Alþýðublaðið - 24.12.1973, Síða 23
kurinn rauf tengslin við fllþjóðasamband
kommúnistar stofnuðu sinn eigin flokk.
mannallokksins, og Karl
Kadek, sérlegur sendifull-
• trúi Alþjóðasambands
kommúnista. Út um
glugga norska Alþýðu-
hússins (Folkets hus)
kikir Martin Tranmæl.
menn hvern sigurinn á
fætur öðrum. Áður en það
aukaþing kom saman var
orðið ljóst, að jafnaðar-
menn voru komnir með
öruggan meirihluta og að
nú myndu þeir láta til
skarar skriða og slita öll
tengsl við Alþjóða-
samband kommúnista og
Moskvuvaldið.
Á þessari 11. stundu
gerðu hinir rússnesku
stjórnendur Alþjóðasam-
bandsins svo „taktiska'"
skyssu. Þeir voru sjálfir
orðnir svo vanir ógn-
beitingum innan sins eigin
flokks, að þeir héldu, að nú
gætu þeir unnið slaginn
með þvi einu að sýna sem
allra mesta hörku og óbil-
girni. Þeim skildist ekki,
að einmitt vegna þessarar
hörku og óbilgirni voru
þeir að tapa slagnum.
Þeim skildist ekki, að
sömu ógnaraðstæður riktu
ekki á Norðurlöndum og i
Rússlandi — að á Norður-
löndum gátu menn hugsað
frjálst og vildu frelsinu
halda.
Nokkrum dögum áður
en aukaþing norska
Verkamannaflokksins var
sett kom sendiboði frá
aðalstöðvum Alþjóða-
sambands kommúnista i
Moskvu til Noregs. Sendi-
boði þessi hafði i fórum
sinum bréf frá
framkvæmdastjórn
Alþjóðasambands
kommúnista, sem hann lét
fjölrita og leggja á borð
allra þingfulltrúa áður en
aukaþing Verkamanna-
flokksins var sett. Bréf
þetta hafði inni að halda
skýr og ljós fyrirmæli frá
framkvæmdaráði
Alþjóðasambands
kommúnista. Þar var
skorinort sagt, að flokks-
þing norska Verkamanna-
flokksins hefði ekki leyfi
til þess að samþykkja eitt
eða neitt, sem færi i bága
við samþykktir og ráð-
stafanir Alþjóðasam-
bandsins.
Sem sagt: sjálfræðið
skyldi tekið af norskum
sósialistum. Þeim var
bannað að hugsa aðrar
hugsanir en þ.ær, sem
hugsaöar voru úti i
Moskvu. Þeim var fyrir-
skipað að verða frá
þessari stundu sálarlausar
strengbrúður, ómennskar
vélar hins ægilega kerfis
kommúnismans.
Bréf þetta vakti óhemju
uppnám á aukaþinginu
strax og fundarmenn
komu i sæti sin. Hróp og
köll buldu við. — Úrslita
kostir — Frelsisskerðing
— Olýðræðislegar aðfarir-.
Slik köll bergmáluðu
innan veggja fundar-
salarins og þeir fáu full-
trúar, sem enn höfðu ekki
tekið afstöðu i deilumálinu
voru fljótir að sjá hvert
stefndi og gengu umsvifa-
laust inn i raðir jafnaðar-
manna. Flokksforystan
krafðist þess hins vegar,
að bréfið yrði þegar i stað
fjarlægt af borðum
fundarmanna og formlega
dregið til baka af fulltrúa
Aiþjóðasambandsins, sem
þingið sat sejn gestur.
Fulltrúi Alþjóðasam-
bandsins á þinginu var að
þessu sinni þýskur
kommúnisti, fyrrum
prestur, sem hét Höermle.
Honum voru engin völd
fengin af Alþjóðasam-
bandinu og hann reyndist
heldur ekki vera sérlega
slyngur stjórnmálamaður.
Hann reyndi framan af
allt hvað hann gat að láta
sem hann heyrði ekki
kröfur þingfulltrúa um að
hann tæki til máls og gerði
grein l'yrir viðhorfum
Alþjóðasambandsins.
Loks gat hann ekki annað
en gengið i ræðustól vegna
þess, að þingfulltrúar
neituðu að hefja þingið að
öðrum kosti og neyddist þá
til þess að viðurkenna, að
hann hefði enga heimild
frá Alþjóðasambandinu —
hvorki tii þess að breyta
úrslitakostum þess eða
draga bréfið til baka.
Að þeim yfirlýsingum
fengrium lögðu jafnaðar-
mennirnir Martin
Tranmæl, Oscar Torp,
Alfred Madsen og Johan
Nygaardsvold fram tillögu
i málinu og voru
ályktunarorð hennar þau,
að þingið gæti ekki gengið
að úrslitakostum Alþjóða-
sambandsins og visaði þvi
bréfinu frá. Tillaga þessi
var samþykkt með 169
atkvæðum gegn 103 og þar
með hafði flokkurinn slitið
tengslin við Alþjóða-
samband kommúnista
með þvi að neita með
formlegum hætti að hlýða
skipunum þess.
Nú tók skapið enn að
hitna i mönnum og ekki
bætti það úr skák, þegar
þýski presturinn stóð upp
og lýsti þvi yfir fyrir hönd
Alþjóðasambands
kommúnista, að eftirleiðis
myndi það aðeins viður-
kenna minnihlutahópinn i
flokknum sem hinn raun-
verulega norska Verka-
mannaflokk. Þessi tilraun
til þess að löggilda minni-
hlutahóp i flokknum sem
flokkinn i heild gerði
það.að verkum.að uppnám
varð i fundarsalnum og
leið talsvert langur timi
áður en ró varö komið á,
svo flokksformaðurinn,
Martin Tranmæl, kæmist
að til þess að svara. Svar-
ræða hans mun enn i
minnum höfð i norska
Verkamannaflokknum
sem einhver snjallasta
ræða, er þessi mikli ræðu-
maður flutti um ævina.
Ræðunni var fagnað með
lófaklappi og dynjandi
húrrahróp gullu við. þegar
Tranmæl sagði. að i
þessum flokki mvndi rikja
lýðræði nú og ávallt og
engin fyrirmæli frá
Moskvu eða öðru erlendu
valdi gætu fengið þvi
brevtt.
Að lokinni ræðu Tranmæls
stóð upp Otto Scheflo. leið-
togi kommúnista, og lýsti
þvi yfir. að héðan i frá
væru hann og félagar hans
einu réttu fulltrúar norska
Verkamannaflokksins og
siðan gekk hann út ásamt
100 félögum sinum
syngjandi „I n ter-
nationalinn”. F'óru þeir
rakleiðis til annars
fundarsalar, sem þeirra
beið, og höfðu þá fimm
helst úr lestinni er þangað
var komið. Þar var sam-
þykkt að breyta nafni
..Norska verkamanna-
flokksins'' i Kommúnista-
flokkur Noregs og daginn
eftir kom út l'yrsta blað
hins nýstofnaða flokks
„Kommúnistablað
Noregs" sem kálfur i
„Dagbladet”. Var þá
þegar búið að safna aug-
lýsingum i hið nýja blað.
Klofningurinn var svo sem
vel undirbúinn.
Þannig skildu leiðir
kommúnista og jafnaðar-
manna i Noregi. Og sams
konar átök fóru nú fram i
öðrum samfylkingar-
flokkum viðs vegar um
lönd. ..Samfylkingar-
draumurinn" var búinn —
að þessu sinni. Enda leið
ekki á löngu þar til það var
opinberlega staðfest. Var
það gert á 6. heimsþingi
Alþjóðasambands
kommúnista, sem haldið
var i Moskvu árið 1928.
Þar var ákveðin alger
stefnubreyting
kommúnista um allar
jarðir hvað samvinnuna
við jafnaðarmenn
áhrærði. Nú voru þeir
siðarnefndu orðnir
„sósialfasistar”,
„höfuðstoð auðvaldsins’’
og annað af þvi tagi og
kommúnistum skipað að
hefja baráttu gegn hinum
nýja óvini. Og ekki stóð á
hlýöninni fremur en fyrri
daginn. I nóvember-
mánuði árið 1930 — sjö
árum eítir klofning norska
Verkamannaflokksins —
klufu islenskir
kommúnistar bræðraflokk
hans, Alþýðuflokkinn, og
hófu baráttu gegn
jafnaðarmönnum hvar-
vetna; jafnvel i félagi við
sjálfan „höfuðóvininn”,
ihaldið.
Þannig stóðu svo málin
þar til Moskva tók að
óttast veldi Hitlers og á 7.
þingi Alþjóðasambands
kommúnista, sem haldið
var — auðvitaö — i
Moskvu árið 1935 var enn
einu sinni gerbreytt um
stefnp. Nú skyldi sam-
fylkingarlinan endurupp-
tekin og kommúnistum
um allar jarðir var um-
svifalaust skipað að snúa
nú við blaðinu og taka upp
varanlega samvinnu við_
jafnaðarmenn, sem allt i‘
einu voru ekki lengur
„sósialfasistar”, heldur
„framfarasinnaðir verka-
lýðsforingjar”. Og auð-
vitað hlýddu islenskir
kommúnistar einnig þessu
kalli — en það er önnur og
lengri saga.
Sighvatur Björgvinsson
Óskum félagskonum
okkar, svo og
landsmönnum
öllum
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsœls komandi árs
V erkakvennafélagið
Framsókn
a-íSÆS;Í>
ifffii imn ■Ji nii, 'V*
iiihiiinini JJJ nJ'iU1 i
nnnnnnniiH !
pnniinn 1 '
imn imn nrrai^
imn nim iiim nnnBœ»LL,7^
r'm~imil im ir rí’
Simnnini[iiipr«'S v
nim iiiiii nii
inm iiiiii 1(111'
miiiiiini jii!!
rT
EHVANGRUNARGLEH
Frainlcitl iiihI
PRC
Aðferð
10 ára ábyrgð
■ EINANGRUNARGLER i
Smiöjuvcgi 7 Kopavogi,
sfini i:tl(l(l ( l linur)
STÁLSKIPASMIÐI
FISKISKIPASMÍÐI
SETNIN G ABR AUT
VANIR FAGMENN
LEITID TILBOÐA HJÁ OSS
BATALON
Sími 50520
§
Jólablað 1973