Alþýðublaðið - 02.02.1974, Side 3
VAR
VOR I
LOFTI
En því er ekki aö
neita, að þessi
mynd er birt af al-
veg sérstöku til-
efni. Okkur fannst
nefnilega vera vor
i loftinu i gær.
Veðrið var fallegt
og hlýtt miðað við
árstima og allir
virtust i léttara
skapi en endranær
á þessum dæma-
laust þreytandi
vetri.
Og svo erum við
vissir um, að ein-
hverjir urðu ást-
fangnir i gær. Að
þvi viljum við
stuðlað og
vegna birtum við
sumarmynd i dag.
Svona, svona,
lesendur góðir, við
erum alls ekki
gengnir af vitinu,
þótt við birtum
svona mynd um
hávetur. Einmitt
vegna tiðarinnar
ætti þessi mynd að
vera kærkomin.
SLADE KOMA
ÍMARS
EÐA JÚNf -
NAZARETH f
APRfL OG
URIAH HEEP
f MAf
Breska hljómsveitin SLADE,
sem átti að halda hljómleika hér i
janúar á vegum Ámunda
Amundasonar, kemur til landsins
i fyrsta lagi I mars — eða þá i
júni. Hljómleikaferðalag þeirra
um Bandarfkin lengdist og þá
ákváðu þeir að nota vikuna, sem
úpphaflega var ætluð til íslands-
fararinnar, til hvildar og hress-
ingar áður en nýjasta plata
þeirra, ,,OId, New, Borrowed,
Blue”, kemur út i Bretlandi.
Strax að loknu öllu umstanginu i
kringum útkomu plötunnar fara
þeir I þriggja vikna ferð til Ástra-
liu og Nýja Sjálands og þá eiga
þeir hálfsmánaðar fri áður en
þeir halda I tveggja vikna hljóm-
leikaferðalag til Japan og Hong
Kong. Verði sá hálfi mánuður
ekki notaður til að taka upp
tvegga laga plötu i Bretlandi, þá
koma SLADE hingað i mars. Ef
ekki, þá koma þeir i júni og koma
fram á þrennum hljómleikum i
Reykjavik.
— Þeir koma örugglega. Chas
Chandler, umboðsmaðurinn
þeirra, hefur staðfest það við mig
persónulega, sagði Ámundi
Ámundason i viðtali við frétta-
mann blaðsins i gær. — Þá sagði
mér Jo'nn Steel, sem var með
Chandler I Animals og er hann
hægri hönd, að þeir hefðu sjálfir
lýst sig meira en viljuga til að
koma til Islands.
Amundi sagði þegar uppselt á
tvo fyrstu hljómieikana en vill
ekki taka fleiri pantanir. Þá gat
hann þess, að nú væri öruggt, að
Nazareth kæmu i april og Uriah
Heep i mai. Þess má geta, að
Nazareth eiga lag i 4. sæti á vin- I
sældalistanum Tiu á toppnum i /
útvarpinu i dag — og stukku það-
an úr 11.--15 sæti.
HORNIÐ
„Meira að segja hef ég
oft íhugað sjálfsmorð"
Lesandi skrifar:
„Ég las i blaðinu 31.
jan., að tala þeirra, sem
þjást af exemi og svo-
nefndu psoriasis, nemi
fjórum eða fimm þús-
undum.
Mér þykir þessi tala í-
skyggilega há. Nú eiga
þessir sjúklingar að fá að
fullu greidd öll nauðsyn-
leg lyf hjá sjúkrasam-
lögunum og ýmislegt
fleira á að gera fyrir þá.
Mér finnst þetta i sjálfu
sér góður áfangi.
Ég er einn af þeim hér
á landi, sem þjást af iII-
kynjuðum húðsjúkdóm,
ekki psoriasis heldur ból-
um og kýlum, sem koma
mest fram í andliti. Staf-
ar hann að því er ég held
truflunum í fitukirtla-
starf seminni. Þessi
sjúkdómur hefur valdið
mér miklum sálar-
kvölum og meira að segja
hef ég oft íhugað sjálfs-
morð. Ég hef verið með
þennan sjúkdóm i 5 ár og
fer árlega með tugi þús-
unda krónai allskonar lyf
og læknishjálp.
Það er fjöldinn allur,
sem þjáist af þessum
sama sjúkdómi hér á
landi, en á mismunandi
stigi. Þrátt fyrir þá stað-
reynd hef ég ekki séð
neitt að gert fyrir þá, er
þjást af þessum sjúk-
dómi.
Hins vegar eiga þeir,
sem þjást af svonefndu
psoriasis að fá að fullu
greidd lyfogannað, sem
til kostnaðar verður. Á
sama tíma er gengið
fram hjá þeim, sem þjást
af þeim sjúkdómi, er ég
hef gert að umtalsefni.
Hvers vegna?
Ég hef ekki séð einn
einasta psoriasis-sjúk-
ling, þrátt fyrir að þeir
séu taldir vera á milli
fjögur og fimm þúsund.
Aftur á móti hef ég séð
fjöldann allan af fólki,
líIKRIT tHIR MATTHIAS 10HAH«£SSt«
Blaðinu hefur borist bréf frá Haraldi V.
Olafssy’ni forstjóra Fálkans h/f i Reykja-
vik, þar sem hann segir meðal annars:
Á sölumarkað er að koma hljómplata
með leikritinu Sókrates eftir Matthias
Johannessen skáld. Leikrit þetta var
leikið i útvarpi inóvember 1971, en ekki
siðan.
Ég fór þess á leit við Matthias Jó-
hannessen að hann gæfi Fálkanum
heimild til að gefa út leikrit eða leikþátt
eftir hann, og datt okkur fyrst i hug leik-
þátturinn Jón gamli, sem sýndur var i
sjónvarpinu. En þegar til kom, var ekki
hægt að nota upptöku þá, sem til var, til
útgáfu á hljómplötu þótt ýmsir agnúar
væru sniðnir af.
Þá kom okkur Matthiasi saman um að
gefa út á hljómplötu leikritið Sókrates,
sem mér fannst mjög athyglisvert eftir að
hafa hlustað á uppfræðsluþessi Rikisút-
varpinu. Hér teflir Matthias saman ýms-
um þekktum persónum veraldarsögunn-
ar, svo sem Sókratesi, Darwin, Galileó,
Van Gogh, Lúðvik 14. og lagskonu hans,
Madame de Pompadour, ásamt Sölva
Helgasyni. Sveinn Einarsson Þjóðleik-
hússtjóri skrifaði umsögn á baksiðu um-
slagsins, og Halldór Pétursson listmálari
teiknaði framhliðina.
Þessi útgáfa er ekki gerð i gróðaskyni.
Heldur tel ég að hljómplata þessi, sem og
aðrar hljómplötur með flutningi Islenskra
bókmennta er áður hafa komið út á veg-
um Fálkans, eigi erindi til almennings og
hafi nokkurt menningarlegt gildi.
Frið um
Steininn
sem þjáist af bólum —
aðallega ungt fólk. Lik-
lega stafar þetta af því,
að psoriasis-sjúklingar fá
ekki útbrot í andlitið, eins
og við hin.
Að fá þetta i andlitið
hlýtur að valda meiri
sálarkvölum en hitt. Ég
gæf i til dæmis mikið fyrir
að losna við sjúkdóminn
úr andlitinu og á bakið —
ef hægt væri að skipta.
En fram hjá sjúkling-
um einsog mér er gengið,
án þess að ég viti hvers
vegna. Hvað skyldu
annars vera margir af
mínu tagi hérlendis?"
Borgarlögmaður
hefur nú til umsagnar
bréf frá menntamála
ráðuneytinu, þar sem
leitað er umsagnar
um hugsanlega friðun
Hegningarhússins við
Skólavörðustig.
Sem kunnugt er,
gerir aðalskipulag
Reykjavikur ráð fyrir
að gata eigi að liggja
þar sem Hegningar-
húsið stendur nú. Á
húsið þvi að vikja
samkvæmt skipulagi,
en húsafriðunarnefnd
vill friða húsið.
Laugardagur 2. febrúar 1974.
o