Alþýðublaðið - 29.12.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.12.1973, Blaðsíða 1
FISKLAUS hOfudborg Stærsta fiskbúö Reykjavikur hefur orðið að sækja fisk handa borgarbúum mörg hundruð kilómetra vega- lengd, en af 170 tonnum, sem hún hefur selt frá 1, okt. til 18. desember hafa aðeins 22 tonn fengist frá bátum, sem róa frá Reykjavik. Hitt hefur verið sótt til Akraness, Þorlákshafnar, Grinda- vikur, Stykkishólms og allt vestur á Patreks- fjörð. Þangað eru 475 kólómetrar frá Reykja- vik. Á þessum stöðum verður að sjálfsögðu að keppa við frystihúsin i verðlagi, auk flutnings- kostnaðar, sem af fram- taki fisksala borgarinnar leggst á þessa nauðsynja- vöru. Frá 1. október hefur 'fiskbúðin Sæbjörg sent 52 sinnum til Akraness eftir fiski til þess að geta út- vegað borgarbúum fisk i soðið, og fleiri eða færri ferðirá hina staðina, sem að framan er getið. Orsakir þessa ó- frem da rá sta nds eru þröngsýn fiskverndar- sjónarmið, sem óneitan- lega falla vel að hags- munaástæðum þeirra að- ila, sem borgarbúar verða nauðugir viljugir að sækja undir þessar nauðsynjar. Blaðið sem þorirl Verðum við einir með nóg bensín? Svo virðist sem Island verði jafnvel eina rikið i Vestur Evrópu, sem mun ekki búa viðbensinskort á komandi ári, en sem kunnugt er hefur viða verið lagt bann við öllum óþarfa akstri, og þá hafa margar rikisstjórnir mælst til þess við fólk að það fari sparlega með bensin. Fólk virðir hinsvegar litið tilmælin, og hafa breska og sænska stjórnin t.d. ákveðið að taka upp skömmtun i byrjun næsta árs. Þau fjögur riki Vestur Evrópu, sern engin bönn né tilmæli um sparnað hafa heyrst i, eru Island, Finnland, Spánn og Portúgal. Nú hafa Arabar hinsvegar nýlega ákveðið að takmarka verulega bensinsölu til Portúgals, og verður stjórnin þar þvi væntanlega að gripa til skömmtunar innan skamms, og óvist er hversu lengi Spánn fær nægt bensin. Þá eru ekki eftir nema tsland og Finnland, en bæði löndin fá bensin sitt að mestu eða öllu frá Sovétrikjun- um. Forstjórar islensku oliufélaganna, Indriði Pálsson hjá Shell, Vil- hjálmur Jónsson hjá ESSO og önundur Ásgeirsson hjá BP, voru allir sammála um er blaðið ræddi við þá i gær að að eins og málin stæðu i dag, væri ekki útlit fyrir neinn bensinskort á næsta ári hér, svo lengi sem Rússar stæðu við samn- inga sina. Hins vegar sögðu þeir að bensin kynni að hækka verulega á næsta ári, en nægilegt magn fengist væntanlega, svo fremur væri um þjóðhagslega en efnislega spurningu að ræða. Viðskiptaráðuneytið hefur að undanförnu kannað ástandið i þessum málum, og sagði Þórhall- ur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri þar, i viðtali við blaðið i bær, að að óbreyttu væri ekki ástæða til að gripa til skömmt- unaraðgerða, ef bensinið hækkaði verulega, yrði hver einstakur neytandi að gera upp við sig hversu miklu hann gæti eytt i bensin. —■ Magnús frá Mel á sjíikrahus Magnús Jónsson frá Mel, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, veiktist skyndilega i fyrrinótt. Varhann fluttur á sjúkra- hús og er nú þar til með- ferðar. Á PLÖTU ÁN SAMÞYKKIS! Þessa dagana eru á hijómplötumarkaðnum tvær nýjar plötur með Þuriði Sigurðar- dóttur. önnur er ný, þar sem Þuriður syngur hálfa plötu á móti manni sinum, Pálma Gunnarssyni, en hin er sögð „úrvaF' laga með Þuriði. Þar er um að ræða öll lög, sem Þuriður hefur sungið inn á plötu frá upphafi. Um plötuna vissi hún ekkert, fyrr en hún hevrði hana auglýsta i útvarpi. Sjá frétt i Rokkhorninu i Sunnudagsblaðinu. gleöilegs nýárs! Alþýðublaðið óskar landsmönnum ölíum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.