Alþýðublaðið - 02.02.1974, Síða 2
SVIPMYND
liilllliliiiiiliiiiii
William Craig: hættulegasti
stiornmálamaður í N-írlandi
Vafalaust er, að William Craig,
— sem er yst á hægri, kanti hins
mótmælndasinnaða Unionista-
flokks i Norður-trlandi — er ein-
hver hatrammasti andstæðingur
samkomulags þess, sem gert
hefur verið um aðild kaþólskra
tra að rikisstjórn landsins. Aðeins
einn maður getur hugsanlega
komist i samjöfnuð við hann að
þessu leytinu til, og það er
presturinn sr. Ian Paisley. A hinn
bóginn er Craig sem forystu-
maður Vanguard-hreyfingar-
innar miklu voldugri. Sannast
sagna má lita svo á, sem hann sé
hættulegasti stjórnmálamaður
Norður-trlands.
William Craig er miðstétta-
stjórnmálamaðurinn, er reyndist
misheppnaður innan marka hins
pólitiska lýðræðis, en hefur tekist
i landi sem Norður-lrlandi að
skapa sér enn meiri völd. bvi er
það ekki út i hött þegar
kaþólikkarnir kalla hann „Adolf
Craig”.
Craig stundar það mjög, að
koma fram sem talsmaður og
málsvari lýðræðisins, en það er
vægast sagt undarlegt lýðræði,
sem hann hefur þá i huga. Craig
heldur þvi fram, að
„kaþólikkarnir hafi annan
skilning á lýðræði en við höfum
sakir trúar sinnar”, og þegar um
er að ræða almenn þegnréttindi
til handa kaþólikkum visar hann
sliku á bug sem þvættingi. „Hér
er aðeins um það eitt að ræða, að
hinir gömlu fjandmenn okkar eru
að reyna að notfæra sér aðstæð-
urnar”, segir hann.
Þegar kaþólska þegnréttinda-
hreyfingin var stofnuð haustið
1968 var Craig innanrikis-
ráðherra i Norður-lrlandi. Fyrsta
mótmælagangan er hún gekkst
fyrir heppnaðist afar vel, ekki sist
áróðurslega, og það var Craig að
„þakka”. Hann hafði engan
skilning á forsendum mótmæl-
anna og beitti þvi hinni vopnuðu
varalögreglu og hinu almenna
lögregluliði. Hann hélt þvi fram,
að það væri verkefni innanrikis-
ráðherrans að sjá til þess, að
götur borgarinnar væru i
umferðarhæfu ástandi, og þvi
greip hann til harkalegra ráðstaf-
ana, þegar þegnréttinda-
hreyfingin setti aðra mótmæla-
göngu sina á laggirnar i Derry
hinn 5. október 1968. Þá sátu
borgarar Stóra-Bretlands fyrir
framan sjónvarpstækin sin og
urðu vitni að þvi, hvernig lög-
reglan barði niður varnarlaus
ungmenni, sem ekki höfðu unnið
annað til saka en að krefjast
félagslegs réttlætis. Allt það er þá
gerðist varð öllum þeim áfall, er
hlut áttu að málinu, að Craig
undanteknum, sem fékk pokann
sinn hinn 11. desember sama ár.
Hann hvarf þó ekki af stjórn-
málasviðinu, heldur var hann
þvert á móti næstum orðinn for-
sætisráðherra Norður-írlands i
mars árið 1971. Þáverandi for-
sætisráðherra, Chichester-Clark,
var harðlega gagnrýndur af
Craig, er krafðist harkalegra ráð-
stafana gagnvart IRA, irska
lýðveldishernum. Forsætis-
ráðherrann bað þá stjórnvöldin i
Lundúnum að senda sér 3000
hermen'n til þess að halda uppi
röð og reglu, en fékk aðeins 1300
hermenn til þess verks. Brutust
þá út gifurlegar mótmælaóeirðir
mótmælenda og ögrunarræður, er
Craig hélt, hlutu hyllingar-
kenndar móttökur fólksins.
Chichester-Clark varð að segja af
sér.
Það varð þó ekki William
Craig, er tók við sem forsætisráð-
herra, heldur flokksbróðir hans
og andstæðingur, William
Faulkner, þáverandi viðskipta-
ráðherra. Nú er það ekki svo, að
andstæð trúarbrögð valdi mestu
um óeirðirnar I Norður-trlandi,
heldur félagslegt ranglæti, mikið
atvinnuleysi (einkum meðal
kaþólikka) og næstum óskiljan-
legur greinarmunur, sem gerður
er á þeim og mótmælendum. En
Craig hefur á nákvæmlega út-
reiknaðan máta notað trúarhatrið
og hefur verið allra manna
iðnastur við að reyna að hagnýta
sér það.
1 febrúar árið 1973 stofnaði
Craig Vanguard- hreyfinguna,
sem fljótlega tókst að sameina
innan sinna vébanda hina fjöl-
mörgu og'ólfku hópa sambands-
manna (mótmælenda), er allir
berjast fyrir áframhaldandi sam-
bandi við Bretland. Craig hefur
ætið haldið þvi fram, að Van-
guard-hreyfingin muni með öllum
ráðum vinna gegn „Miinchenar-
samningum” fyrir Norður-
trland. Nú er komið að sliku sam-
komulagi og verður þá spennandi
að sjá hvernig Craig og
Vanguard-hreyfingin hans bregst
við. Hann hefur sagt að hann geti
á einni nóttu kallað 80 þúsund
manns til vopna og sú hótun er
ekki út i hött.
William Craig fæddist hinn 2.
desember 1924 I Cookstown, þar
sem kaþólski þingmaðurinn
Bernadotte Devlin fæddist einnig.
Hann nam lög við. Queens-
háskólann i Belfast, en hætti þvi
námi meðan á styrjöldinni stóð til
þess að gerast liðsmaður i breska
flughernum. Arið 1952 lauk hann
siðan lögfræðiprófi og gerðist þá
meðeigandi / lögfræðiskrifstofu.
Stjórnmálaferill hans hófst árið
1960, er hann var kjörinn þing-
maður á Stormont-þing Ira, sem
fulltrúi unionista. Aðeins tveim
árum siðar varð hann liðsstjóri
þingflokksins og árið 1963 tók
hann við af Faulkner sem innan-
rikisráðherra. Siðar meir varð
hann þróunarráðherra, heil-
brigðismálaráðherra og heima-
stjórnarráðherra, áður en hann á
AF FRÆGU FOLKI
ARI HARÐNEITAB AÐ GREIÐfl
MÁLSKOSTNAÐ FRÚARINNAR!
Einn af auðugustu mönnum
heims, Aristoteles Onassis, hefur
tilkynnt eiginkonu sinni, Jackie
Kennedy, að hún verði sjálf að
greiða kostnaðinn við réttarhöld,
er hún stofnaði nýlega til gegn
ljósmyndara nokkrum, að sögn
blaðsins The Sun i Lundúnum.
„Ég hef ekkert með þetta skitna
mál að gera”, er haft eftir Onass-
is. Hér var um að ræða málsókn
frú Kennedy gegn ljósmyndaran-
um Ron Galella. Dómurinn féll
fyrir 18 mánuðum siðan og nú
liggur reikningurinn fyrir. Nem-
ur hann hvorki meira né minna en
100.000 enskum pundum. Ekki
mun Onassis hafa greint frá þvi,
hvi hann vilji ekki greiða reikn-
inginn, en orðrómurinn hermir,
að hann hafi verið reiður konu
sinni fyrir það, að hún skyldi
nokkru sinni stefna Galella.
Ron Galella er ljósmyndari,
sem hefur haft það sér til lifs-
framfæris, að sitja um frú Jackie
Kennedy og börn hennar og
mynda þau við aðstæður, sehi
þykja verstar, en gefa honum
mest i aðra hönd. Þegar frú
Kennedy stefndi honum, stefndi
hann henni aftur og krafðíst
620.000 enskra punda i skaðabæt-
ur. Auðvitað fékk hann þvi ekki
fram komið, en hann kom þvi þó
til leiðar, að fyrri dómnum var
breytt honum i hag. Frú Kennedy
hafði nefnilega unnið mál sitt
gegn ljósmyndaranum, sem var
harðbannaö að halda áfram um-
sátri sinu. Eftir að siðari dómur-
inn féll, hefur hann greinilega
fyllstu ástæðu til þess, að halda á-
fram umsátri sinu. Eftir að siðari
dómurinn féll, hefur hann greini-
lega fyllstu ástæðu til þess, að
halda áfram að sinna engu öðru
en myndatökum af frú Jackie
Kennedy og börnum hennar.
Málið varð enn flóknara við
það, að ljósmyndarinn sótti mál á
hendur Aristoteles Onassis, þar
sem hann krafðist þess að fá pen-
ingana úr hans hendi. Útgerðar-
maðurinn hefur nú staðfest, að
eiginkona hans muni greiða
skaðabæturnar og þá ættu allir að
vera ánægðir, að hann segir.
Smárarnir að verða úreltir
Varla voru lslendingar búnir til þess að annast stærðfræði-
að búa til innlent orð yfir lega útreikninga og rökfærslur i
„transistora” — smárar — fyrr sambandi við efnahagsmál. A
en smárarnir tóku að úreldast. hverri sekúndu geta þeir skilað
A myndinni eru sýnd nokkur 40.000 atriðum. Og mjög fáir
eintök af þriðju kynslóð tölva, smárar eru i tækjunum. Ný
sem byggðar eru i Litháiu. uppfinning er komin I staðinn —
Þessar tölvur heita M-5000 — ef sérstakar hringrásatengingar
menn eru þá einhverju nær. sem eru enn fyrirferðarminni
M-5000 eru sérstaklega gerðir og stórvirkari en smárarnir.
nýjan leik varð innanrikisráð-
herra. Allan þennan tima visaði
hann stöðugt á bug kröfum
kaþólikka um þegnréttindi, en
óskaði sjálfur i staðinn eftir
auknu valdi til handa lögreglunni
til þess að snúast gegn „samsæri
vondra manna”, eins og hann
orðaði það. Andstæðingar Craigs
saka hann um að vera óábyrgan
og hættulegan mann, valdsjúkan
með takmarkaðar gáfur. Hann er
frekur og ágengur maður, sem
ekki hefur tekist að ávinna sér
velvild fólksins — miklu fremur
virkar hann sem þurr lög-
fræðingur, gjörsneyddur kimni-
gáfu, sem með talsmáta sinum
tekst að ná valdi á fólkinu. Hann
talar daufri röddu og horfir langt
út i bláinn. Engu að siður tekst
honum með dáleiðslukenndum
hætti að fá áheyrendur sina til að
hlusta. Hann býr i geysistóru
lúxus-einbýlishúsi, sem er
umkringt stórum rósagarði, i
borgarhluta nokkrum i Belfast,
sem er hundrað prósent laust við
kaþólska menn.
Sænskir
læknar
flýja
skattalög-
regluna
EKKI ÖLL
GÓÐ RÁD
YKJA GÓÐ
Ekki eru öll ráð jafn góð,
sem gefin eru. Breskt blaö gaf
nýlega lesendum sinum þau
ráð til þess að spara orku, að
nota rafhlöður við transistor-
tæki sin I stað þess að stinga
þeim i samband við raf-
magnsdósina I veggnum.
Annað breskt blað tók ráðin
heldur óstinnt upp. Það komst
nefnilega að raun um, að orka
sú, sem fer i að framleiða
hverja rafhlöðu, er talsvert
miklu meiri, en orkan, sem
hún skilar.
Þegar lögreglan I Sviþjóð kom
til þess að sækja til yfirheyrslu
lækni, sem grunaður var um
skattsvik, fannst hann hvergi i
sjúkrahúsinu. Sagt var, að hann
hefði leyfi frá störfum til 17.
febrúar.
Þessi dagsetning var vand-
lega valin. Daginn áður — þann
16. febrúar — verður ákæran
gegn lækninum nefnilega látin
niður falla, þvi þá hefur brot
hans fyrnst að sögn sænska
Aftonblaðsins. Takist honum að
fara huldu höfði til 17. febrúar,
þá losnar hann viö að greiða 45
þús. sænskar krónur aftur fyr
ir sig i skatta og 100 þús. sænsk-
ar krónur I sektargreiðslur.
Alls hafa um 40 læknar i Svi-
þjóð verið teknir fyrir skattsvik.
Tveir þeirra hafa flúið undan
réttvisinni og biða þess, aö fyrn-
ingarfresturinn liði. Lögreglan
veit, að annar þeirra dvelur á
Spáni og er þar að búa sig undir
doktorsritgerð.
Hafnarfjarðar Apótek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
Skipholt 2Í) — Sími 244íir.
BLOMAHUSIÐ
simi 83070
Skipholti 37
Opið til kl. 21.30.
Einnig laugardaga
og sunnudaga.
AÐ VEBZLA f KR0N
1 í i>únn GUEflBfE 'ími 84200
O
Laugardagur 2. febrUar 1974.