Alþýðublaðið - 24.12.1973, Page 11

Alþýðublaðið - 24.12.1973, Page 11
□ týralegustu framkvæmdir á efnahagssviöinu, með þvi að nota svipu ráðamannanna um skert kjör, sem greinilega var nú oröið áhrifarikasta meðal i heiminum. Gifurlegar framfarir uröu i virkjun sólarorku og kostuöu þær framkvæmdir og aðrar til- raunir óhemju fjármagn. Ohætt var að herða skattaólina, þvi stjórnmála- mennirnir gátu endalaust talið fólki trú um, að ef það tæki ekki á sig auknar álögur um stund, kæmi ástandið helmingi verr niður á þeim seinna. Þetta sönnuðu efnahagsspár af- dráttarlaust. Rafmagnið fór að vera aðal- orkugjafinn, vegna virkjunar sólarljóssins, fallvatna og jarö- hita og um leið fóru áhrif Araba dvinandi. Nokkrar raddir fóru aö heyrast um það aö nú væri hægt að fara að slaka á brjáluðu hagfræðikapphlaupinu. Að visu gældi fjöldi fólks við þessar hug- myndir, en stjórnmálamenn um gervallan heiminn kváðu þessar raddir niður af mikilli heift, þær voru raddir „föðurlands- svikara”, og hagvöxturinn átti aö hafa algeran forgang. Enn dugði þessi svipa, og með aukinni spennu á einstakling- inn, diíjifingu fjölskyldunnar og tiðum tilfærslum manna i embættum, samkvæmt tölvuhagræðingu, tókst aö koma i veg fyrir, að kjarnar and- stæðinga kerfisins næðu að myndast. Lögregluvaldið var lika 20.00, en þá hafði fólkið einmitt ætlað að koma og hann vill ekki missa af einu andartaki með þvi. En hvað er nú þetta? Vagninn hægir á sér og nemur loks alveg staðar. Daufan reykjarþef af brunnum rafleiðsíum leggur fyrir vit sendilsins og eitt augnablik óttast hann að það sé að kvikna i vagninum. liann ýtir á rofa i stjórnborð- inu, sem á að koma skilaboðum i viðhaldsdeildina um að vagn 8954 sé bilaður á leið 9981-B og þarfnist aðstoðar. Ekkert svar berst frá stjórn- stöðinni, og sendillinn okkar áttar sig þá á að allir myndu farnir heim, að ná i siðustu jólin. Sjálfur kann hann litið á raf- magn, en heimþráin rekurhann til að fara að reyna að gera við. Það gengur illa og eftir nær tveggja tima basi fæst vagninn aftur af stað, en nú aðeins á hálfum hraða. Ferðin heim tekur þvi nær hálfa klukku- stund, en hann finnur það ekki þvi tilhlökkunin er svo sterk. Vagninn staðnæmist fyrir utan ibúð hans við aðaldyrnar. En hvað? Þær opnast ekki og ekki logar á ljósinu við dyrhar, sem á að gefa til kynna, að ein- hver sé heima. Gamli sendillinn fer út úr vagninum, teygir úr sér og gengur að dyrunum. Hann opnar, en engan er aö sjá þar inni. Hann kveikir og kemur þá auga á blaðágólfinu.A blaðið er skrifað með rithönd dóttur hans og sonar, að hvorug fjölskyldan hafi haft tima til að dvelja nema i tvo tima hjá honum. Annað hefði riðlað mánaðaráætluninni. Þau biðja að heilsa, og skrifa honum kveðjur barna sinna og maka. Gamli sendillinn heldur blaðinu lengi þegjandi milli handa sinn og starir tómum augunum á gráan álvegg beint á móti. Svo gengur hann óstyrkur að hurð merktri „birgðargeynsla” tekur fram einn bakka, pakkaðan i álpappir, fer með hann fram i dagstofuna, opnar ofn i þilinu og setur bakkann inn. Svo lokar hann og stillir á 380 sekúndur. Hann stendur við ofninn, hugsar ekki neitt, bara biður. Hvitt ljós kviknar á hlið ofnsins. Hann tekur bakkann út, setur hann á borð, nær sér i hnifapör, sem geynd eru i dauðhreinsuð- um skáp i stofunni, tekur álpappirinn utan af bakkanum og byrjar að borða. Þetta er staðlaður næringa- rikur matarskammtur, sem stjórn kerfisins mælir mjög með aö allir neyti. Og þaö er lofað skattalækkun, ef menn geta sannað kaup á svona pökkum daglega, næstu fjárhagsönn. Hann lýkur fljótt við matinn. Svo leggur hann sig útaf i legu- bekk og sofnar. Jólunum árið 2000 er vist lokið. Smásaga eftir Gissur Sigurðsson óspart notað gegn þeim mönn- um, sem gerðust svo fyrirlitleg- ir fööurlandssvikarar að leggja áherslu á einstaklinginn, frem- ur en kerfið. Hús númer 2388 er siðasta húsið, sem sendillinn á eftir að fara i, áður en hann getur farið heim til sin. Reyndar verður það hús einnig eitthvert siðasta hús, sem hann á eftir að fara i sendiferð i, þvi sérfræðingar kerfisins eru nú búnir að hanna nýtt, mjög fullkomið sendikerfi, fjarstýrt, og brátt á að taka það i almenna notkun. Gamli sendillinn reynir ekki einu sinni aö gera sér i hugarlund hvað af honum verður. Vagninn nemur staðar. Þetta er ibúð 2388. Sendillinn ýtir á rofa á stjórnborðinu, og vagninn mjakast örlitið lengra meöfram veggnum, fram hjá rafknúnum aðaldyrunum, og að lúgu, sem merkt er S. Um Ieið og vagninn stæðnæmist þar, rennur litill hjólavagn á teini, út að sendivagninum, svo sendillinn getur látiö vörurnar i hann án þess að fara út úr vagni sinum. Þetta er eitt af þægind- um kerfisins, og óneitanlega þægilegt. Stimpill er festur við grind vagnsins sem kemur út úr húsinu, og sendillinn stimplar „móttekið” á nótu sina, þegar hann hefur látið allan varninginn i teinvagninn. Hann veit að þessi varningur er ekki venjulegur skammtur i þetta hús. Þetta er miklu meira og bendir ótvirætt til að fólkiö ætli að halda einhver jól, og gera sér dagamun. Þegar gamli sendillinn er búinn að stilla vagninn á ibúð 9675, sem erhans heimili, flýgur honum skyndilega i hug, hvort fólkið i 2388 hefur kannski beðið hans sem jólasveins, færandi hendi, eins og hann hafði gert þegar hann var litill. Já, hvað var nú orðið af jólasveinunum og öllu þvi? Hann hafði ekki haft tima til að hugleiða neitt þessháttar mörg undanfarin jól, og barnabörn hans vissu ekki að jólasveinninn væri eða hefði verið til. Sjáifur hafði hann kynnst tveim kynslóðum jólasveina, þeim vondu og hrekkjóttu, sem vist voru synir Grýlu og Leppalúða og svo þeim, sem slðar komu fram, glaðlegir, góðir og færandi hendi. Nú skyldi hann nota kvöldið til að rifja upp þessa hluti vð börn sin og barnabörn. Þau heföu áreiöanlega gaman af þvi. Hann óskaði aö vagninn væri örlitið hraö skreiðari svo hann kæmist fyrst heim. Klukkan er að verða Jolin áriö 2000 □ Jólablaö 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.