Alþýðublaðið - 29.12.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.12.1973, Blaðsíða 2
■ IJI ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ Holl fæða — hraustur líkami Megurð og matar ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ Sykurinn er hsttulegasti óvinurinn t lok siöasta kafla um MEGURÐ O G MATARVENJUR sagöist ég ætla að gefa lesendum nokkur góð ráö — fyrir utan mikla og góöa likamshreyfingu — til þess að auðvelda sór aö halda likamsþunga sinum niöri. Uá er best að hala ekki frekari valn- inga um þaö, en aö byrja bara upptalninguna. Til þess aö fyrirbyggja. Kyrst og Iremst ællirðu aö stiga á vigtina á hverjum morgni — áöur en þú ferð að boröa og drekka. Markmiðið er aö geta þegar i staö gripið til gagnráöstaiana og vigtin sýnir 100 gr meiri þunga en maður vill. Sýni hún það, má ekkert biða, heldur strax byrja megrunar- kúr þar til þessi 100 gr eru hori'- in. Hvort sem það varir nú leng- ur eða skemur. Auðvitað er einnig hægt að venja sig á að nota uppskriftir að matarkúrsfæði alla daga vik unnar eða einn dag hennar til tvo. Markmiðið er þá að varna þvi, að 100 umlramgrömmin verði nokkru sinni til. Uegar hinni róttu likamsþyngd er svo náð, þá áttu ekki i einu velfangi að hætta við matarkúr- inn. Þá eru harla litlar likur á þvi, að árangurinn vari miklu lengur en vikuna út. l>ess i stað áttu smátt og smátt að uuka við þig hitaeiningarnar uns þér linnst þú vera kominn i jafnvægi þ.e.a.s. hvorki léttist né grennist. A þessum jafnvægis- punkti átlu svo að standa. En hugmyndin um einn hita- einingarsnauðan dag i viku er samt sem áður góð hugmynd. Heilbrigður matur — einnig fyrir börnin. Með þvi móti er lika e.t.v. auðveldara að halda last við heilbrigða matarvenju, sem ella myndi gieymast. <)g mun auðveldara að kenna börnunum hollar matarvenjur, þvi undir iillum eðlilegum kringumstæðum a'ttu þau þá lika að fá hitaeiningarsnuuðan dag um leið og loreldrarnir. Og slikur dagur gerir heilbrigðum börnum aðeins gott. A slikuni dögum megið þið gjarna lola börnunum að borða eins mikið og þau vilja i sig láta — en þá aðeins af hitaeininga- snauðum mat. Ekkert sa'lgæti. Enginn is. Enginn rjómi. Kkk- ert smjör. Verið alveg óhrædd við þetta. Allar uppskriltir að megrunar- l'æði eru þannig upp byggðar, að þær veita likamanum næg vita- min og steinelni. l>að vantar bara hilaeiningarnar — eða öllu heldur eru þær af skornum skammti. Og ekkert hraust barn hefur neitt illt af þvi að eta megrunarfæði á ..megrunar- degi” foreldranna. Megrunarfæði er nefnilega ekki aðeins megrunarfæði. Það er lika mjög hollt fæði. Og þeir, sem ekki þurfa að megra sig, mega þvi gjarna borða megr- unarfæði og hafa gott af þvi. Þeir mega bara borða meira af þvi en hinir. Hinar fljótandi hitaeiningar Og þá er rétt að koma með nokkrar aðvaranir ekki að- eins til þeirra, sem eru á megr- unarkúr, heidur einnig til hinna. Jafnvel börnin ættu að læra þessar viðvaranir snemma. Kngum veitir af. Nú ræði ég um hinar hættu- legu „fljótandi” hitaeiningar. Vökvi ler miklu lyrr i gegnum meltingarfærin en föst fæða — og skilar þvi orku sinni fyrr til likamans. Kinmitt vegna þess, hve stutla viðdviil viikvinn hefur i meltingarfærunum, ýtir hann ekki lengi undir meltunar- kennd. En fólk helur olt með réttu eða ekki þá tilfinningu, þegar það heíur drukkið, að nú geti það borðað meira en áður en það drakk. Sykur hefur mikiö orkugildi fyrir iþróttafólk og aðra, sem nota vöövana, en annars er syk- ur ógnun viö heilbrigði og slæm- ur vani. En það eru ekki aðeins sætindin, sem viö ættum að reyna að koma i veg fyrir, aö börn okkar venji sig á, heldur einnig sykurinn i hinum sætu gosdrykkjum. Skaðvænlegasta sætindiö. Það eru nefnilega stórir skammtar af sykri, sem eru i hverri hverri flösku af gos- drykk. Sérhverslik flaska hefur inni að halda a.m.k. 25 grömm af sykri — eða 100 hitaeiningar. Og svo kemur gosdrykkurinn okkur auðvitað á sykurbragðið, sem mörg okkar þurfa svo að berjast gegn það, sem eftir er ævinnar. Náttúrlegur sykur — i vin- Þaö er erfitt að verjast þeirri hugsun, aö hinir auðugu sykurframleiðsluhringir hafi ekki átt sinn þátt í banni cyklamatsins. Og gerir það olt. Yfirleitt gildir sú regla, að auknurn hitaeiningum er „smyglað" ofan i okkur með vökva þeim. sem við drekkum. Oftar en ekki eru þær hitaein- ingar i formi sykurs. Og sykur gerir meira en að færa okkur auknar hitaeiningar i sjállu sér. llann eykur einnig matarlyst okkar. berjum og öðrum ávöxtum — er oft vegvisir á C-vitamin. E.t.v. er það þess vegna, sem manneskjan er svo veik fyrir sykrinum. Ilonum hafi verið ætlað að hvetja fólk til þess að borða C-vitamin rika fæðu. Sykur eykur matarlyst- ina Sykur hefur einnig marga aðra slæma eiginleika — en við skulum tala um þá siðar. Eink- um og sér i lagi er hann höfuðó- vinur megurðarinnar — meira að segja höluðóvinur nr. 1. Margir hafa sannreynt. að of- feilt fólk er yfirleitt forfallnar sykura'tur. Visindamennirnir Hodges og Krehl sönnuðu það t .d. árið 19(15, að „tilraunafólk" þeirra varð soltnara, þegar það fékk ákveð- inn heitaeiningarskammt úr svkri en öðrum matvælum. Þegar árið 1959 sannaði pró- fessor Yudkin með fjölda vis- indalegra tilrauna, að sykurát vki matarlvstina. En sá sykur, sem við borðum nú, er ekki náttúrlegur sykur — heldur hviksykur, unninn sykur, sem er snauður af öllum næringarel'num nema hita- einingum. Ef til vill er sykurinn i gos- drykkjunum ekki eins skaðlegur lyrir tennurnar og sykurinn úr brjóstsykrinum eða súkkulað- inu. En hann er alveg jafn skað- legur fyrir ntegurð og matar- venjur okkar. Svkurinn er e.t.v. skaðvæn- legasta sætunarefni vort. Þvi vill fólk olt glevma. þegar það er að meta önnur sætunarefni — t.d. cvklamatið. Einkennileg saga. Það heíur alltaf verið ýmis- legt skrýtið við cvklamat- söguna. Visindamenn hafa framkallað krabbamein i þvagblöðrum á rottum með þvi að græða litla töflu af efninu i þvagblöðruna. Það sama er sjálfsagt hægt að gera með heilmörgum öðrum efnum. Menn hafa — eftir þvi, sem ég best veit — t.d. ekki reynt þetta með sykri. En auk þess var hægt að framkalla blöðrukrabba — hjá þcirri rottutegund, sem prófun- in fór fram á — með þvi að gefa rottunum griðarstóra skammta af cyklamati og sakkarini i drykkjarvatni. Nú eru rottur ekki mannfólk. . ()g skammtarnir i drykkjar- vatninu voru MJÖG stórir. Engar visindalegar niður- stöður liggja fyrir þegar þetta er skrifað af svipuðum rann- sóknum á mannfólki. En þó hafa slikar rannsóknir verið gerðar. Arum saman hafa griðar- stórir hópar fólks — milljónir manna i Evrópu og Ameriku — neytt mikils magns af sakkarini og cyklamati. En enginn hefur veitt athygli neinni aukningu á blöðru- krabbameini — eða öörum sjúk- dómum — af þeim sökum. Þann skaða er ekki unnt að mæla Menn hal'a ekki tekið tillit til niðurstaðnanna af þessum við- feömu „tilraunum", þegar ákveðið var i allmörgum lönd- um að banna cyklamat sem sætunarefni i dosdrykki og niðursuöuvarning. Þetta voru vissulega eðlileg viðbrögð yfirvalda. Niðurstöður cyklamatsrannsóknanna voru rækilega auglýstar — m.a. fyrir peninga sykurframleiðenda — og yfirvöldin vildu auðvitað enga ábyrgð taka á framhald- andi notkun þessa viðsjárverða efnis Þvi var það bannað. En ómögulegt er að sjá, hvaða skaða það bann hefur gert — með þvi að auka sykurneysluna. En nú hafa komið fram á sjónarsviðið nýjar niðurstöður rannsókna úti i Bandarikjunum. Þær varpa nokkru ljósi á gang þessarar einkennilegu sögu, sem ég vil kalla svo. Samkvæmt þessum nýju niðurstööum kom nefnilega i Ijós, að það var miklu fremur sakkarin en cyklamat, sem framkallaði æxlin i þvagblöðr- um rottanna! En sakkarinið hafa rnenn hvorki rannsakað frekar, né bannað. Hvers vegna ekki? Sjálfsagt vegna þess, að það hefur lengi veriö þekkt og lengi veriðnotað. Á striðsárunum var það viða einasta sætunarefnið, sem fólkiö fékk. Cyklamat er liins vegar miklu seinna til komið sem ógnun viö sykur- framleiðendur. Engin hættuleg samkeppni Það hefur ávallt verið erfitt að forðast þá hugsun, að hinir auðugu sykurframleiðsluhring- ir haf i haft áhrif á þá þróun við- burða i Bandarikjunum, sem urðu til þess að cyklamat- banninu var skellt svo viða á. Það er enginn vafi á þvi, að vegna þessa banns, er nú notað- ur miklu meiri sykur, bæði i Bandarikjunum og Evrópu en ella. i þvi sambandi hefur cykla- mat miklu meiri áhrif en sakkarin — vegna þess, að cyklamatið bragðast miklu bet- ur og er miklu likara venjuleg- um sykri á bragðiö, en sakkarin — og þvi margfalt meiri ógnun við sykurframleiðendurna. Einkum og sér i lagi var það þó ákveðin cyklamatblanda, sem er vinsæl — eða öllu heldur var það. En sykurlausir gos- drykkir eru ekkert hættulegir keppinautar hinna sykruðu lengur — vegna heldur óþægi- legs aukabragðs, sem er af sakkarini. Sakkarinið er þvi ekkert hættulegt fyrir sykurframleið- endurna — ekki likt þvi eins hættulegur keppinautur og cyklamatið var. Það hefur þvi varla mikil áhrif á gang mála i heiminum, að sakkarinið veldur ntun frekar æxlisvexti i rottu- blöðum en cyklamat. Enn til á apótekum Enn er þó hægt að fá cykla- mat keypt — eða öllu heldur blöndu af þvi og sakkarini. Slik- ar blöndur eru t.d. seldar undir ýmsum vörumerkjum i apótek- um. Mjög oft sem hjálpræði fyrir þá, sem eru i megrun. Og ég þori ákaflega vel að mæla með þvi i þeim tilgangi. Að minni meiningu ættu yfir- völdin okkar að taka til mjög nákvæmrar athugunar bann sitt á cyklamati meö tilliti til frekari rannsókna á þvi efni og öðrum. Ég held nefnilega, að sykurinn sé miklu hættulegri, en cyklamatið. Fyrir manneskjur og það eru einmitt manneskjur, en ekki rottur, sem við höfum áhuga á. Við vitum, að sykur er skað- legur. Fyrir tennurnar, fyrir likamsþungann og sennilega l'yrir kolesterol-magnið i blóðinu og eykur þar með kölkunarhættuna. En við höfum ekki i höndum neinar niðurstöður um skað- vænleg áhrif cyklamats á mannslikama. Þess vegna held ég, að cykla- matið sé GAGNLEGT - með þvi að spara sykurát. Cyklamateða ekki cyklamat: Það er allt, sem mælir með þvi, að sá. sem vill léttast — eða halda óbreyttum likamsþunga — dragi úr sykurneyslu sinni. Eggjahvítuefnin. í stórum hlutum heimsins eru eggjahvituefni ein allra nauð- synlegustu næringareínin. Þar, sem fólk sveltur, fær það oft of litið af eggjahvituefnum. Venjulega er hér ekki um neitt vandamál að ræða á Norðurlöndum . Allflestir fá meira en nóg af eggjahvitu- efnunum. Flestallar fæðuteg- undir innihalda þessi næringar- eíni i rikum mæli. ■■■•■■■■■■■ Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. DPAIÍ S4LGÆTISOIRO Skipholt 29 — Sími 244R6 BLOMAHUSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opid til kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA í KR0N DÚffef) í GlflEflDRE /íffli 44900 0 Laugardagur 29. desember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.