Alþýðublaðið - 24.12.1973, Page 31
EFTIR SIGVALDA HJÁLMARSSON
aldrei vitaö til aö þegar maöur
væri að drukkna þá væri skipuð
nefnd i málið. En það er nú ein-
mitt algengasta úrræðið. Þess
vegna „drukkna” menn unn-
vörpum i kringum okkur.
Og hvað er verið að flýja?
Menn vilja ekki horfast i augu
við þá staðreyn að ófriður og
vandamál eru i manninum
sjálfum, i okkur öllum, ekki
fyrst og fremst i einhverjum
vondum mönnum eða skil-
yrðunum i kringum okkur. En
þab er hins vegar miklu erfiðara
að snúa sér að sjálfum sér
helduren benda hneykslaður á
ljótu kallana og segja til að
mvnda að allt sé Amerikumönn-
unum eðaþá frá hinni hliðinni
Rússunum að kenna — eða
hvaða aðra hópa sem okkur
dettur i hug að gera að synda-
búkk.
Það er ekki til neitt skipulag
sem er friður og réttlæti. Friður
og réttlæti er ekkert annað en
réttlátt og friðelskandi fólk, vit-
urt fólk, ekki fólk sem er troðið
út af lærdómi eða hefur aflað
sér 20-30 próftitla, heldur fólk
sem kann að lifa lifinu án þess
að breyta öllu i kringum sig i
kvalastað.
Við breytum kannski ekki
miklu þótt við sannfærumst um
þetta, sjáum það og viðurkenn-
um, en það er þó byrjun.
Við hljótum að viðurkenna að
eitthvað meiren litið er bogið
við mannfólkið sjálft, eða við að
minnsta kosti skiljum ekki hvað
okkur sjálfum er fyrir beztu.
Maðurinn hefur einhvern veg-
inn lagað alveg rammskakkar
hugmyndir um sjálfan sig.
Skýrasta sönnunin fyrir þvi er
sú að maður verður aldrei
ánægður, aldrei hamingjusam-
ur, við það eitt að fá það sem
hann girnist. Það sem fengið er
hættir smátt og smátt að veita
ánægju. Hamingjan virðist ekki
vera fólgin í sifelldri uppfyll-
ingu óska. Þeir sem fá allt sem
þeir vilja eru ekki hamingju-
samari en hinir sem aðeins fá
það sem þeir þurfa eftir skyn-
samlegu mati. Aðferðin til að
vera ánægður, til að vera ham-
ingjusamur, er þvi eitthvað allt
annað en að heimta það sem
mann langar til.
Hvernig kemur hamingja?
Þarf ekki að athuga á hvern hátt
það gerist að menn verði ham-
ingjusamir? Er vakin athygli á
sliku við ungt fólk, i skólum? Er
nokkur furða þótt unglingar
heimti ef eldri kynslóðin, sú sem
ræður i heiminum, hefur alla tið
byggt hamingjuleit sina á að
heimta?
Ef á að viðhalda þeirri ánægju
sem byggist á uppfyllingu óska
þarf alltaf eitthvað nýtt, eitt-
hvað stórkostlegra, eitthvað
meira æsandi. Það er eðli
löngunarinnar. Er þá ekki eðli-
legt að unglingar heimti meira
en foreldrar þeirra töldu sig
vera ánægða með, þvi það sem
foreldrarnir höfðu er alls ekki
nýtt fyrir börnunum? Er ekki
augljóst að óánægja og heimtu-
frekja unglinga er sönnun fyrir
rangri lifsstefnu alls þorra
manna, lifsstefnu sem er að
fara með okkur öll i ógöngur?
Hvað er hægt að gera?
Við þurfum að skilja að það
verður að gera sterkan greinar-
mun á þvi hvað maður af skyn-
samlegu mati þarf og svo hinu
sem hann langar til.Við verðum
að skilja að þegar maður hefur
einu sinni komizt uppá lag með
að vera hamingjusamur gerir
hann þá merkilegu uppgötvun
að það er svo afar fátt sem hann
þarf.
Hamingjusamastir eru þeir
sem hafa fáar óskir. Hamingja
byggist ekki á þvi sem þú átt
eða telur þig eiga, heldur á þvi
sem þú ert.
Einhver hefur sagt, mig
minnir John Barrymore leikari:
„Hamingja kemur til þin inn-
um dyr sem þú vissir ekki að þú
hafðir skilið eftir i hálfa gátt”.
Til að vera hamingjusamur
þarftu fremur að breyta sjálfum
þér en skilyrðum þinum.
Borðnautar okkar hjóna á
skipinu eru öldruð hjón ensk
sem setzt hafa að i Portúgal.
Þau fluttu þangað fyrir nokkr-
um árum, og alþvi þau vissu
ekki hvort þau mundu kunna við
sig keyptu þau sér afar litið af
mublum og öðru lil búss og
heimiiis. Nú una þau prýðilega
hag sinum i nýju umhverfi, en
þau segjast samt ekki hafa
fengið sér neitt fleira, þeim
finnst þau ekki þurfa þess, það
útaf fyrir sig að vera til og
ganga um ströndina þarsem
húsið þeirra stendur sé alveg
nógu skemmtilegt, og svo sól-
skinið, hafið, golan, blómin,
trén og fuglarnir.
Sólarlagið er fagurt hér útá
hafinu einsog annarstaðar. 1
fyrrakvöld var það sérstaklega
fagurt, eða kannski ég hafi séð
betur og fundið skýrar til en
venjulega?
Það hafði verið þykkt loft og
bárugráð um daginn, en nokkru
fyrir sólsetur rofaði til i vestri
og sólskinið brauzt fram á milli
sundurtættra skýja. Særinn flóði
t birtu, það myndaðist titrandi
gullbraut vesturi óendanleik-
ann. Svo dró fyrir sólina skýja-
hulu sem þó var ekki nógu
dimm til að byrgja hana, heldur
breytti henni í rauðaglóð einsog
búið væri að hræra saman
sólareldi og skýjaslæðum.
Þannig drukknaði dagurinn i
öldunum.
Þá fór að húma. Um skipið
luktist gagnsæ móða sem
þykknaði unz haf og himinn
runnu saman i mjúkan dökkva.
í;g stóð útvið borðstokk. Mér
fannst ég vera einn. Þessar
mannverur sem sátu i stólum
eða rjátluðu um dekkið voru rétt
einsog skýin, alls ómáttugar að
trufla þá kyrrð sem býr i tigu-
legum einfaldleik ljósaskipt-
anna.
Þungur niður barst af boða-
föllunum útfrá skipinu er það
plægði sjóina, og lika þetta
undarlega áleitna kvisshljóð
þegar golan kembdi löðrið onaf
öldunni.
Samanvið allt þetta rennur
vakandi hugur, hann verður
einsog gegndrepa af þessum
niði og þessu þvala húmi sem er
I þann veginn að breytast i
dimma nótt útá reginhafi.
Alþýðublaðið,
Bréf frá Sigvalda, 5.12.1968
Grein þessi, sem birtist
upphaflega í Alþýöu-
blaðinu 5. desember 1968,
var i greinaf lokknum
BRÉF FRÁ SIGVALDA
— en þaö voru pistlar,
s e m Sigva Idi
Hjálmarsson fréttastjóri
blaösins sendi er hann
var á ferðalögum
erlendis. Þessa grein er
einnig aö finna i nýút-
komnu greinasafni Sig-
valda, bókinni AÐ
HORFAOG HUGSA, sem
Skuggsjá sendi frá sér nú
fyrir jólin.
STOFNSETT 1886
Simi (96) 21400
EIGIN SKIPTISTÖL)
— 15 linur.
Símnefni: KEA
Gleöileg
jól
Gott
nýtt ár
KEA starfrækir nú yfir 40 verzl-
anir og þjónustufyrirtæki og um
20 framleiöslufyrirtæki á Akur
eyri og við Eyjafjörð.
— En aðeins félagsmenn hafa
möguleika á að fá endur-
greiddan arð.
— Er þá nauðsynlegt aö vera
félagsmaður til að fá að verzla i
kaupfélagi?
Þetta er meðal annars ávöxtur
87 ara samvinnustarfs bænda og
bæjarbúa við Eyjafjörö og i
nágrenni hans.
— Nei alls ekki. öllum er frjálst
að gerast félagsmenn og öllum
er frjálst að verzla i kaupfélagi.
Kaupfélögin eru frjáls samtök
til bættra lifskjara og aukinna
framfara.
KAUPFELAG EYFIRÐINGA, AKUREYRI
Jolablaö 1973