þú ert með hugann við
eitthvað annað.
Það krefst mikillareinbeitni að
þroska hæfileika sinn til þess að
verða góður áheyrandi, og það
krefst einnig áreynslu að varð-
veita þann hæfileika. Þetta get-
ur haft mikla þýðingu i hinu
daglega lifi bæði við nám og
störf.
D
Jólablaö 1973
í