Alþýðublaðið - 02.02.1974, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 02.02.1974, Qupperneq 1
Hingað fyrir sumar: Slade og Nazareth og Uriah Heep 0 ► ► ► ► o Laugardagur 2. febrúar 1974 557; EG HEF MEIRA AÐ SEGJA ÍHUGAÐ SJÁLFS MORÐ I SJÁ HORNIÐ - 3 (H)ROS í hnappa- gatiö ► 12 flugflota varnarliðsins er hreyfanlegar f I ugsveiti r Um helmingur af flug- hreyfanlegar flugsveitir, Hér er nú 9 flugvéla flota varnarliðsins á eða 14 vélar af þeim 32 Orion sveit, það eru kaf- Keflavikurflugvelli eru sem þar eru. bátaleitarflugvélar, og er sú sveit nr. 49, en fyrir viku var hér sveit nr. 24. Skipt er um þær sveitir á nokkurra mánaða fresti, og flytjast flugmenn, flugvirkjar, og aðrir menn sveitinni tilheyr- andi með. Þá eru hér að jafnaði 2 Hercules björgunarvélar, en þær eru hér aldrei nema tvær vikur i senn, og fara flugmennirnir með flugvélunum. Þá er hér sveit þriggja Constellation véla, sem eru radarvélar, og er hver sveit ekki nema um mánuð hér i einu. Flug- menn og flugvirkjar flytjast með. sveit 12 Phantom þota, en sú sveit nefnist loftvarna- sveit. 1 henni eru einnig þrjár T-33 æfingaþotur. Loks er svo ein DC-3, sem sér um birgða- flutninga milli Kefla- Þær sveitir sem hér eru að staðaldri eru: Sveit þriggja björgunarþyrla, sem oft hefur komið við sögu hér við bjarganir, og vikurflugvallar og radar- stöðvarinnar á Stokks- nesi, og ein DC-6b, sem eingöngu er notuð til millilandaflugs. Þeir menn, sem starfa við föstu flugsveitirnar, starfa hér að jafnaði i tvö ár, séu þeir með fjöl- skyldur sinar hér, en i 12 mánuði, séu þeir einhleypir. Um þriðjungur varnarliðs- manna er hér með fjölskyldur sinar. HVER STJÚRNAR SKATT- PÍNINGU Á ÞINGEYINGUM? Skattþegnar Þingeyjarsýslu hafa fengiö sendar til- kynningar um fyrirframgreiöslu þinggjalda, sem ekki eiga stoð i lögformlegum heimildum. Hafa þeir verið krafðirum 75% fyrirframgreiðslu skatta, miðað við álagningu þeirra á siðasta ári, I stað 60%, sem heimilt er að innheimta. Er mikill urgur i mönnum nyrðra vegna þessa, en þegar þeir leita skýringa, er þeim sagt að þetta sé gert samkvæmt fyrirmælum. Er Alþýðublaðið spurði Jón Sigurösson, ráöuneytis- stjóra i fjármálaráðuneytinu um þetta mál, sagði hann, aö ráðuneytið hefði gefið fyrirmæli um inn- heimtu fyrirframgreiðslu skatta á sama hátt i Þing- eyjarsýslum sem annars staðar eða 3/5 miðað við siðustu álagningu. Blaðið hafði samband viö Sigurö B. Jónsson, full- trúa sýslumanns, og spuröi hann hvernig i þessu lagi. Kvaðst hann ekki fjalla um þessi mál, en gerði ráð fyrir, aö farið væri eftir fyrirmælum ráöuneytisins. Staðfesti hann, að við einnheimtuna væri miðað við 3/4 en ekki 3/5 eins og verið hefði. Skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins, Höskuldur Jónsson, kannaði til hlitar útsend fyrirmæli ráðu- neytisins i þessum efnum til innheimtumanna rikis- ins. Reyndustþau á einn veg i þessu tilliti. Innheimta ber 3/5 miðað við siðasta ár. Gjaldkeri sýslumannsembættisins á Húsavik, Hall- ur Jónasson, kvaöst hafa sent út tilkynningar um greiðslu á 3/4fyrra árs gjalda, samkvæmt fyrirmæl- um sýslumanns. Sýslumaðurinn, Jóhann Skaftason, er þvi miður sjúkur og reyndist ekki unnt að spyrja hann um þetta mál. HRAUNIÐ GLEYPIR SENDINGAR EYJARADÍÚS Vestmannaeyjaradió er ekki enn komið i sama horf og fyrir gos, enda þótt að stöðin eigi að þjóna mikilvægu hlut- verki fyrir allar siglingar við suðurströndina. Landssiminn hefur þó loks látið gera við neyð- arsendinn á stöðinni, en hann hefur verið bilaður i nokkrar vikur, þrátt fyrir að Landssiminn hafi fengið itrekaðar tilkynn- ingar um það. Bilunin lýsti sér þannig, að stöðin heyröi neyðar- köll, en gat ekki komið neinum boðum né leið- beiningum til skipa i háska. En þrátt fyrir lagfær- ingar Landssimans sið- ustu daga eru miðbylgju- sendingar VM radiós enn i ólestri, og heyrast send- ingarnar ekki nema 20 til 30 milur út, að sögn eins starfsmanns við stöðina. Nýja hraunið gleypir og truflar sendingarnar og þarf þess vegna að finna sendinum nýjan stað, en hann er nú á simstöðvar- húsinu. Þvi hefur Landssiminn ekki komið i verk, og una sjómenn viö suðurströnd- ina þessu illa, að sögn starfsmannsins við VM radió. mmm tm

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.