Alþýðublaðið - 24.12.1973, Qupperneq 21

Alþýðublaðið - 24.12.1973, Qupperneq 21
SAMFYLKINGIN f LOFT UPP f NOREGI RkgflR ímT s . "SM y(í Mí jí ''tcGh \ 'Pp Mynd af klofnings- þinginu i nóvember 1923. 1 ræðustóli stendur Oscar Torp, sem kjörinn var nýr formaður Norska Verka- mannaflokksins. Á hægri hönd honum situr Einar Gerhardsen, sem kjörinn var ritari flokksins. flokkar um allan heim skyldu leitast við að mynda svokallaðar verka- manna- og bændastjórnir — þ.e.a.s. að taka upp samstarf við bænda- flokkana i viðkomandi löndum. Þessi fyrirskipun frá Moskvu féll einkar vel að aðstæðum t.d. i Balkan- löndum, en var i hróplegri mótsögn við þjóðfélags- aðstæður annars staðar — t.d. á Norðurlöndum og þá fyrst og fremst i Noregi og Sviþjóð. Engu að siður töldu kommúnistar i sam- fylkingarflokkum þessara landa, að slikum fyrir- skipunum bæri að hlýða bókstaflega eins og sérhverjum öðrum — m.a. þeirri, að guðstrú sam- ræmdist alls ekki fræðum Marx og öllum sósialistum bæri annað hvort að afneita Árúarbrögðunum eða vera afneitað ella af flokkum sin.um. Jafnaðarmenn hins vegar neituðu aö taka við fyrir- skipunum frá erlendum valdhöfum, þeir litu Alþjóðasamband kommú- nista hornauga og þóttust engu siður bornir til að hugsa, álykta og ákveða um málefni flokka sinna, en valdhafarnir i Moskvu. 1 febrúarmánuði árið 1923 var haldið i Osló reglulegt flokksþing norska Verkamannaflokk- sins. Aðalmál þingsins var afstaða flokksins til Aiþjóðasambands kommúnista. Nokkru áður hafði alþjóðasambandið sent einn duglegasta erin- dreka sinn — Karl Radek — til Noregs til þess að reyna að leiöa Verka- mannaflokkinn á rétta braut. Hann komst fljótt að raun um, að of mikil andstaða væri innan flokksins gegn Alþjóða- sambandi kommúnista til þess að hún yrði yfirunnin og hamraði þvi i fljót- heitum saman mála- miðlunarplagg um afstöðu flokksins til Alþjóðasam- bandsins — Kristjaniutil- löguna svonefndu — sem honum tókst að fá sam- þykkt að borin yrði upp á flokksþinginu. Norskir kommúnistar voru hins vegar óánægðir meö málamiðlun þessa og töldu, að Karl Radek hefði látið jafnaðarmenn- ina leika á sig. Töldu þeir — og sjálfsagtmeð réttu — að málamiðlunin væri ekkert annað en undir- búningur aö þvi, að flokk- urinn segði formlega skilið við Alþjóðasambandið og ákváðu þvi að beita sér gegn samþykkt Kristjaniutillögunnar á flokksþinginu. Eftir miklar sviptingar og harða fundi urðu kommúnistar undir með aðeins tveggja atkvæöa mun. Kristjaniutillagan var samþykkt með 94 atkvæðum gegn 92. Með þessum atburðum hafði raunar verið lýst opinberlega yfir striði milli jafnaðarmanna og kommúnista i norska Verkamannaflokknum. Var ráðist til atiögu innan hinna einstöku flokks- félaga og aðildar- sambanda Verkamanna- flokksins og slagurinn stóð um, hverjir ná myndu meirihluta á aukaþingi, sem ákveðið var að halda um haustið. Fyrstu orrustuna unnu kommúnistar. Það var á þingi Æskulýðssambands Verkamannaflokksins, sem saman kom i febrúar- mánuði árið 1923 —daginn eftir, að flokksþinginu lauk. Þar var Kristjaniu- tillagan felld með 96 atkvæðum gegn 33. Kommúnistar yfirtóku jafnframt stjórn sam- bandsins, felldu út úr stjórninni alla jafnaðar- menn, en settu Moskvu- hlýðna kommadrengi inn i staðinn. Einn þeirra, sem þarna var felldur út úr stjórn Æskulýðssambands Verkamannaflokksins var varaformaður samband- sins, Einar Gerhardsen, sem siðar átti eftir að standa sem sigurvegari yfir höfuðsvörðum kommúnista i Noregi og gerast einn merkasti stjórnmálaleiðtogi þjóðar sinnar, forsætisráðherra og formaður Verka- mannaflokksins. Unghreyfingunni var nú skipt upp f sellur og hóf hún þegar i stað hat- ramma baráttu gegn Verkamannaflokknum og jafnaðarmönnunum i for- ystuliði hans. 1 júnimánuði árið 1923 kallaði stjórn Alþjóða- sambands kommúr.ista svo saman það, sem hún kallaði útvikkaðan fund framkvæmdanefndar. Fundurinn var að sjálf- sögðu haldinn i Moskvu og aðaldagskrármálið var að fjalla um mál verka- mannaflokkanna i Noregi og Sviþjóð, en i báðum þessum löndum höfðu helstu forsvarsmenn flokka þessara, aörir en kommúnistar, neitað að hlýða skipunum Alþjóða- sambandsins. Rússar höfðu lengi gert tilraunir til þess að fá Martin Tranmæl, einn af merkustu boðberum jafnaðarstefnunnar á öllum Norðurlöndum, og formann norska Verka- mannafl. til þess að koma til Moskvu og töldu þeir sig geta yfirunnið and- stöðu hans þá fyrst hann væri kominn þangað. Tranmæl neitaði lengi vei að hlýða kallinu — sagðist ekki mæta hjá rann- sóknarrétti i erlendu riki — en nú ákvað hann að fara. Erling Falk, annar kunnur norskur verka- IÐJA félag verksmiðjufólks óskar öllum félagsmönnum sinum, og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og gæfuriks komandi árs með þökk fyrir samstarfið á árinu.sem er að liða. IÐJA félag verksmiðjufólks Óskum félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári og þökkum sam- starfið á árinu sem er að liða Félag íslenzkra rafvirkja Rafiðnaðarsamband Islands Jólablað 1973 ©

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.